Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 27
Bíldshöfða
Bakhús inni í portinu
Enn meiri
verðlækkun Síðustu
dagar
sumar
Nú eru komnar spennandi vörur fyrir sumarið í Mogga-
búðina, kjörið tækifæri fyrir fríska ferðalanga. Þú getur
keypt boli, sundpoka, töskur, golfvörur, geisladiskahulstur,
klukkur, reiknivél o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með
öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og
færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað.
Líttu inn hjá okkur
fyrir ferðalagið!
Hvítur bolur,
nú 500 kr.
Brúnn bolur,
nú 500 kr.
Armbandsúr,
nú 750 kr.
Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu,
Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar.
EINFALT OG ÞÆGILEGT!
sumartilboð
50% afsláttur!
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Derhúfa, aðeins 800 kr.
Síðermabolir, aðeins 1.300 kr.
Sundpoki, aðeins 1.000 kr.
Reiknivél, aðeins 950 kr.
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Músarmotta, aðeins 450 kr.
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
í Moggabú›inni
Í viðhorfskönnun,
sem gerð var á vegum
Félagsvísindastofnun-
ar HÍ og birt er í ný-
legri bók Gunnars
Helga Kristinssonar
prófessors, Staðbundin
stjórnmál, er ástæða
fyrir Seltirninga að
fagna. Í henni voru íbú-
ar í stærri sveitarfélög-
um landsins spurðir
hvort þeir væru ánægð-
ir, hlutlausir eða
óánægðir með þjónustu
sveitarfélagsins.
Ánægðustu íbúarnir
Niðurstaðan var
einkar ánægjuleg fyrir okkur á
Nesinu. Hvergi reyndust íbúar
ánægðari með almenna þjónustu
eða um 72% og yfirgnæfandi meiri-
hluti Seltirninga eða um 82% segj-
ast ánægð með skólamálin, sem
einnig skipar okkur til öndvegis á
meðal sveitarfélaga. Niðurstaðan er
ótvírætt merki þess að við Seltirn-
ingar erum á réttri braut undir
traustri forystu Sjálfstæðisflokkins
í bæjarstjórn. Hinn 25. maí nk.
verður gengið til sveitarstjórnar-
kosinga. Sjálfstæðismenn tefla á ný
fram sterkum og sigurstranglegum
lista, sem líklegur er til afreka fyrir
hönd bæjarbúa á nýju kjörtímabili.
Í þjónustu Seltirninga
Ýmis mál bíða einatt úrlausnar
bæjarstjórnar. Um leið og mikil-
vægt er að leggja tilteknar áherslur
tel ég að á pólitískum fulltrúum og
stjórnmálaflokkum hvíli sú skylda
að vera talsmenn allra bæjarbúa og
allra brýnna verkefna en ekki síður
að þeir hafi dómgreind til að greina
á milli mikilvægis einstakra mála og
hæfni til að forgangsraða verkefn-
um með heill umbjóðenda sinna og
bæjarsjóðs að leiðarljósi.
Undir forystu sjálfstæðismanna
hefur skólastarf á Seltjarnarnesi
verið í fararbroddi um langt skeið.
Á kjörtímabilinu hefur um 1.500
milljónum verið varið til fræðslu-
mála og á því næsta er gert ráð fyrir
í að framlög verði um 2,5 milljarðar.
Seltjarnarnes er á meðal þeirra
sveitarfélaga sem mestu verja til
skólamála en um leið það bæjar-
félag sem uppsker hvað best ef mið
er tekið af námsárangri. Tæpur
helmingur af rekstrartekjum bæj-
arins rennur nú til málaflokksins.
Það merkir að nær önnur hver
króna sem við öflum rennur til
menntunar og umönnunar barna
okkar. Markmið sjálfstæðismanna í
skólamálum er að styðja við og
byggja upp metnaðarfullt og árang-
ursríkt skólastarf, sem skilar sér til
allra nemenda, í leikskólum, grunn-
skólum og í tónlistarskóla.
Útivist, íþróttaiðkun
og almenn heilsuefling
byggjast á að skilyrði
séu fyrir hendi til að
slíkra lífsgæða verði
notið af hálfu bæjarbúa.
Íþróttastarf blómstrar
á Seltjarnarnesi, ekki
síst fyrir tilstilli núver-
andi bæjarstjórnar. Í
Íþróttafélaginu Gróttu
eru um 600 iðkendur,
fjölmennur trimm-
klúbbur setur svip á
bæinn og vel á fjórða
hundrað manns er í
Golfklúbbi Ness. Þá
hefur bæjarstjórn stór-
eflt aðstöðu til heilsuræktar og úti-
vistar á Seltjarnarnesi með lagningu
göngustíga, skipulagningu opinna
útivistarsvæða og varðveislu nátt-
úruperlna sem bæjarfélagið státar af.
Þennan árangur munu frambjóðend-
ur Sjálfstæðisflokks taka þátt í að
varðveita og efla.
En það eru ekki einungis börn og
fjölskyldufólk sem eiga að njóta sín á
Seltjarnarnesi. Ekki er síður mikil-
vægt að elstu bæjarbúarnir, sem
mikið hafa lagt af mörkum til sam-
félagsins, fái góða þjónustu. Sel-
tirningar hafa skyldum að gegna við
þá sem eldri eru. Sjálfstæðismenn
vilja láta verkin tala og leggja áherslu
á að hafin verði bygging hjúkrunar-
heimilis eins fljótt og auðið er. Íbúa-
þing sem sjálfstæðismenn hyggjast
efna til í haust er kjörið til þess að
takast á við skipulagsumræðuna í
heild sinni.
Ábyrgð í rekstri bæjarins
Sérstaða Sétjarnarness felst því að
álögum hefur verið haldið í lágmarki
en um leið hefur tekist að veita íbúum
góða þjónustu. Á bæjarfulltrúum
hvílir sú skylda að nýta skattfé okkar
með ábyrgum og árangursríkum
hætti í þágu allra bæjarbúa en jafn-
framt leita leiða til að gera jafnvel eða
betur með minni tilkostnaði. Fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokks munu
tryggja þessa forgangsröðun.
Gerðu tilkall til
traustrar forystu
Jónmundur
Guðmarsson
Seltjarnarnes
Hvergi, segir
Jónmundur Guðmars-
son, eru íbúar ánægðari
með almenna þjónustu
en á Seltjarnarnesi
eða um 72%.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
og leiðir framboðslista Sjálfstæðis-
flokks á Seltjarnarnesi.