Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 21
VÍSIR
P""
sandkassinn
Gisli Sigur-
geirsson,
blaðama&ur,
skrifar.
• Halló/ þá er ég kominn í
Sandkassann aftur. Sæmi
er nefnilega fréttastjóri
um stund, á meðan Elias
er í sumarfríi, og frétta-
stjórar hafa engan tíma
til að standa í Sandkassa-
leik.
• Ég hafði hugsað mér að
skreppa í útilegu út í
guðsgræna náttúruna um
síðustu helgi. Góðvinur
minn réði mér frá því,
benti mér réttilega á að
síminn gæti hringt á
meðan. Síðan hef ég ekki
þoraðútfyrir dyr! Það er
gott að eiga góða vini.
• Nú eru Þingeyingar búnir
að útbúa „túristagos".
Hraunið rennur nokkur
hundruð metra, en hverf-
ur síðan ofan í gjá. Mér
þykir sýnt, að neðan-
jarðar fari hraunið til
baka aftur og aftur, það
sé því alltaf sama hraun-
iðsem rennur, ekki ósvip-
að og vatn í gosbrunni. Ég
sannreyndi þetta þegar
ég heimsótti gosstöðvarn-
ar á dögunum, henti
lambsskrokk á hraunið og
viti menn, hann kom
gril laður
stund!
eftir stutta
• Ég vil þó ekki ráðleggja
neinum að prófa þetta,
því það þarf ótrúlegt
snarræði til að ná
skrokknum af hrauninu
um leið og hann fer hjá.
Náist hann ekki fer hann
annan hring, niður í jörð
ina og upp um gýginn. Þá
er hætt við að hann of-
grillist!
•„Reykvíkingar peninga-
lausir",
segir Tíminn í fyrirsögn.
Nú er heima, nær helm-
ingur þjóðarinnar blank-
ur. Ætli hinn helmingur-
inn, „sem vinnur hörðum
höndum, myrkranna á
milli við verðmætasköp-
un", eins og einhver orð-
aði það, einhversstaðar,
ekki alls fyrir löngu, geti
ekki lánað þeim fyrir sár-
ustu nauðsynjum. Jú, það
er dýrt fyrir Reykvíkinga
að búa úti á landi.
• „Megi Akureyri aftur
verða fegursti bær lands-
ins",
segir í fundargerð
náttúruverndarnefndar
Akureyrar. Með leyfi að
spyrja, hvenær hætti
hann að vera það og
hvenær varð hann það?
Þetta er svona álíka og
þegar spurt var á fulln-
aðarprófi fyrir langa
löngu' „Hvað heitir fall-
egasti fugl á íslandi?"
Ailt annað en stokkandar-
steggur var vitlaust.
•„Ekki nóg fyrir fjár-
má laráðher rann að
dreyma bréf",
„Hann verður lika að
skrifa þau", segir Eiður
Guðnason I Dagblaðinu.
ER nokkur furða þó f jár-
málaráðherra landsins
vilji sofa og láta sig
dreyma?
• „Hvers vegna þyngjumst
við?"
spyr neytenda síða Dag
blaðsins. Ég hef grun um
svarið, en vil ekki vita
það.
• „Konur eiga að þegja og
sætta sig við allt",
segir Dagblaðið. Ég hef
ekki trú á að þessi skipun
hafi nokkur áhrif. Hver
ætti þá að sjá um nýárs-
ávarpið til þjóðarinnar?
• „Peningar, peningar, og
aftur peningar, það snýst
allt um það í lífinu",
sagði einn vinur minn
armæðulegur þegar ég
hitti hann í vikunni. Ég
benti honum á að þetta
væri vitleysa, hjá mér
snérist lífið um enga pen-
inga.
•„Reykjavík fer fram,
a.m.k. djammlega séð",
segir Vísir á listasíðu.
Þar fékkst skýringin á
því hvers vegna Reykvik-
ingar eru svona blankir.
>\V
5?i
Strákar, i ’
almáttugs
bænum hjálpið
mér niður úr
þessu tr'é!!!! .
•„Tugir milljóna í anddyri
hjá Eimskip",
segir Vísir. Þá held ég að
blankheitin ættu að vera
úr sögunni og helginni
reddað hjá Reykvíking-
um. Bara að fara í and-
dyrið hjá Eimskip. Það
væri ágætt ef einhver
vildi senda mér slatta í
pósti.
• Þið vitið náttúrulega öll,
að allir hlutir þenjast út
við hita, en dragast að
sama skapi saman við
kulda. Þess vegna eru
dagarnir lengri á sumrin.
Jæja, veriði al-sæl og
brosandi í umferðinni um
helgina. Hittumst næsta
laugardag.
BORGAR
TREVOR RRITT lURGEN
HOWARD EKLAND GOSLAR
Mynd sem
er í anda
hinna geysi
vinsœlu
sjónvarps-
þátta
SYND A BREIDTJALD
með nýjum sýningarvélum