Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 41
svona mikið uppá hvern einasta dag.
Þú varst ömmusystir mín, en ég
leit alltaf á þig sem mína ömmu, það
áttu ekki allir tvær ömmur á sama
stað, þar var maður ríkur. Alltaf
hugsaðir þú fyrst og fremst um okk-
ur systkinin og um mömmu, ef okkur
leið vel var allt gott. Þú varst alla tíð
mjög glæsileg, og er mér minnis-
stætt er þú varst á Líknardeildinni á
Kópavogi þína síðustu daga vildir þú
alltaf líta vel út, elsku Heiða mín.
Lífið á eftir að verða tómt án þín, en
ég trúi því að nú hafir þú fengið
hvíld, elsku Heiða mín, og þjáist ekki
meir.
Elsku mamma mín, missir þinn er
mikill, þú leist alla tíð á Heiðu sem
þína aðra móður og ert búin að ann-
ast hana í veikindum sínum, eins vel
og hægt var og bið ég guð að hjálpa
okkur í þessari miklu sorg.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ég sakna þín mikið, elsku Heiða
mín, minning þín mun ávallt lifa með
mér. Þín
Aðalheiður.
Elsku lanka mín. Nú ertu komin
til himna og verndar mig statt og
stöðugt, guð blessi þig og verndi,
elsku lanka mín, þú hefur alltaf verið
mér svo góð.
Elsku lanka, lífið kallar,
leiðir okkar skilja í dag.
Góðar vættir vaki allar,
verndi og blessi æ þinn hag.
(Ók. höf.)
Hvíldu í friði, elsku lanka mín.
Þitt langömmubarn,
Gunnlaugur Steinar
Halldórsson.
Elsku lanka mín. Engin orð geta
lýst söknuði mínum eftir þér, ég hef
samt beðið þeirrar stundar að þú
fengir loks þína hvíld. Þú hefur gefið
mér svo margt í gegnum árin, þú
varst langamma, vinkona, ástkær og
allt í senn trygg við mig.
Ég man að mér fannst þú alltaf
svo gullfalleg, þú sagðir að með því
að bera „body cream“ á mig daglega
og nota milt andlitsvatn myndi ég
verða jafn ungleg á níræðisaldri og
þú. Þú varst svo sæt, þú varst eins og
ferskt kirsuber þú varst með bleikar
kinnar, gljáandi varir, og alltaf í fínu
formi, ég man þegar að þú varst á
líknardeildinni þar sem var svo vel
séð um þig en þér líkaði svo illa þetta
hreyfingarleysi, þú fannst ráð við því
og fórst að hjóla inni í salnum á
hverjum degi, þú lengdir tímann allt-
af um fimm mínútur á hverjum degi.
Þú hafðir það sem þurfti að hafa í
hörkukvenmann.
En nú færðu að hitta látna að-
standendur og sjálfan Halldór Lax-
ness sem þú hélst svo mikið upp á.
Þú hefðir samt fílað þig vel innan um
alla umfjöllunina vegna kosninganna
núna, ég er ekki búin að gleyma hvað
þú varst mikill pólitíkus inni í þér.
Við langömmubörnin minnumst
allra fallegu gjafanna sem þú hefur
búið til og síðan gefið okkur, allra
glerlistaverkanna, málverkanna,
englakertastjakanna og alls þess
sem þú hefur fært okkur, þú færðir
svo mikla birtu í líf mitt að nú vil ég
endurgjalda þér með því að sleppa
ekki úr degi án þess að minnast þín,
engillinn minn.
Ég bið þess nú eins að þú fáir að
hvíla í friði á himnum og megi vernd-
arenglar og góðar vættir vaka yfir
þér ástin mín og því segi ég:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Ég vildi geta kvatt en það er eitt-
hvað sem heldur aftur af mér,
kannski að það sé það hvað hún
mamma er lík þér í útliti, hegðun og
umfram allt skapgerð. Það er sem þú
lifir enn hjá okkur, allavega á mínu
heimili.
Ég bið þess að þú vakir yfir mér
og vakir yfir litla bróður mínum,
honum Gulla Steinari, því að ég veit
að hann saknar þín alveg ógurlega,
megir þú nú hvíla í friði að eilífu.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Þitt langömmubarn
Elísabet Halldórsdóttir.
Elsku hjartans Heiða mín er farin,
farin til vinanna sem á undan eru
gengnir. Þvílíkt tómarúm sem þú
skilur eftir í mínu lífi og okkar fjöl-
skyldu svo samofið sem það hefur
verið alla tíð. Ég man ekki eftir mér
öðruvísi en að eiga tvær mömmur en
nú er ég búin að missa þær báðar.
Heiða hafði alltaf tíma fyrir litla
stúlku sem elskaði hana og ekki var
ást hennar minni.
Ég get verið sólin þín
þegar allt er frosið.
því sólin hún er systir mín
segir litla brosið.
(Höf. óþ.)
Hún átti svo hreina og flekklausa
sál og lifði lífinu fyrir okkur fjöl-
skylduna sína, hún hafði ríka rétt-
lætiskennd og fannst illt að sjá troðið
á minni máttar af stjórnarherrunum.
Hún þráði að allir gætu lifað mann-
sæmandi lífi en hún taldi mikið vanta
á að svo væri. Hún sagði, lífið er póli-
tík og við verðum að hafa skoðun á
því, og var ekki ánægð með mitt
áhugaleysi.
Þú varst svo sterk, jákvæð og laus
við að kvarta allt til síðasta dags,
enda hélst þú reisn þinni fram að
dánarstund.
Elskan mín, ég þakka guði hverja
stund sem ég átti með þér, því líf þitt
var okkur guðsgjöf svo nánar vorum
allar þrjár ég, þú og mamma að ég
held að það hafi ekki getað verið
betra.
Elskan mín, ég vona að þú sért bú-
in að hitta mömmu, ömmu og alla
vinina okkar sem eru farnir. Góði
Guð, geymdu elsku Heiðu mína og
farðu um hana mjúkum höndum.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Þess biður þín
Sigríður Jóna Clausen.
Elsku Heiða, núna er hvíldin kom-
in hjá þér. Ég hafði þau forréttindi
að eiga tvær ömmur í móðurætt,
ömmu og þig. Alla tíð var talað um
ömmu og Heiðu eins og það væri eitt
orð. Ég hefði ekki getað elskað þig
meira eða vera meira elskuð af þér
þótt þú hefðir verið amma mín í
raunveruleikanum.
Elsku Heiða, ég vil þakka þér allt
það sem þú hefur gert fyrir mig og
börnin mín í gegnum tíðina. Ég
þakka þá tíma sem við áttum í
Barmahlíðinni á sl. ári þegar ég flutti
þangað með börnin. Þú nýorðin veik,
en þú ýttir því til hliðar og studdir
mig á allan þann hátt sem hægt var
og stappaðir í mig stálinu. Ég er svo
ánægð með að þú skyldir hafa treyst
þér til að koma og eyða aðfangadags-
kvöldi með okkur. Það er svo ótal-
margt sem ég er þakklát fyrir í þinn
garð, en við skulum geyma það í
minningunni.
Þín er sárt saknað af mér og mín-
um börnum.
Jóhanna Jóna.
Elsku Agga, hér kemur ljóð eftir
Laxness sem ég lærði í skólanum,
mamma sagði mér að þér hefði fund-
ist hann skemmtilegur. Þú sagðir að
ég væri duglegur þegar ég las ljóðið
fyrir þig á spítalanum.
Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa syngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
Ég sakna þín.
Þráinn Freyr Clausen.
Hæ agga. Er gaman á himnum?
Ertu kannski búin að hitta öggu
Ólöfu? Þú veist að ég hugsaði alltaf
um þig sem langömmu mína. Mér
fannst þú mjög góð að mála, gera
englana sem þú gafst okkur öllum og
alla handavinnuna sem þú gerðir,
mjög fínt. Veistu að amma saknar
þín ofboðslega. Hún saknar auðvitað
líka öggu Ólafar. En hví þuftir þú að
deyja? Hví þurfti agga Ólöf að
deyja? Hví þurfa allir að deyja? Allir
eru sorgmæddir eins og þegar agga
Ólöf dó. En þetta var kannski bara
fyrir bestu, ha? Hérna kemur eitt af
þeim lögum sem ég er að læra á gít-
arinn minn.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Sigríður Jóna Clausen.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpa mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
Hærra til þín.
(Þýð. M. Joch.)
Elsku Heiða mín. Nú kveðjumst
við að sinni. Þú varst ein eftir af tólf
systkinum og ert nú farin til þeirra.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert í gegnum tíðina fyrir mig.
Minningarnar um þig eru það sem
við eigum eftir og þær eiga eftir að
ylja okkur um hjartaræturnar þegar
við minnumst þín.
Þinn
Jón Hlynur.
Lítum yfir farinn veg
heimurinn og ég.
Ágætu samferðamenn,
ég erfiður var og er enn.
Ég feginn fékk að fljóta með,
í Guðs friði ég kveð.
Sá sem fæðist hann deyr.
Það sem var er ei meir.
Í endinum upphafið býr.
Og aftur er heimurinn nýr.
Ég uni glaður við minn hag
í Guðs friði í dag.
(K.K.)
Heiða mín. Ég veit að ég þekkti
þig ekki lengi, en það sem ég fékk að
kynnast af þér sýndi mér hvað í þér
bjó.
Þú hafðir sterkan vilja, gott
hjartalag, ótrúlega unglegt fas og
barst þig ætíð vel. Líflegar umræður
spruttu oft í kringum þig og ekki síst
ef þær voru pólitískar, en þar hafðir
þú miklar og ákveðnar skoðanir og
varst ekkert að fela þær. Þá var nú
gaman að vera hlustandi.
Sigga og börnin hennar voru þín
fjölskylda eins mikið og Ólafar syst-
ur þinnar. Þið voruð alltaf svo sam-
rýmdar systurnar að ég get ekki
ímyndað mér annað en að þú sért í
góðum félagsskap núna.
Ég er þakklát fyrir að fá að kynn-
ast þér og muna þig. Ég óska að ég
eldist eins vel og þú gerðir, það væri
mér heiður.
Karen.
Elsku Heiða. Það var mjög sorg-
legt að þú dóst. En nú ert þú engill
hjá Guði og ég veit að þér líður vel.
Bestu kveðjur, þinn
Hlynur Freyr.
! " # $%#&
' " # $%##( ! "! )* ##
+!!+,(-+!!+!!+,
!! "
Sé staðið uppi á
Hornbjargi í afargóðu
skyggni má sjá móta
fyrir Grænlandi í
vestri. Svo sagði mér
Guðveig Hinriksdóttir
vinkona mín, fædd á Hornströndum
þar sem hún einnig sleit barnsskón-
um. Í sömu andrá tjáði hún mér að
þegar hún var lítil stúlka vestur þar
hefði hún átt sér þann draum að
stíga fæti á þetta nágrannaland.
Löngu síðar rættist þessi draumur
þegar Agnar Logi dóttursonur henn-
ar bauð henni með sér í kynnisferð
til Grænlandsstranda. Það var að
sögn hennar Veigu á Bólstað, eins og
Guðveig var kölluð heima hjá mér,
afar vel heppnuð ferð.
Veiga og Gunnar eiginmaður
hennar fluttust að Bólstað í Austur-
Landeyjum vorið sem ég fæddist þar
á næsta bæ. Þetta voru aðrir tímar.
Þá voru á Bólstað hvorki rafmagn né
önnur sjálfsögð þægindi nútímans,
og hljóta viðbrigðin að hafa verið
mikil fyrir Veigu að koma þangað úr
Reykjavík þar sem þau Gunnar
höfðu þá búið um nokkurra ára
skeið. En hin þrautseiga elja sem
Veigu var í blóð borin fleytti henni
yfir erfiðleikana, og hún átti alltaf
glaðlegt og glettnislegt bros ásamt
hlýlegu orði. Að minnsta kosti í minn
garð. Kannski var það vegna þess að
ég var hvítvoðungur þegar kynnum
okkar Veigu bar fyrst saman að hún
hafði á mér dálæti. Það getur líka
hafa verið af því að hún fann í mér,
barninu, einhvern andlegan sam-
hljóm sem entist okkar á milli fram á
hennar síðustu ár.
GUÐVEIG
HINRIKSDÓTTIR
✝ Guðveig Hinriks-dóttir var fædd í
Neðri-Miðvík í Aðal-
vík 13. maí 1909.
Hún lést á Elliheim-
ilinu Grund 11. apríl
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Langholtskirkju
26. apríl.
Sem barn var ég tíð-
ur gestur á heimili
Veigu og Gunnars. Það
var stutt á milli bæja og
ég var oft látinn reka
smáerindi við þessa ná-
granna bernskuheimil-
is míns. Fyrir tilstilli
þeirra beggja kynntist
ég ýmsu sem annars
hefði ekki verið. Sú var
tíð að ég bar heilu pok-
ana fulla af bókum frá
Bólstað til að lesa, og
skrapp þangað aftur
við fyrsta tækifæri til
þess að endurnýja forð-
ann. Oftast var ég spurður hvað mér
hefði fundist um það sem ég hafði
lesið.
Veiga á Bólstað var lagleg kona og
hún bar fallega sinn íslenska búning
sem hún klæddist jafnan á manna-
mótum. Þannig man ég hana við
kirkju og á samkomum. Á þeim stöð-
um var hún samt ekki alveg sama
koman og ég þekkti heima á Bólstað,
blik augna hennar varð fjarrænt og
hún varð líkt og ókunnug. Innan um
Landeyinga var Guðveig Hinriks-
dóttir ætíð eins og blóm úr annarri
jörð sem ekki náði að skjóta rótum í
nýrri mold. Í þeirri sveit bjó hún eigi
að síður í rúm tuttugu ár og ég lít á
það sem mitt happ að forsjónin skuli
hafa látið þessi tuttugu ár falla sam-
an við það skeið ævi minnar sem ég
var bundinn þeim stað.
Útför Guðveigar Hinriksdóttur
hafði farið fram þegar mér bárust
tíðindin um lát hennar yfir hafið. Ég
sendi börnum hennar og þeirra af-
komendum samúðarkveðjur við and-
lát hennar, góðrar konu sem setti lit
á bernsku mína og uppvöxt með
þeim hætti að ég er þakklátur fyrir
að hafa notið kunningskapar hennar
og vináttu. Nú er hún frjáls úr viðj-
um líkamans og ef trúa hennar hefur
ræst þá flýgur andi hennar hátt svo
sér jafnt til Grænlands sem hinna
grænu grunda úr Davíðssálmum.
Trausti Ólafsson.
EIGI minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: Í sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstudag. Í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minningargreina