Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 21
21 vísm Mánudagur 7. júli 1980. Amnesty International: „SníKjulífnaöup”, „Kynvilla” og „óhpóöup um píKíö’ - meðal tyillástæðna sem rúmðnsk stlörnvðid geia lyrlr retslaðgerðum gegn andófsmðnnum „Rúmönsk yfirvöld beita margvislegum refsiaögeröum, bæöi löglegum og ótöglegum, gegn þeim þegnum, sem fara út fyrir opinber mörk tjáningarfrels- is I stjórnmálalegum, trúarlegum eöa öörum félagslegum mál- flutningi”. Svo segir meöal annars f viöamikilii skýrslu, sem samtökin Amnesty Internationai hafa sent frá sér um mannrétt- indamái i Rúmenfu. 1 skýrslunni er f jallaö um skort á lögvernd til handa þeim, sem gera sig seka um óhlýöni af ofan- greindum toga, og um refsingar á borö viö fangelsun, nauöungar- vinnu og innilokun á geösjúkra- húsum. Meöal þeirra, sem hlotiö hafa refsingu, eru meölimir f óopinberu verkalýösfélagi, félag- ar f óleyfilegum trúmála- hreyfingum, þeir sem óskaö hafa eftir aö flytjast úr landi og enn- fremur þeir, sem gagnrýna þær aögeröir rfkisins sem brjóta f bága viö almenn mannréttindi. Rætt er I skýrslu samtakanna um ofsóknir á hendur einstakling- um, hótanir ýmiss konar, brott- rekstur úr starfi og nauöungar- flutninga milli starfsgreina. Stjórnarskrá Rúmeniu setur aö sögn hömlur á mál-, prent- og fundafrelsi og kveöur á um refs- ingar fyrir þaö, sem nefnt er „aö bera út óhróöur um rikiö”. Þeim, sem fengiö hafa fangelsisdóm af svo augljósum pólitiskum ástæö- um, hefur heldur fækkaö á siöustu árum aö þvf er viröist, en nokkrir andófsmenn hafa veriö ákæröir fyrir glæpi eins og „snfkjulifnaö” og „kynvillu” eftir þvf sem skýrslan segir. Amnesty Inter- national telur ásakanir þessar vera óréttmætar. Handtekinn fyrir aö gagn- rýna kosningakerfið Eitt tilfelli, sem getiö er um i skýrslunni, er mál Janos Török, efnaverksmiöjustarfsmanns og meölims i kommúnistaflokknum. Á fundi á vinnustaö sinum I Cluj fyrir rúmum fimm árum, gagn- rýndi hann þaö kerfi, sem notaö er viö kosningar til þjóöþingsins. Hann var handtekinn fyrir þá sök, og sagt er aö hann hafi sætt alvar- legum pyntingum viö langar yfir- heyrslur. Sföan var hann fluttur á geödeild og honum gefiö nauöug- um talsvert magn róandi lyfja. Hann losnaöi af sjúkrahúsinu áriö 1978, og hefur sföan veriö I stofu- fangelsi og einungis fengiö aö fara aö heiman einu sinni i mán- uöi til viötals viö geölækni. Fjöldi annarra andófsmanna hafa veriö lokaöir inni á geödeildum af svip- uöum ástæöum, enda þótt rúm- önsk lög ætli þau örlög einungis þeim, sem eru sjálfum sér og öörum hættulegir, eöa þá þeim, sem séö veröur aö mimi fremja alvarlegan glæp. Vildi komást til eiginkon- unnar, en var dæmdur fyrir kynvillu Meölimum óopinbers og óháös verkalýösfélags rúmenskra verkamanna, sem stofnaö var I fyrra, hefur veriö refsaö á marg- vfslegan hátt. Dr. Ionel Cana var dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sakir, sem enn hafa ekki fengist opinberaö- ar. Aörir hafa fengiö mildari dóma fyrir aö dreifa upplýsingum í skýrslu, sem samtökin Amnesty International hefur sent frá sér um mannréttindamál I Rúmeniu, er fjallaö um skort á lögvernd tii handa þeim, sem gera sig seka um aö fara út fyrlr opinber mörk tjáningar- frelsis i stjórnmáialegum, trúarlegum eöa öörum félagslegum mái- flutningi, og um refsingar á borö viö fangelsun, nauöungarvinnu og innilokun á geösjúkrahúsum. erlendis I óleyfi og fyrir snlkju- lifnaö. Georghe Brasoveanu hag- fræöingur mun hafa veriö lokaöur inni á geösjúkrahúsi áriö 1979 — I fimmta sinn á átta árum — eftir aö hafa gagnrýnt stefnu stjórnar- innar. Fyrir nokkrum árum fóru námumenn I Jiu dalnum I verk- fall vegna deilu um eftirlaun og öryggisbúnaö. Þeir sem haröast gengu fram I þeirri baráttu voru handteknir og sendir án dóms til vinnu I öörum héruöum undir lög- reglueftirliti. Nokkrar heimildir herma, aö tveir verkfallsleiö- togar hafi látist skömmu eftir verkfalliö og hafi lögreglan aldrei gefiö fullnægjandi skýringu á dauöa þeirra. Rúmönsk yfirvöld hafa andmælt þessum staöhæf- ingum Gheroghe Rusu hagfræö- ingur sótti um aö fá aö flytjast til Frakklands áriö 1977 til þess aö geta veriö hjá konu sinni og barni. Hann var handtekinn og sakaöur um kynvillu, en sýknaöur fyrir rétti I Búkarest vegna skorts á sönnunum. Seinna var hann þó dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar þegar sækjandinn and- mælti úrskuröinum. Vilja kanna misnotkun stjórnvalda á geðlækning- um Þeir, sem fariö hafa I hungur- verkfall eöa hafa haft uppi aörar aögeröir til stuönings kröfu um aö fá aö flytjast úr landi, hafa veriö fangelsaöir eöa lokaöir inni á geö- deildum. Hins vegar hafa aörir andófsmenn veriö ofsóttir uns þeir tóku viö vegabréfum og fóru úr landi. Andófsmönnum af trúarlegum ástæöum hefur einnig veriö refsaö meö ýmsu móti. Þeirra á meöal er Calciu prestur, sem hlaut tlu ára fangelsisdóm fyrir sakir, sem ekki hafa fengist opinberaöar. Sendinefnd frá Amnesty Inter- national heimsótti Rúmeniu eftir aö samtökin höföu hafiö baráttu gegn mannréttindabrotum þar haustiö 1978. Samtökin hafa fariö fram á aö þeim veröi heim- ilaö aö senda aöra nefnd til aö rannsaka mannréttindamál I landinu, og þó einkum til aö kanna misnotkun stjómvalda á geölækningum. —AHO Ljósmyndapappír „TURA high speed7' Ný gerð af p/asthúd-pappir Vegna mjög hagstæðra samninga við TURA verksm. í V-Þýskalandi getum við boðið ALÓDÝRASTA stækkunarpappír á markaðanum í dag Fáanlegur i mjög fjölbreyttum stærðum og áferðum — t.d. litaður pappir ATH. Verð t.d. format 9x13, 100 bl. kr. 6690, 13x18, 25 bl. kr. 3495, heil örk 50x60 , 10 bl. kr. 18225 AMATÖR /jósm ynda vörur Laugavegi 55 : Sími12630 SÝNINGARBlLL FRÁ ^ l/lnart£rur|f UMBOÐINU verður til sýnis á eftirtöldum stöðum: SAUÐÁRKRÓKUR mánudaginn 7. júlí kl. 10-11 v/Kaupfélagið STYKKISHÓLMUR þriðjudaginn 8. júlí kl. 9-10 v/Kaupfélagið BORGARNES þriðjudaginn 8. júlí kl. 16-18 v/Kaupfélagið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.