Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 1
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Í BORGINNI Jenín á Vesturbakkanum er það al- geng sjón þessa dagana að sjá unga palestínska drengi eins og þennan, sem sést á myndinni, leita í rústum heimila sinna, í von um að finna eitt- hvað af eigum sínum. Stundum leitar fólk einnig ættingja, sem nú eru horfnir. Eyðileggingin eftir aðgerðir Ísraela í flóttamannabúðunum í Jenín í mars sl. blasir alls staðar við og hafa ísraelsk stjórnvöld fyrir vikið verið sökuð um stríðs- glæpi. Rótað í rústunum í Jenín  Í rústum/24 117. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. MAÍ 2002 PALESTÍNSKUR öfgamaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í norð- urhluta Ísraels í gærmorgun, en tókst ekki að valda neinum meiðslum á fólki að öðru leyti. Þessi misheppnaða árás kemur degi eftir að Palestínumaður myrti þrjá Ísr- aela er hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í bænum Netanya, norður af Tel Aviv. Gáfu árásirnar mönnum tilefni til að óttast að ný alda sjálfs- morðsárása væri um það bil að skella á í Ísrael. Ekki er ljóst hverjir báru ábyrgð á árásunum tveimur, en bæði Ham- as-samtökin og Samstaða um frelsun Palestínu (PFLP) höfðu lýst ábyrgð á hendur sér á ódæðinu í Netanya. Er Ísraelsstjórn sögð íhuga að hraða mjög áætlunum um byggingu „varn- arveggja“ sem aðskilja myndu Vest- urbakkann og Ísrael, og þannig tryggja öryggi ísraelskra ríkisborg- ara. Þá réðst ísraelski herinn skyndilega inn í Tulkarem í gær- kvöldi í leit að meintum öfgamönn- um. Í Líbanon lést Jihad Jibril, sonur harðlínumannsins Ahmeds Jibrils, eins af leiðtogum PFLP, þegar sprengja sprakk í bifreið hans í Beir- út. Kenndu liðsmenn PFLP ísr- aelsku leyniþjónustunni, Mossad, þegar um verkið og hétu hefndum. „Mossad tókst í þetta skipti að myrða son minn en þeir hafa áður gert fjórar árangurslausar tilraunir til þess,“ sagði Ahmad Jibril á fréttamannafundi í Damaskus í Sýr- landi, en þar eru höfuðstöðvar PFLP. Talsmaður ísraelska utanrík- isráðuneytisins sagði staðhæfingar þess efnis, að Ísraelar bæru ábyrgð á morðinu, „algert kjaftæði“. Óttast fleiri árásir Jerúsalem, Beirút, Damaskus. AFP. Ísraelum kennt um morð í Beirút DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, segir að „næsta öruggt“ sé, að önnur hryðjuverkaárás verði gerð í Bandaríkjunum, og geti það orðið „á morgun, eða í næstu viku eða á næsta ári“. Cheney og Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjaforseta, sögðu í sjónvarpsviðtöl- um í fyrradag að þau hefðu engar upplýsingar um yfirvofandi árásir, en stjórnvöldum bærust sífellt fleiri skýrslur frá leyniþjónustufulltrúum, er vektu áhyggjur. Robert Mueller, forstjóri alríkis- lögreglunnar (FBI), tók í sama streng í gær er hann sagði „óhjá- kvæmilegt“ að sjálfsmorðsárásum eins og þeim, sem Palestínumenn hafa stundað í Ísrael, yrði á endan- um beitt í Bandaríkjunum. Demókratar hafa dregið mjög úr gagnrýni sinni á stjórn George W. Bush forseta vegna viðbragða stjórnarinnar við upplýsingum er hún fékk mánuðina áður en hryðju- verkin voru framin í Bandaríkjun- um. Jókst demókrötum sáttfýsin eft- ir að forsetaembættið brást harka- lega við gagnrýni þeirra og sakaði þá um pólitíska tækifærismennsku, með því að höfða til tilfinninga þeirra er misstu ættingja í hryðjuverkun- um. Samkvæmt niðurstöðum kannana, er birt- ar voru í gær, er meirihluti Banda- ríkjamanna sátt- ur við það hvern- ig ríkisstjórnin tók á málum fyrir 11. september, í ljósi þeirra upp- lýsinga er stjórnin hafi haft. Íslömsk fréttastofa í Bretlandi, Ansaar, birti á sunnudaginn mynd- band er sýnir Osama bin Laden, og segir fréttastofan myndina hafa ver- ið tekna fyrir tveimur mánuðum. Sé það rétt hefur bin Laden lifað af árásir Bandaríkjamanna á hryðju- verkasamtök hans, al-Qaeda, í Afg- anistan. Arabíska fréttasjónvarpið al-Jazeera kvaðst aftur á móti hafa fengið sama myndband fyrir þrem eða fjórum mánuðum, og telur það hafa verið tekið í október sl. „Næsta öruggt“ að fleiri hryðju- verk verði unnin Washington. Washington Post, AFP, AP. Dick Cheney Búa í búð- arglugg- anum London. AFP. BRESK fjögurra manna fjöl- skylda fluttist í gær búferlum – a.m.k. um stundarsakir – en fólkið mun næstu vikuna búa í búðarglugga í einni af Harrods- verslununum í London. Munu viðskiptavinir geta fylgst með hverri hreyfingu fólksins en markmiðið er að kynna nýjar tölvu- og tæknivörur fyrirtæk- isins LG Electronics. Svokallað „raunveruleika- sjónvarp“ hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi undanfarin misseri, t.d. bandarísku þætt- irnir „Survivor“ og bresk út- færsla á þeim, „Big Brother“. Þykir auglýsingaherferð Harr- ods sækja nokkuð á sömu mið en hægt verður að fylgjast með fjölskyldunni á Netinu. Raunar er um „gervifjöl- skyldu“ að ræða því fjórmenn- ingarnir, karl og kona um fer- tugt og tveir námsmenn, sautján og átján ára piltar, höfðu aldrei hist áður, er þeir fluttu í sínar nýju vistarverur í gær. Fólkið mun búa í búðarglugg- anum á opnunartíma og á hverj- um degi mun það íklæðast nýj- um fatnaði frá Harrods. Þá fær það til afnota ýmsar vörur, s.s. ísskáp sem um leið veitir aðgang að Netinu og virkar sem sjón- varp; þvottavél sem tengst get- ur Netinu, sem og örbylgjuofn er hefur sömu eiginleika. BANDARÍSKA leikkonan Cameron Diaz horfði til ljósmyndara er hún kom til að vera viðstödd sýningu á hluta myndar leikstjórans Martins Scorseses, „Gangs of New York“, á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í gær. Scorsese, sem stendur við hlið Diaz, er talinn meðal merkustu kvikmyndaleikstjóra samtím- ans og hefur nýrrar myndar frá honum verið beðið með eftirvæntingu um nokkurt skeið. Auk Diaz leika þeir Leonardo DiCaprio og Daniel Day Lewis stór hlutverk í „Gangs of New York“ en fregnir herma að upptökur hafi alls ekki gengið áfallalaust, og hefur frumsýningu mynd- arinnar ítrekað verið frestað. Brosmild í Cannes Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.