Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 9
VISIR Mánudagur 7. júli 1980. / ■ L Katrin mikla, keisaraynja i Rússlandi, Obarea, drottning á Tahiti og Viktoría Bretadrottning, höfðu allar gert garðinn frægan, fyrir utan marg- rómaðar frúslur i Rómaveldi, áður en þar kom á tuttugustu öld að nauðsyn þótti að efla rétt kvenna bæði til atkvæða og mannaforráða. Huggulegur vitnisburður um viðgang kvenna á vettvangi stjórnmála er fyrrverandi forsætisráð- herra á Sri Lanka, Indira Gandi á Indlandi og Margaret Thatcher i Bretlandi. Allar hafa þessar konur verið umdeildar, eins og venja er um stjórnmálamenn, en þær hafa jafnframt sýnt að miðaldakenningar um atorkumun kynjanna fá ekki staðist. Konur sem forsætisráðherrar eru á- kveðinn still og þær geta verið harðskeyttari en velflestir karlmenn. Nú hafur það fallið i hlut íslendinga að kjósa fyrstu konu fyrir forseta. Sá still hlýtur þvi að koma héðan. Karlmenn töpuðu — kona vann Þeir þrir karlmenn, sem töp- uöu kosningunni fyrir frú Vig- disi Finnbogadóttur, mega eftir atvikum vel viö una. Þeir voru þó aldrei nema karlmenn. Aö visu voru allir frambjóöendur menn fram aö kvöldi kosninga- dags, en eftir þvi sem leiö á talninguna varö mönnum fjöl- ræddara um aö kona heföi unniö kosninguna. Þannig snýst hjól hverfulleikans öllum til bless- unar. En þótt karlmenn megi vel viö una kosningaúrslitin, viröist sem einn frambjóöenda hafi tekiö ósigurinn aö sér sér- staklega, og er þaö eftir atvik- um leyfilegt, þar sem litlu mun- aði i atkvæöum. Tveir ráðherrar sam- fagna. Mörg uppgjör vilja menn hafa I frammi aö kosningum loknum. Þau uppgjör hafa keim af lend- igum flugvéla. Þaö er oft svipti- vindasamt niöur viö jörö, þegar búist er til lendingarinnar og allt haft úti sem hægt er aö breiöa úr til aö auka flugþolið. En uppgjör og útreikningar eru að mestu leyti vitleysa. For- setakosningar ganga þvert á alla flokka, og þaö er hvergi að finna þá útlitsteiknara sllkra kosninga, sem öllu geta ráöiö. Að visu þykjast menn sjá, aö sá sem kjörinn var hafi hlotið einna mest fylgi vinstri manna, og til vitnisburöar má telja, aö tveir ráöherra Alþýðubanda- lagsins voru mættir hjá sigur- vegara til aö samfagna. En séu hin borgaralegu atkvæöi á und- anhaldi sérstaklega geta þau sjálfu sér um kennt. Þau hafa dreifst á þrjá frambjóöendur, og oröið mörg og áhrifalaus aö lokum. Indriöi G. Þorsteinsson rithöf- undur lætur gamminn geisa um forsetakosningar, forseta- embættiö og skoöanakannanir dagblaöanna. ,,AÖ lokum vu ég óska Vigdfsi Finnbogadóttur til hamingju meö sigurinn og starfskonum hennar fyrir ánægjuiega sam- vinnu og hlýlegt viömót i kosningabaráttunni,” segir Indriöi G. Þorsteinsson m.a. I grein sinni. Forsetakosningarnar fóru skynsamlega fram fyrir margra hluta sakir. Þótt índirbúningur þeirra dragist itööugt nær þeim venjum, sem •Ikja þegar þingkosningar eru láðar, og uppi hafi verið raddir im að ekkert hafi skort nema syssa börn, til að baráttan fengi amerískan keim, þá er þvi ekki að neita aö aldrei hafa forseta- frambjóðendur átt þess annan eins kost og nú að komast i snertingu við þjóðlifið. Þess vegna varð undirrituðum að oröi eftir þramm i gegnum fjöl- margar fiskvinnslustöðvar og aðra vinnustaði, að forsetaem- bættið yrði aldrei samt eftir ný- afstaðna kosningabaráttu. Þessi orð féllu i sjónvarpi á kosninganótt og var óöara and- mælt af kosningastjóra verðandi sigurvegara. Svona i- haldssöm getur tiðin verið. Reynslan ólygnust. 1 rauninni er litið aö marka það sem menn segja um svona kosningar aö þeim loknum. Það veltur auðvitaö fyrst og fremst neöanmáls Að forseta- kosningum loknum á þeim kjörna, hvort einhver orð ganga eftir eöa ekki. Þaö er vandlifaö á Felli ekki siöur en á Bessastööum^n I kirkjunni þar veröur hægt aö skira allar þær Vigdisir sem hugurinn girnist aö láta heita slikum nöfnum, jafnvel þótt fyrirskipanir komi ekki um þaö i blööum. Manni veröur fyrst og fremst hugsaö til hinna alvarlegri verkefna forseta, eins og við stjórnar- myndanir, en þar kemur auðvit- aö til ráögjöf færra manna, sem vita hvernig ber aö spá i stjórn- málamynstriö hverju sinni. Einnig þar mun reynslan verða ólygnust. Þrir ópólitiskir i röð. Allir frambjóöendur voru hiö ágætasta og ánægjulegasta fólk, hvaö sem hverjum fannst i hita kosninganna. Um hitt gátu menn deilt I alvöru, hvort ofan á ættu aö veröa til keppni á enda- spretti þeir, sem vissu eitthvaö um stjórnarstörf og. stjórnmál, eöa þeir sem höfðu sem allra minnst haft af stjórnmálum að segja. Svo fóru leikar aö hinir siðarnefndu kepptu samkvæmt vilja þjóöarinnar. Talsmaöur þeirrar stefnu á kosninganótt geröist svo Eysteinn Jónsson, kvaddur til þess sérstaklega aö rekja söguna frá framboði séra Bjarna Jónssonar til dr. Kristjáns Eldjárns og þeirra kosninga, sem var aö ljúka. Augljóst var á máli Eysteins, aö hann taldi þaö samræmt mark- miö ákveöins hóps valdamaniia aö stefna „ólæröum” á Bessa- staöi. Jafnvel var ekki laust viö aö hinum gamla stjórnmála- þjarki þætti nokkur slægur i þvi aö hafa átt þátt i aö undirbúa framboð þriggja ópólitiskra frambjóöenda i röö. Lærðir eða „ólærðir” Afstaöa Eysteins Jónssonar er merkileg og þarf mikiö lengri umræöugrundvöll en hér er fyr- ir hendi. Aðeins skal á þaö bent, aö Eysteinn er þingræöismaöur mikill, og vildi á sinum tima gera þingmennsku aö sjálf- stæöri atvinnugrein. Slikur þingræðismaöur vill samkvæmt yfirlýsingu helst ekki hafa menn með pólitiskt nef á Bessastöðum. Alþingi á samkvæmt þvi aö vera stofnun meö stimpil, sem sóttur er viö hátiöleg tækifæri súöur á Alftanes. Þetta getur veriö heppileg skoöun fyrir menn sem vilja ekkert bölvaö kjaftæöi i erfiöum málum, eins og stjórn- armyndunum. Samt farnaöist Asgeiri Asgeirssyni vel, þótt það kostaði Eystein Jónsson langa stjómarandstööuvist. Nú, en hvaö sem þessu liöur, þá hef- ur stefna hinna „ólærðu” oröið ofan á i þessum kosningum meö um sextiu og sex prósent atkvæöa. Þrjátiu og fjögur prósent vildu hins vegar diplómat á borö viö Svein Björnsson eöa stjórnmálamann eins og Asgeir Asgeirsson á Bessastaöi, og telst þaö athyglisverö tala. Skoðanakannanir og hlutleysi. Þótt i mörgum sjóöi fyrst eftir kosningarnar hafa blööin litið birt af sliku sem eðlilegt er. En eldfjalliö hefur samt tekið sina jóösótt. Þaö er út af deilum um skoöanakannanir. Ég skal strax játa aö ég talaöi ógætilega i garö ritstjóra þessa blaös, þeg- ar skoðanakönnun birtist fáum dögum fyrir kosningar, sem þýddi raunar, ef henni var ekki andmælt, aö tveir frambjóö- enda voru alveg úr leik. Skoð- anakannanir eru eflaust nauö- synlegar fyrir þá sem eru aö sigra og fyrir þá sem birta þær. En á sama tima og hlutleysi er stundað af slikri iþrótt i öllum blöðum, aö maöur getur heyrt húskettina hnerra, þá virðist það vera fyrir utan og ofan hlut- leysi, að tilkynna frambjóö- endum þre'mur eöa fjórum dög- um fyrir kjördag, aö þeir séu ekki meö i leiknum lengur. Þetta er sérkennilegt I landi þar sem allir lesa blöö og allir hlusta á útvarp. Engu að siöur eru menn skyldir aö sýna rit- stjórum kurteisi i hita kosninga- baráttunnar sem I annan tima. Bæði Dagblaöið og Visir hafa nú þusaö um skeiö um skoðana- kannanir og æviráöinn ritstjóri Dagblaðsins valið kosn- ingastjórum hin háðulegustu orö. Við hann er aðeins þaö aö setja, aö eins og menn iöka hástemmda kurteisi og ausa kjörinn forseta miklu lofi um Bessastaöakökur aö kosningum loknum, eins hefðu blaðamenn bara átt aö smakka bakkelsiö hjá stuöningskonum Alberts þremur dögum fyrir kjördag i staö þess aö strita i skoöana- könnun, sem gat i besta falli veriö ókurteisi viö helftina af frambjóðendum þegar hún birt- ist vegna þess hve skammt var til kjördags. Annars er blaöamennskan aö breytast I landinu. Hún er aö veröa taugaóstyrk og þaö ber stöðugt meira á þvi aö blaöa- menn tali um rétt sinn og prinsipp. Blaöamenn hika ekki orðið viö aö standa I skoöana- legum stórdeilum viö lesendur sina, alveg eins og þeir séu komnir I eitthvert pappirshá- sæti. A minum sokkabandsár- um vorum viö alltaf aö freista þess aö þjóna lesendum meö upplýsingamiölun , en létum vera aö rifast. Þaö voru ein- hverjir aörir sem fengu borgaö fyrir þaö. Aö lokum vil ég óska Vigdisi Finnbogadóttur til hamingju meö sigurinn og starfskonum hennar fyrir ánægjulega sam- vinnu og hlýlegt viömót 1 kosn- ingabaráttunni. Ég von aö hún setjihinn rétta stil á forsetaem- bættiö. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.