Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 49
N er d rt
a h tta!
Lífgaðu daufan háralit um
leið og þú þværð hárið
Haltu réttum lit og gljáa á lituðu hári. Láttu gráu hárin hverfa.
Lýstu hárið ögn eða dekktu það smávegis. Sérfræðingar
Origins hafa hannað litunarefni blönduð hressandi og
hreinsandi jurtatei til að styrkja og glæða háralit sem farinn
er að dofna. Hárnæring unnin úr kókoshnotu og Canolaolíu
gerir hárið silkimjúkt og gefur því einstakan gljáa.
Sé litunarefnið notað reglulega verður liturinn
dýpri og fyllri. Felur gránaða rót. Engin mislitun.
Og engin binding, því þegar þú ferð aftur að
nota venjulegt sjampó þvæst liturinn úr
eins eðlilega og hann þvæst í.
Tealights litasjampó í 5 litum
verð 1.755 kr.
Nýir útsölustaðir:
Lyfja Laugavegi, Lyfja Lágmúla
og Lyfja Smáratorgi.
Origins ráðgjafi verður í Lyfju Smáralind föstudag og
laugardag og veitir ráðgjöf varðandi val á sjampói.
Föðurnafn misritaðist
Einn þeirra fjögurra sem eru
ákærðir í málum tengdum Árna
Johnsen var rangfeðraður í frétt á
baksíðu blaðsins í gær. Gísli Hafliði
Guðmundsson, fyrrum starfsmaður
Þjóðleikhúskjallarans, var fyrir mis-
tök sagður Helgason og er beðist
velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
SUNNUDAGINN 12. maí kl. 15:00
verður frumsýnt myndband um
fuglalíf og lífríki Seltjarnarness í
Valhúsaskóla. Myndbandið var unn-
ið að tilhlutan menningarnefndar
Seltjarnarness og eru höfundar Jó-
hann Óli Hilmarsson fuglafræðingur
og Páll Steingrímsson kvikmynda-
gerðamaður. Fjallað er um fuglalíf á
Seltjarnarnesi allt árið um kring auk
þess sem brugðið er upp svipmynd-
um úr hinu fjölbreytta lífríki við og
undir yfirborði sjávar. Að lokinni
frumsýningu verður boðið upp á létt-
ar veitingar.
Náttúrugripasafn Seltjarnarness,
sem staðsett er í Valhúsaskóla, verð-
ur opið og til sýnis frá kl. 15-17. Á
safninu eru einstæðir gripir sem
áhugavert er að skoða, segir í frétta-
tilkynningu.
Áður en sýning myndbandsins
hefst gefst Seltirningum færi á að
fara í fuglaskoðunarferð um Sel-
tjarnarnes. Lagt verður af stað frá
fuglaskilti við Bakkatjörn kl. 13:00
og gengið um Suðurnesið undir leið-
sögn Stefáns Bergmanns. Fugla-
áhugafólk og aðrir náttúruunnendur
eru velkomnir til að mæta og skoða
fuglalífið á Nesinu í byrjun sumars,
segir í fréttinni.
Fuglaskoðun
og frumsýning
myndbands
FÉLAG íslenskra fæðinga- og kven-
sjúkdómalækna stendur fyrir al-
mennum fræðslufundi föstudaginn
10. maí kl. 15 þar sem dr. Frank
Chervenak heldur fyrirlestur um
upplýst samþykki fyrir fósturrann-
sóknum, svo sem ómskoðunum.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Fundurinn er haldinn í Hlíðarsm-
ára 8, 4. hæð, í fundarsal Lækna-
félags Íslands. Allir sem hafa áhuga
á efninu eru velkomnir á fundinn.
Kaffi á staðnum, segir í fréttatil-
kynningu.
Fyrirlestur um
upplýst samþykki
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð býður í ókeypis rútuferð um
Kársnes og Vatnsenda. Allir eru vel-
komnir. Farið verður af stað kl. 10 á
laugardagsmorguninn (11. maí) frá
kosningaskrifstofu vinstrigrænna í
Hamraborg 11.
Skoðaðar verða náttúruperlur
Kópavogs í fylgd þeirra Tryggva
Þórðarsonar vatnavistfræðings, Co-
lettu Burling leiðsögumanns og Þor-
leifs Friðrikssonar sagnfræðings.
Kaffi og pönnukökur verða í boði
framboðsins á Vatnsenda, segir í
fréttatilkynningu.
Skemmtiferð
um Kópavog
ÁRLEGUR hjóladagur í Grafarvogi
verður haldinn laugardaginn 11. maí
nk. Á hjóladaginn er lögð áhersla á
að öll fjölskyldan sé með og njóti um
leið hollrar útiveru og skemmtunar.
Hjóladagurinn hefst kl. 10:30 á
bílastæðinu við íþróttamiðstöðina við
Dalhús. Þar mun lögreglan fram-
kvæma hjólaskoðun. Að skoðun lok-
inni kl. 11:30 verður hjólað af stað
eftir göngu- og hjólastígum meðfram
Hallsvegi og Strandvegi að Shell-
stöðinni við Gylfaflöt. Við Shellstöð-
ina þurfa þátttakendur að stoppa og
láta stimpla þátttökumiða sem þeir
fengu við upphaf ferðarinnar. Frá
Shellstöðinni við Gylfaflöt verður
hjólað áfram eftir stígum meðfram
Strandvegi og með ströndinni að
endabílastæðinu við Barðastaði neð-
an við byggðina í Staðahverfi.
Þegar að endastöð kemur verða
grillaðar pylsur og drykkir á boðstól-
um gegn vægu gjaldi, leikir fyrir alla
fjölskylduna og hjólaþrautabrautir
sem hægt verður að spreyta sig á.
Dregið verður í þátttakendahapp-
drætti þar sem þeir einir geta hreppt
vinning sem hjóluðu alla leið og létu
stimpla þátttökumiða sinn í Shell-
stöðinni.
Hjóladagur
í Grafarvogi
VORHÁTÍÐ Háteigsskóla verður
haldin í ellefta sinn næstkomandi
laugardag, 11. maí, kl. 12:00. For-
eldrafélag skólans sér um undirbún-
ing og framkvæmd hátíðarinnar
með aðstoð nemendanna.
Dagskráin hefst með skrúðgöngu
kl. 12:15 og þeir sem vilja fá blöðrur.
Ungt fólk á öllum aldri fær ókeypis
andlitsmálun.
„Að vanda verður boðið upp á
fjölda leiktækja frá ÍTR og aðrir
leikir verða í hávegum hafðir. Á
flóamarkaðnum verða í boði ótrú-
legir hlutir sem kosta næstum ekki
neitt. Og sömu sögu má segja frá
hlutaveltunni. Þá verður enginn
svikinn af því að versla í bakaríinu
góða. Svo verður kaffihúsið á sínum
stað og ekki má gleyma þjóðarrétt-
inum; ein með öllu,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Vorhátíð
Háteigsskóla