Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 37
GARÐABÆR með
tæplega níu þúsund
íbúa hefur alla burði
til að vera í forystu
bæjarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu í
skóla-, æskulýðs- og
íþróttamálum.
Það er gott að búa í
Garðabæ, þar er gott
mannlíf, skólarnir eru
góðir enda hafa þeir á
að skipa góðu starfs-
fólki með mikinn
metnað.
Með núverandi
meirihluta við völd er
þó ljóst að Garðabær
nær ekki þessari for-
ystu. Stefnan í skipulagsmálum
byggist á smáskammtalækningum
sem verður til þess að aðstaða
skólanna versnar til muna.
Mikil fjölgun barnafjölskyldna
hefur orðið í Garðabæ á undan-
förnum árum sem hefur leitt til
þess að aldurssamsetning íbúa hef-
ur breyst. Kemur þar tvennt til,
annars vegar í eldri hverfum á sér
stað eðlileg endurnýjun, eldra
fólkið flytur í minna húsnæði, í
flestum tilvikum utan Garðabæjar,
og yngra fólkið með börn á leik-
skóla- og grunnskólaaldri kemur í
staðinn. Hins vegar er það nýjasta
byggingahverfið, Ásarnir, sem er í
hraðri uppbyggingu og sífellt
fjölgar fjölskyldum sem flytja
þangað.
Þetta hefur þýtt mikla fjölgun
nemenda í grunnskólum bæjarins.
Aðstaða skólanna hefur hins vegar
engan veginn verið nægjanleg til
að taka við þessari miklu fjölgun
nemenda. Virðist vera að bæjaryf-
irvöld hafi sofið á verðinum og alls
ekki gert ráð fyrir þessari end-
urnýjun. Sennilega haldið að
Garðbæingar yrðu mun eldri en
aðrir Íslendingar og flyttu því mun
seinna úr stærra húsnæði í minna.
Eða haldið að fólk sé mun lengur
að byggja í Garðabæ en í öðrum
bæjum landsins.
Þessi mistök í skipulagsmálum í
Garðabæ eru bæði dýr fyrir bæj-
arfélagið og gera skólunum erfitt
um vik að halda sínum gæðum. Nú
er svo komið að íbúar eru alls ekki
ánægðir með þessi vinnubrögð og
Foreldra- og kennarafélag Flata-
skóla hefur hafið söfnun undir-
skrifta til að þrýsta á
bæjaryfirvöld að
standa við gefin loforð
um fjárveitingar til
framkvæmda við skól-
ann og að þeim ljúki á
réttum tíma. Hvar er
skólinn í Ásunum,
hvenær kemur hann
og verður hann í
hverfinu?
Lengdur skóladag-
ur, sem er krafa í nú-
tímasamfélagi, á að
innihalda m.a. heima-
nám, tónlistarnám,
íþróttaskóla, íþróttir,
skátastarf o.fl. Með
því er hægt að brjóta upp skóla-
dag barna og koma á skóladegi
fyrir alla til kl. 16 á daginn. Garða-
bær styrkir nú þegar Stjörnuna
vegna barna- og unglingastarfs,
sem er vel gert en engan veginn
nóg. Starfsemi Stjörnunnar fyrir
börn á því að koma sem mest inn í
hefðbundinn skóladag barna og
þannig mun Garðabær skipa sér í
forystu bæjarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu.
Þessi aldursbreyting íbúa hefur
ekki aðeins áhrif í skólamálum
heldur einnig í íþróttamálum. Nú
er svo komið að aðstaða til íþrótta-
iðkunar fyrir allan þennan fjölda
barna er engan veginn nægjanleg í
Garðabæ samanborið við ná-
grannasveitarfélögin, Hafnarfjörð,
Kópavog og Reykjavík.
Nú er kominn tími til breytinga
í Garðabæ, gefum Sjálfstæðis-
flokknum frí og komum Garðabæj-
arlistanum að. Garðabæjarlistinn
setur málefni fjölskyldunnar í önd-
vegi.
Garðabær
til forystu
Höfundur skipar fjórða sæti á
Garðabæjarlistanum.
Garðabær
Garðabæjarlistinn, seg-
ir Steinþór Einarsson,
setur málefni fjölskyld-
unnar í öndvegi.
Steinþór
Einarsson
Tilboðsvika 10.-16. maí
Mörkinni 3, sími 588 0640Opið laugardag 11-16 – sunnudag 13-17
15-60% afsláttur