Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Eyjafjarðarsveit verður
laugardaginn 25. maí 2002 og hefst kl. 10.00 f.h. og lýkur kl. 22.00 sd.
Eyjafjarðarsveit er skipt í tvær kjördeildir.
Kjördeild I:
Austan Eyjafjarðarár nær kjördeildin frá og með Öxnafelli
til og með Halldórsstöðum.
Vestan Eyjafjarðarár nær hún yfir svæðið sunnan Djúpadalsár.
Kosið verður í Sólgarði.
Kjördeild II:
Austan Eyjafjarðarár nær kjördeildin frá og með Sámsstöðum að sunnan og
norður að sveitarfélagamörkum.
Vestan Eyjafjarðarár frá Djúpadalsá og norður að sveitarfélagamörkum.
Kosið verður í Hrafnagilsskóla.
Athygli er vakin á því, að kjósendur þurfa að vera viðbúnir því að sýna persónuskilríki
ef um það verður beðið.
Talning hefst eins fljótt og unnt er að kjörfundi loknum og fer hún fram í
Hrafnagilsskóla.
Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Hrafnagilsskóla á kjördag og hægt verður að ná í hana
í síma 463 1137.
Yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar
17. maí 2002.
Emilía Baldursdóttir, Hörður Adólfsson, Níels Helgason.
Eyjafjarðarsveit
VÍSINDAMENN við landbúnaðar-
deild Hebreska háskólans í Ísrael
hafa með erfðatæknilegum aðferð-
um búið til kjúkling sem hefur ekk-
ert fiður. Nakti kjúklingurinn, eins
og fuglinn hefur verið nefndur, er
ennfremur kaloríusnauðari, þar
sem minni fita er í honum vegna
þess að hann er fjaðralaus.
Reuters
Nakti kjúk-
lingurinn
BERTIE Ahern, forsætisráðherra
Írlands og leiðtoga Fianna Fáil-
flokksins, tókst ekki að tryggja sér
hreinan þingmeirihluta í kosningum
sem haldnar voru á Írlandi sl. föstu-
dag. Flokkur hans vann þó mikinn
sigur á sama tíma og helsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn, Fine Gael,
galt afhroð. Góður árangur stjórn-
arflokkanna, Fianna Fáil og Fram-
farasinnaða lýðræðisflokksins (PD),
er helst skýrður með því að almenn
velsæld hafi verið á Írlandi undan-
farin ár, auk þess sem Ahern nýtur
mikilla persónulegra vinsælda.
Fianna Fáil var ekki nema hárs-
breidd frá því að tryggja sér hreinan
þingmeirihluta, en 186 fulltrúar eiga
sæti á írska þinginu. Var í gær gert
ráð fyrir því að hann hæfi viðræður
við Mary Harney, leiðtoga PD, um
áframhaldandi stjórnarsamstarf en
PD hefur nú átta þingmenn í stað
fjögurra áður.
Ahern gæti hins vegar einnig tekið
þann kostinn að fá til liðs við sig
nokkra óháða þingmenn, sem náðu
kjöri í kosningunum, og sem áður
voru í Fianna Fáil. Þá gæti hann
myndað stjórn með fimm þingmönn-
um Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska
lýðveldishersins (IRA), en hefur
sagt, að það komi ekki til greina.
Í öllu falli er þó ljóst að Ahern
verður áfram forsætisráðherra en
hann hefur gegnt embættinu frá
1997.
Leiðtogi Fine Gael sagði af sér
Auk stórsigurs Fianna Fáil, sem
fékk 80 þingmenn kjörna, bar það
helst til tíðinda í kosningunum að
helsti stjórnarandstöðuflokkurinn,
Fine Gael, galt afhroð og tapaði
meira en tuttugu þingsætum. Flokk-
urinn hafði áður 54 þingsæti en fékk
ekki nema 31 þingmenn kjörna nú.
Fine Gael og Fianna Fáil, sem báðir
eru nokkurs kon-
ar miðhægri-
flokkar, skiptust
á um að vera við
stjórnvölinn á Ír-
landi alla síðustu
öld en flokkarnir
eiga rætur að
rekja til klofnings
í röðum írskra
þjóðernissinna
árið 1921.
Michael Noonan, leiðtogi Fine
Gael, hefur þegar sagt af sér emb-
ætti og segir í frétt The Irish Times
að fimm menn muni líklega koma til
álita sem eftirmenn hans. John Brut-
on, fyrrverandi forsætisráðherra, er
nefndur þar til sögunnar en Noonan
felldi Bruton úr leiðtogasætinu í
kjöri í janúar á síðasta ári.
Sögðu sumir áhrifamenn í Fine
Gael að flokkurinn hefði aldrei feng-
ið þá útreið nú, sem raun ber vitni,
hefði Bruton enn verið leiðtogi hans.
Verkamannaflokkurinn, sem var í
stjórn með Fine Gael á árunum
1994-1997, fékk svipað fylgi í kosn-
ingunum nú og seinast, og fékk 21
þingmann kjörinn.
Róttækari
stjórnarandstaða
Sinn Féin, stjórnmálaarmur Írska
lýðveldishersins (IRA), hefur um
árabil haft sterka stöðu á Norður-
Írlandi en lítið fylgi haft á Írlandi.
Í þessum kosningum fékk flokk-
urinn hins vegar fimm menn kjörna,
í stað eins áður, og þá fengu Græn-
ingjar sex þingsæti í stað tveggja áð-
ur. Þykir því ljóst að pólitískt lands-
lag á Írlandi hefur breyst umtalsvert
í þessum kosningum, og að stjórn-
arandstaðan verði – sökum góðs ár-
angurs Sinn Féin og Græningja –
mun róttækari á næsta kjörtímabili
en verið hefur.
Ahern vann stórsigur í
kosningunum á Írlandi
Tókst ekki að tryggja sér
hreinan meirihluta en verður
áfram forsætisráðherra
Dublin. AFP.
Bertie
Ahern
RÍFLEGA tveir af hverjum fimm
Bretum segja að koma innflytjenda
til landsins hafi skemmt samfélagið á
undanförnum fimmtíu árum, að því
er fram kemur í niðurstöðum könn-
unar sem fréttavefur breska ríkisút-
varpsins, BBC, birti í gær. Fjörutíu
og fjórir af hundraði töldu komu inn-
flytjenda hafa haft neikvæð áhrif, en
30% sögðu hana hafa verið til bóta
fyrir breskt samfélag.
Skoðanir aðspurðra voru breyti-
legar eftir því hvaða kynþætti þeir
tilheyra. Fjörutíu og sjö prósent
hvítra, sem spurðir voru, töldu komu
innflytjenda hafa haft neikvæð áhrif,
miðað við 22% þeldökkra og fólks af
asískum uppruna. Einungis 28%
hvítra töldu komu innflytjenda hafa
haft bætandi áhrif á breskt sam-
félag, en 43% blökkumanna og fimm-
tíu af hundraði fólks af asískum upp-
runa voru þeirrar skoðunar.
Naumur meirihluti allra að-
spurðra, 52%, taldi að fólk sem til-
heyrir minnihlutahópum gæti lagt
meira á sig til að samlagast bresku
samfélagi, og hátt í þriðjungur að-
spurðra taldi að þetta fólk reyndi
ekki einu sinni að aðlaga sig sam-
félaginu. Alls tóku 1.576 fullorðnir
þátt í könnuninni. Meirihluti þeirra,
51%, taldi kynþáttahatur ríkjandi í
bresku samfélagi, en 40% voru
ósammála því.
Fimmtíu og fimm af hundraði
töldu að umburðarlyndi milli kyn-
þátta væri meira í Bretlandi nú en
það hafi verið fyrir tíu árum. Rétt
rúmlega helmingur svarenda átti
vinahóp sem í var fólk af öðrum kyn-
þætti, en 46% ekki.
BBC kannar hug Breta til komu innflytjenda til landsins
44% telja áhrifin á
breskt samfélag slæm
London. AFP.
ELLEFU manns að minnsta kosti
eru fallnir, yfir 50 særðir og rúmlega
12.000 á vergangi eftir að Indverjar
og Pakistanar hafa skipst á skotum í
Kasmírhéraði fjóra daga í röð, að
sögn embættismanna í gær. Átökin
hófust sl. föstudag, eftir að Indverjar
sökuðu skæruliða í Pakistan um að
hafa í síðustu viku gert árás sem
kostaði 35 manns lífið í borginni
Jammu, og voru flestir hinna látnu
konur og börn hermanna.
Indverjar og Pakistanar saka
hvorir aðra um að hafa átt upptökin
að átökunum, sem hafa m.a. orðið til
þess að um tólf þúsund manns hafa
hrakist að heiman. Að sögn embætt-
ismanna eiga flestir þeir, sem komn-
ir eru á vergang, heima nærri landa-
mærunum.
Ríkin hafa alls safnað um einni
milljón hermanna að landamærun-
um síðan í desember sl., er blóðugt
tilræði var framið á indverska
þinginu í Nýju-Delhí. Segja Indverj-
ar hryðjuverkamenn, er hafi aðsetur
í Pakistan, hafa staðið að tilræðinu.
Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi
miklar áhyggjur af liðssafnaði ríkj-
anna við landamærin, og í næsta
mánuði mun Richard Armitage, að-
stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, halda til Pakistans. Ferð hans
hafði verið áætluð áður en nýjustu
átökin brutust út, að sögn pakist-
ansks embættismanns.
Reuters
Indverskir hermenn miða sprengjuvörpu í Kasmír í gær.
Átök í Kasmír
Srinagar, Islamabad. AFP.
Begga fína
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111