Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 18
Kristinn meö prennu á móti Breiðabliki i - skoraöi öll mörk Skagamanna sem unnu 3:i slgur gegn Bllkunum í 1. deildinni um heigina Þrátt fyrir ýmis óvænt áföll aö undanförnu og erfiöleika sem hrjáö hafa liö Skagamanna i sumar er ljóst aö liöiö ætlar sér aö taka þátt i baráttunni um íslands- meistaratitilinn i knattspyrnu i ár. Þaö sást greinilega i leik Akraness og Breiöabliks sem fram fór á Skipaskaga um helg- ina, en i þeim leik unnu heima- menn 3:1 sigur og var hann sist of stór miöaö viögang leiksins. Skagamenn hafa oröiö fyrir þvi aö tveir þjálfarar hafa ekki staöiö viö samninga sina gagnvart þeim 1 sumar og auk þess hafa þeir átt viö mikil vandræöi aö etja I sam- bandi viö aöstööu þar sem gras- völlurinn hefur ekki veriö leik- eöa æfingafær. En liöiö sýndi um helgina prýöisleik, og viöureign þeirra viö Breiöablik var opin og skemmtileg. Heimamenn höföu þó undirtökin og sigur þeirra var fyllilega veröskuldaöur og heföi allt eins getaö oröiö stærri. Kristinn Björnsson var maöur leiksins á Skaganum en hann hefur ekki náö sér vel á strik fyrr I sumar. Nú var hann mjög góöur, og hann skoraöi öll mörk liös sins. Þaö fyrsta meö því aö stýra auka- spyrnu Arna Sveinssonar i netiö og var þaö eina mark fyrri hálf- leiksins. í siöari hálfleiknum bætti hann ööru viö er hann fékk stungubolta Kristinn Björnsson átti mjög góöan leik og skoraöi þrjú mörk gegn Breiöabliki. og prjónaöi sig laglega i gegn, en Siguröur Grétarsson minnkaöi muninn i 2:1 meö mjög liku marki. En Kristinn var ekki bú- inn aö segja sitt siöasta orö, hann innsiglaöi sigur Skagamanna meö sinu þriöja marki, þaö skoraöi hann meö skoti af stuttu færi eftir aö boltinn haföi veriö varinn af linu eftir skalla frá hon- um. Samkvæmt gangi leiksins heföi Akranesliöiö allt eins getaö unniö stærri sigur, en liöiö á enn viö þann erfiöleika aö geta ekki nýtt færi sin sem skyldi. Kristinn var besti maöur liösins, en aö ööru leiti var þaö jafnt. Hjá Breiöablik var Siguröur Grétarsson besti maöur. Dómari var Róbert Jóns- son og dæmdi þokkalega. A.G. Akranesi/gk—. Eldurinn kominn til Moskvu Olympiueldurinn sem mun loga á Lenin-leikvangnum i Moskvu þá daga sem Olympíuleikarnir standa þar yfir siöar i þessum mánuöi er kominn til Sovétrikj- anna. Eldurinn kom inn i Sovétrikin nú um helgina frá Rúmenlu en hann var tendraöur i Grikklandi 19. júni. Nú mun veröa hlaupiö meö eldinn til Moskvu frá Moldaviu og taka hundruö hlaup- ara þátt I þvi aö koma honum til Olympiuvallarins I tæka tiö. Waiiace lll Foresl Evrópumeistarar Nottingham Forest heldur áfram aö kaupa leikmenn. 1 gær keyptu þeir skoska landsliösmanninn Ian Wallace frá Coventry fyrir 1250 þús. pund en áöur höföu þeir keypt miövallarspilarann Raimondo Ponte frá Grasshopper i Sviss. Wallace sem lék meö skosa liö- inu Dumbarton áöur en hann fór til Coventry fyrir fjórum árum hefur skoraö 57 mörk fyrir Coventry. Þessi kaup Forest vekja eflaust umræöur um þaö umtal aö Trevor Francis sem leikur meö Forest sé aö fara frá félaginu, en eins og menn vita þá hefur hann veriö oröaöur viö spænska félagiö Barcelona. röp—. 1 byrjun sföari hálfleiks fékk Hermann Gunnarsson gott tækifæri á aö skora er hann fékk sendingu fyrir markiö en honum brást bogalistin eins og fleirum I leiknum. Visism. Friöþjófur. y&i uB mmr «««g. y- * a ; t * ■X Ím T| • : VALSMENN AlTU í ERFIÐLEIKUM - sigruou Keflvíkinga í 1. deildinni f knattspyrnu á laugardaginn í lélegum og leiðinlegum leik „Viö duttum aiveg niöur eftir markiö og náöum okkur ekki á strik fyrr en sföustu tfu minúturn- ar, ég held aö viö veröum ekki meö i toppbaráttunni en viö get- um tekiö stig af hvaöa liöi sem er”, sagöi Gisli Eyjólfsson fyrir- liöi ÍBK eftir aö þeir höföu tapaö 1:0 fyrir Val á laugardaginn i 1. deildinni f knattspyrnu. Þó aö Valur ynni þennan leik þá gat sigurinn alveg eins lent hjá Keflvikingum, færin i fyrri hálf- leik voru ekki upp á marga fiska og knattspyrnan sem liöin sýndu ekki heldur. Þaö voru aöeins tvö færi sem vert er aö minnast á I fyrri hálf- leik og komu þau bæöi I hlut Vals- manna og var Magnús Bergs aö verki I bæöi skiptin, er hann átti skalla rétt yfir og stuttu slöar átti hann skot framhjá. A 32. min. snéri Guömundur Þorbjörnsson á Glsla Eyjólfsson og átti markmanninn einan eftir en á óskiljanlegan hátt skaut hann framhjá rétt fyrir utan markteig en Jón örvar mark- vöröur stóö alveg frosinn á mark- linu. Menn bjuggust nú viö þvi aö leikurinn yröi betri á aö horfa I seinni hálfleik og aö mörkin myndu ekki láta á sér standa en sú varö ekki raunin. í byrjun siöari hálfleiks gaf Guömundur Þorbjörnsson góöan bolta fyrir markiö þar sem Her- mann Gunnarsson var en laust skot hans fór beint á markmann- inn. Aöeins min. siöar kom eina mark leiksins, Ólafur Danivals- son lék boltanum inni vitateig Keflvikinga og ætlaöi aö gefa fyr- ir markiö, en þá braut Hilmar Hjálmarsson mjög klaufalega á óla aftanfrá og Sævar Sigurösson dæmdi réttilega viti, sem Guö- mundur Þorbjörnsson skoraöi örugglega úr. Hættulegasta tækifæri Keflvik- inga kom á 25 min. Ragnar Mar- geirsson átti I höggi viö Grim Sæ- mundssen og virtist vera brotleg- ur en ekkert var dæmt, skaut hann siöan góöu skoti frá vitateig en Ólafur Magnússon markvörö- ur varöi vel en hélt ekki boltanum sem fór út þar sem Steinar Jóhannsson skaut yfir. Fleiri mörk voru ekki gerö i leiknum, eins og áöur sagöi þá var ieikurinn leiöinlegur á aö horfa og litil knattspyrna sýnd, mest háloftaspyrnur og litiö reynt aö spila. Erfitt er aö nefna einhvern leik- mann sem eitthvaö kvaö aö, flest- ir voru frekar daufir og vilja örugglega gleyma þessum leik fljótt, enda eiga bæöi liöin aö geta sýnt miklu betri knattspyrnu. röp—.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.