Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu MMC Pajero GLS, nýskráður
11.07.2000, ekinn 32.500 km, 3ja
dyra, sjálfskiptur, diesel turbo 3200,
leðurinnrétting, topplúga,
álfelgur.
Ásett verð 3.790,000.
Ath. skipti á ódýrari.
Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi.
Opnunartímar: Mánud.-föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
ÁRSFUNDUR Alþjóðahvalveiði-
ráðsins í Japan hafnaði í gær umsókn
Íslands um aðild að ráðinu með fyr-
irvara. Í upphafi fundarins lagði for-
maður ráðsins til að ákvörðun hval-
veiðiráðsins frá síðasta ári um að
Íslendingar fengju ekki aðild stæði
óbreytt og var hún samþykkt með 25
atkvæðum gegn 20. Stefán Ásmunds-
son, formaður íslensku sendinefndar-
innar á ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins, segir að á fundinum í
gærmorgun hafi verið brotið gróflega
gegn þjóðréttarlegum reglum og
fundarsköpum ráðsins þegar sam-
þykkt var að hafna aðild Íslendinga
að ráðinu.
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra segir að ekki sé ljóst hvert
framhald málsins verður en þetta
sýni hve langt menn vilji ganga innan
ráðsins til að koma í veg fyrir hval-
veiðar.
Lögðu fram nýtt aðildarskjal
Íslendingar sóttu í fyrra um inn-
göngu í Alþjóðahvalveiðiráðið á ný
með þeim fyrirvara að mótmæla
banni á hvalveiðum í atvinnuskyni
sem samþykkt var 1986. Á fundinum
samþykkti ráðið að taka sér það vald
að hafna umsókn Íslands, en íslensk
stjórnvöld töldu þá afstöðu vera skýrt
brot á þjóðréttarlegum reglum vegna
þess að ráðið hefði ekki lagalegt vald
til að taka þessa ákvörðun. Í fram-
haldi af þessari niðurstöðu var úr-
skurðað að Íslendingar hefðu áheyrn-
araðild án atkvæðisréttar.
Stefán Ásmundsson sagði að á
undanförnum mánuðum hefðu verið
haldnir margir samningafundir með
aðildarríkjum hvalveiðiráðsins þar
sem reynt hefði verið að leysa þennan
ágreining. Í kjölfarið hefðu íslensk
stjórnvöld í síðustu viku sent ráðinu
nýtt aðildarskjal. Í því er áfram fyr-
irvari settur við hvalveiðibannið en
jafnframt lýsa Íslendingar því yfir að
þeir skuldbindi sig til að hefja ekki at-
vinnuveiðar fyrr en lokið sé vinnu við
svokallaðar endurskoðaðar veiðiregl-
ur, Revised Management Scheme
(RMS), sem verið hafa í undirbúningi
um árabil. Árni Mathiesen sagði á
blaðamannafundi í gær að með þessu
hefðu Íslendingar viljað ganga til
móts við sjónarmið hvalveiðiráðsins
en jafnframt setja pressu á að ljúka
vinnu við RMS. „Eftir þær viðræður
sem við höfum átt í aðdraganda fund-
arins var orðið ljóst að það var orðinn
meirihluti fyrir því að ráðið hefði ekki
vald til að hafna Íslandi,“ sagði Stef-
án. Nokkur ríki hefðu á grundvelli
lögfræðilegrar skoðunar endurskoð-
að fyrri afstöðu og komist að þeirri
niðurstöðu að hvalveiðiráðið hefði
ekki vald til að hafna umsókn Íslands.
Stefán sagði að hins vegar hefðu ein-
stök ríki getað mótmælt fyrirvörum
Íslands.
„Það sem gerðist á fundinum var
að andstæðingar sáu hvaða stefnu
málið var að taka, þ.e. að þegar
spurningin, er hvalveiðiráðið bært til
að hafna eða samþykkja umsókn Ís-
lands?, yrði tekin fyrir þá myndi Ís-
land hafa betur í þeim kosningum.
Þeir urðu greinilega mjög örvænting-
arfullir í sinni ráðgjöf. Í fyrra brutu
þeir reglur þjóðarréttar en þeir
gengu ennþá lengra í ár.
Við lögðum inn þetta nýja aðildar-
skjal fyrir sendinefnd Bandaríkj-
anna, sem er vörsluaðili samningsins,
en hún hefur það hlutverk að taka við
þessum skjölum og dreifa þeim til að-
ildarríkjanna. Það er það eina sem
felst í því að vera vörsluaðili. Þeir létu
það ekki duga þegar þeir útbýttu
skjölunum heldur létu
koma fram að þetta
væri mál sem hval-
veiðiráðið þyrfti að
taka sérstaka afstöðu
til. Þeir viðurkenndu
þetta sem sé ekki sem
formlegt aðildarskjal.
Það voru önnur aðild-
arskjöl sem lágu fyrir
og komið var fram við
þau með venjulegum
hætti líkt og komið var
fram við okkar skjal í
fyrra, en í ár létu þeir
raunverulega skjalið
ekki fylgja samningn-
um heldur að þetta
væri mál sem hvalveiðiráðið þurfi að
taka afstöðu til.
Á fundinum ákvað formaður hval-
veiðiráðsins, Svíinn Bo Fernholm, að
taka sömu afstöðu og hafði komið
fram hjá Bandaríkjamönnum og líta
ekki á þetta sem venjulegt aðildar-
skjal og þar með tók hann þátt í því að
vinna ekki samkvæmt samningnum.
Þar með voru vörsluaðili samningsins
og formaðurinn búnir að ganga bein-
línis gegn 10. gr. samningsins, sem er
mjög skýr að þessu leyti. Að sjálf-
sögðu er það hlutverk vörsluaðila og
formanns að vera hlutlausir.
Formaðurinn ákvað að ákvörðun
sem var tekin í fyrra myndi gilda líka
um þetta nýja skjal Íslands, ákvörð-
un sem er tekin u.þ.b. ári áður en
skjalið er lagt fram, á þeirri forsendu
að fyrirvarinn væri nánast sá sami.
Þar með er verið að virða aðildarskjal
Íslands að vettugi.
Að sjálfsögðu voru
menn ekki sáttir við
þessa ákvörðun á fund-
inum. Það kom fram að
það þyrfti að taka á
valdhæfni ráðsins og að
það gengi ekki að gera
þetta með þessum
hætti. Formaðurinn
ákvað engu að síður að
hafa atkvæðagreiðslu
um hvort ákvörðunin frá
því í fyrra væri í gildi.
Þar tel ég reyndar að
hafi verið ákveðinn mis-
skilningur í gangi því þá
lá kannski ekki fyrir
hvort hann var að segja
að ákvörðunin væri í gildi eða hvort
þetta þýddi að hann væri að fjalla um
nýja íslenska skjalið.“
Málið tekið út af dagskrá
Stefán sagði að reglur ráðsins
væru alveg skýrar um að ef ágreing-
ur kemur upp um mál sem lögð eru
fyrir fundinn skuli fara fram at-
kvæðagreiðsla um efnisatriði máls-
ins.
„Formaðurinn tilkynnti einfald-
lega að hann myndi loka umræðum
um þetta mál og sagði þessum dag-
skrárlið lokið. Norðmenn voru mjög
ósáttir við þetta og töldu að þetta
væri aðgerð sem gengi ekki upp.
Hann sagðist þá túlka orð Norð-
manna á þann veg að þeir væru að
mótmæla hans ákvörðun um að loka
þessum dagskrárlið og bauð upp á
kosningu um hvort ætti að loka hon-
um. Þá kosningu vann hann.
Það sem skiptir máli er að þau ríki
sem höfðu ætlað sér að fylgja okkur,
þ.e. ríki sem töldu að hvalveiðiráðið
hefði ekki vald til að hafna okkur,
forðuðust að taka á þeirri spurningu.
Þau svöruðu spurningum um hvort
það ætti að loka dagskrárliðum og
þess háttar, en slepptu því að fjalla
um spurninguna um hvort hvalveiði-
ráðið hefði vald til að hafna þessum
fyrirvara. Ég held að það sé öllum
ljóst að það var gert vegna þess að
menn vissu ef að kæmi til atkvæða-
greiðslu myndi Ísland fara með sigur
af hólmi. Menn teygðu sig svo langt
til að koma í veg fyrir að sú atkvæða-
greiðsla gæti farið fram og brutu ekki
bara hefðarreglur þjóðarréttar, eins
og þeir gerðu í fyrra, heldur ákvæði
samningsins um Alþjóðahvalveiðiráð-
ið og fundarsköp ráðsins,“ sagði Stef-
án.
Óljóst hvað tekur við
Eins og Stefán sagði fóru fram
tvær atkvæðagreiðslur á fundinum.
Sú fyrri var um hvort líta bæri svo á
að aðildarskjal Íslendinga væri ekki
nýtt aðildarskjal. Úrskurður Fern-
holms, formanns hvalveiðiráðsins,
um þetta var borinn undir atkvæði og
samþykktur með 25 atkvæðum gegn
20. Þegar Norðmenn reyndu að mót-
mæla þessari afgreiðslu úrskurðaði
formaðurinn að taka ætti málið af
dagskrá og var sú tillaga samþykkt
með 24 atkvæðum gegn 17, þrjár
þjóðir sátu hjá.
Árni Mathiesen sagði að með þessu
móti hefði með valdi verið komið í veg
fyrir að ráðið greiddi atkvæði um
hvort það væri til þess bært að taka
afstöðu til aðildarskjals Íslendinga,
og þær þjóðir, sem væntanlega hefðu
greitt atkvæði í slíkri atkvæða-
greiðslu í samræmi við sjónarmið Ís-
lendinga, hefðu hlaupið í skjól með
því að greiða tillögu formanns hval-
veiðiráðsins atkvæði. Hann sagði að
hlutur formanns hvalveiðiráðsins í af-
greiðslu mála á ársfundinum væri
ljótur.
Árni sagði óljóst hvað tæki við í
hvalveiðimálum Íslendinga. Stjórn-
völd ættu eftir að fara yfir málið í
heild sinni og meta stöðuna upp á
nýtt. Hann tók fram að það væri alls
ekki svo að öll sund væru lokuð.
Aðild Íslands að hval-
veiðiráðinu hafnað
Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hafnaði í
gær aðild Íslands að ráðinu á fundi þess í Jap-
an. Ekki voru þó greidd atkvæði um efnisatriði
málsins heldur var umsókninni hafnað á grund-
velli formsatriða.
Stefán Ásmundsson
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri hefur svarað fyrir-
spurnum Guðlaugs Þórs Þórðarson-
ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hann lagði fram í síðasta
mánuði, um sérfræðikostnað borgar-
innar og fleiri atriði. Guðlaugur Þór
spurði m.a. um sérfræðikostnað
Reykjavíkur og hversu mikið af þeim
verkefnum væri boðið út. Fram kem-
ur hjá borgarstjóra að sérfræði-
kostnaðurinn var 935 milljónir árið
1998, 1.061 milljón 1999, 1.192 millj-
ónir árið 2000 og í fyrra var hann
1.511 milljónir.
Mismunandi er hvort kostnaður
einstakra borgarstofnana eða mála-
flokka hækkar eða lækkar milli ára.
Þannig hefur sérfræðikostnaður hjá
skrifstofu borgarverkfræðings farið
lækkandi undanfarin þrjú ár, en sér-
fræðikostnaður vegna menningar-
mála var um fjórar milljónir 1998, 9,5
milljónir árið eftir, 22 milljónir árið
2000 og 41 milljón í fyrra. Þessi
hækkun er sögð skýrast einkum af
fornleifauppgreftri við Aðalstræti.
Hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur
kostnaður einnig farið hækkandi
undanfarin þrjú ár; hann var 152
milljónir króna árið 1998, 135 millj-
ónir árið 1999, 311 milljónir árið 2000
og 575 milljónir í fyrra, eða yfir
þriðjungur af öllum sérfræðikostn-
aði borgarinnar.
Í svari borgarstjóra segir: „Ekki
liggur fyrir könnun á því hversu mik-
ill hluti samninga um kaup á sér-
fræðiaðstoð byggist á útboði eða for-
vali. Stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar samþykkti á
fundi sínum í nóvember á síðasta ári
að óska eftir því að Borgarendur-
skoðun gerði úttekt á viðskiptum
stofnana og fyrirtækja borgarinnar
til að afla upplýsinga um hvort um
frávik sé að ræða. Verður að vonast
til þess að Borgarendurskoðun
bregðist við því erindi enda er ákaf-
lega nauðsynlegt að kannað sé reglu-
bundið hvort farið er að reglum Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkur um
innkaup og samningagerð.“
Guðlaugur Þór hefur áður spurt
um sérfræðigreiðslur til Skúla
Bjarnasonar lögmanns og spurði nú
um greiðslur til hans í tengslum við
kaup Reykjavíkur á landi og mann-
virkjum Áburðarverksmiðjunnar. Í
svari borgarstjóra segir að Skúli hafi
fengið greiddar 1,7 milljónir króna
vegna samninga og skjalagerðar.
Skúli hafi ekki fengið greitt fyrir
önnur verkefni á vegum borgarinnar
en greint sé frá í svarinu og í fyrra
svari til borgarfulltrúans, en þar
kom fram að Skúli hefði fengið 16,3
milljónir króna án vsk. fyrir sér-
fræðivinnu vegna breytinga á
rekstrarformi og sölu fyrirtækja.
Sérfræði-
kostnaður
1,5 millj-
arðar
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra, segir sorglegt að
Bandaríkjamenn og Svíar skuli
beita brögðum innan Alþjóðahval-
veiðiráðsins til að koma í veg fyr-
ir að efnisleg atkvæðagreiðsla um
aðild Íslands að hvalveiðiráðinu
næði fram að ganga.
Ársfundur hvalveiðiráðsins
hafnaði því að líta á aðildarskjal
Íslands, sem lagt var fram í síð-
ustu viku, sem nýtt skjal. Afstaða
Bandaríkjamanna og Svía réð
mestu um þessa niðurstöðu.
Halldór sagði erfitt að segja
fyrir hvaða skref yrðu tekin af Ís-
lands hálfu næst. Sem betur fer
hefði þeim þjóðum í ráðinu verið
að fjölga sem vildu vinna á
grundvelli þjóðarréttar.
„En það eru þarna þjóðir sem
alla tíð hafa vanvirt bæði reglur
ráðsins og alþjóðarétt. Þetta er
því ekkert nýtt. Á þeim árum
þegar ég kynntist ráðinu gat
maður átt von á hverju sem er og
það hefur ekkert breyst.“
Halldór sagði að það vantaði
hins vegar ekki mikið á að við
kæmust inn í hvalveiðiráðið og
líkast til yrðum við að þrauka eitt
árið enn. Það þyrfti hins vegar að
fara vandlega yfir málið í fram-
haldi af þessum fundi.
„Við áttum von á því að við
yrðum samþykktir í þetta skipti
og mér skilst á okkar mönnum að
það hefði gerst ef beiðni okkar
hefði verið borin upp, en þá
ákveður vörsluland samningsins,
Bandaríkin, með aðstoð for-
mennskuríkisins, Svíþjóðar, að
gera það með allt öðrum hætti.
Ástæðan var einfaldlega sú að
þeir vissu að annars yrði þetta
samþykkt. Það er sorglegt að
þessi vinaríki Íslendinga skuli
ekki hika við að beita brögðum
inni í þessu ráði þar sem allt virð-
ist vera heimilt,“ sagði Halldór.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra boðaði til blaðamannafundar í
sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Honum á vinstri hönd er Ármann Kr.
Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og á hægri hönd er Kolbeinn Árna-
son, skrifstofustjóri í ráðuneytinu.
Vinaþjóðir beittu
okkur brögðum