Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GEGNUM tíðina hafa námsmanna- hreyfingarnar verið heldur duglegar við að gagnrýna Lánasjóð íslenskra námsmanna og úthlutunarreglur hans. Að þessu sinni viljum við hinsvegar hrósa sjóðnum fyrir vel unnin störf og sveigjanleika. LÍN hefur nú endurskoðað úthlutunarreglur sín- ar og stjórnin sam- þykkt. Í þeim reglum er tekið á iðn- og verknámi og reglum um lánveitingu breytt. Þær breyt- ingar sem áttu sér stað voru eðli- legar en hefur ekki verið hugað að breytingu á þeim fyrr en nú. Má segja að samræming sé orðin meiri og auð- veldara að lesa úr reglunum hvaða nám er lánshæft og á hvaða tímum. Einnig vil ég koma á fram- færi ánægju INSÍ með hækkaða grunn- framfærslu og niður- fellingu á tekjuteng- inu maka. Það er engin spurning að þetta mun gagnast okkar félagsmönnum og námsmönnum öll- um. Grunnurinn sem notaður er hjá LÍN hefur nú verið leið- réttur og er því réttur. Ljóst er að LÍN hefur ekki alltaf farið að ósk- um námsmannahreyfinganna en að þessu sinni má segja að LÍN hafi komið vel á móts við námsmenn og ber að hrósa sjóðnum fyrir þá frá- bæru vinnu sem þar hefur farið fram. Fyrir hönd Iðnnemasam- bands Íslands vil ég óska LÍN og námsmönnum hjartanlega til ham- ingju með nýja grunnframfærslu, 75.500 kr. Hinn umdeildi Lánasjóður Jónína Brynjólfsdóttir Höfundur er formaður Iðnnema- sambands Íslands. LÍN Grunnurinn sem not- aður er hjá LÍN, segir Jónína Brynjólfsdóttir, hefur nú verið leiðréttur og er því réttur. VERÐUGUR er verkamaðurinn launa sinna hefur löngum verið talið til óhaggan- legra sanninda en mál geta umhverfst á und- arlegan hátt þegar mannætur fjöl- miðlanna og kerfisins þurfa að nærast með því að selja frásagnir í stað þess að segja sannleikann. Það hef- ur verið óskaplegt að upplifa á undanförnum misserum að vera mið- depill og skotspónn mesta móðursýkis- kasts í sögu íslenskra fjölmiðla þar sem ruglað hefur verið saman sannleika, lygi, slúðri og ill- girni og allt bakað í eina köku sem kölluð er sannleikur, jafnvel þótt sannleikurinn sé ekki nema lítið brot af kökunni. Ég þoli ýmislegt sjálfur en það er verst að fjölskylda mín hefur orðið fyrir barðinu á ótíndum fréttamönnum. Sem betur fer er flest fólk svo vel gert að það síar úr megnið af hratinu, illmælg- inni og óhróðrinum, vegna þess að það er ekki tamt venjulegu fólki að stunda nornaveiðar. Að nota hverja smugu til lausnar vandamálum Á undanförnum 35 árum hef ég lagt alla mína starfsorku í að vinna með fólki og fyrir fólk, alltaf á já- kvæðan hátt. Ég hef aldrei spurt um stöðu, stétt eða stjórnmálaskoð- anir og aldrei neitað manni um að- stoð. Ég hef komið að hundruðum verkefna, stórum og smáum, ég hef aðstoðað þúsundir einstaklinga, hundruð fjölskyldna í vandræðum, komið fram á þúsundum samkoma til þess að slá á létta strengi og ég hef lagt höfuðáherslu á að standa fyrir bjartsýni, áræði og árangri. Ég hef aldrei farið í launkofa með það að ég hef heldur viljað fram- kvæma og ná árangri með nokkurri áhættu, heldur en að taka enga áhættu og gera ekki neitt eins og svo margir gera í okkar kerfi. Þegar ég hef þurft að aðstoða fólk í vand- ræðum er það ekki minn stíll að nota aðeins aðaldyrnar, ég nota hverja smugu sem gefst til þess að leysa vandamál á meðan það meiðir enga aðra. Sem betur fer hefur það oftast skilað einhverjum árangri að minnsta kosti. Í 35 ár hef ég einhverra hluta vegna virst vera þjóðareign og þjóð- saga, umdeildur og umtalaður án þess að hafa um það beðið eða gert nokkuð sérstakt til þess nema að vera einfaldlega eins og ég er, reyna að láta hið neikvæða ekki ná yfir- tökunum á því jákvæða. Allt frá því að ég lauk kennaranámi og hóf störf í fjölmiðlum, fyrst sem einn af fyrstu dagskrárgerðarmönnum Sjónvarpsins og síðan á Morgun- blaðinu, hafa ákveðin öfl eða aðilar í samfélaginu verið á eftir mér, í slúð- urdálkum slíkra blaða og á bylgjum ljósvakans, fjölmiðlafólkið sem nærist á því að skíta út náungann og rífa niður til þess að selja frásagnir með því að höfða til lægstu hvata okkar í samfélaginu. Ég er ekkert að kvarta yfir því að vera tekinn fyrir og hef oft átt það skilið, en fyrr má nú rota en dauðrota og einhverj- ar leikreglur verða menn að virða. Þótt einhverjir í mannætuhóp fjöl- miðlanna og kerfisins vilji eyða mér þá er það varla raunveruleg heild- arlausn. Myndi einhver Íslendingur standast úttekt Í tíu mánuði hafa tugir manna á fullum launum verið að kafa ofan í líf mitt til þess að finna ávirðing- ar. Ég hef lent í mestu úttekt sem gerð hefur verið á einum einstak- lingi á Íslandi, allt fyr- ir opnum tjöldum, per- sónulega, lágkúrulega og lítillækkandi. Ég þori að fullyrða að eng- inn Íslendingur myndi standast slíka úttekt, ekki einu sinni hinir vammlausu. Upphafið var slúðurfrétt í dag- blaði með mannætu- deild sem ber enga virðingu fyrir neinu. Í fjölmiðlum var meira fjallað um mig síðastliðið sumar, en Osama bin Laden og árásina á New York, meira en eiturlyfjasalana, nauðgar- ana, ofbeldismennina og aðra óham- ingjumenn sem njóta þó þeirra fríð- inda að vera ekki nafngreindir. Út úr allri þessari úttekt og um- fjöllun um undirritaðan þar sem sumir fjölmiðlar og jafnvel lögregl- an hafa sigað fólki á mig, hvatt til slúðurs og illmælgi, hefur komið sú einfalda niðurstaða að mér hafa orð- ið á mistök í einu verkefni, erfiðu og tímafreku verkefni sem varðar end- urreisn Þjóðleikhússins. Það hefur þó enginn tapað á mér og ég hef engan slasað. En ég harma mistök mín og gerði það strax, því ég hafði ekkert að fela. Eftir alla þessa út- tekt eru engar ávirðingar á mig í starfi mínu sem alþingismaður, en reynt hefur verið að klína á mig alls konar ávirðingum í þremur verk- efnum sem ég hef sinnt og koma ekkert við starfi mínu sem þing- maður. Þessi verkefni eru hlutverk mitt sem formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins og fram- kvæmdastjóri einu og fyrstu alvöru endurbóta í sögu hússins, fram- kvæmdastjóri byggingar bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi og Þjóðhild- arkirkju sem var reyndar fram- kvæmd upp á mína persónulegu ábyrgð, og formaður byggingar- nefndar stafkirkju í Vestmannaeyj- um. Í ákæru ríkissaksóknara á hendur mér eftir ótrúlega langan tíma úttektar eru 11 atriði af 27 rétt, 8 beinlínis röng, 2 rangtúlkuð, 5 sem eru bæði rétt og röng og eitt sem kemur málinu ekkert við. Ávirðingarnar tvær sem tengjast Brattahlíð eru báðar rangar, en engin ávirðing er vegna stafkirkj- unnar í Vestmannaeyjum. Þó að ég segi sjálfur frá er það staðreynd að hvorki stafkirkjan og Skanssvæðið í Vestmannaeyjum, né uppbygging bæjar Eiríks rauða og Þjóðhildar- kirkju í Brattahlíð á Grænlandi hefðu orðið að veruleika ef ég hefði ekki fylgt þessum hugmyndum mín- um eftir frá upphafi til enda þótt vissulega hafi margir góðir menn komið að málum einnig. Ég leyfi STAÐREYNDIR SEM ENGINN HEFUR SPURT UM Árni Johnsen Í ákæru ríkissaksókn- ara á hendur mér eftir ótrúlega langan tíma úttektar, segir Árni Johnsen, eru 11 atriði af 27 rétt, 8 beinlínis röng, 2 rangtúlkuð, 5 sem eru bæði rétt og röng og eitt sem kemur málinu ekkert við. UMRÆÐAN UM MIÐJAN apríl birti Morgunblaðið fréttir um mikla gerjun í varnar- og öryggis- málum Íslendinga. Þær fréttir voru aðal- lega frá bandarískum stjórnvöldum og fjöll- uðu annars vegar um flutning yfirstjórnar Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli frá Nor- folk í Bandaríkjunum til Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna í Stutt- gart í Þýskalandi og hins vegar um fjölg- andi raddir innan bandaríska stjórnkerf- isins um að draga eigi úr viðbúnaði Varnarliðsins hér á landi. Á næst- unni munu fara fram viðræður milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda um framkvæmd bókunar vegna hins tvíhliða varnarsamnings sem gerður var árið 1951 milli Ís- lands og Bandaríkjanna. Sú ákvörðun bandarískra stjórn- valda að flytja yfirstjórn Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli frá Norfolk í Bandaríkjunum til Stuttgart í Þýskalandi er niðurstaða af mikilli endurskipulagningu innan banda- ríska varnarmálaráðuneytisins á varnarkerfi Bandaríkjanna. Sett hefur verið á laggirnar ný herstjórn Bandaríkjannna, svokölluð heima- herstjórn og á hún að ábyrgjast heimavarnir Bandaríkjanna. Hluti af þessari vinnu er að skilgreina hvað eru heimavarnir og hvað ekki. Niðurstaðan af þeirri vinnu er sú að Grænland, Ísland og Azor-eyjar skulu tilheyra Evrópuherstjórn Bandaríkjanna, en ekki þeirri her- stjórn sem fór með heimaherstjórn Bandaríkjanna. Í tilfelli Íslands eru þetta mikil tíðindi, því á grundvelli áðurnefnds varnarsamnings hefur yfirstjórn Varnarliðsins á Íslandi verið í Norfolk í Bandaríkjunum, hjá sameinaðri herstjórn Bandaríkj- anna eða Joint Forces Command (JFC), sem ein af þremur undirein- ingum hennar. Hefur þetta fyrir- komulag reynst okkur Íslendingum vel og einfaldað öll samskipti við bandarísk yfirvöld þegar málefni Varnar- liðsins eða málefni tengd áðurnefndum varnasamningi hefur borið á góma. Fram- vegis mun yfirstjórn Varnarliðsins hins veg- ar tilheyra Evrópuher- stjórn Bandaríkjanna í Stuttgart og verða ein af fjölmörgum undir- einingum hennar. Við þessar breytingar er ljóst að byggja þarf frá grunni nýjar sam- skiptaaðferðir við hina nýju herstjórn og hætt er við að sjónarmið ís- lenskra stjórnvalda eigi ekki jafn- mikinn hljómgrunn við hina nýju herstjórn og hina eldri, vegna sam- setningar nýju herstjórnarinnar. Í raun flækir þetta nýja fyrirkomulag samskiptin milli stjórnvalda land- anna tveggja óþarflega. Í því sam- bandi má ekki gleyma að á milli þessara tveggja landa er í gildi varn- arsamningur, sem er í raun alveg einstakur gjörningur. Þessi varnar- samningur er einstakur af því leyti til að Bandaríkin hafa ekki fyrr né síðar gert samning við annað ríki sem er jafnskuldbundinn af þeirra hálfu og varnarsamningurinn er. Skiptar skoðanir eru á því hvað þessi flutningur yfirstjórnar Varn- arliðsins þýðir í raun fyrir Íslend- inga, en í ljósi viðbragða íslenskra stjórnvalda má segja að enginn stór- fögnuður ríki hjá þeim yfir þessari breytingu. Hins vegar verður að taka fram að óljóst er enn hvernig hin nýja skipan mun líta út endan- lega. Á næstu mánuðum munu fara fram viðræður milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um fyrir- komulag íslenskra varna í samræmi við hinn tvíhliða varnarsamning sem ríkt hefur frá árinu 1951. Morgun- blaðið hefur greint frá því að innan bandaríska stjórnkerfisins fer þeim röddum fjölgandi sem telja að sá varnarviðbúnaður sem er á Íslandi sé of mikill og hægt sé að uppfylla varnarskyldu Bandaríkjanna gagn- vart Íslandi með öðrum hætti. Það sem um er að ræða hér, er staðsetn- ing orrustuþotna og björgunar- þyrlna á Íslandi. Bandaríkjamenn vilja draga úr þessum viðbúnaði og senda orrustuþoturnar á staði sem þeir telja að sé meiri þörf fyrir þær. Orrustuþoturnar og þyrlunar eru angi af þessum viðræðum sem í raun snúast um að Bandaríkjamenn vilja draga úr kostnaði við Keflavíkur- stöðina. Íslendingar hafa skilgreint sínar áherslur í þessum viðræðum. Snúast þær um að ekki sé hægt að draga úr frekari viðbúnaði á Kefla- víkurflugvelli og sá viðbúnaður sem þar er, telst lágmarksviðbúnaður svo hægt sé að skilgreina að á Ís- landi séu trúverðugar varnir. Ef dregið er úr viðbúnaði telja íslensk stjórnvöld að Varnarstöðin á Kefla- víkurflugvelli standi varla undir nafni sem varnarstöð. Forsætisráð- herra hefur t.d sagt að ef vilji Bandaríkjamanna sé að draga svo úr viðbúnaði Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli þannig að stöðin breytist í eftirlits- og forvarnarstöð fyrir þá, er alveg eins hægt að leggja stöðina niður. Varnarstöðin á að þjóna hags- munum beggja ríkjanna enda bygg- ist tilvist varnarstöðvarinnar á gagnkvæmum varnarsamningi milli þjóðanna. Í síðastnefnda atriðinu má segja að þar liggi ágreiningur milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda í hnotskurn. Innan bandaríska stjórnkerfisins eru menn ekki sam- mála því hættumati sem íslensk stjórnvöld leggja til hliðsjónar vegna væntanlegra viðræðna um fyrirkomulag varnarsamningsins. Er ekki ólíklegt að niðurstaða muni fást eftir að bandaríska þjóðarör- yggisráðið hefur lagt sitt mat á hlut- ina og að Bandaríkjaforseti hafi kynnt sér málið. Varðandi stefnu ís- lenskra stjórnvalda í væntanlegum viðræðum við Bandaríkjamenn er samhljómur meðal forystumanna í íslenskum stjórnmálum. Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Öss- ur Skarphéðinsson og Sverrir Her- mannsson eru allir sammála um að sá lágmarksviðbúnaður sem nú er á Varnarstöðinni megi ekki minnka og að milli þjóðanna eigi að ríkja gagn- kvæmur skilningur á varnar- og ör- yggishagsmunum Íslands. Vinstri grænir hafa kokgleypt hina ábyrgð- arlausu stefnu Alþýðubandalagsins sáluga í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar, sem er kannski skiljan- legt ef eðli þess flokks er skoðað, þ.e. „að vera fúll á móti“. Varnar- og öryggishagsmunir ís- lensku þjóðarinnar er grafalvarlegt mál. Þeir eiga ekki að snúast um at- vinnuástand á Suðurnesjum eða eða vera sýnd sú lítilsvirðing að tala um þá sem einhvern sjálfsagðan hlut. Það er von mín að þær viðræður um framkvæmd Varnarsamningsins sem fram fara á næstunni muni leiða til farsælla niðurstaðna fyrir stjórn- völd í báðum þessum löndum. Hins vegar óttast ég að framvegis verði samskiptin við bandarísk stjórnvöld vegna Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og Varnarsamningsins ögn þyngri vegna flutningsins á yfir- stjórninni frá Norfolk í Bandaríkj- unum til Stuttgart í Evrópu. Er það þó einlæg von mín sá ótti sé með öllu ástæðulaus. Blikur á lofti í varnar- og öryggismálum? Gunnar Alexander Ólafsson Varnarmálin Varnar- og öryggis- hagsmunir íslensku þjóðarinnar, segir Gunnar Alexander Ólafsson, eru graf- alvarlegt mál. Höfundur er stjórnmálafræðingur og fyrrv. varaformaður Varðbergs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.