Morgunblaðið - 21.05.2002, Qupperneq 22
UMRÆÐAN
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
A
B
X
/
S
ÍA
Ármúli 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
Til sjóðfélaga og rétthafa í
Lífeyrissjóðnum Einingu
Við minnum sjóðfélaga og rétthafa í Lífeyris-
sjóðnum Einingu á kynningarfund sem haldinn
verður vegna fyrirhugaðrar sameiningar Lífeyris-
sjóðsins Einingar og Frjálsa lífeyrissjóðsins. Á
fundinum verður farið ítarlega í atriði sem tengjast
sameiningunni.
Fundurinn verður haldinn í Geysi, fundarsal
Kaupþings, á 4. hæð í Ármúla 13, í dag
þriðjudaginn 21. maí kl. 17.15
Allir sjóðfélagar og rétthafar í Lífeyrissjóðnum
Einingu eru hvattir til að mæta.
Stjórn Lífeyrissjóðsins Einingar.
Sjálfstæðismenn í
Hafnarfirði hafa á und-
anförnum fjórum árum
staðið fyrir einhverju
mesta framfaraskeiði í
sögu bæjarins. Upp-
bygging, drifkraftur,
áræði og skynsemi
hafa haldist þar í hend-
ur. Hafnarfjarðarbær
hefur rutt brautina á
ýmsum sviðum þar
sem hreyft hefur verið
við gömlum gildum.
Ferskir vindar ríkja en
um leið er kjölfestan sú
að við berum ávallt hag
hafnfirskra fjölskyldna
fyrir brjósti.
Á grunni þessarar viðreisnar
Hafnarfjarðar horfum við fram á
bjarta tíma og mig langar hér að
fara í stuttu máli yfir nokkur helstu
atriðin í stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði:
1) Einkaframkvæmdin hefur skil-
að Hafnarfirði nýjum leik- og grunn-
skólum. Án þessarar leiðar hefði
sveitarfélagið aldrei getað komið
Hafnarfirði í fremstu röð. Bærinn
þarf ekki að eiga allar byggingar –
það er miklu viturlegra að okkar
mati að þeir eigi og reki bygging-
arnar sem alltaf eiga hagsmuna að
gæta, ekki bara á fjögurra ára fresti.
Þeir taka á sig alla fjárhagslega
áhættu og passa upp á eignirnar sín-
ar með góðu viðhaldi. Við tryggjum
góða þjónustu, það er í okkar verka-
hring. Eigendurnir halda húsunum
sínum í góðu ástandi – ekki bara fyr-
ir börnin sem nú fara í leik- og
grunnskóla, heldur líka börnin
þeirra eftir 25 ár! Við höfum sett
þjónustuna á oddinn og
með því að taka eignir
á leigu og tryggja góða
þjónustu tekst okkur
að styrkja innviði
Hafnarfjarðar sem nú
er loksins orðinn fjöl-
skylduvænn bær. Það
tók okkur fjögur ár og
við viljum halda áfram!
2) Við reistum þrjá
nýja leikskóla á kjör-
tímabilinu og stækkuð-
um einn. Við reistum
nýjan grunnskóla, er-
um að reisa annan og
byggðum við þrjá. Á
næsta kjörtímabili
stefnum við á að ljúka
einsetningu grunnskólanna og
byggja þrjá til fjóra leikskóla. Þar
verða kostir einkaframtaksins nýtt-
ir, því það er þjónustan sem skiptir
mestu máli, ekki hver á byggingarn-
ar.
3) Í Hafnarfirði er einhver glæsi-
legasta íþróttaaðstaða á landinu og
þótt víðar væri leitað. Nýja Bjark-
arhöllin er til dæmis einhver besta
fimleikahöll í Evrópu. Og ekki er
kostur Haukanna lakur og FH-ingar
horfa fram á bjarta framtíð eftir að
Hafnarfjarðarbær yfirtók skuldir
aðalstjórnar og gerði rekstrarsamn-
ing við félagið. Einnig má nefna
Sörla, Þyt og fleiri félög sem standa
nú mun betur en fyrir fjórum árum.
En næstu stórvirki eru glæsileg 50
m sundlaug á Völlum og íþrótta-
mannvirki við nýja Lækjarskólann.
4) Fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá
okkur sjálfstæðismönnum og við
sýnum það í verki. Uppbygging í
grunn- og leikskólum, íþróttamann-
virkjum og farsælu innra starfi
skóla, félagsmiðstöðva og stuðning-
ur við íþróttahreyfinguna við þjálfun
yngri barna, eru merki um heil-
brigða lífssýn og vilja okkar til þess
að efla varnargarða Hafnarfjarðar
gagnvart vágestum í formi vímu-
efna. Samþykkt var forvarnaráætl-
un á kjörtímabilinu og við lögðum
blátt bann við svokölluðum súlustöð-
um. Hjá okkur er fjölskyldan í fyrsta
sæti!
5) Og fjölskyldur þurfa húsnæði
því Hafnfirðingum fjölgar nú sem
aldrei fyrr, störfum fjölgar mest í
Hafnarfirði utan Reykjavíkur og
nýtt athafnasvæði er að byggjast
upp á Völlum. Nýtt íbúðahverfi, Ás-
landið, varð til á kjörtímabilinu sem
er að líða og annað hverfi er nú að
mótast með gatnagerð á Völlum. Þar
hefur lóðum í 1. áfanga verið úthlut-
að. Þessi háttur er hafður á til þess
að skólakerfi hverfanna geti ávallt
tekið við þeim barnafjölda sem í
hverfunum er á hverjum tíma. Skól-
ar í slíkum hverfum rúma alltaf öll
börnin, t.a.m. í einsetnum grunn-
skólum.
6) Mikill áhugi er meðal eldri
borgara fyrir rúmgóðum en þó hæfi-
lega stórum íbúðum í lyftuhúsum
Ferskleiki einkennir
Hafnarfjörð
Magnús
Gunnarsson
Hafnarfjörður
Sjálfstæðisflokkurinn í
Hafnarfirði, segir
Magnús Gunnarsson,
leggur verk sín óhikað í
dóm kjósenda.
ÉG heyrði því eitt
sinn fleygt að til væru
þrjár tegundir lyga;
venjuleg lygi, hvít lygi
og prósentureikningur.
Á undanförnum vikum
hafa sjálfstæðismenn
verið ötulir við að nota
allar þessar gerðir og
hafa meira að segja
fundið upp alveg nýjar
víddir í þessu miður
heppilega frásagna-
formi.
Til merkis um það er
haugalygin sem birtist
nýlega í formi sjón-
varpsauglýsingar D-
listans, þar sem sýnt er hið meinta
Geldinganesgrjótnám R-listans. Ég
varð svo undrandi þegar ég sá hana
að neðri kjálkinn hreinlega hrökk úr
gír og er enn óstarfhæfur. Hvað er
hægt að leggjast lágt? Töfrateppið
sem svífur til himna úr Geldinganes-
inu og lendir mjúklega við Ánanaust
er hvorki meira né
minna en tífalt stærra
en sá hluti sem fyrir-
hugað er að taka grjót-
námi, en það munu vera
4–5 hektarar en ekki
40–50 eins og auglýs-
ingin sýnir. Hvað geng-
ur þeim til? Er það ör-
vænting? Rangfærslu-
árátta? Eða eru þeir
hreinlega svona slappir
í reikningi?
Það er sorgleg mál-
efnafátækt hjá D-list-
anum að taka Geldinga-
nesið fyrir sem
kosningamál árið 2002
þegar engar fram-
kvæmdir eru fyrirhugaðar þar fyrr
en árið 2015. Skipulagsáætlun borg-
arinnar sem R-listinn hefur staðið
fyrir er unnin með hliðsjón af um-
hverfisvernd og mun Reykjavík vera
fyrsta höfuðborg í Evrópu til að hafa
slík sjónarmið að leiðarljósi við skipu-
lagsgerð. Vitanlega verður ekki fram-
kvæmt neitt umhverfisslys í Geld-
inganesi og það vita sjálfstæðismenn
vel.
Það er erfitt að trúa því að flokkur
sem sækist eftir því að stjórna borg-
inni bjóði kjósendum upp á annan
eins ósóma og raun ber vitni. Er hægt
að treysta þeim, sem ekki leggja það
á sig að segja satt, fyrir slíkri ábyrgð?
Því verður auðvitað hver að svara fyr-
ir sig, en ég er ekki í vafa um að borg-
arbúar eiga betra skilið en flokk sem
stundar slíkan málflutning.
Töfrateppið
fljúgandi
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
Höfundur er píanóleikari og skipar
13. sæti Reykjavíkurlistans.
Reykjavík
Það er erfitt að trúa því
að flokkur sem sækist
eftir því að stjórna borg-
inni, segir Steinunn
Birna Ragnarsdóttir,
bjóði kjósendum upp á
annan eins málflutning.