Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 30
M * * ♦ ■v « .**•/« VÍSIR Laugardagur 19. júli 1980 r_ ....... Lækjartorgið og nágrenni er meö svipmesta móti þessa dagana. tJtimarkaðurinn hefur | aldrei verið fjölbreyttari, er ■ þar á boðstólum allt frá göffl- ■ um og upp í „Renaissance” ■ málverkaeftirlikingar. Tónlist- ■ in úr Karnabæ, Isbill og pylsu- vagn gera sitt til að lffga ■ umhverfiö. t bliðunni i gær flykktist starfsfólk bankanna og annarra stofnana út á torgiö, hallaði sér upp að vegg og sneri andlitinu i I átt aö sólu. Tveir mormónatrúboðar höfðu stillt upp litilli töflu með myndum og töluðu við þá sem leið áttu hjá. Þeir sögðu að fólk- , inu þætti gaman að tala við sig §j og gengi trúboðið vel. „Það eru _ núna um 60 Mormónar á Islandi | sögðu þeir, og vorum við nýlega H að kaupa nýtt húsnæði á Skóla- | vörðustig”. Aðspuröir um hvort m þeim fyndist ekki óþægilegt að vera alltaf I jakkafötum og með ■ bindi, sögðu þeir að þeir yrðu að ■ klæðast svona. „Ef við værum ■ með sitt hár, skegg og I druslu- legum fötum gætum viö ekki I höfðað til mismunandi hópa ■ fólks.” Gyöu Jónsdóttur rákumst viö ' á þar sem hún var að skoða | hnifapör. „Ég kem hingað alltaf ® tvisvar i viku,” segir hún, „til fl að kaupa i matinn i Viði. Ég ætla nú samt ekkert að stoppa hérna á torginu. Mér finnst það _ hafa veriö skemmt aö mörgu leyti sfðan Austurstræti var gert m að göngugötu. En þetta er til- fl breyting, þetta er eins og vera á ■ rúntinum I gamla daga. Við I vorum vanar að ganga flissandi ■ margar stelpur i hóp eftir ■ Austurstrætinu. Nei, nei, viö ■ þorðum ekki aö tala við strák- ■ ana. Þeir gengu hinum megin á I götunni. Hótel Island var I þá daga eini staðurinn þar sem maöur gat keypt kaffisopa, en maður átti aldrei aur. Gyða segist hafa unnið i miöbænum I 20 ár, „Ég vann i hreinsuninni Glæsi. Það var óttalega erfitt og leiðinlegt. Ég hef alltaf þurft að vinna mikið”, og þar með var hún rokin. „Þessir skór eru alltof þröng- ir,” sagöi Helga Pálsdóttir þar sem hún stóð og var að virða fyrir sér skóúrvalið. Helga sem er frá Lubeck i Þýskalandi, kom hingaö fyrir 32 árum. „Ég bý á Eyjum i Kjós. Ég starfaði fyrst sem vinnukona, svo kynntist ég manninum min- um og nú er ég bóndakona meö 20 beljur.” Helga segist hafa komiöhingað af ævintýraþránni einni saman. „Ég sá auglýsingu i blaði um að það vantaði vinu- fólk á Islandi. Ég sló til og kom hingaö með togara. Við uröum ekki mikið vör við striðiö heima I Ltlbeck. Rússarnir voru þó hinummegin viö fljótiö. Við krakkarnir máttum ekki synda of langt út þvi þá áttum viö á hættu að verða skotin.” Helga sagöist vera á leið til Þýskalands I næstu viku og varð aö hafa hraöan á þar sem hún átti mörgum erindum ólókiö I bæjarferöinni. Stór hópur bakpokafólks var á torginu, Við tókum þrjá breska stráka tali sem reyndust vera hér á ferðalagi með skólanum sinum. „Okkur finnst þiö vera svolitiö „amerikanseruð”, sögöu þeir. „Það er allt verölagt 1 dollurum i Frihöfninni, þiö hafið bandariska útvarpsstöð, og svo klæöiö þið ykkur þannig lika.” Þrátt fyrir þetta voru strák- arnir hrifnir af hversu hreinleg borgin væri og loftið gott. —SÞ Ys og þys I Austurstræti „Okkur finnst ekki þægilegt að vera alltaf i jakkafötum, en við verðum" sögðu Mormónatrúboðarnir Robert og Orell. Vfsismyndir — G.V.A. „Ég sió til og kom hingað með togara árið 1949”, sagði Helga Páls- Þessum bresku skólastrákum finnst tsland vera „amerikaniserað”, en viðurkenndu þá að hafa aldrei tii I dóttir. Ameriku komið. Tjöld 2ja, 3ja 4ra, 5 og 6 manna. Göngutjöld. Hústjöld. Tjald- borgar-Felli- tjaldiö. Tjaldhimnar í miklu úrvali. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Lcusauegi 164-ReUqaut 5=21901 Sóltjöld, tjald- dýnur, vind- sængur, svefn- pokar, gassuðu- tæki, útigrill, tjaldhitarar, tjaldljós, kæli- töskur, tjaldborð og stólar, sól- beddar, sólstól- ar og fleira og fleira. Egill Eðvarðsson var að moka sandhlassi út um gluggann á Karna- bæ. „Viö erum að kynna nýju plötuna hans Gunna Þóröar, og þetta hér á að tákna Sprengisand”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.