Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK
52 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss og Rán fara í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn: On-
tika, Ottó og Eridanus
fóru í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
leikfimi og vinnustofa,
kl. 12.45 dans, kl. 13
bókband, kl. 14 bingó.
Miðvikud. 15. maí verð-
ur miðbæjar- og vestur-
bæjarferð frá Hraunbæ
kl. 13. Ekið að Afla-
granda og um miðbæ og
vesturbæ. Komið við í
Læknasafninu á Sel-
tjarnarnesi. Kaffi
drukkið í Aflagranda.
Leiðsögumaður Gunnar
Biering. Skráning í af-
greiðslu, s. 562 2571.
Árskógar 4. Bingó fell-
ur niður. Kl. 13–16.30
opin smíðastofan. Hand-
verkssýning verður
föstudaginn 10. og laug-
ardaginn 11. maí kl. 13–
16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–12 bók-
band, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 10–17 fótaað-
gerð, kl.13 frjálst að
spila.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 11. Óvissu-
ferð verður mánud. 13.
maí, lagt af stað frá Da-
mos kl. 13 og komið til
baka um kl. 17. Uppl.
hjá Svanhildi í s.
692 0814.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 10–
12 verslunin opin, kl. 13
„opið hús“ spilað á spil.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag
föstudag brids, kl. 13.30.
Morgungangan á morg-
un laugardag, farið frá
Hraunseli kl 10.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Sunnud: Fé-
lagsvist kl. 13.30. Dans-
leikur kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Fuglaskoðun og sögu-
ferð suður með sjó og á
Reykjanes á morgun,
leiðsögn Sigurður Krist-
insson, kaffihlaðboð í
Vitanum, Sandgerði.
Takið með ykkur sjón-
auka. Þeir sem eiga
ósótta farmiða sæki þá
á skrifstofu félagsins
fyrir kl. 16 í dag, föstu-
dag. Göngu-Hrólfar fara
í leikhúsferð á Sólheima
laugardaginn 18. maí að
sjá „Hárið“. Brottför
frá Ásgarði, Glæsibæ,
kl. 14, allir velkomnir,
skráning á skrifstofu
FEB. Silfurlínan er op-
in á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
í s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids.
Handverkssýning verð-
ur í dag kl. 10-16, á
morgun 11. maí kl. 13–
16 og mánudaginn 13.
maí kl. 10–16. Fé-
lagsvist fellur niður
mánudag. Sunnudags-
kaffið fellur niður sun-
nud. 12. maí.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10 boccia, gestir frá
Reykjanesbæ í heim-
sókn, frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 14.30
syngur Gerðubergskór-
inn, stjórnandi Kári
Friðriksson, kl. 15.30
gítartónlist flutt af nem-
endum Tónskóla Sig-
ursveins, umsjón Símon
H. Ívarsson, kl. 16.30
dansleikur Hjördís
Geirs og Ragnar Páll
sjá um fjörið. Allir vel-
komnir, enginn að-
gangseyrir.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 13.15 brids. Nem-
endur Digranesskóla
bjóða eldri borgurum í
Kópavogi til fræðslu og
skemmtidagskrár kl. 10.
Vorsýningin verður
opnin frá kl. 14–18 í fé-
lagsheimilinu 11. og 12.
maí. Smiðjur verða í
gangi frá kl. 15–16, og
áhugavinna frá kl. 14–
16.30. „Smellur 2, aldrei
of seint“ sýnir kl. 14 í
Félagsheimili Kópa-
vogs. Bókmenntaklúbb-
ur flytur dagskrá í
Menningarmiðstöðinni
kl. 15 sunnudag. Ljóða-
hópur flytur frumsamin
ljóð kl. 20 11. maí í Gjá-
bakka. Uppl. í s.
554 3400 og 564 5260.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 10 glerlist, bingó
kl. 14. Nemendur
Digranesskóla bjóða
eldri borgurum í Kópa-
vogi til fræðslu- og
skemmtidagskrár föstu-
daginn 10. maí kl. 10.
Vorsýningin verður opin
frá kl. 14–18 í félags-
heimilinu 11. og 12. maí.
Smiðjur verða í gangi
frá kl. 15–16, og áhuga-
vinna frá kl. 14–16.30.
„Smellur 2, aldrei of
seint“ sýnir kl. 14 í Fé-
lagsheimili Kópavogs.
Bókmenntaklúbbur flyt-
ur dagskrá í Menning-
armiðstöðinni kl. 15
sunnudag. Ljóðahópur
flytur frumsamin ljóð
kl. 20 11. maí í Gjá-
bakka. Uppl. í s.
554 3400 og 564 5260.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handavinna,
bútasaumur, kl. 11
spurt og spjallað. Mið-
vikud. 15. maí verður
farið frá Hraunbæ 105,
kl. 13 ekið að Afla-
granda, og um miðbæ-
inn, vesturbæinn og
komið við í Læknasafn-
inu á Seltjarnanesi.
Kaffi drukkið í Afla-
granda.
Leiðsögumaður: Gunnar
Biering læknir. Skrán-
ing á skrifstofu eða í s.:
587 2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, leikfimi og
postulín, kl. 12.30 postu-
lín. Fótaaðgerð, hár-
snyrting. Allir velkomn-
ir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10
boccia. Allir velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 13.30 sungið
við flygilinn, kl. 14.30
kaffi og dansað í að-
alsal.
Handverksýning verður
10., 11. og13. maí frá kl.
13–17. M.a. sem sýnt
verður, hannyrðir,
postulínsmálun, mynd-
mennt, tréútskurður og
leirmótun. Ragnar Páll
Einarsson leikur á
hljómborð dagana.
10. og 11. maí. Kl.15
sýna nemendur Sig-
valda dans. Mánud. 13.
maí kl. 15 syngja
Hvannirnar undir stjórn
Sigurbjargar Petru
Hólmgrímsdóttur.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.
13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laug-
ardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (um
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laugard. kl.
15–17 á Geysi, kakóbar,
Aðalstræti 2. Opið hús
og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Skagfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
boð fyrr eldri Skagfirð-
inga í Drangey, Stakka-
hlíð 17, sunnudaginn 12.
maí kl. 14.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi. Á vegum
nefndarinnar verða
farnar tvær ferðir á
þessu sumri: að Kirkju-
bæjarklaustri 13.–15.
júní, í Skagafjörð 22.–
24. ágúst. Hvíldar- og
hressingardvöl að
Laugarvatni 24.–30.
júní. Innr. í s. 554 0388,
Ólöf, og 554 2199, Birna.
Vopnfirðingafélagið í
Reykjavík. Árlegur
kaffidagur félagsins
verður í Félags- og
þjónustumiðstöðinni
Aflagranda 40 sunnud.
12. maí kl. 15.
Kaffiveitingar, fé-
lagsmenn eru hvattir til
að fjölmenna og taka
með sér gesti.
Í dag er föstudagur 10. maí, 130.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Hyggja holdsins er dauði, en hyggja
andans líf og friður.
(Rómv. 8, 6.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 ágang, 8 fen, 9 umgirt
svæði, 10 kraftur, 11
sorp, 13 nabbinn, 15
hungruð, 18 óvættur, 21
hestur, 22 særa, 23 fífl, 24
straumvatns.
LÓÐRÉTT:
2 hvefsin kona, 3 heiðurs-
merkið, 4 tappi, 5 líffær-
ið, 6 máttar, 7 vangi, 12
gyðja, 14 auðug, 15 nokk-
uð, 16 píluna, 17 sori, 18
hugaða, 19 iðjan, 20
rusta.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 napur, 4 eyrir, 7 sálin, 8 díkið, 9 núa, 11 iðan,
13 æður, 14 aspir, 15 sálm, 17 apar, 20 enn, 22 máfar, 23
ofnar, 24 ryðja, 25 ansar.
Lóðrétt: 1 nesti, 2 pilta, 3 rann, 4 elda, 5 rokið, 6 ræðir,
10 úlpan, 12 nam, 13 æra, 15 semur, 16 lyfið, 18 punds,
19 rýrar, 20 erta, 21 nota.
Leiðarljós –
Ríkissjónvarpið
NÚ hefur þessi stofnun
leyft sér að slökkva á Leið-
arljósi gegn vilja margra.
Þetta er yfirgangur sem
ekki líðst. Þessi ríkisrekna
stofnun, sem allir eru
skyldaðir til að greiða af
hvern mánuð, getur ef fólk
ekki greiðir, farið inn á
þeirra heimili og tekið sjón-
varpið. Þetta er ofbeldi sem
ekkert annað land býður
uppá. Við viljum, og ég tala
fyrir munn margra, fá
Leiðarljós aftur.
María Sigurðardóttir.
Ráðskast
með dagskrána
ÉG vil taka undir það sem
Guðrún skrifar um Leiðar-
ljós í Velvakanda þriðju-
daginn 7. maí. RÚV heimt-
ar afnotagjöld og ráðskast
með dagskrána eins og því
sýnist og við sem þurfum að
borga afnotagjöldin höfum
ekkert með það að segja.
Borghildur Björns.
Lýsi yfir óánægju
ÉG vil lýsa yfir óánægju
minni með þá ákvörðun að
hætta sýningum á þættin-
um Leiðarljósi. Vil ég skora
á Ríkissjónvarpið að endur-
skoða þessa ákvörðun.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Harðorð mótmæli
ÉG vil bera fram harðorð
mótmæli vegna þeirrar
ákvörðunar að hætta sýn-
ingum á þættinum Leiðar-
ljósi. Hef ég heyrt að
ástæðan sé vegna þess að
Ríkissjónvarpið hafi ekki
efni á sýningu þáttanna. Ég
er eldri borgari sem borga
afnotagjöldin og nú var ver-
ið að hækka afnotagjöldin
hjá okkur eldri borgurum,
vil ég mótmæla því. Finnst
mér ekki hægt að kúga
peninga út úr fólki og þykj-
ast svo ekki hafa efni á að
sýna þessa þætti.
Soffía.
Fyrirspurn
RÍKISSJÓNVARPIÐ aug-
lýsir að sápuóperan Leiðar-
ljós sé að fara í frí. Mér er
spurn: Hversu lengi stend-
ur það frí? Ætli það rétta sé
ekki að þátturinn falli ekki í
kramið hjá menningavitun-
um. Ég veit að stundum eru
þættirnir ekki mjög
skemmtilegir en oftast er
eitthvað að gerast eins og
núna en þá á að hætta sýn-
ingum í miðjum klíðum. Og
í staðinn á að sýna einhvern
kerlingaþátt um mæðgur.
Skyldu þeir vera ódýrari en
Leiðarljós?
Öskureiður aðdáandi.
Mótmæli
ÉG vil mótmæla að klippt
sé á þáttinn Leiðarljós – og
ekki síður að verið sé að
sýna sífellt endurteknar
myndir. Finnst mér Leið-
arljós langskemmtilegasti
þátturinn hjá ríkissjón-
varpinu og fer fram á að
sýningum hans sé ekki
hætt.
Þóra Ottesen.
Ábending
BORGARSTJÓRI býður
fólki, sem er 70 ára á árinu,
í móttöku í Ráðhúsinu 1.
maí. Í boði er rauðvín og
hvítvín, fyrir þá sem
smakka vín, en fyrir þá sem
ekki smakka vín er einung-
is boðið upp á appelsínu-
safa. Finnst mér að bjóða
mætti upp á fleiri tegundir,
t.d. gosdrykki og kaffi – eða
jafnvel vatn, því ekki þola
allir súra drykki eins og
appelsínusafa.
Ein sjötug.
Áfram á sömu braut
MIKIÐ var gaman að fylgj-
ast með Ingibjörgu Sólrúnu
borgarstjóra á framboðs-
fundi til borgarstjóra í Ráð-
húsinu sl. sunnudag. Hún
kom glæsilega fyrir og ber
höfuð og herðar yfir alla
hina. Björn var aumkunar-
verður. Það var helst að
Ólafur Magnússon kæmi á
óvart. Ég tel að Ingibjörg
Sólrún sé einn af okkar
glæsilegustu stjórnmála-
mönnum sem nú eru í eld-
línunni. Áfram á sömu
braut, Ingibjörg Sólrún.
Kt.: 270826-2619.
Tapað/fundið
Net á barnavagn
í óskilum
NET á barnavagn fannst í
Bólstaðarhlíð sl. laugardag.
Uppl. í síma 847-1507.
Silfurarmband
týndist
SILFURARMBAND með
mislitum steinum frá Jens
týndist annaðhvort í
Mjóddinni eða Blómavali sl.
föstudag, 3. maí. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 553-3067 eða 855-
1011.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
NETIÐ er ný boðskiptaleið, semætti að geta auðveldað þing-
mönnum að halda tíðu og nánu sam-
bandi við umbjóðendur sína. Víkverji
skoðaði á dögunum vef Alþingis og
komst að því að a.m.k. 15 þingmenn,
úr öllum flokkum, halda úti eigin
heimasíðu. Síðurnar eru misgóðar
eins og gerist og gengur; sumar eru
greinilega gerðar af einhverjum sem
á afar stutt námskeið í vefsíðugerð
að baki (en vonandi mörg fleiri í
vændum), sumar eru uppfærðar
sjaldan og fyrir vikið hálfúreltar en
aðrar eru alveg bráðskemmtilegar,
vel hannaðar og taka á málum líðandi
stundar.
x x x
AÐ ÖÐRUM ólöstuðum vill Vík-verji nefna vefi þingmannanna
Ástu Möller og Svanfríðar Jónas-
dóttur. Báðar eru með fallegan vef,
sem hefur verið uppfærður nokkuð
nýlega (nýjustu pistlar hjá báðum
eru reyndar frá í apríl), og bjóða þar
að auki ekki bara upp á efni um póli-
tík. Á síðum beggja eru t.d. nokkrar
girnilegar mataruppskriftir, sem
Víkverji hefur hugsað sér að prófa.
Ásta slær reyndar starfssystur sinni
við í þeim efnum; Svanfríður birtir
sex uppskriftir en Ásta tólf. Víkverji
hvetur þær til að halda áfram á þess-
ari braut, því að oft gleymir hann að
ákveða að morgni hvað hann eigi að
hafa í matinn að kvöldi. Þegar svo
kemur að því að Víkverji fer að und-
irbúa að ljúka vinnudeginum og
koma við í búð á leiðinni heim til sín
upphefst oft örvæntingarfull leit að
einföldum og fljótlegum uppskriftum
á Netinu. Ásta og Svanfríður hafa
greinilega báðar fundið út að í er-
ilsömu starfi þingmannsins er bezt
að leggja áherzlu á það holla, ein-
falda og fljótlega og það hentar Vík-
verja líka prýðilega.
x x x
Á VEF Ástu Möller eru aukstjórnmálaskrifa og matarupp-
skrifta bæði ljóð og brandarar. Slíkt
ýtarefni er því miður sjaldgæft á
heimasíðum annarra þingmanna, en
sumir birta þó eitthvað um fjölskyldu
sína og áhugamál; t.d. birtir stoltur
afi þrjár myndir af yngsta barna-
barninu, margir hafa sett inn mynd
af sér og fjölskyldunni auk ótal
mynda af handaböndum og funda-
höldum úr pólitíkinni og algengt er
að menn séu með tenglasafn, sem
gefur einhverja hugmynd um áhuga-
mál þeirra og áherzlur.
x x x
ÞAÐ SEM Víkverja finnst helztskorta á síðum þingmanna er
gagnvirkni; að lesendur/kjósendur
séu beinlínis hvattir til að senda
þingmanninum sínum línu til að
segja sína skoðun á viðfangsefnum
Alþingis. Heimasíðurnar gegna í of
ríkum mæli því hlutverki að kynna
þingmanninn og stefnumál hans, en
síður að leita eftir áliti kjósenda á
milli kosninga. Undantekning frá
þessu er síða Sivjar Friðleifsdóttur
umhverfisráðherra, en þar er „eyðu-
blað“ fyrir lesendur síðunnar til að
fylla inn í og segja ráðherranum sína
skoðun. Aðrir þingmenn láta sér yf-
irleitt duga að gefa upp tölvupóstinn
sinn. Á síðu Sivjar er svipað eyðublað
til að panta viðtal hjá ráðherranum.
Til fyrirmyndar, að mati Víkverja.
ÉG fór í Sambíó við Álfa-
bakka sl. laugardag og
finnst ég hálfsvikin. Aug-
lýst er að þar sé tekið við
fríkortspunktum sem
greiðslu og að þeir sem
séu yfir 63 ára aldri fái af-
slátt. Ég ætlaði á myndina
Iris kl. 16 (sem var hvergi
annars staðar sýnd) en þá
var mér sagt að fríkortið
eða afsláttur vegna aldurs
gilti ekki þar sem sýningin
væri í lúxussal. Fannst
mér þetta ekki sanngjarnt
því ekki var hægt að sjá
myndina í öðrum sal.
Finnst mér að auglýstur
afsláttur eigi að gilda fyrir
alla sali, a.m.k. að það sé
tekið fram í auglýsingum
ef afsláttur gildi ekki.
Guðrún Magnúsdóttir.
Afsláttur gilti ekki
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16