Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 43 ✝ Ríkharður AxelSigurðsson var fæddur á Siglufirði 11. nóvember 1933. Hann andaðist á Landspítala við Hringbraut 1. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Kristjáns- son bókhaldari, f. á Birningsstöðum í Hálshreppi 26. jan. 1885, d. í Reykjavík 25. sept. 1976, og Selma Friðbjarnar- dóttir, f. á Þórustöð- um í Öngulsstaðahreppi 22. nóv. 1896, d. í Reykjavík 25. júní 1986. Axel var kvæntur Jónínu Hall- dórsdóttur, lengst af skrifstofu- stjóra Reykjavíkur apóteks, f. 6. des. 1934, dóttur Halldórs Guð- mundssonar húsasmíðameistara, f. 20. mars 1907 á Vatnsleysu, Biskupstungnahreppi, d. í Reykja- vík 8. maí 1978, og Guðfinnu Þor- leifsdóttur Thorlacius, f. 3. júlí 1910 í Reykjavík, d. í Reykjavík 8. mars 1999. Synir Axels og Jónínu Landspítalans og ríkisspítalanna í nóvember 1977, og var það í 17 ár, en var eftir það starfsmaður minjanefndar Landspítalans til ársloka 2000. Axel var formaður Lyfjafræð- ingafélags Íslands 1965-1968 og hefir alla tíð sinnt störfum fyrir félag sitt. Meðal annars var hann fulltrúi félagsins í Lyfjanefnd 1970-1976, aðstoðarritstjóri Tímarits um lyfjafræði í 14 ár, var í þriggja manna hópi, sem tók saman og gaf út Lyfjafræðingatal 1982 og vann að annarri útgáfu talsins. Hann sat í orðanefnd fé- lagsins og var í fyrstu minjanefnd Lyfjafræðingafélagsins, sem sett var á laggirnar 1978 og sat þar til dánardags. Hann var einnig í nokkur ár formaður samstarfs- hóps sjúkrahúslyfjafræðinga, í skólastjórn Lyfjatæknaskóla Ís- lands, sat í Sýkingavarnarnefnd Landspítalans 1984-1994, í minja- nefnd Landspítalans frá stofnun, 1993, til 2000. Axel var formaður Foreldra- og kennarafélags Öskjuhlíðarskóla 1977-1981, í Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík 1986-1987 og í stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar frá 1987. Útför Axels verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. eru Halldór trésmið- ur, f. í Reykjavík 28. ágúst 1961, og Sig- urður, starfsmaður Áss í Reykjavík, f. 13. nóv. 1965 í Reykjavík. Axel varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1954 og lauk lyfjafræðiprófi frá Lyfjafræðiháskólan- um í Kaupmannahöfn 1959. Að námi loknu starfaði hann þrjú ár í Vesturbæjar apóteki, en eftir það 14 ár í Reykjavíkur apóteki og sá þar um töflu- og stungu- lyfjaframleiðslu apóteksins. Hann undirbjó stofnun Lyfjatæknaskóla Íslands og varð fyrsti skólastjóri hans 1974, en starfaði jafnframt í hlutastarfi í Reykjavíkur apóteki, sem skólastjórinn var þá skyldur til, „svo hann héldi tengslum við raunveruleg apóteksstörf“. Áður kenndi hann á námskeiðum Apó- tekarafélags Íslands fyrir starfs- fólk í apótekum. Hann varð for- stöðumaður apóteks Nú er Axel frændi dáinn, og stórt skarð hoggið í okkar litlu fjölskyldu. Þú varst okkur systkinunum svo miklu meira en frændi, þú varst líka vinur okkar og alltaf tilbúinn að hjálpa okkur bæði með áhugamál okkar og lærdóm. Við áttum með þér margar góðar stundir sem við geym- um í hjörtum okkar. En nú ertu kominn á góðan stað, þar sem er örugglega fullt fullt af fal- legum blómum. Hvíl í friði, elsku Axel, og takk fyr- ir allt og megi góður guð vera með þér. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Brynja, Haraldur og Garðar. Ríkharður Axel Sigurðsson lyfja- fræðingur er látinn. Axel var einn af hvatamönnum lyfjatæknanáms á Íslandi. Við heim- komu frá Danmörku, þar sem hann stundaði nám í lyfjafræði, var hann fenginn til kennslu við „defektrísu- skólann“ sem var kvöldskóli fyrir starfsfólk í apótekum og Apótekara- félag Íslands stóð fyrir. Seinna var Lyfjatæknaskóli Ís- lands stofnaður og var námið byggt upp að danskri fyrirmynd og útskrif- aðist fyrsti hópur lyfjatækna árið 1975. Þáttur Axels var mikill við und- irbúning og stofnun skólans og var hann ráðinn fyrsti skólastjórinn, auk þess var hann einn af aðalkennurum skólans. Margir eldri lyfjatæknar minnast sérstaklega kennslubókar- innar „Alþýðuheiti á lyfjum og fleiru“ sem Axel tók saman en grunnur að þeirri bók var orðasafn sem til var í Reykjavíkur Apóteki og talið er að Ólafur Björn Guðmundsson yfirlyfja- fræðingur hafi safnað saman. Axel sýndi lyfjatæknum og félagi þeirra mikinn áhuga og velvilja. Sér- staklega var stuðningur hans við stofnun Lyfjatæknafélags Íslands mikill. Axel var ekki bara skólastjóri og kennari heldur líka mikill vinur og fé- lagi nemenda sinna á þessum árum. Lyfjatæknar minnast hans með þakklæti og senda frú Jónínu og son- um innilegar samúðarkveðjur. F.h. Lyfjatæknafélags Íslands Ásdís Magnúsdóttir, Elín Þrúður Theodórs. Kveðja frá Lyfjafræðingafélagi Íslands Með Axel Sigurðssyni er farinn einn af þeim lyfjafræðingum sem hvað mestan svip hafa sett á starf- semi Lyfjafræðingafélags Íslands undanfarna áratugi. Axel útskrifaðist sem lyfjafræð- ingur frá Kaupmannahöfn 1959. Hann starfaði fyrst í Vesturbæjar- apóteki og síðar í Reykjavíkur apó- teki. Á árinu 1974 réðst hann sem skólastjóri til hins nýstofnaða Lyfja- tæknaskóla Íslands. Kennsla var honum ekkert nýnæmi þar sem hann hafði kennt bæði lyfjafræðinemum við Háskóla Íslands sem og starfs- fólki apóteka á námskeiðum frá því fljótlega eftir að hann lauk sjálfur námi. Kennslan átti líka mjög vel við hann þar sem hann hafði yfirgrips- mikla þekkingu á öllu sem viðkom lyfjafræðinni og langt þar útfyrir og átti auðvelt með að vekja áhuga nem- enda á viðfangsefninu. Hann hélt kennslu áfram meðfram starfi sínu sem forstöðumaður sjúkrahússapó- teks Landspítalans sem hann tók við 1977. Síðustu árin á Landspítalanum var hann starfsmaður minjanefndar spítalans. Alla starfsævi sína tók Axel mikinn þátt í félagsstörfum lyfjafræðinga. Hann var varaformaður Lyfjafræð- ingafélags Íslands 1964–1965 og for- maður 1965–1968. Þar fyrir utan átti hann sæti í fjölda nefnda og stjórna á vegum félagsins um lengri og skemmri tíma. Öll þessi störf rækti Axel af mikilli elju og samviskusemi. Axel var skipaður í Minjanefnd lyfjafræðinga þegar hún var stofnuð 1978. Minjanefndin, sem seinna varð stjórn Lyfjafræðisafnsins, hefur lyft grettistaki í söfnun og skráningu muna og heimilda um lyfjafræði á Ís- landi. Uppbygging húss Lyfjafræði- safnsins við hlið Nesstofu og rekstur safnsins er hins vegar ótrúlegt afrek og hefur hvílt að langmestu leyti á herðum safnstjórnarinnar. Þegar húsið var vígt á 60 ára afmæli LFÍ var öllum í safnstjórninni veitt gull- merki félagsins sem þakklætisvottur frá íslenskum lyfjafræðingum fyrir stórkostlegt óeigingjarnt starf. Axel sat í ritnefnd Lyfjafræðinga- talsins sem kom út á 50 ára afmæli LFÍ 1982. Afraksturinn var vönduð útgáfa sem er öllum þeim sem að því komu til sóma. Það var því mikið ánægjuefni að Axel bauð fram starfskrafta sína þeg- ar ákveðið var að minnast 70 ára af- mælis LFÍ á þessu ári með því að gefa út nýtt lyfjafræðingatal. Axel hefur unnið að því verkefni undanfar- in rúm tvö ár meðfram öðrum störf- um alveg fram á síðasta dag. Ég hitti Axel fyrst þegar hann kenndi okkur lyfjafræðistúdentum töflugerð í Reykjavíkur apóteki 1973. Kynni okkar hófust þó fyrir alvöru þegar við vorum báðir skipaðir í orðanefnd lyfjafræðinga þegar hún var stofnuð 1987. Orðanefndin starf- aði frekar lítið framan af vegna anna nefndarmanna þó svo að við hittumst öðru hverju og leystum þau mál sem beint var til okkar. Vorið 1995 leitaði orðanefnd byggingarverkfræðinga eftir samstarfi þar sem þeir töldu okkur geta veitt sér aðstoð þegar fjallað var um hugtök tengd efna- fræði. Við Axel sóttum vikulega fundi orðanefndarinnar í samtals fimm ár eftir það. Þetta voru stórskemmtileg- ir og lærdómsríkir fundir þar sem þekking Axels á efnafræði ásamt næmri tilfinningu fyrir íslensku máli naut sín í góðum félagsskap verk- fræðinganna. Axel var fjölmenntaður maður. Þekking hans og áhugasvið náði langt út fyrir lyfjafræðina. Hæfileik- ar hans nutu sín hvað best við að fræða aðra. Vinsældir hans sem kennara við Lyfjatæknaskólann bera því glöggt vitni. Frásagnargleði hans og þekking ásamt ríkri kímnigáfu gæddi safnmunina í Lyfjafræðisafn- inu lífi í augum flestra sem fengu að njóta leiðsagnar hans þar. Við fráfall Axels Sigurðssonar lyfjafræðings missi ég góðan vin og samherja og lyfjafræðingar missa ötulan baráttumann fyrir þeirri stöðu sem við teljum að fag okkar og stétt eigi að hafa í samfélaginu. Við sökn- um þess að fá ekki að njóta krafta hans áfram í þágu Lyfjafræðinga- félagsins og Lyfjafræðisafnsins. Ég sendi Jónínu, sem hefur staðið við hlið Axels í um 50 ár og verið stoð hans og stytta, og sonum þeirra inni- legar samúðarkveðjur mínar og Lyfjafræðingafélags Íslands. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, fyrrverandi formaður Lyfja- fræðingafélags Íslands. Kveðja frá Lyfjafræðisafninu Axel Sigurðsson var alla tíð virkur félagi í Lyfjafræðingafélagi Íslands. Hann var m.a. formaður félagsins frá 1965–1968 auk þess að gegna ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Axel sat í ritnefnd Tímarits um lyfjafræði í mörg ár og var einn af þremur í ritnefnd Lyfjafræðingatals sem kom út 1982. Tók sú tómstunda- vinna u.þ.b. 14 ár enda var leitað upp- lýsinga um alla Íslendinga sem höfðu tekið próf í lyfjafræði og aðra sem hafa starfað sem lyfjafræðingar hér á landi allt frá 1760. Hann var að vinna að endurskoð- aðri útgáfu talsins þegar hann lést. Axel var sæmdur gullmerki Lyfja- fræðingafélagsins árið 1992, á 60 ára afmæli þess. Hann var mjög áhugasamur um sögu lyfjafræðinnar og varði löngum tíma til þess að safna ýmsum fróðleik og munum. Var því oftast leitað til hans ef einhvern vantaði upplýsingar um sögu fagsins eða apóteka á Ís- landi. Einnig hafði hann mikinn áhuga á plöntum, einkum lækningajurtum og var mjög vel að sér um ræktun og notkun þeirra. Hann tók m.a. saman rit um alþýðunöfn lyfja. Árið 1978 var formlega stofnuð sameiginleg minjanefnd Apótekara- félags Íslands og Lyfjafræðinga- félags Íslands til þess að safna saman og varðveita þá muni og minjar, sem enn voru til og varða á einhvern hátt sögu íslenskrar lyfjafræði. Axel var sjálfkjörinn í þá nefnd sem og í stjórn Lyfjafræðisafnsins sem var formlega stofnað með sérstakri skipulagsskrá 1985. Félögin kusu sömu menn í stjórn safnsins og áður höfðu verið í minja- nefndinni. Þetta var fimm manna hópur áhugamanna og er Axel sá þriðji sem kveður úr þeim hópi. Eins og oft vill verða er samhentur hópur vinnur saman verður til ákveð- in verkaskipting og var það sérsvið Axels að leita upplýsinga og koma þeim á blað. Það sem helst einkenndi störf hans var vandvirkni og sam- viskusemi hvort heldur það var að gera upp safngripi, rita greinar eða taka myndir og semja texta á jóla- kort sem safnið hefur gefið út und- anfarin ár. Kom sér þá vel að hann bjó yfir ágætum listrænum hæfileik- um. Oftast kom það einnig í hlut Ax- els að taka á móti hópum og leiða gesti um Lyfjafræðisafnið eftir að það var formlega opnað 1994. Vorið er tími vonar, þegar allur gróður lifnar á ný eftir vetrardval- ann. Við vissum vel að barátta Axels við hinn illvíga sjúkdóm var hörð, en þó ólum við þá von brjósti, að vorsólin mundi auka honum kraft og hann kæmist aftur á vikulega vinnufundi vestur á Nes, en þá kom kallið. Veikindum sínum tók Axel af karl- mennsku, aldrei heyrðist æðruorð frá honum enda er vandfundinn sá einstaklingur sem tók honum fram í háttvísi og tillitssemi. Áratuga samvinna að sameigin- legu áhugamáli skilur eftir sig spor og framlag Axels Sigurðssonar í til- urð Lyfjafræðisafnsins verður seint metið til fulls. Fjölskyldunni, Jónínu, Halldóri og Sigurði sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Áslaug Hafliðadóttir, Erling Edwald, Jón Jóhannesson, Kristín Einarsdóttir. RÍKHARÐUR AXEL SIGURÐSSON Þegar ég sá fregn um andlát Jakobínu leitaði hugurinn til sumranna í Reykjadal, í sumarbúðir Styrktar- félags lamaðra og fatl- aðra. Þangað fór ég á hverju sumri frá 1968–1974. Þótt heimþrá hafi stundum gert vart við sig, þá fylgdi því líka visst frelsi að vera í Reykja- dal, því þar vorum við samankom- inn hópur af fötluðum börnum og þar var enginn „öðruvísi“, en þann- ig leið manni stundum á heimaslóð- um. Á þessum árum voru flestir dval- argestirnir nokkuð vel sjálfbjarga. Þarna varð til sérsakt samfélag, sem var nokkuð einangrað og við vorum nokkur sem hittumst árlega í Reykjadal en aðrir komu sjaldnar. Hugurinn hefur af og til í gegnum árin hvarflað til tímans í Reykjadal og hef ég þá rifjað upp kynni af mörgum, þar á meðal Jakobínu og systur hennar Huldu, sem nú er lát- in. Við Jakobína vorum jafnöldrur og báðar áttum við yngri systur sem fylgdu okkur í sumardvölina, þegar þær höfðu aldur til. Fann ég því til nokkurrar samkenndar með Jakobínu. Hún var greind, fróð- leiksfús, stálminnug og sterkur per- sónuleiki. Á þessum tíma var Jak- obína orðin verulega sjón- og heyrnarskert. Sú leið, sem hún hafði til að skilja hvað aðrir sögðu, JAKOBÍNA ÞORMÓÐSDÓTTIR ✝ Jakobína Þor-móðsdóttir fædd- ist á Þórseyri við Kópasker 17. júní 1962. Hún lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 8. maí. var að grípa létt um barka viðkomandi og þannig skynjaði hún með fingrunum hvað sagt var. Ég man að ég dáðist að henni fyrir að geta þetta. Á þenn- an hátt aflaði hún sér fróðleiks um heiminn, og hún vildi vita mikið og velti hlutunum fyrir sér af nákvæmni. Nokkrar minningar eru mér ofarlega í huga er ég hugsa um okkur Jakobínu í Reykjadal forðum. Eitt sinn var ég að lesa fyrir hana Andrésblað, sem var á dönsku í þá daga, en ég sagði henni frá því sem gerðist á myndunum. Á einni mynd- inni var draugur og ég segi „þá kom draugur“ og það orð þekkti Jak- obína ekki og lét mig endurtaka það þangað til hún gat sagt það rétt. Síðan spurði hún „hvað þýðir það?“ og það setti mig í vanda, því ég hugsaði sem svo að ekki vildi ég gera hana myrkfælna. Ég svaraði því „skrítinn kall“ og þá rak hún upp skellihlátur en ég sat með sam- bland af gleði yfir að hafa hlíft henni við hugsanlegri drauga- hræðslu og leiða yfir að hafa skrökvað að henni. Önnur minning tengist því að við urðum ósáttar og það endaði með því að við skemmd- um smávægilega dót hvor frá ann- arri og grétum síðan báðar, sárar og reiðar. Skemmtilegra er þó að minnast þess eitt sinn, er við urðum samferða frá sundlauginni heim að húsi, sem þá var smá spölur. Við gengum arm í arm en ég var nú ekki stöðugasti fylgdarmaður sem hugsast gat, þannig að þegar nær dró húsinu og við vorum báðar farn- ar að þreytast, var göngulagið orðið nokkuð skrautlegt hjá okkur og það hefði verið synd að segja að við hefðum gengið beint. Skynjuðum við báðar hve spaugilegt þetta var og fórum að skellihlæja. Ekki varð það til að auðvelda förina en við náðum þó áfangastað án meiðsla. Ég varðveiti minninguna um Jak- obínu og ljóðin hennar. Votta ég aðstandendum samúð mína. Þorbera Fjölnisdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.