Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSffi Mánudagur 7. júll 1980. Utgefandi': Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfft Guftmundsson. ■ Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guftmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaftamenn. Axel Ammendruo, Frfða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónfna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, ftAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guftvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaðamaftur á Akureyri: GIsli Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnurv: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánufti innanlands og verft f lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaður f Blaðaprenti h.f. Sfðumúla 14. Sjalfstæöisflokkurínn Forystumál Sjálfstæðisflokksins eru gerö aö umtalsefni i leiöara blaösins f dag, I tilefni af þeim umræöum sem fram hafa fariö manna á meöal og i blööum aö undanförnu. Þótt undarlegt megi virðst hafa úrslit forsetakosninganna orðið mönnum tilefni til þess að velta fyrir sér stöðu Sjálfstæðis- flokksins að þeim loknum, rétt eins og þetta tvennt sé í einhver ju pólitísku samhengi. í þessum efnum hafa þeir hæst sem f jarst standa Sjálfstæðisf lokknum. Þeirsegja mest af Olafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Tilefnið er framboð og fylgi Alberts Guðmundssonar og er nú verið að gefa í skyn, að Albert geti, í Ijósi fylgis síns, gert annað tveggja, að sækjast eftir for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum, eða stofnað nýjan flokk. Albert Guðmundsson hefur getið sér orð sem sjálfstæður stjórnmálamaður og hann hef ur í krafti sérstöðu sinnar öðlast meiri trúnað í Sjálfstæðisflokkn- um en flestir aðrir. Hann þarf því ekki að stofna nýjan flokk vegna áhrifaleysis í Sjálfstæðis- f lokknum og hefur sjálfsagt alls ekki hugsað sér það. Það er hon- um gert upp rétt eins og ráða- gerðir um formennsku eru kenndar við hann, enda jaótt hann hafi þegar á kosninganóttu lýst hinu gagnstæða yfir. Albert Guðmundsson gerir sér áreiðanlega grein fyrir, að Sjálf- stæðisflokkurinn þarf á flestu öðru að halda en nýjum hjaðn- ingavígum og persónulegum átökum. Hann mun leggja sitt af mörkum til að í Sjálfstæðis- flokknum takist sættir og sam- eining. Enda geri aðrir þá hið sama. Sjálfstæðisf lokkurinn hefur mætt mótlæti í undanförnum þing- og sveitastjórnarkosning- um og flokkurinn er enn í sárum eftir þann klofning sem varð vegna stjórnarmyndunarinnar. Hvoru megin sem menn standa í fylkingu hvað ríkisstjórnina varðar, þá viðurkenna vonandi flestir, að slikir atburðir eru hvorki flokki né þjóð til góðs, þegar til lengdar lætur. Gunnar Thoroddsen taldi þjóðarhag rétt- læta stjórnarmyndunina, en aldrei hefur hinsvegar heyrst úr hans munni, að hann hyggðist láta kné fylgja kviði og segja sig úr lögum þess flokks, sem hann hefur verið forystumaður fyrir í áratugi. Geir Hallgrímsson hefur vissu- lega átt í vök að verjast. I hans formannstíð hefur sigið mjög á ógæf uhliðina. Menn geta deilj um hvort hann ber þar alla sök, en ábyrgðin og af leiðingarnar hvíla á hans herðum. Geir hefur verið skotspónn óvæginnar gagnrýni og lítt notið sannmælis. Hann verður ekki verri maður fyrir það. Vera má að rás viðburðanna hafi gert það nauðsynlegt, að breytingar verði á forystuliði Sjálfstæðisf lokksins, en þá verður að vona að þeir menn sem hér hafa verið nefndir og aðrir sjálfstæðismenn sem til trún- aðrar hafa verið kallaðir taki hagsmuni flokksins fram yfir persónur sínar og metnað. Fyrir frjálslynd, borgarleg öfl í landinu, er það lífsnauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn rísi úr öskustónni, sterkur og sam- einaður, og verði á ný sú kjöl- festa í íslensku þjóðfélagi, sem hann hefur lengst af verið. Á tímum efnahagslegrar upp- lausnarog utanaðkomandi vanda er það þjóðinni nauðsyn að geta treyst á sterkan Sjálfstæðisf lokk. Það er óvinafagnaður einn að efnatil innbyrðis hjaðningavíga og sá frækornum sundurlyndis. Sjálfstæðisfólkið í landinu mun ekki lengur líða það að valdabrölt einstakra manna grafi undan flokki sínum og málstað. Það er kominn tími til að líta fram en ekki aftur, upp en ekki niður. r Að brlóta af sér vlðlar vanans Þá eru forsetakosningarnar afstaönar meö sögulegri niöur- stööu. Þaö er ekki hægt aö segja annað en nfundi áratugur- inn fari af staö meö sögulegum atburöum I opinberu lifi. 1 febrúar var mynduö rikisstjórn meö nýstárlegum hætti þegar varaformaður Sjálfstæöis- flokksins myndaöi stjórn meö hluta úr sinum flokki og flokkurinn þannig tviskiptur. L t forsetakosningunum sigraöi glæsileg kona, fulltrúi hins nýja tlma. Hún haföi staöiö sig meö ágætum I baráttunni, en slikt má einnig segja um mótfram- bjóöendu hennar. Þaö er heim- sögulegur viöburöur aö kona skuli hafa oröiö fyrir valinu. Þetta leiöir hugann aö þvi hvort aögreining eftir kynjum sé i raun svo mikil eins og af er látiö ef konurnar þora. Kjör Vigdisar hlýtur aö hvetja þær til meiri framsækni og þá ekki slst á stjórnmálasviöinu. Framboö Vigdlsarar var ekki runniö undan rifjum ráöamanna, heldur var þaö frumkvæöi hins almenna kjósanda. Ég held þaö hafi einnig sýnt sig aö karlar stóöu jafnt aö baki henni sem konur. Ekki er heldur aö efa aö nú aö afloknum kosningum stendur þjóöin öll aö baki forseta sínum. Hver áhrif úrslit kosninganna hafa I Islensku þjóöfélagi er erfitt aö staöhæfa á þessari stundu. Ljóst er þó aö þau geta haft mikil áhrif i jafnréttis- Kári Arnórsson, skólastjóri, segir I grein sinni, aö úrslit kosninganna hafi undirstrikaö aö menn hafi brotiö af sér viðjar vanans, og þess vegna kunni aö vera fyrirboöi breyttra tlma. baráttunni en þau eru þó sterkust I þvl aö undirstrika aö menn hafa brotiö af sér viöjar vanans. bönd. Menn þurfa ekki lengur aö hafa þaö á samviskunni aö þeir séu aö svikja flokkinn þegar þeir kjósa ööruvísi en þeirra pólitisku samherjar. Þetta kom greinilega fram i forsetakjörinu 1968 og endurtók sig nú. Þaö er þvi hægt aö geta sér til um aö áhrif frá þessum kosningum kunni aö verka á kjósendur I hinum einstöku flokkum og menn veröi djarfari I þvl aö láta sannfæringu slna ráöa umfram flokkinn. Nokkuö haföi oröiö vart viö sveiflur i tvennum slöustu kosningum þ.e. 1978 og 1979. Sveiflan var mest 1978 en kólfurinn fór til baka 1979. Sveifla sem byggist á þvl aö mála mjög sterkt neikvæöar nliöar andstæöinganna en bygg- ir slöur á jákvæöri framtlö er lætt viö aö vari ekki lengi. Um petta vitna vel niöurstöður losninganna 1979. Framtlö jyggir aö sjálfsögöu á nútiö og íútlöin á fortiö en skuggar for- ;Iöar og dægurþras nútiöar mega ekki byrgja mönnum sýn :il framtlöarinar sem á aö ráöa nestu um val stjórnenda. Flokksböndin 1 pólitiskum kosningum hefur vaninn og tilfinningarnar veriö næsta mikiö afl I uppgjöri fyrir kjördag. Islendingar hafa veriö fastheldnir viö flokka sem foreldrar eöa ættin kýs. Hugsunarlitill vani hefur ráöiö þar rlkjum. En þegar gengiö er til kosninga um kjör forseta tslands þá losnar um þessi Þvl er þess aö vænta aö niður- staöa forsetakosninganna nú veröi I ýmsan hátt fyrirboöi breyttra tima. Þjóöin á I erfið- leikum meö sin enfahagsmál og blikur á lofti um slæmar horfur I atvinnumálum. Þvi mun ekki af veita aö þjóöin standi saman um að skapa vænlegri framtiö sem vissulega hlýtur aö vera hægt aö gera á Islandi. Vigdís Finnbogadóttir: Fyrirboði nýrra tima. Breytingar framundan í kjölfar siöustu forseta- kosninga uröu mikil umbrot I Islenskum stjórnmálum. Ekki veröur þó sagt aö þau hafi verið afleiöing kosninganna. Hér er átt viö þaö þegar Alþýöubanda- lagið rofnaöi og Samtökin voru stofnuö. Vafalitiö er aö þaö los sem oröiö haföi á flokksböndum 1968 hefur átt einhvern þátt I miklu fylgi Samtakanna 1971. Nú stendur þannig á aö klofningur er I Sjálfstæöis- flokknum þegar forsetakjör fer fram. Þaö vaknar þvi sú spurning hvort losiö sem nú hefur oröiö á flokksböndum kunni ekki að hafa veruleg áhrif á þróun mála hjá þeim flokki. Ekki ber slöur aö hafa það I huga aö einn af frammá mönnum Sjálfstæöisflokksins var I framboöi. Þaö kann þvi aö verða einn af stórviö- burðunum I upphafi þessa ára- tugar aö nýr flokkur sjái dag- sins ljós og hressileg og ögn djarfari rlkisstjórn taki viö. 1 sögu lýöveldisins hefur þaö sýnt sig sinn eftir sinn aö fjögur- ra flokkakerfiö springur eftir vissan tlma. En hitt hefur lika oröiö aö nýr flokkur hefur ekki lifaö lengi og þaö verið sameiginlegt hagsmuna mál eldri flokkanna aö koma hinum nýja fyrir kattarnef. Gerðar hafa verið tilraunir til aö endur- nýja flokkana og er Alþýöu- bandalagiö þar skýrasta dæmiö, endurnýjun á Sósialista- flokknum. Þeim grunni var talsvert breytt. Endurnýjun átti sér stað innan Alþýöuflokksins á gömlum grunni eins og sagt var en sýnist ætla aö veröa minni én til stóð. Nú stendur Sjálfstæöis- flokkurinn I þessum sporum. Eins og mál standa nú eru minni llkur til þess aö takast megi aö endurnýja flokkinn svo vel fari en meiri likur fyrir uppskiptum. tJtlit er fyrir margs konar aörar veiga miklar breytingar m.a. I verkalýöshreyfingunni og mun verða fjallað um þaö siöar. Kári Arnórsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.