Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 17

Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 17 Tilboð vikunnar One Touch Háreyðing, rollon. Verð áður 571 kr. Bikini rollon fylgir Carefree - String Verð áður 406 kr. Levante - Falleg undirföt Levante nærföt fást í Kringlunni, Mjódd, Austurveri og á Selfossi 428 kr. 325 kr. 30% afsl.Opið frá 8 – 16 Sumartími Við erum í sumarskapi og höfum opið frá kl. 8 –16 í sumar. Við bjóðum þér trausta fjármögnun bíla og atvinnutækja og leggjum okkur fram við að veita lipra þjónustu. Njóttu sumarsins og veldu léttari leið til fjármögnunar. SP-Fjármögnun hf. Sigtúni 42 Sími 569 2000 www.sp.is A B X / S ÍA ÖRLEIKRIT dagsins nefnist Má bjóða þér eitthvað annað? og fer leik- urinn fram í matsal Hótel Borgar í hjarta Reykjavíkur. Einkunnarorð verksins eru Hjarta, augasteinn, skurðhnífur og höfundur er Vala Þórsdóttir, leikritahöfundur og leik- ari. Myndlistar- maður sýningar- innar er Birta Guðjónsdóttir og Ásdís Thoroddsen leikstýrir. Leikar- ar eru Sigrún Sól Ólafsdóttir, Egg- ert Kaaber og Ólafur Þór Jó- hannsson. „Þetta fjallar um mann sem á í vandræðum með sig því hann lendir í því aftur og aftur að stjórna öllum umhverfis- hljóðum í kringum sig. Hann er að reyna með hjálp sérfræðings að losna undan þessari áþján. Þegar leikurinn gerist er hann staddur með henni á Hótel Borg að fá sér kaffi um leið og þau eru að takast á við þennan sér- stæða vanda. Tækin sem þau nota til að hemja þessa gáfu eru myndlistarþáttur verksins,“ segir Ásdís Thoroddsen leikstjóri en hún er ásamt Hörpu Arn- ardóttur leikstjóri örverkanna níu. Örleikrit á Rás 1 á Listahátíð Má bjóða þér eitthvað annað? Vala Þórsdóttir Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði 27 Burfarartónleikar Valdimars Kol- beins Sigurjónssonar kontrabassa- leikara verða kl. 20. Á tónleikunum verða flutt frumsamin lög í bland við lög sem eru honum kær. Meðleik- arar Valdimars eru þeir Davíð Þór Jónsson á píanó og Matthías MD Hemstock á slagverk. Valdimar hóf nám á djassbraut FÍH árið 1997 undir handleiðslu Hilmars Jens- sonar og Sigurðar Flosasonar. Valdi- mar hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum eins og t.d. Djass- tríóinu Flís, Fönksveitinni Funk- master 2000, Caput-hópnum, Slow- Blow, Geirfuglunum o.fl. Hann hefur einnig keppt í ungliðadjassi fyrir Ís- lands hönd fjórum sinnum. Háteigskirkja Strengjasveit Tón- listarskólans í Reykjavík og kamm- erhópar halda tónleika kl. 20. Stjórn- andi er Mark Reedman. Fluttur verður Kvartett nr. 52 í B- dúr eftir J. Haydn, Kvartett nr. 9 eftir D. Sjostakovitsj og Diverti- mento eftir Béla Bartók. Hraunbyrgi Hafnarfirði Vor- tónleikar Skátakórsins verða kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Örn Arnarson. Flutt verða m.a. íslensk þjóðlög, sálmar, djasslög, dægurlög í bland við skátalögin. Kórnum til full- tingis verður fjöldi hljóðfæraleikara auk Ernu Blöndahl sópransöngkonu sem syngur nokkur lög. Í kórnum, sem hefur starfað í sex ár, eru nú um 50 manns. Kórinn hefur nýlokið við upptökur fyrir geisladisk sem gefinn verður út fyrir Landsmót skáta nú í sumar. Heimasíða kórs- ins er á slóðinni www.scout.is/ skatakorinn. Hallgrímskirkja Nemenda- tónleikar org- elnemenda Tón- skóla Þjóð- kirkjunnar verða kl. 18. Fjórtán nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og flytja á tónleikunum efnisskrá frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsög- unnar. Breiðholtskirkja Jörg E. Sonder- mann leikur verk eftir Bach kl. 20.30. Á efnisskrá er Kontrapunktur l og IV (úr Kunst der Fuge, BWV 1080); Sex sálmforleikir úr Neumeister – Sammlung; Fantasía um sálmalagið Jesú, meine Freude (BWV 596) og Prelúdía og fúga í a-moll (BWV 543). Aðgangseyrir: Kr. 900 og rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Í DAG Valdimar Kolbeins Sigurjónsson S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.