Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 5
vism r--------- ------ ,,Thc Henry Root Letters”: ,,Hérna færdu pund ...” Henry Root heitir maöur nokkur i Bretlandi. Hann er fiskkaupmaöur á eftirlaunum og býr viö fremur þröng efni meö sinni ektakvinnu og tveim- ur börnum á unglingsaldri, Henry yngra og Doreen. Henry Root er fjarskalega hægri sinn- aöur maöur, hann er á móti inn- flutningi litaös fólks til Bret- lands, hann er á móti spillingu sem hann sér hvarvetna og hann er á móti bölvuðum kommúnist- unum. Hins vegar er hann ákaf- ur stuöningsmaöur laganna. 1 ellinni dundar hann sér viö þaö aö skrifa bréf til ýmissa frammámanna f bresku þjóölifi, til aö segja skoöun sina og lýsa yfir stuðningi „mannsins á göt- unni” viö baráttu viðkomandi. Sumir þessara mektarmanna hafa veriö svo vingjarnlegir aö svara bréfum Henry Roots og þakkaö honum innilega ráö- leggingar hans. Svo var þaö f vor aö Henry Root hugöist drýgja tekjur sinar meö þvf aö gefa út i bók, „The Henry Root Letters”, þessar bréfaskriftir sinar viö frammámennina en þá brá svo viö aö þeir uröu hinir verstu viö og létu setja lögbann á bókina. Var þaö enn i gildi þegar siöast fréttist. Þaö kom nefnilega I ljós aö Henry Root er alls ekki til! Maöurinn sem skrifaöi bréfin i hans nafni heitir William Donaldson, kunnur „practical joker” þar i landi, og hefur gert brandarasmið sina aö hálf- geröri listgrein. Þaö er a.m.k. niöurstaða Auberon Waugh, eins bókmenntagagnrýnanda timaritsins Books and bookmen, sem nýlega fjallaöi um bókina og sagðist hætta á lögsókn með þvi tiltæki. Waugh segir bókina einhverja þá fyndnustu sem gefin hefur veriö út i lang- an, mjög langan tima og kemur þar hvorttveggja til aö nöldur- seggurinn Henry Root sé svo frábærlega gerö persóna og svo hitt aö svörin sem hann fær séu hreint og beint fáránleg oft á tiðum. Eittdæmier bréf hans til Sir David MacNee, yfirmanns Scotland Yard. Þess ber aö geta aö Henry Root lætur oft fylgja meö i bréfum sfnum ýmist eitt eöa fimm pund, „til stuönings málstaönum”. ,/Skárra að tíu saklausir séu dæmdir en að einn sekur gangí laus..." „Kæri Sir David. Haltu þfnu striki! Láttu press- una ekki á þig fá! Venjulegt fólk styöur fullkomlega kröfur þinar um eflingu lögreglunnar. Þaö er skárra aö tfu saklausir séu dæmdir en aö einn sekur gangi laus! Þetta hafa stofukomm- arnir aldrei skiliö. Hérna færöu ■j Frú Margaret Thatcher var | meöal þeirra sem fengu áköf ■ stuöningsbréf frá hinum mjög ■ svo hægri sinnaöa Henry Root. ■ Hún vissi ekki, fremur en aörir, ■ aö þaö var maökur i mysunni... b—----< pund. Notaöu þaö til aö halda uppi lögum og reglu... Gætirðu útvegaö mér mynd af þér? Ég ætla aö hengja hana uppi i herbergi sonar mins, Henry yngra, f staöinn fyrir garghljómsveitina Boomtown Rats. Vanalega er ég á móti ónauösynlegu ofbeldi en ef hann tekur hana niður skal ég lemja hann i rot. Láttu þá aldrei i friöi! Styöjum frú Thatcher! Þinn, meö ósk um öflugri lög- reglu, Henry Root” Yfirmaöur rannsóknarlög- reglunnar varö snortinn. Hann lét ritara sinn svara bréfi Henry Roots og meö bréfinu fylgir ljós- mynd af Sir David, rétt eins og filmstjörnu. Pund-seölinum er hins vegar skilaö, þvi miöur má lögreglan ekki taka á móti framlögum frá einkaaöilum. Loks bætir ritarinn viö aö herra Root ætti nú ekki aö gera alvöru úr hótun sinni f garö sonar síns! Margaret Thatcher var náttúrlega kjörið fórnarlamb Henry Roots, hún fékk lika pundseöil og var hvött til aö standa sig i baráttunni gegn negrum og öörum minni háttar mönnum. Thatcher gekk lika i gildruna, þakkaöi innilega stuöninginn og sendi fiskkaup- manninum áritaöa mynd af sér. Yfirmaöur lögregluliös Manchester gekk lengra, þeir Henry Root skiptust á mörgum bréfum og voru sammála um að nauösynlegt væri aö sparka af alefli i glæpalýðinn þar sem þaö virkilega væri sárt! „Vissi að þú værir fullfær um að öfugsnúa réttlæt- inu..." Elisabet drottning fékk bréf þar sem hún var hvött til aö styöja frú Thatcher og aukin- heldur beita sér fyrir þvi aö dauöarefsing yröi tekin upp aft- ur, „konungssinnar krefjast endurkomu reipisins!” Zia, hershöföingi og einræöisherra Pakistan, fékk m.a.s. bréf þar sem lýst var yfir stuöningi viö baráttu hans gegn spillingunni og þakkaöi Zia pent fyrir sig. Þá fengu nær allir þingmenn lands- ins bréf, lögreglumenn og fjöl- miölastjörnur, Henry Root lét engan veröa útundan. Sir Joseph Cantley, fjármálastjóri hjá íhaldinu, fékk bréf þar sem Henry Root fór frammá aö kaupa sér aöalstign. „Ég er ekki aö tala um þessar minni háttar oröur sem virðast vera fyrir balletdansara og állka liö. Ég meina ekkert illt meö þessu, ég sé aö þú hefur sjálfur fengiö svona oröu. Ekk- ert aö því! Vel gert. Nei, þaö sem ég er aö tala um er ævilöng aöalstign, eöa a.m.k. riddara- tign...” Sföasta bréfiö var til dómar- ans í máli Jeremy Thorpe sem ákæröur var um morö og kyn- villu. „Hérna færöu pund. Ég heföi sent þér þaö meöan réttarhöldin stóöu enn yfir en var þá sagt aö þú myndir hætta viö helvitis réttinn og draga mig meö þér I eina eða tvær nætur til Brixton! Kannski heföi þaö lika veriö skiliö sem tilraun til aö öfug- snúa réttlætinu og ég vissi aö þú værir fullfær um þaö sjálfur. Meö viröingu, Henry Root”. Tveir lögreglumenn voru sendir meö pundseöilinn aftur til Roots en hann gaf sig ekki, skrifaöi yfirmanni lögreglunnar og baöst afsökunar á aö hafa eytt tima manna hans, sendi pundið aftur... Svona mætti lengi telja. Von- andi tekst aö aflétta þessu lög- banni, Henry Root á þaö skilið... —IJ. tKVi \ iJ ,í/ I Sertilboö Til 26. júlí • Hjónarúm með dýnum • Verð frá kr. 150.000 • Úr mörgum gerðum að velja • Opið laugardaga kl. 10-12 Langholtsvegi 111 — Reykjavfk Símar: 37010 og 37144 Á alla fjölskylduna ISJIIIHIEIHIIH Skúlagata 51 * Reykjavík * Símar 11520 &- 12200 Síkkanlegur faldur á jakka. Innfelld hetta i kraga. Rennilás á buxnaskálmum. O O fNl SEXTÍU OG SEX NORÐUR Veiðijakki/ með eða án buxna. Einnig hentugur klæðnaður fyrir hestamenn. Vatnsþéttur með loftræstingu Fisfatnaðurinn loftræsti er vindþéttur og vatnsfráhrindandi. Laufléttur og lipur. Litir: Rauöur, appelsínugulur/ brúnn, blár og grænn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.