Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 24
Amaden-fjölskyldan bjó í þri Flóttamannabúðirnar í Jenín eru rjúkandi rúst e ástæðu til að horfa með bjartsýni til framtíðarinn Arafats og liðsmanna hans. Þorkell Þorkelsson Mikið af verslunarhúsnæði skemmdist einnig í aðgerðum Ísraela. Hér hefur skriðdreka verið ekið í gegnum verslun. Í sumum tilfellum hanga hús enn uppi og fólk reynir eftir fremsta megni að búa í þeim. Húsið á myndinni er tæplega íbúðarhæft, eins og sjá má, en fæstir eiga í önnur hús að venda. Yfirlitsmynd yfir eitt hverfanna í Jenín sem lagt var í rúst. Eins og sjá má er eyðileggingin alger. F myndinni kvaðst vera að leita ættingja síns, sem ekki hefur komið fram. Stórvirkar vinnuvélar voru byrjaðar að vinna í rústunum þegar Þorkell var á ferðinni í Jenín. Var bæði verið að hreinsa til og leita að fólki, sem er horfið. Á veggnum til hægri má sjá myndir af mönnum, sem látist hafa í átökum við Ísraela og litið er á sem píslarvotta í Jenín. 24 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁFRAM ÚTI Í KULDANUM Niðurstöður atkvæðagreiðslna áársfundi Alþjóðahvalveiði-ráðsins í Japan í gær sýna að Íslandi og öðrum núverandi og fyrr- verandi hvalveiðiríkjum hefur ekki tekizt að vinna sjónarmiðum sínum um réttmæti hvalveiða fylgi á alþjóðlegum vettvangi. Meirihluti aðildarríkjanna studdi í gær þá afstöðu sænsks for- manns ráðsins að endurskoðað aðild- arskjal Íslands væri ekki nýtt aðild- arskjal og greiddi jafnframt atkvæði með tillögu hans um að fjalla ekki frek- ar um það hvort ráðið væri bært til að hafna aðild Íslands eður ei, heldur taka málið af dagskrá. Í fyrra ákváðu íslenzk stjórnvöld að ganga aftur í hvalveiðiráðið, en supu þá seyðið af þeirri röngu ákvörðun að segja sig úr því árið 1992. Meirihluti aðildarríkja féllst ekki á fulla aðild Ís- lands að ráðinu með þeim fyrirvara við ákvarðanir um hvalveiðibann, sem fylgdi aðildarskjalinu. Íslenzk stjórn- völd færðu þá eins og nú gild lögfræði- leg rök fyrir því að hvalveiðiráðið sjálft væri ekki til þess bært að sam- þykkja eða hafna aðild Íslands, heldur væri það í verkahring einstakra aðild- arríkja að andmæla fyrirvaranum ef þeim sýndist svo, en allt kom fyrir ekki. Íslenzk stjórnvöld töldu fyrir árs- fundinn nú að þau hefðu unnið þessu lagalega sjónarmiði nægilegt fylgi. Það að meirihluti aðildarríkjanna, þar með talin ríki sem Íslendingar töldu sig búna að sannfæra, skuli „hlaupa í skjól“, eins og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra orðar það, og styðja tillögu formannsins sýnir hins vegar að hér er það ekki lögfræði sem skiptir mestu máli, heldur pólitík. Íslendingar verða einfaldlega að horfast í augu við þann veruleika að í fjöldamörgum ríkjum, þar á meðal flestum helztu viðskiptalöndum okkar, er meirihluti almennings á þeirri skoð- un að það sé siðferðilega rangt að veiða hvali. Stjórnmálamenn í þessum ríkj- um eru líka flestir hverjir þessarar skoðunar. Þess vegna koma þeir sér hjá því að taka afstöðu til lögfræði- legra raka Íslands í hvalveiðimálinu og telja bezt að halda Íslandi utan við Al- þjóðahvalveiðiráðið. Það er þessi veruleiki, sem við verð- um að fást við áður en við getum látið okkur detta í hug að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Morgunblaðið var þeirrar skoðunar að ákvörðunin á sínum tíma um að segja Ísland úr Alþjóðahval- veiðiráðinu væri röng. Blaðið hefur því fagnað ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ganga aftur í ráðið og tala þar fyrir málstað Íslands, enda talið það einu leiðina til þess að hugsanlega yrði hægt að hefja hvalveiðar á ný í sátt við önnur ríki. Það eru vissulega vonbrigði að menn skuli beita lögfræðilegum bolabrögðum til að halda Íslandi áfram úti í kuldanum. Morgunblaðið getur hins vegar tekið undir það með Árna M. Mathiesen að þetta sýnir hversu langt aðildarríki hvalveiðiráðsins eru reiðubúin að ganga til að koma í veg fyrir hvalveiðar. Við verðum líka að draga réttar ályktanir af því. Við höf- um ekki náð árangri í að sannfæra um- heiminn um að það sé í lagi að veiða hvali. Mörg okkar nánustu samstarfs- og viðskiptalönd eru tilbúin að grípa til aðgerða gegn íslenzkum hagsmunum ef ákvörðun verður tekin um að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Að auki liggur ekkert fyrir um að markaðir séu til staðar fyrir hvalafurð- ir. Jafnvel í Japan hefur stórlega dreg- ið úr neyzlu á þessum afurðum. Hvert á að selja þessar afurðir? SJÁLFSTÆÐI AUSTUR-TÍMOR Austur-Tímor skipaði sér í gær ábekk með ríkjum heims eftir miklar sviptingar og átök. Sjálfstæði hins nýja ríkis í samfélagi þjóðanna er langþráð eftir næstum því fimm hundruð ára undirokun og kúgun. Portúgalar komu fyrst til eyjarinnar Tímor árið 1520, en þar hafa einnig bit- ist um völd Spánverjar, Hollendingar, Bretar og Japanar. Í Austur-Tímor settu Portúgalar mark sitt og höfðu tögl og hagldir til ársins 1975 þegar samtökin Fretilin lýstu yfir sjálfstæði. Það stóð hins vegar ekki yfir nema í níu daga. Þá gerðu Indónesar innrás og 1976 var Austur-Tímor innlimað í Indónesíu. Næstu ár á eftir beitti her Indónesíu skefjalausu ofbeldi. Árið 1979 gekkst stjórn Indónesíu við því að 120 þúsund manns hefðu verið myrt eða orðið sjúkdómum að bráð frá því að hún lagði landið undir sig. Örlög Aust- ur-Tímor fóru hins vegar ekki hátt. At- hygli umheimsins var annars staðar. Árið 1999 var haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um sjálfstæði undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. 78% kjósenda greiddu atkvæði með sjálfstæði. Þessi niðurstaða kom stjórnvöldum í Indónesíu í opna skjöldu. Í Dili, höf- uðborg Austur-Tímor, gengu vopnaðar sveitir, sem vildu að Austur-Tímor til- heyrði áfram Indónesíu, berserksgang á meðan Indónesíuher fylgdist að- gerðalaus með. Talið er að þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Í kjölfarið var sent friðargæslulið til Austur-Tímor á meðan verið væri að undirbúa sjálfstæði. Undanfarin tæp þrjú ár hefur Austur-Tímor því verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Jose Ramos-Horta, utanríkisráð- herra hins nýja ríkis, sem ásamt Carlo Belo biskupi fékk friðarverðlaun Nób- els árið 1996, hefur komið til Íslands, síðast um mitt ár 2000. Þá sagðist hann í viðtali við Morgunblaðið hafa unnið að frelsi og sjálfstæði Austur-Tímor í um það bil 25 ár, „í fullu starfi, allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, 365 daga ársins, og loksins höfum við náð árangri. En baráttan fyrir réttlæti og lýðræði er ekki búin, því að sjálfstæði er ekki bara það að eiga fána, þjóðsöng og ríkisstjórn. Sjálfstæði þýðir bar- áttu gegn fátækt, útrýmingu malaríu, berkla og smitsjúkdóma í landinu, að gefa hverju einasta barni í landinu mjólkurglas. Það þýðir líka kennslu- bækur og tölvur í staðinn fyrir byssur sem leikföng.“ Austur-Tímor er með fátækustu ríkjum heims. Í Dili sjást enn ummerki átakanna fyrir þremur árum. Það verður erfitt að skapa hinu nýja ríki tekjur, en miklar vonir eru bundnar við gaslindir skammt undan ströndum landsins. Í gær var undirritaður samn- ingur við ástralskt fyrirtæki þar sem kveðið er á um að Austur-Tímor fái 90% tekna af þessari náttúruauðlind, en Ástralar 10%. Það munu hins vegar líða nokkur ár áður en tekjurnar af gasinu geta farið að streyma inn. En þótt þær tekjur verði mikil búbót munu íbúar Austur-Tímor verða að treysta á stuðning ríkja heims. Athygli heimsins hefur ekki alltaf verið til staðar þótt mikið hafi legið við, en nú má hún ekki bregðast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.