Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 19. júll 1980 2 Síðdegi í Hyde Park Corner: Öryggisventill i ensku kjóðfélagi Sagt er aö i Englandi séu tveir öryggisventlar, sem veita iltrás öánægju alls konar og erfiöleik- um i mannlegum samskiptum. Má segja, aö aldrei fyrr hafi þörf- in á slikum öryggisventlum veriö brýnni i Englandi en einmitt nú. Annar ventillinn eru „pöbbarn- ir”, eöa krárnar. Þangaö koma svo til allar stéttir hins stéttskipta enska þjóöfélags, jafnt sendlarnir sem forstjórarnir, og rabba sam- an yfir einum „pænt” af góöum miöi. Sami forstjórinn myndi aldrei svo mikiö sem ávarpa sendilinnsinná vinnustaönum, en á pöbbnum eru allir jafnir. A pöbbnum eru ótal lltrar af drykknum, sem útlægur hefur veriö geröur á Islandi, innbyrtir og um leiö mörg ágreiningsmál jöfnuö. A sama staönum veröa reyndar einnig ýmis vandamál til. Hinn öryggisventillinn er svo „Speakers corner” I Hyde Park i London, eöa horn ræöumann- anna. A þennan staö koma fjöl- margir menn á sunnudögum meö tóman bjórkassa sem þeir stíga upp á og flytja þeim, sem heyra vilja, boöskap sinn. Þarna er rætt um allt milli himins og jaröar, um nauösyn þess aö efla völd bresku krúnunnar, aö ieggja hana m&ur, aö leggja niöur neöri málsstoíu þingsins og láta lávaröana um aö stjórna, aö láta skjóta alla lávaröa, aö reka alla negra og annaö litaö fólk úr landi, aö reka allt hvítt fólk úr landi, og þaö sem tekur ef til vill flesta tómu bjór- kassana, trúmál. Sumir ræöumannanna eru hreinir skemmtikraftar, sem stiga á bjórkassa eingöngu til þess aö skemmta sjálfum sér og öörum, en flestir eru grafalvar- legir, finnst þeir hafa merkilegan boöskap aö flytja. Þarnaleyfist mönnum aö segja Myndir og texti: Axel Ammendrup hluti, sem þeir yröu þegar i staö fangelsaöir fyrir aö segja á öör- um vettvangi. Og áheyrendur taka virkan þátt i umræöunum, reyna venjulega aö koma ræöu- manninum í bobba og hæöast aö honum eins og þeir geta. Fjúka mörg orö og margar meiningar, sem betur heföu veriö látnar ósagöar á öörum vettvangi. A þetta ef til vill aöallega viö um kynþáttamál og trúmál. Þá veröa skoöanir skiptar milli áheyrenda og myndast oft stórir umræöu- hópar innan áheyrendaskarans, og veröur þá maöurinn á bjór- kassanum oft aö láta I minnipok- ann, hvaö athygli áheyrendanna snertir. Þarna er skýringin komin! „Astæöan fyrir ástandinu i heimsmálunum er einfaldlega sú, aö fólk gengur ekki meö hendurn- ar hringaöar um hálsinn”, sagöi einn ræöumaöurinn, þegar blaöa- maöur Vfsis var staddur á Hyde Park Corner nýlega. „Hafiö þiö ef til vill nokkurn tima heyrt um þjóöhöföingja, sem hélt i striö meö hendurnar hringaöar um hálsinn?” Blökkumaöur ræddi um ástandiö i Bretlandi: , ,Þa ö er a ilt of Utiö gert fyrir at- vinnuleysingja og þá, sem minna mega sin. Ellilifeyririnn er til dæmis allt of lftill. Um daginn Þessi fjörmikli prestur var ekki aö kynna nýjan dans, heidur var hann aö lofa mönnum eiiifri vistun I heitustu ofnum hins vonda. eril!’’menn eru kynferöislega brenglaöir og þannig hefur þaö alltaf veriö' „Everything for a good laugh”, sagöi söngkonan þegar hún missti tennurnar út úr sér. „Þá hefuröu nauogaö henni, surt- ur”, var skoöun þessa manns á ræöumanninum. Þessi heiöursmaöur ræddi um nauösyn þess aö efla völd kon- ungsfjölskyldunnar. Fjörugar umræöur veröa gjarnan meöal áheyrendanna. Enginn nennti aö hlusta á þennan og þvi var ekki um annaö aö gera en aö setjast á ræöustólinn og hugsa máliö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.