Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 13
vtsm Mánudagur 7. júli 1980. skiptir þetta kannski litlu máli. Greiöslur fyrir afnot bóka eru nú svo smánarlega lágar að þær skipta rithöfunda nær engu. Ég mun vera meðal þeirra höfunda sem fá hæstu greiðslur fyrir útlán bóka. A siðast liönu ári fékk ég fjárhæð sem ekki nemur hálfum mánaðarlaunum grunnskóla- kennara, og eru þau ekki há eins og allir vita. Barnabókahöfundar njóti virðingar og jafnréttis Ef skyggnst er til frændþjóö- anna á Norðurlöndum og svipast um hjá þeim, kemur I ljós að rit- höfundar þeirra hljóta margvis- legrar fyrirgreiðslu hins opin- bera. Eru þetta þó milljónaþjóðir en viö aðeins rúmlega tvö hundruö þúsund sálir. Skyldi nokkur maður erlendis trúa þvi að bækur i skólasöfnum á íslandi séu taldar höfundum sinum óvið- komandi, þegar um greiöslur fyrir afnot er að ræða. Alls staðar meðal menningarþjóða njóta bamabókahöfundar virðingar og jafnréttis við starfsbræður sfna. A rithöfundaþingi fyrir nokkr- um árum kynntist ég dönskum bamabókahöfundi Robert Fisker. Hann er kennari að mennt, og starfaði við kennslu. Fyrir all- mörgum árum sagði hann lausri stöðu sinni og hætti kennslu. Og hversvegna? Ju, hann fékk greiðslur fyrir afnot bóka sinna i bókasöfnum, og nam sú fjárhæð llfvænlegum árslaunum. Þessi danski starfsbróðir gat því helgað sig ritstörfunum óskiptur. Skyldi nokkurn tlma renna upp sú stund að barnabókahöfundur geti lifað á ritstörfum hér á landi? 1 Svíþjóð og Finnlandi er mér ekki kunnugt um hvernig háttað er greiðslum fyrir afnot bóka. Hins vegar veit ég að i Skandin- aviu eru gerðar kvikmyndir eftir frægum barnabókum, sem færa höfundunum drjúgar tekjur. Hve- nær hefstl að marki framleiðsla Islenskra kvikmynda fyrir börn? 1 Noregi er málum þannig skipað, að rlkið kaupir ákveðinn fjölda eintaka af bókum inn- lendra höfunda, mig minnir þúsund eintök. Þessum bókum er slðan skipt á milli almennings- bóka og skólasafna. Hér eru skólasöfn aftur á móti I fjársvelti, svo ekki er einu sinni hægt að kaupa eitt eintak af öllum nýjum bókum. Nú lltur helst út fyrir að ekki sé hægt að greiöa skólasafn- vörðum laun og öllum skóla- söfnum verði lokaö I haust. Allir fá sitt nema höfundurinn Þrátt fyrir fámennið er það staðreynd að íslendingar kaupa mikið af bókum. Reyndar horfir nú heldur þunglega um sölu bóka vegna þverrandi kaupgetu fólks I þeirri óöaverðbólgu sem hér geysar. A undanförnum árum hefur söluskattur af íslenskum bókum numiö svimandi háum upphæöum. Þær hafa barnabóka- höfundar lagt til rlkisins sinn skerf, ekki siöur en aðrir rit- höfundar. Þótt verð á barna- bókum sé lægra en annarra bóka hafa þær oft á tiðum selst vel, og á undanfömum árum hafa endur- útgáfur verið algengar. Arið 1975 voru sett á Alþingi lög um Launasjóð rithöfunda, og skyldi hluti af söluskatti af Islenskum bókum renna I þennan sjóð. Þetta er stærsti sjóöurinn sem úthlutað er úr til rithöfunda og nam upphæöin I ár alls 114 milljónum króna. Enn sem fyrr eru barnabóka- höfundar látnir sitja á hakanum við úthlutun úr Launasjóði sem og úr öðrum sjóðum rithöfunda. Það er skýlaus réttlætiskrafa að bamabókahöfundar sitji við sama borð og aðrir höfundar. Það hefur löngum viljað brenna við hér á okkar ástkæra Fróni, að peningar til rithöfunda úr opin- berum sjóðum hafa verið kallaöir styrkir, jafnvel ölmusa. Lista- menn eiga að vinna fyrir sér eins og hvert annaö heiðarlegt fólk, letingjar eiga ekki neitt gott skilið. Sannleikurinn er hins vegar sá að bækur skrifa sig ekki sjálfar. Flestir rithöfundar I þessu landi hafa neyðst til að skrifa bækur slnar I hjáverkum, þegar aðrir þegnar þjóöfélagsins nutu hvlldar eða skemmtunar. Og þar með er ekki sögð öll sagan. Þegar margra mánaða eða jafn- vel ára erfiði var lokið hófst plslargangan milli útgefenda. Enginn fékkst til að gefa bókina út. Annað hvort varð höfundurinn að gefast upp eða slá vlxil og gefa út bókina sjálfur upp á von og óvon. Þetta hef ég reynt. Fyrstu bók mlna gaf ég sjálfur út. Annars hef ég verið mjög heppinn með útgefendur. Ég veit um ýmsa starfsbræður sem hafa neyöst til að gefa út bækur sínar sjálfir eöa aö öðrum kosti að fleygja handritunum i ruslakörfuna. Þess munu dæmi að útgefendur hafni ágætum handritum, jafnvel þótt þeim bjóðist þau aö gjöf. Ég get ekki stillt mig um að vitna I þrjátiu og fimm ára gamla grein eftir Ragnar I Smára sem nýlega birtist I Lesbók Morg- unblaðsins. Hún gætiátt við I dag. Þar segir meðal annars: „En ég held að ég hafi helst orðið að liöi sem bókaútgefandi og ástæðan fyrir þvl að ég fór að gefa út bækur, þó að ég hafi vitan- lega engan veginn unnið þar neitt brautryðjandastarf almennt, var að mér rann til rifja að sjá, eftir að allt hafði fengið hér á sig furðumikinn menningarbrag I þeim efnum, aö ýmsu leyti, að fin bók, sem seld var fyrir hundrað krónur, skyldi oft á tlðum ekki geta skilaö höfundi slnum fyrir einni máltlð, allt fór I prentarann bókbindarann og pappírssalann.” Svo ég vlki aftur að barnabók- inni. Ég get ekki betur séð en þróunin stefni I þá átt að það sé veriö að ganga af henni dauðri. Af um það bil 120 barnabókum, sem út voru gefnar á sföast liðnu ári voru aöeins 10 frumsamdar Islenskr bækur. Hiö svonefnda fjölþjóða samprent er alls ráðandi á markaðnum, oft i slæmum þýðingum og á afbökúðu máli. Þessar bækur renna út eins og heitar lummur. Hér er það gróðasjónarmiðiö sem ræður ferðinni. Nýlega hafa kennarar, sem sátu endurmenntunarnámskeiö I Æfingaskóla Kennaraháskóla Islands sent frá sér ályktun um þetta mál, en þar segir meöal annars: „Við vorum sammála um þá hættu sem starfar af fjölþjóða- legu samprenti sem hellst hefur yfir börn okkar undanfarin ár... Letur bókanna er óaðgengilegt bömum sem eru að læra að lesa og orðaforði fátæklegur. Aður hefur komið fram opin- berlega beiðni til bókaútgefenda um aö draga úr þessari fram- leiðslu sem sumir kennarar og skólasöfn hafa neitaö að kaupa. Við itrekum þá beiðni og vonumst til aö útgefendur efli útgáfu Islenskra frumsaminna barna- bóka og vandi val og þýðinar er- lendra bóka”. Þetta eru vissulega orö I tlma töluö. Hættan sem stafar af ó- vönduðum æsimyndabókum er margþætt. En málið er svo yfir- gripsmikið að ekki er hægt að taka það til umfjöllunar hér. Rétt er I þessu sambandi aö benda á aö fjölmiðlar, einkum blöðin, hafa aö verulegu leyti látið undir höfuð leggjast aö kynna islenskar barnabækur. Aðeins eitt eða tvö dagblöð hafa fasta gagnrýnendur, sem skrifa um barnabækur að staðaldri. Sem sagt litlar eöa engar leið- beiningar aö fá fyrir kaupendur. Spilin á borðið Vonandi stuölar þessi umræða og upplýsingamiðlun um launa- mál rithöfunda til jákvæðrar af- stööu ábyrgra aðila. Það hefur löngum verið gumað af þvl við hátíðleg tækifæri aö viö ættum gamlar og nýjar bókmenntir sem við getum verið stoltir af, og íslendingar kynnu best allra þjóða að meta orðisins list. Hins vegar er ekki minnst á hvernig þjóðin býr að rithöfundum slnum. Ég vil að lokum Itreka áskorun mlna til VIsis, aö blaðið geri frekari könnun á fjárveitingum til rithöfunda. Það er ekki nóg að taka aðeins þá höfunda sem hæstar greiðslur hafa hlotið til þess að fá rétta mynd. Þegar öll spil hafa verið lögð á boröiö mun koma i ljós að þaö eru ekki rithöf- undar, hvorki barnabóka- höfundar, né aðrir, sem skulda þjóðinni, heldur kynni þjóðin aö skulda þeim eitthvert lítilræði. Slðasta myndin af Three Cheers Hannes Hafstein og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar sýna frétta- er skútan leggur upp i hina mönnum brakið úr skútunni. Visismynd: JA örlagariku ferð i júni 1976. Þverband úr þriskrokkaðri skútu kom f vörpu rannsóknar- skipsins Bjarna Sæmundssonar fyrir nokkru og þótti ástæða til að rannsaka hvaöan flakið væri komið. Það verk tóku að sér þeir Hannes Hafstein hjá Slysavarn- arfélagi tslands og tveir starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar, Gunnar Hilmarsson og Jóhannes Briem en á fundi með frétta- mönnum upplýstu þeir að flakið væri úr skútu serti týndist I sigl- ingakeppni yfir Atlantshafið sumarið 1976. Það var hinn 5. júni 1976, að Mike McMullen lagði upp frá höfninni I Plymouth áleiðis til Newport I Rhode Island en hann var þátttakandi I siglingakeppni sem haldin er fjóröa hvert ár á vegum breska blaðsins Observer. Siglingakapparnir hrepptu óveð- ur á leiðinni og síöan hefur ekkert til McMullen spurst. Rétt áður en McMullen lagöi upp I hinstu för sina á skútunni Three Cheers hafði kona han látist úr raflosti er þau hjónin voru að búa skipið undir siglinguna. Bjarni Sæmundsson fékk brak- ið i vörpu sfna um 20 sjómilur suöur af Vestmannaeyjum i marsmánuði sl. og hefur flakiö þvi verið að velkjast I sjónum I fjögur ár. Aöilar I Bretlandi, svo sem smiöur skútunnar og fram- leiöandi siglingatækja hafa sýnt áhuga á þvi, að fá brakiö sent til Englands þar sem þeir munu rannsaka hvaða áhrif sjóvolkið hefur haft á þá hluta sem fundust og að sögn Hannesar Hafstein mun ætlunin að senda brakið til Englands innan tlðar. -^Sv.G. Brak úr líndrl skútu - kom I vðrpu Bjarna Sæmundssonar Nið dvögum 10l júlí Endurnýió tímanlega 7. flokkur 18 @ 1.000.000 18.000.000 90 — 500.000 45.000.000 702 — 100.000 70.200.000 8.505 — 35.000 297.675.000 9.315 430.875.000 36 — 100.000 3.600.000 9.351 434.475.000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS /Menntermáttur Tjöld 2ja# 3ja 4ra/ 5 og 6 manna. Göngutjöld. Hústjöld. Tjald- borgar-Felli- tjaldið. Tjaldhimnar í mikiu úrvali. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugauegi 164-ReiitiQuib $-31901 Sóltjöld, tjald- dýnur, vind- sængur, svefn- pokar, gassuðu- tæki, útigrill, tjaldhitarar, tjaldljós, kæli- töskur, tjaldborð og stólar, sól- beddar, sólstól- ar og fleira og fleira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.