Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 07.07.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR Mánudagur 7. júll 1980. if «* il4 ■» Sjö mörk á 11 mínútum - pegar KA sigraði Austra með 11 mörkum gegn einu Ingimundarson eitt. Mark Austra skoraöi Bjarni Kristjánsson. GS/gk—. HORMUNG Á HÚSA- VÍK! Svokallaö „landsliö” lslands i knattspyrnu sem lék gegn Græn- landi á Húsavik á föstudagskvöld mátti þakka fyrir aö vinna 4:1 sigur i leiknum, og var þaö allt of stór sigur miöaö viö gang leiks- ins. Þaö sem geröi útslagiö var aö tsland skoraöi þrjú mörk á þrem- ur minútum undir lok fyrri hálf- leiksins, en áöur haföi Marteinn Geirsson skoraö fyrsta mark leiksins. Þeir sem bættu viö mörkum ls- lands voru Páll ólafsson, Lárus Guömundsson og Guömundur Steinsson, allt nýliöar I islenska landsliöinu. t siöari hálfleiknum voru Græn- lendingarnir mun betri aöili leiksins, og nægir þaö eitt til aö menn geti gert sér i hugarlund frammistööu islenska liösins. Hún var fyrir neöan allar hellur gegn grænlensku byrjendunum og máttu okkar menn þakka fyrir aö fá ekki á sig nokkur mörk til viöbótar þvi sem Kristofer Lud- vigsen skoraöi. sp/gk—. Óskar Valtýrsson átti mjög góöan leik meö tBV gegn FH og tvö af mörkum Eyjamanna komu eftir vel útfæröar hornspyrnur hans. Visismynd G. Sigfússon i Eyjum. Knattspyrnumenn KA í 2. deild fóru hamförum í leik sinum gegn Austra á Akureyri í gær. Þeir voru komnir tveim mörkum yfir í hálfleik en í þeim síöari skoruðu þeir alls 9 mörk# og þar af sjö á kaf la frá 59. mínútu til 70. minútu og hlýtur þetta markaregn aö vera nánast eindæmi í knattspyrnuleik. Eins og þessar tölur gefa til kynna var aldrei um neina keppni aö ræöa I leiknum, og var oft furöulegt aö sjá hversu slakir austramenn voru, enda viröist ekkert biöa þeirra annaö en fall I 3. deild. Gunnar Blöndal skoraöi fjögur af mörkum KA, Gunnar Gislason þrjú og lét þó verja frá sér vita- spyrnu, Elmar Geirsson skoraöi tvö og lagöi flest hin upp meö góö- um sendingum, Jóhann Jakobs- son skoraöi eitt mark og Óskar Cosmos vill koma híngað Forráöamenn bandariska knattspyrnufélagsins New York Cosmos hafa sett sig i samband viö knattspyrnusamband islands og lýst vilja sinum á þvi aö koma hingaö til lands i haust og leika hér. Þetta mál hefur aö sögn viö- mælanda okkar hjá KSI veriö rætt þar I stjórninni, en ósennilegt eraöaf þessuveröi. Cosmos setur nefnilega upp 20 milljónir is- lenskra króna sem greiöslu fyrir leikinn hér, og þaö er hærri upp- hæö en svo aö hægt sé aö taka þá áhættu. gk—• „SJAOAJT. Staöan 11. deild islandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: Valur-Keflavik..............1:0 Þróttur-Vikingur............0:1 ÍBV-FH......................4:4 Akranes-Breiöablik..........3:1 Fram .7520 9:2 12 Valur .8602 21:9 12 Akranes .8422 11:8 10 IBV .8323 14:15 8 Vikingur Kr ...7 313 5:7 7 IBK ..8233 7:11 7 Breiðablik ..8305 13:13 6 Þróttur ..8125 12:22 4 Markhæstu leikmenn: Matthias Hailgrimsson Vai.....9 Sigurlás Þorleifsson IBV .....S IngólfurIngólfsson Breiöabl. ...5 Matthias Hailgrimsson Vai.....9 Sigurlás Þorleifsson IBV .....5 FH var brem morkum yfir eftlr 15 mín. - en fslandsmeístarar ÍBV skoruDu bá tjögur næsiu mörk Þaö er óhætt aö segja aö áhorf- endur á leik Islandsmeistara ÍBV og FH I 1. deild Islandsmótsins i knattspyrnu hafi fengiö sitthvaö fyrir aurana sina I Eyjum á laug- ardaginn. Þeir sáu liöin skora átta mörk i fjörugum leik, og oft á tiöum mjög vel leiknum. Þessum átta mörkum skiptu liöin bróöur- lega á milli sin, þótt um tima væri staöan ekki gæfuleg fyrir heima- menn. FH-ingarnir komu nefnilega eins og grenjandi ljón til leiksins ákveönir I aö berjast. Þaö geröu þeir svo hressilega fyrstu 20 minútur leiksins aö nánast var um eitt liö á vellinum, og staöan var oröin 3:0 þeim I vil eftir 15 mínútur. Fyrsta markiö kom strax á 5. minútu. Þá fékk Pálmi Jónsson stungubolta innfyrir vörn IBV og hann skoraöi af öryggi framhjá Hreggviöi Jónssyni I markinu. Næsta mark kom eftir 6 minút- ur. Þá var Magnúsi Teitssyni brugðiö inn I vitateig er hann var aö brjótast I gegn, og Helgi Ragn- arsson skoraöi af miklu öryggi úr vltaspyrnunni. Þriöja mark FH kom á 15. minútu. Þversending kom fyrir mark ÍBV og vörnin sem var al- veg „frosin” geröi ekkert i þvi aö hindra Helga Ragnarsson i aö skalla boltann inn af stuttu færi. Staðan var oröin 3:0 eftir aöeins 15minúturog áhorfendur i meira lagi vonsviknir,- En nú loksins virtust Eyjamenn gera sér þaö ljóst aö þeir þyrftu aö berjast ef þeir ætluöu sér ekki aö fá einhverja rosalega útreiö. Þeir komu æ meira inn i gang leiksins og á 22. minútu skoruöu þeir fyrsta mark sitt. Sigurlás Þorleifsson var þar aö verki eftir aö hafa fengiö langa sendingu fram allann völlinn frá Sighvati Bjarnasyni, Sigurlás komst einn innfyrir og eftirleikurinn var auö- veldur. Og Sigurlás náöi aö minnka muninn I eitt mark rétt fyrir hlé. Þá gaf Viöar Elisson boltann fyrir markið beint úr aukaspyrnu, Jóhann Georgsson náöi aö skalla boltann á Siguriás og hann skall- aöi hann áfram og i markið. Mun- urinn oröinn aöeins eitt mark og áhorfendur farnir aö sjá vonar- glætu I þessum ósköpum öllum saman. Og þeir fögnuöu mikiö á 52. minútu er Eyjamenn jöfnuöu. Þá tók óskar Valtýsson hornspyrnu og boltinn fór beint á höfuö Gú- stavs Baldvinssonar sem skallaöi I netiö. Og Eyjamenn létu ekki þar viö sitja. Óskar var aftur á feröinni meö hornspyrnu á 79. minútu, boltinn fór til Tómasar Pálssonar og hann tók hann viöstööulaust og þrumuskot hans fór i þverslána og inn. Þar meö voru Eyjamenn búnir aö snúa 0:3 I 4:3 sér i vil og voru flestir farnir aö bóka meisturun- um sigur. En FH-ingarnir voru ekki hættir, þeir böröust allt hvaö þeir gátu og á 82. minútu upp- skáru þeir mark. Dálitiö var þaö slysalegt fyrir heimaliöiö, Sig- hvatur Bjarnason datt i drullunni inn i vitateig meö útrétta hönd á boltann og Óli ólsen dómari dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu. Voru menn ekki á eitt sáttir með þann dóm, en sennilega var hann samt réttur hjá Óla . Úr víta- spyrnunni skoraöi siöan Helgi Ragnarsson örugglega, jöfnunar- mark FH og sitt þriöja mark i leiknum. Segja má aö miöaö viö gang leiksins megi báöir aöilar vel viö úrslitin una. Eyjamenn eftir aö hafa verið þremur mörkum undir eftir 15 minútur, og FH eftir aö hafa veriö búnir aö tapa 3:0 for- ustu niöur I 3:4. Magnús Teitsson var langbesti maður FH i þessum leik, og var i landsliösklassa. Þá voru þeir Páimi Jónsson og Helgi Ragnars- son mjög góöir, og Valþór Sig- þórsson sem á siöasta ári varö Is- landsmeistari meö ÍBV var góöur I fyrri hálfleiknum. Hjá IBV var helst aö þeir skæru sig úr Sigurlás Þorleifsson og óskar Valtýsson, en aö ööru leyti er erfitt aö nefna einn öörum fremri. Dómari var sem fyrr sagöi Óli Ólsen, og dæmdi hann vel. G.Ó. Eyjum/gk—. Tvöíalúup sigur hjá Júgóslövum Júgóslavar hirtu tvö efstu sætin i 6-liöa keppni i handknattleik sem lauk I Titograd i gærdag. Þaö var a-landsliö þeirra sem hafnaöi i efsta sætinu, eftir aö hafa sigraö Spán I siöasta leikn- um meö 23 mörkum gegn 15. Ung- lingalandsliö Júgóslava varö i ööru sæti meö 29:24 sigur gegn Sviss I siöustu umferö. Næst I röð- inni uröu Spánn, Búlgaria, Sviss og Kina rak lestina. gk-- ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.