Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 19
WÍSm Mánudagur 7. júli 1980. .19 iþróttii iiiiiiilll iiiiiiiiiiPiiiiiiiiiiiii ffm Meistaramót tslands I frlálsíóróttum: FJÖRIR GULLPENINGAR OG ÍSLANDSMET HJÁ HELGU Hin stórefnilega frjálsiþrótta- stúlka úr KR, Helga Halldórs- dóttir, varö um helgina fjórfaldur tslandsmeistari i frjálsiþróttum er Meistaramót islands var hald- iö á Laugardalsvelli. Helga sigr- aöií fjórum keppnisgreinum, og i einni þeirra setti hún nýtt ts- landsmet. Þaö var I 200 metra hlaupi er hún hljóp á 24,96 sek. Eldra metið var 25,22 sek. en það áttu þær Ing- unn Einarsdóttir og Sigriður Kjartansdóttir úr KA. Helga sigraði einnig 1100 metra grindarhlaupi á 14,56 sek. i lang- stökki er hún stökk 5,57 metra og i 100 metra hlaupi kom hún fyrst i mark á 12,34 sek. Jón Oddsson knattspyrnumað- ur úr KR kom talsvert á óvart er hann sigraði i langstökki. Hann var þó öruggur sigurvegari þar, stökk lengst 7,14 metra og átti þrjú stökk yfir 7 metra. Næsti maður var Friðrik Þór Óskarsson úr IR sem stökk 6,92 metra. OIA átti tvo bestu menn i há- stökkinu. I fyrsta sæti varö hinn ungi Unnar Vilhjálmsson sem stökk 2,01 metra, og Stefán Frið- leifsson stökk 1,98. Spretthlaupararnir Oddur Sig- urösson og Sigurður Sigurðsson börðust mikilli baráttu i sprett- hlaupunum. I 100 metra hlaup inu varð Oddur að láta 1 minni pokann en þar hljóp Sigurður á 10,72 sek. en Oddur á 10,82 sek. Oddur kom hinsvegar fram hefndum I 200 metra hlaupinu, hljóp þar á 21,44 sek. en Sigurður á 21,68 sek. Guðmundur Sigurðsson úr UMSE vakti mikla athygli i þessu móti, en hann er að keppa á sinu fyrsta ári I stórmótum i frjálsum. Hann sigraði i 1500 metra hlaup- inu á 4,04,9 min. en varð að láta sér nægja annað sætið i 800 metra hlaupinu á eftir IR-ingunum Agústi Asgeirssyni sem hljóp á l, 56,2 min. Hörð barátta Þá var hörkukeppni i spjótkast- inu. Þar sigraði Sigurður Einars- son Armanni með 74 metra kasti sem hann náði i siðustu umferð- inni og komst þannig framyfir Einar Vilhjálmsson sem hafði kastað 73,18 metra. Þá var munurinn ekki mikill i kúluvarpinu en þar sigraði Hreinn Halldórsson með 19,63 m, annar Oskar Jakobsson með 19,56 m. Óskar varð einnig að láta sér nægja silfurverðlaunin i kringlu- kastinu þar sem hann kastaöi 56,76 metra, sigurvegari varð Er- lendur Valdimarsson með 57,32 metra. Aðalsteinn Bernharðsson KA varð tvöfaldur sigurvegari, sigr- aði i 400 metra hlaupinu á 49,03 sek. og i 400 metra grindarhlaupi kom hann fyrstur i mark á 59,39 sek. Sigurður T. Sigmundsson FH varö einnig tvöfaldur sigurveg- ari, hljóp 5 km á 10,01,3 min. og 3 km hindrunarhlaup á 10,01,3 min. Söguleg „keppni” Keppnin i stangarstökkinu var allsöguleg. Þar voru fjórir kepp- endur skráðir til leiks, en aðeins einn þeirra hóf keppni við fjóra metra. Það var Kristján Gissur- arson Armanni, en hinir voru allir aö keppa i 110 metra grindar- hlaupi sem lauk með sigri Eliasar Sveinssonar á 14,93 sek. Þegar þeir komu til leiks i stangarstökk- inu hafði Kristján stokkið fjóra metra og látið siðan hækka i 4,20! — Enginnfór þá hæð, og Kristján var þvi hinn öruggi sigurvegari. Sigurvegarar i öðrum greinum urðu þessir: 1 þristökki Friðrik Þór Óskarsson IR með 14,40 metra, i 800 metra hlaupi kvenna Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE sem hljóp á 2,24,3 min, og hún sigraði einnig i 1500 metra hlaup- inu á 5,02,64 min. 1 kúluvarpi kvenna Guðrún Ingólfsdóttir Ar- manni með 13,10 metra og hún kastaði einnig lengst i kringlu- kasti 46,54 metra. Hrönn Guð- mundsdóttir UBK sigraði i 400 metra hlaupi á 59,85 sek. og Maria Guðjónsdóttir HSH stökk hæst allra i hástökki kvenna 1,74 metra. 1 karlahlaupunum sigraði KA i 4x100 á 43,12 sek. en IR i 4x400 metra hlaupinu á 3,46,14 min. I kvennaboðhlaupunum varð tvöfaldur sigur hjá ÍR sem fékk timann 50,32 i styttra hlaupinu og 4,02,25 mín. i þvi lengra. Telpna sveit Armanns varð i 2. sæti i 4x100 metra hlaupinu á 50,92 sek. sem er telpna-og meyjamet. Og þá er einungis ógetið um keppn- ina i fimmtarþraut en þar sigraði Ellas Sveinsson með 3358 stig. Hin stórefnilega Helga Halldórsdóttlr úr KR varö fjórfaldur tslands- meistari um helgina. Visismynd Friðþjófur Auói Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 14. júlí til 11. ágúst. Þeir sem þurfa 1000 km uppherslu og skoðun á nýjum bílum hafi sam- band við afgreiðslu verkstæðisins. Einnig verður leitast við að sinna minni háttar og nauðsynlegustu viðgerðum. Við viljum einnig vekja athygli viðskiptavina okkar á því að eftirtalin umboðsverkstæði verða opin á þessum tíma: BÍLAVERKSTÆÐI JÚNASAR. Skemmuvegi 24, sími 71430. VÉLAVAGN, bílaverkstæði, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, sími 42285. BÍLAVERKSTÆÐI BJÖRN 0G RAGNAR. Vagnhöfóa 18, sími 83650. BÍLTÆKNI H.F.. Smiðjuvegi 22, Kópavogi, sími 76080. BIRFREIÐAVERKSTÆÐI HARÐAR 0G NÍELSAR. Vesturvör 24, Kópa- vogi, sími 44922. VÉLAÞJÓNUSTAN S.F.. Smiðjuvegi E 38, sími 74488. Smurstöð okkar verður opin eins og venjulega. IhIHEKIAHF I Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.