Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 24
vísnt (Mánudagur 7. júll 1980. lífoglist íiíííííííííí: 24 Umsjón: Magdalena Schram Gailerí og söln í Reykjavík: „Mýrdalur er fagurt hérað og fullt af þjóðsög- um. Ef ég man rétt, þá var þaö uppi á Steigar- hálsi er ég allt í einu kom auga á blátt fjall, langt í austri/ meö fögrum lín- um, hátt og veglegt. Mér var sagt, aö það héti Hnit- björg. En vegna þoku- slæðings/ sem lék um það, var ég ekki viss um að ég sæi allt rétt. Síðar meir sá ég það í skýru veðri.af Dyrhólaey og þó að það virtist þaðan ekki alveg eins draumfagurt og mikilúðlegt og af fyrri staðnutn, var ekki laust við/ að ég um stund sætt- ist dálítið við uppnefni það/ er íbúð ævistarfs míns hafði verið gef ið, — og það á prenti og að mér forspurðum." (Einar Jónsson, Minningar, bls. 338) Heimsborgari maður og hreppa- A efstu hæB hússins Hnitbjörg á Skólavöruhæö eru einkaher- bergi Einars og önnu konu hans. Þar er allt fullt af bókum og innbundnum blöðum og for- vitnilegt þeim, sem þykjast þekkja fólk af þvi sem þao les. Þetta er heimsborgaralegt bókasafn á aö m.k. fimm tungu- málum, skáldsögur, ljóB og heimsspeki, Tagore situr viö hlio Þorsteins Erlingssonar, Thomas a Kempis á milli Shakespeare og Tolstoy, Bibllan og Kóraninn, Jón Trausti og Bronte. A veggjunum hanga smámyndir austan úr Hrauna- mannahreppi. MaBurinn, sem bjó í þessum herbergjum lét þau orö falla, þegar hann lýsti dvöl sinni I borginni eilifu Róma- borg, aö „alls staðar saknaði ég standbergsins að heiman." Hann fór siöan heim og reisti sér virki á hœstu hæö Reykja- vikur, og umkringdi þa& múr, svo rammbyggöum, aB lftil börn þora ekki inn fyrir hliBiB, þvi þau halda ao trðllin eigi þarna heima. Seinna gaf hann þjóBinni virkiB og allt sem i þvf er, meö þeim skilyrðum ,,aö ekkert mætti gera til þess ao lokka fólk aö safninu, ef svo skyldi verða, að heimsókn fólks rénaði." — „Best væri, ef hægt yröi, aö banna börnum aBgang." (Minn- ingar, bls.349) „Kenningaskáld meðal myndasmiða" Hnitbjörg veröur ekki lýst i einni litilli blaösgrein. Sjón er „Alda aldanna" (1894-1905). Einar Jónsson (1874-1954) sögunni rfkari — hvaö sem Hður fyrirmælum listamannsins. Felst I þessu húsi kemur undar- lega fyrir sjónir. Þröngir salirn- ir, litirnir á veggjunum, grind- verkin, litlu gluggarnir, mjói marmarastiginn, sem hringar sig upp á IbúBarloftiB, lokrekkj- urnar — jafnvel landiB úti fyrir kemur ókunnlega fyrir sjónir gegn um smáar rúBurnar. Eöa þá myndirnar, listaverk- in sjálf. Kynslóo, sem alist hefur upp viö hreinar Hnur og form, stendur agndofa gegn þessum risamyndum, hlöBnum táknum og smáatrioum, sem skirskota til framandi hugarheima. 1 bók um Einar Jónsson, sem út kom árið 1925 skrifar Guö- mundur Finnborgason grein um verk Einars. GuBmundur kallar Einar myndskáld, „kenninga- skáld meðal myndsmiða". „Verk hans," skrifar GuBmund- ur, „eru langoftast skáldleg, heimspekileg eBa dulspök hug- tök um mannlffiB og tilveruna." SiBan nefnir Gu&mundur nokkur verka Einars og f jallar itarlega um þau, I þeim tilgangi ,,aB ráða rúnir" Einars. Fyrst þessa er Alda aldanna (1894-1905), verk, sem nú hefur verið valinn staður I heimahéraði Einárs, Hraunamannahreppi, á Flúð- um. „Myndin sýnir ljóslega, hvaða fyrirbrygði náttúrunnar skáldiðhefur Ihuga. Það er ský- strokkurinn, aldan, sem sogast I hvirfing úr djúpinu, dregst til himins eins og hún væri seidd af sogandi þrá. — Að skáldin hafa fundið llf með öldunni, sanna nöfn Ægisdætra og allt, sem um þær er kveðið. Og þegar ArmóB- ur segir: Hrönn var fyr Humru minni háleit, þar er vér beittum þá bregður fyrir I leiftri orðsins einmitt þeirri stellingu, er aldan hefir I mynd Einars. Hann er þvl I fullu samræmi við skáldin, er hann sýnir ölduna I konu- gervi. En snilldin er einmitt I þvl fólgin, hvernig hann sam- þýBir vaxtarlag og hreyfingu hafsveipsins og konunnar, svo að likami hennar er lifandi imynd löngunarinnar að hefjast hærra og veröur því Iturskap- aðri sem ofar kemur I loftið og ljósið. Og um leiB fær myndin dýpri merkingu. Hún verður Imynd mannkynsins, er dregst eins og I kvalaleiBslu upp á við I áttina að æðra marki. Llf ein- staklingsins verður sem gáran I faldi meginbárunnar, en allt sogast að sama afli." Um þessa mynd segir Björn Th. Björnsson listfræðingur: „Hún er ein af örfaum myndum Einars, sem byggjast á hreinni formhugmynd, áhrifamikið verk að tign og einfaldleika. t þvl gætir rómantiskra áhrifa Sindings (kennari Einars þegar hann fyrst fékk hugmyndina að HNITBJORG Listasaln Einars Jðnssonar „Þrðun" (1913-1914) Olu aldanna, innsk. blms.) en hinum táknlegu smáatriðum er jafnframt komið til skila: I faldi skikkjunnar, sem kvenmyndin hefur yfir sér eins og gegnsæjan hjup, er hrannað upp smáum verum, táknum mannlegra ðr- laga I flaumi tlmans. Þær synda I öldufaldinum, berjast um, ná ýmist haldfestu eða drukkna." (Islensk myndlist á 19 og 20 öld, bls.63) Þróun „í myndinni „Þrðun" tákna dýriB, jötunninn og maðurinn þrjú andleg tilverustig. Llnurn- ar sýna stigandina frá dýri til manns. DýriB liggur og hringar sig I makindum. HöfuB þess og fætur vita aftur og saman. Þar sést engin framsðkn. Jötunninn veit fram en hann krýpur álút- ur. Hann heldur annarri hendi I dýriB en hinn handleggurinn liggur þungt á herðum manns- ins, sem stendur uppréttur. Armur jðtunsins og Hkami mannsins mynda kross. Jðtun- eðlið I manninum er honum þung byrði. Og þð heldur hann krossmarki hátt á loft, þvl hann hefur gert það að framsðknar og sigurmerki slnu. Fullkomnunin fæst fyrir þjáningar" (Guð- mundur Finnborgason) Aðrar myndir eru augljðsari — tröllið, sem dagar uppi á morgunljðsinu (Dögun), Braut- ryðjandinn I stalli Jðns Sigurðs- sonar. Sumar þurfa engra skyr- inga við — Ingðlfur Arnarson, Þorfinnur karlsefni, Oreigar. Oreigana er annars gaman að. bera saman við Útlagana, svo ð- Hkar, sem þær eru. Oreigarnir eru útlaga.r nútlmans, raunsætt verk sótt beint úr umhverfinu „Lokið verkin inni" „Ef listin á að vera fyrir al- menning" sagði Einar Jðnsson, „verður hann að koma til listar- innar, en listin ekki til hans. Ef listaverkin eiga að njðta sln og vera minnisstæð, þá lokið þau inni og sýniB þau ekki almenn- ingi nema þá helst á hátfðadög- um og tyllidögum..." Fæstum kemur saman um gildi verka Einars. Fyrir mðrg- um er safnið og listin aðeins blátt fjall I fjarska, hulið þoku- slæðing. En nú tekur ekkert barn I Reykjavlk fullnaðarprðf án þess að hafa skoðað verk Einars og á hverjum degi koma gestir I Hnitbjörg, ganga I f jallið til að kynnast manninum og myndunum. Þeir eru allir aufúsugestir, þrátt fyrir orð listamannsins. Safnið er opið Listasafn Einars Jðnssonar (1874-1954) v/Njarðargötu. Stjðrn safnsins: sr. Jðn Auðuns, dðmprðfastur, formaBur, Hörð- ur Bjarnason, húsameistari Dr. Kristján Eldjárn, forseti ls- lands. Dr. Armann Snævarr, hæstaréttardómari , Runðlfur Þðrarinsson, fulltrúi. Forstöðumaður: Olafur Kvaran, listfræðingur. Listasafnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 13.30-16.00. Þar eru til sölu pðstkort, bæklingur um Einar Jðnsson og plakat með mynd af einu verka Einars, úr Alögum. E.t.v. er það heiti táknrænt fyrir þá lðngun safnstjðrnar til að gera safnið opnara og aðgengi- legra fyrir allan almenning. Ms Ef tirtaldar bækur eru nefndar I greininni: Einar Jðnsson, minningar, Bðk- fellsútgáfan 1944. Björn Th. Bjðrnsson: Islensk myndlist á 19.og 20.öld. I. Bindi, Helgafell, 1964. Einar Jðnsson, Myndir, Kaup- mannahöfn 1925.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.