Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 39
mér líka að minna á orð Svavars Gestssonar menntamálaráðherra við opnum Þjóðleikhússins eftir stórfellda endurreisn fyrir 10 árum þegar hann sagði að ef Árni John- sen hefði ekki tekið að sér að finna leið til þess að hefja endurbyggingu Þjóðleikhússins hefði það ekki verið gert og ef Árni Johnsen hefði ekki tekið að sér framkvæmd endur- byggingarinnar þá „værum við ekki að opna Þjóðleikhúsið núna sam- kvæmt tímaáætlun“. Þessi þrjú verkefni sem ég ætti eflaust að vera hvað stoltastur yfir, hafa á undan- förnum 10 mánuðum verið notuð til þess að hnýta mér endanlega heng- ingaról. Þó hef ég unnið kauplaust í þeim öllum, því eina kaupið sem ég hef fengið eru um 10 þúsund krónur á mánuði fyrir framkvæmdastjóra- starfið við endurbætur Þjóðleik- hússins og inni í þeirri upphæð er alls konar kostnaður, en að því kem ég síðar. Ekki veit ég til þess að neinir aðrir alþingismenn hafi sinnt sambærilegum verkefnum. Mitt fyrsta og síðasta „fyllirí“ Á undanförnum misserum og ár- um hafa komið upp mistakamál bæði hjá ráðherrum og alþingis- mönnum, mál sem að umfangi í pen- ingum hafa verið samsvarandi plús eða mínus miðað við það sem er raunverulegt að tala um í mínu sam- bandi og í ákveðnum tilfellum hafa þau verið miklu stærri. Mitt mál er þó sérstakt m.a. að því leyti að ég hef sannanlega unnið fyrir mínu og miklu meira en það þótt „láglauna- greiðsla mín í vöruúttektum sé vissulega með rangri aðferð og klaufalegri, sem ég vona að sé mitt fyrsta og síðasta „fyllirí“. Að því kem ég síðar. Þegar hjörtu fólks slá fyrir mann Gjörningaveðrið í fjölmiðlunum á miðju síðasta sumri var með ólík- indum, tryllt og sjúkt og ekki í neinu samhengi við raunveruleik- ann. Ég reyndi að bregðast við, en ýmist var því sleppt sem ég sagði við fjölmiðlamenn eða snúið út úr því. Ég ákvað því að þegja og gera allt sem ég mætti til þess að mál kæmust á hreint sem fyrst. Síðan má segja að mér hafi verið haldið í gíslingu í mjög óeðlilega langan tíma. Þessi tími hefur kostað mikla kvöl og pínu, en ég get þó ekki kvartað, því ekki þjáist ég af erf- iðum sjúkdómum eða ástvinamissi, sem hlýtur þó að vera mesta kvölin. Það sem hefur orðið mér til bjargar er hlýja og vinarþel fólks. Fólks hvaðanæva af landinu, hundraða manna, sem hafa haft samband, sent mér kveðjur, hugsað til mín og beðið fyrir mér. Þegar mitt hjarta var hætt að slá fann ég hjörtu ann- ars fólks slá fyrir mig. Það hefur munað öllu, stuðningur fjölskyldu minnar, vina, fólks úr öllum áttum óháð stjórnmálaskoðunum, óháð byggðarlögum þótt ég hafi fundið mest fyrir bakstuðningi í mínu kjör- dæmi, Suðurkjördæmi. Öllu þessu fólki er ég óendanlega þakklátur. Það er hrikalega erfið ákvörðun að segja af sér þingmennsku og þó er refsingin í raun miklu meiri og viðkvæmari, en ég sem gamall blaðamaður átti auðvelt með að lesa það móðursýkiskast sem ég var lentur í hjá mannætum fjölmiðlanna og því brást ég við eins og ég gerði, ekki vegna mistakanna í sjálfu sér þótt slæm væru og óafsakanleg, heldur til þess klára málið sem fyrst og losa fólkið mitt og velunnara út úr geggjun sumra fjölmiðlanna í þeirri von að ég fengi umfjöllun eins og venjulegt fólk. Hvað er ég annað en venjulegt fólk með venjulegar vonir og þrár og á bak við mig er hvorki ættarveldi né auður og hefur aldrei verið. Það kvelur mig að geta ekki verið að vinna á fullu fyrir mitt fólk. Mannæturnar í hópi fjölmiðlamanna Ég ætla að geta um ótrúleg vinnubrögð fjölmiðla þar sem mannæturnar ráða ferðinni. Það er sagt að á Borneó séu síðustu mann- æturnar sem eins og aðrar mann- ætur, sem við höfum lesið um, vilja matreiða fólk. Nýja stéttin innan ís- lenskra fjölmiðla sem þó búa við mikinn fjölda frábærra blaða- manna, vill ekki kalt mannkjöt, hún vill lifandi fólk sem hún getur nagað í tíma og ótíma og skáldað í skörðin að eigin geðþótta. Subbulegasta fréttastofa landsins eftir mína reynslu er fréttastofa Ríkisútvarps- ins. DV kemst ekki með tærnar þar sem útvarpið hefur hælana í vond- um vinnubrögðum einstakra blaða- manna þar. Fréttastofa Ríkisút- varpsins hefur um langt árabil verið misnotuð hrikalega í pólitískum til- gangi og persónulegum. Ég ætla að nefna tvö dæmi frá síðasta sumri. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hringdi í mig frá fréttastofu Út- varpsins til að leita upplýsinga. Hún sagðist ekki vera að taka upp sam- tal, heldur leita upplýsinga. Ég svaraði henni að ég vildi ekki tjá mig neitt eða láta hafa neitt eftir mér en þakkaði henni fyrir að hringja. Hún hélt samtalinu áfram og í stað þess að leggja á eyddi ég samtalinu með því að svara henni í kerskni og með útúrsnúningum. Þrátt fyrir það sem okkur hafði far- ið á milli hafði hún tekið upp samtal okkar og birti það sem fréttaviðtal þar sem ég var auðvitað eins og fífl, en áður en hún birti viðtalið fór hún um ganga Útvarpsins að sögn starfsmanna þar og hrópaði í geðs- hræringu. Nú skal blóðið renna, nú skal blóðið renna. Ég veit ekki til þess að fréttastofa Ríkisútvarpsins eigi að vera blóðsugubæli, en frétta- maður sem brýtur á þennan hátt leikreglur blaðamennskunnar er ekki vandur að virðingu sem blaða- maður. Næsta dag opnaði frétta- stofa Ríkisútvarpsins fréttastofuna fyrir þeim sem vildu tala illa um mig, opið hús, takk fyrir, og fyrstur reið á vaðið gamall vinur minn sem þvældi um ávirðingar vegna sam- skipta minna við Blindrafélagið. Reyndar var það svo að það sem hann sagði var ámælisvert fyrir hann sjálfan en ekki mig, en það var tekið gott og gilt athugasemdalaust og blóðsugur fréttastofu Ríkisút- varpsins sváfu ugglaust sælt og rótt. Þarna fór ekkert á milli mála að móðursýkiskastið var komið í al- gleyming. Það var líka sérkennilegt þegar Framkvæmdasýsla ríkisins opnaði skrifstofur sínar á laugar- dagskvöldi fyrir fréttastofu Ríkis- útvarpsins til þess að hjálpa til við að finna á á mig ávirðingar. Lög- reglan hefði ekki einu sinni fengið svo skjóta þjónustu og þetta er þeim mun sérstæðara fyrir það að Framkvæmdasýslan hafði fengið mánaðarlega á annan áratug greidda þóknun til þess að bera ábyrgð á og yfirfara reikninga byggingarnefndar Þjóðleikhússins, en tilkynnti síðan í haust að raun- verulega hefði reikningunum bara verið raðað eins og hjá servíett- usöfnurum. Dagblaðið birti þessa daga í júlí sl. ár heilsíðumynd af mér á forsíðu með steytta hnefa á lofti fyrir fram- an Þjóðleikhúsið, glottandi og ögr- andi. Myndin var fölsuð, hún var tölvuunnin til þess að búa til úr mér hrokagikk. Auðvitað vissu allir fjöl- miðlamenn að þessi mynd var föls- uð. Enginn benti þó á það. Það fyrsta og eina sem mér var kennt í upphafi blaðamennsku minnar á Morgunblaðinu var boðorð Matt- híasar Johannessen ritstjóra blaðs- ins að maður yrði alltaf að hafa sam- úð með því viðfangsefni sem maður skrifaði um, fjalla um gott og slæmt með samúð. Það er ekki mikið af því í íslenskri hversdagsfréttamennsku í dag þótt sumir fjölmiðlar beri af eins og gull af eiri. Það er áberandi mismunur á fréttamönnum í þess- um efnum, sumir eyða málsbótun- um í hverju máli að eigin geðþótta. Þetta er áberandi hjá Fréttastofu Ríkisútvarpsins og nornaveiðarnar hafa haldið áfram jafnt og þétt. Síð- ast í gær, fimmtudag, voru þeir með rangar og villandi tilbúnar fréttir um mig í túlkun sem ætti að vera fyrir neðan virðingu ríkisfjölmiðils, sem er rekinn af mér og þér, lesandi góður. Ætli fréttamennirnir þar séu sjálfstæðir verktakar án ábyrgðar eða er gamla grýlustefnan svona föst í sessi hjá mínum gömlu koll- egum. Það gæti verið fróðlegt að rifja ýmislegt upp í þessum efnis- tökum fjölmiðlanna, en það liggur allavega um sinn. Ég gæti til að mynda nefnt þrjá fréttamenn með nafni sem allir höfðu orð á því sl. sumar að þeir ætluðu að ganga svo nærri mér að ég myndi taka lífið mitt. Svo erum við að hneykslast á talibönum og öðru fólki úti í heimi. Hvað veldur móðursýkis- köstum íslenskra fjölmiðla Því miður eru móðursýkisköst ís- lenskra fjölmiðla og hliðarþátta eins og dulinn smitsjúkdómur sem rýkur upp með einhverju millibili og fer í tóma vitleysu. Hvað var Geirfinns- málið annað? Hvað var Hafskips- málið annað? Hafskipsmálið er gott dæmi. Hafskip var sett á hausinn vegna árása stjórnmálamanna, sér- staklega eins, og verka embættis- manna í bankakerfinu. Síðar kom í ljós að Hafskip var aldrei gjald- þrota þótt aðstandendur fyrirtæk- isins væru slegnir niður, slegnir niður og margslegnir. Síðar kom í ljós að þeir tveir alþingismenn sem vörðu Hafskip á Alþingi Íslendinga höfðu rétt fyrir sér í hverju orði. Þetta voru Matthías Bjarnason, þá- verandi samgönguráðherra, og sá er þetta ritar. Ég setti mig vel inn í málið og varði Hafskip í ljósi þess gegn straumnum í móðursýkiskast- inu. Hvert orð stóðst. Kannski eru þessi fjölmiðlaköst vegna þess að við söknum svo Sturlungaaldar? Störf mín fyrir Þjóðleikhúsið Víkjum að kjarna málsins, störf- um mínum fyrir Þjóðleikhúsið. Um langt árabil hafði ég sem blaðamað- ur Morgunblaðsins skrifað um starf Þjóðleikhússins, lengi vel greinar með myndum til að kynna allar frumsýningar leikhússins. Mér hef- ur því alla tíð þótt mjög vænt um Þjóðleikhúsið. 1985 var ég beðinn um það af þáverandi menntamála- ráðherra, Sverri Hermannssyni, að kanna leiðir til þess að hefja end- urbyggingu Þjóðleikhússins. Það hafði engum tekist í 35 ár og ég fór af stað með þeirri hvatningu ráða- manna að ég hlyti að finna leið á minn hátt eins og það var orðað. Næsti menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, fól mér að halda verkefninu áfram og ég sigldi því í ákveðinn farveg sem leiddi til þess að framkvæmdir voru ákveðnar. Ég var ekki beðinn um að vera formaður þriðju nefndarinnar, þ.e. byggingarnefndar sem átti að sjá um framkvæmd verkefnisins, loka Þjóðleikhúsinu tímabundið, en Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra, bað mig að vera í byggingarnefndinni. Nokkr- um mánuðum síðar var fram- kvæmdin í uppnámi og ég var þá beðinn að taka að mér formennsku. Ég gerði það með góðum mönnum í byggingarnefnd og málin voru rek- in mjög ákveðið. Niðurstaðan varð sú að tímaáætlun stóðst og húsið var opnað á réttum tíma og miðað við að magnaukning verksins jókst um 40% vorum við 10% undir upp- haflegri kostnaðaráætlun þegar upp var staðið. Þetta kostaði að vísu talsverða hörku í stjórnun, en það skilaði árangri. Ég hef aldrei spurt um laun fyrirfram þar sem ég hef unnið og það gerði ég ekki heldur í þessu verkefni. Þegar Þjóðleikhúsið hafði verið opnað á ný var Gunnar Torfason, verkfræðingur og verk- efnisstjóri Þjóðleikhússins frá því að ég tók við formennsku bygging- arnefndar, fenginn til þess að meta mína vinnu. Hann þekkti best til. Út úr því kom mat upp á ákveðinn vinnustundafjölda á lægsta taxta verkfræðinga, sem þýddi að mér voru metin laun fyrir liðlega 3 ár upp á 5–6 millj. kr. Ég var ekki að biðja um það og reyndar voru mér borguð laun sem losuðu eina millj- ón, eða 20–25% af því sem mér hafði verið metið. Ég tók því. Síðan héldu áfram endurreisnarverkefni sem ég hafði frumkvæði að og stjórnaði nánast einn. Það var uppbygging matsalar húsins í glæsilegan sal frá því að vera í 20 m2 kolageymslu með liðlega tveggja metra lofthæð í kjallara hússins, uppbygging saumastofu, hárgreiðslustofu, leikmunageymslu, Þjóðleik- húskjallara, lagnakerfis og fleira og fleira. Þessi verkefni hafa verið unnin á síðustu 10 árum, en sú ótrúlega staðreynd er í þessum efnum að tvisvar sinnum á um 15 árum hef ég fengið útborgað fyrir vinnu mína við að stjórna öllum endurbótum í Þjóðleikhúsinu og þar af síðustu 10 árin einn því breytingar urðu á byggingarnefnd. Einn af þremur byggingarnefndar- mönnum mætti aldrei á fund og kom aldrei í húsið og þjóðleik- hússtjóri taldi að hann væri óformlega í nefndinni. Allt klabbið var því á mínum herðum. Ég leitaði eftir fjármagni, ég hafði frumkvæði að endurbótum eftir beiðnum og ábendingum starfsmanna og þjóðleikhússtjóra og hvert einasta verkefni sem þjóðleikhússtjóri bað mig að leysa leysti ég og það var aldrei farið fram úr fjárheimildum. Ugglaust hef ég verið orðinn eins og heimaríkur hundur að fást við þetta einn, vinna margra manna verk, en það skilaði allavega árangri. Ég var búinn að nefna launagreiðsluna 1991, en seinni greiðsluna fyrir þessi störf við stjórnun framkvæmda og endurbóta fékk ég 1995 og þá í sama hlutfalli, um 20–25% af því sem mér hafði verið metið. Í bæði skiptin tók það tæplega eitt ár að fá greiðslurnar vegna þess að það vildi enginn taka af skarið að ég ætti yfirleitt að fá einhver laun. Þannig er nú sannleikurinn í málinu, að tvisvar sinnum á 15 ára tímabili fékk ég greiðslu fyrir störf mín, en síðustu tæp 7 árin hef ég ekki fengið krónu greidda þótt ég hafi unnið að jafnaði 40 tíma á mánuði vegna endurbóta. Laun mín sem formanns byggingarnefndar hafa verið um 10 þúsund kr. á mánuði, en laun mín fyrir framkvæmdastjórn endurbóta hafa verið nánast þau sömu þótt metin árslaun fyrir þetta starf ættu að vera um 1.100 til 1.200 þúsund. Eftir seinni launagreiðsluna 1995 og árs tuð og tog gerði ég þau mistök að taka mér upp í launagreiðslur með vöruúttektum, að jafnaði um 250–300 þúsund kr. á ári eða fimmtung af því sem ég átti raunverulega inni. Síðan dregst eins og gengur að gera þetta upp og í því liggja mín mistök, en Þjóðleikhúsið hefur aldrei átt krónu inni hjá mér þegar báðar hliðar málsins eru teknar til greina. Þær úttektir sem ég tók þannig með rangri aðferð, endurgreiddi ég í ágúst sl., alls um 1.850 þús. kr. Þær háu upphæðir sem ég á raunverulega inni hjá Þjóðleikhúsinu mun ég væntanlega aldrei rukka inn, hef ekki geð í mér til þess. Það réttlætir þó að sjálfsögðu ekki mistök mín að aðferðin var vitlaus. Laun sem mér voru metin á ári í þessum verkefnum miðað við tímafjölda, eru líklega 4–5 sinnum lægri heldur en það hefði kostað að nota þjónustu verkfræðistofu og það vita líka allir sem vilja vita að mín aðferð við að stjórna endurreisn Þjóðleikhússins á lokunartímanum hefur sparað um 300 millj. kr. 10 þúsund kr. laun á mánuði fyrir framkvæmdastjórn endurbóta Þjóðleikhússins Í þeim hundruðum verkefna sem ég hef komið að hef ég aldrei fengið greitt fyrir enda ekki ætlast til þess en ég átti að fá greitt fyrir störf mín sem framkvæmdastjóri við endurbætur Þjóðleikhússins. Það mun ugglaust mörgum þykja kynlegt að mín laun hafi verið um 10 þúsund kr. á mánuði og enn kynlegra þegar inni í þeirri tölu var ýmis kostnaður, bílakostnaður og fleira sem ég lagði sjálfur út. Þegar upp er staðið hef ég raunverulega verið að borga með mér allan tímann og líklega hefur Þjóðleikhúsið aldrei átt slíkan bakhjarl og þann sem þetta ritar og berst nú við að bjarga ærunni með því að rekja einfaldar staðreyndir sem enginn hefur spurt um, kannski af því að þar rennur ekkert blóð. Leikhúsverkið í öllu þessu máli er ömurlegt, en vonandi verður hægt að hreinsa dekkið og flórinn sem fyrst, sigla því jákvæða fram fyrir það neikvæða. Höfundur er fv. þingmaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 39 FRÉTTIR RAFMAGNSVEITUR ríkisins færðu nýverið námsbraut í rafiðn- fræði við rafmagnsdeild Tækniskóla Íslands öfluga fistölvu að gjöf með viðeigandi hugbúnaði. „Fistölvan og hugbúnaður sem fylgir kemur sér afar vel fyrir nem- endur í rafiðnfræði og eru RARIK færðar bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það er skólanum mjög mikils virði að atvinnulífið sýni stuðning sinn við skólastarf TÍ í verki með einum eða öðrum hætti. Góð tengsl skólans við atvinnulífið í landinu hafa verið einkenni hans frá upphafi. Tækniskólinn hefur átt afar gott samstarf við RARIK í gegnum tíðina í formi lokaverkefna nemenda í rafiðnfræði. Er það von forsvars- manna við deildina að það samstarf muni eflast og styrkjast enn frekar í framtíðinni ekki síst í ljósi þess að stefnt er að því að kenna rafmagns- tæknifræði til lokaprófs hér við skól- ann,“ segir í fréttatilkynningu. Rarik gefur rafmagnsdeild TÍ fistölvu FRAMBOÐSLISTI framsóknar- manna í Mýrdalshreppi fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 25. maí hef- ur verið kynntur. Listann skipa: Elín Einarsdóttir, Sólheimahjálegu, 2. Karl Pálmason, Kerlingadal, 3. Ólafur Steinar Björnsson, Reyni, 4. Gísli Sigurðs- son, Vík, 5. Jóhanna S. Jónsdóttir, Nikhól, 6. Andrína Guðrún Erlings- dóttir, Sólheimakoti, 7. Sigurður K. Hjálmarsson, Vík, 8. Halldór Ingi Eyþórsson, Vík, 9. Svanhvít M. Sveinsdóttir, Vík, 10. Sigurður Ævar Harðarson, Vík. B-listi framsókn- armanna í Mýrdalshreppi Fagradal. Morgunblaðið. FYRRVERANDI starfsmenn Tæknivals hf. og makar þeirra ætla að hittast á Players í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöldið 10. maí kl. 20.30. Tilboðsverð verður á mat og drykk, segir í fréttatilkynningu. Nán- ari upplýsinar hjá: bjorkk@kpmg, gudruno@atv.is, rosa@atv.is Fyrrverandi starfsmenn Tæknivals hittast ÞANN 1. maí s.l. var stofnfundur fé- lagsdeildar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Sveitarfélginu Skagafirði. Á fundinum voru sam- þykkt lög fyrir félagsdeildina og kos- in stjórn. Stjórnina skipa: Guðrún Sigur- björg Guðmundsdóttir, formaður, Úlfar Sveinsson, gjaldkeri og Gísli Rúnar Konráðsson, ritari. Að auki voru kosnir í varastjórn: Valgeir Bjarnason og Rúnar Páll Stefáns- son. Félagsdeild VG í Skagafirði AÐALFUNDUR Vinafélags Blindrabókasafns Íslands var hald- inn mánudaginn 6. maí í Litlu Brekku við Bankastræti. Að loknum aðalfundarstörfum kynnti Björg Einarsdóttir rit sitt um sögu Hrings- ins í Reykjavík í 90 ár. Blindrabókasafni Íslands voru færðar 400.000 kr. frá Vinafélaginu í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Stjórn Vinafélags Blindrabókasafns Íslands er núna skipuð á eftirfarandi hátt: Hildur G. Eyþórsdóttir for- maður, Þorbjörg Guðmundsdóttir varaformaður, Hafþór Ragnarsson ritari, Ólafur Jensson gjaldkeri og Birna Stefánsdóttir meðstjórnandi. Færðu Blindra- bókasafninu gjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.