Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 28
UMRÆÐAN
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA var kynnt
könnun sem gerð var
fyrir tilstilli borgaryf-
irvalda og jafnréttis-
nefndar Reykjavíkur-
borgar um launamun
kynjanna. Könnun
þessi er sambærileg
annarri könnun sem
gerð var 1995, ári eftir
að Reykjavíkurlistinn
tók við stjórnartaum-
unum í höfuðborginni.
Reykjavíkurborg er
fyrsti atvinnurekandi
landsins til að gera
slíka samanburðar-
rannsókn á launamun
kynjanna yfir ákveðið
tímabil. Með þessu er hægt að meta
árangur þeirra aðgerða sem beitt
hefur verið til að jafna launamuninn
og má segja að þessi samanburðar-
rannsókn á þessu sviði sé einsdæmi
enn sem komið er.
Þegar þessar tvær kannanir eru
bornar saman er niðurstaðan slá-
andi. Þegar Reykjavíkurlistinn
komst til valda voru karlmenn al-
mennt með 15,5%
hærri laun en konur.
Nú, eftir átta ára
stjórnartíð R-listans,
hefur þessi munur
minnkað um 55% og er
orðinn 7%. Hér er um
að ræða þann launa-
mun sem eftir stendur
þegar tillit hefur verið
tekið til vinnutíma, ald-
urs, menntunar og
annarra þátta þannig
að ekki er hægt að
skýra hann öðruvísi en
sem kynjabundinn
launamun. Hér hefur
því Reykjavíkurlistinn
lyft grettistaki til að
jafna stöðu kynjanna.
Þennan árangur má þakka ýms-
um aðgerðum. Borgin hefur þurft að
yfirstíga rótgróin mynstur á al-
mennum vinnumarkaði og sem
dæmi má nefna að störf í geirum þar
sem karlmenn hafa verið í meiri-
hluta, s.s. tækni- og framkvæmda-
geira, hafa almennt verið verðlögð
hærra í samfélaginu en hefðbundin
kvennastörf, t.d. í fræðslu- og
umönnunarmálum þó að starfsmenn
hafi sambærilega menntun. Reykja-
víkurborg hefur hækkað laun í þess-
um hefðbundnu málaflokkum
kvenna þannig að dagvinnulaun í
ólíkum geirum hafa jafnast. Þetta,
ásamt fleiri aðgerðum, hefur gert
Reykjavíkurborg að eftirsóknar-
verðum vinnustað fyrir bæði kyn þar
sem jafnrétti er haft í hávegum. Í
framhaldinu stefnir Reykjavíkurlist-
inn að því að innleiða kynhlutlaust
starfsmat þannig að greidd verði
sömu laun fyrir störf sem eru jafn
krefjandi og verðmæt án tillit til
kyns.
Framþróun
í jafnréttismálum
Ljóst er að gríðarleg framþróun
hefur orðið í jafnréttismálum borg-
arinnar undir stjórn Reykjavíkur-
listans. Hún sést einnig á þeirri ein-
földu staðreynd að árið 1994 voru
konur 13,3% í hópi forstöðumanna
og æðstu embættismanna Reykja-
víkurborgar en karlar 86,7%. Nú lít-
ur heimurinn öðruvísi út og hlutfallið
er orðið jafnt; konur skipa 50% af
stjórnunarstöðum borgarinnar og
karlar 50%. Þetta eru gleðitíðindi
fyrir allt jafnréttissinnað fólk.
Reykjavíkurlistinn hefur mótað
ábyrga stefnu í jafnréttismálum og
nýtt undanfarin átta ár til að hrinda
henni í framkvæmd. Því verður hald-
ið áfram ef listinn fær áframhald-
andi umboð kjósenda hinn 25. maí.
Katrín
Jakobsdóttir
Reykjavík
Launamunur kynjanna
hjá Reykjavíkurborg
hefur minnkað um
helming, segir Katrín
Jakobsdóttir. Þetta eru
gleðitíðindi fyrir allt
jafnréttissinnað fólk.
Höfundur skipar 17. sæti Reykja-
víkurlistans.
Í EVRÓPU og
Bandaríkjunum fengu
menn fyrir nokkrum ár-
um þá hugmynd að eft-
irspurn eftir ljósleiðara-
samböndum væri líklega
því sem næst takmarka-
laus. Fyrirtæki eins og
Bredbandsbolaget í Sví-
þjóð, Energis í Bret-
landi, Williams Comm-
unications í BNA,
KPNQuest í Hollandi og
Global Crossing á
Bahamaeyjum lögðu allt
undir. Lagðir voru ljós-
leiðarastrengir milli
heimsálfa, innan heims-
álfa, milli stórborga og
innan stórborga. Gríðarleg flutnings-
geta var það sem þessi fyrirtæki sótt-
ust eftir. Allt að 1.200 ljósleiðarar voru
í hverjum streng og til öryggis voru
lögð rör í jörðu, sem síðan átti að draga
ennþá fleiri strengi í.
Allt gekk nokkuð vel í byrjun, verð
á bandbreidd lækkaði hratt og eftir-
spurn jókst. Gullæði rann á viðskipta-
jöfra og ýmsa glókolla. Mantran var
einföld. „Fleiri ljósleiðara, meira
gull.“ Lífið er aldrei svona einfalt eða
fyrirsjáanlegt.
Mars 2000 og bylgjufléttun
Í mars 2000 sprakk „internetból-
an“. Sprengingin hafði mikil áhrif á
tæknifyrirtæki. Sérstaklega fram-
leiðendur á fjarskiptabúnaði. Hluta-
bréf fyrirtækja eins og Lucent (LU)
og Corning (CLW), sem eru stærstu
framleiðendur á ljósleiðarastrengjum
í heiminum, hafa fallið hratt frá þess-
um tíma eða um 90%. Eftirspurn eftir
ljósleiðurum hefur verulega dregist
saman.
Um svipað leyti fóru möguleikar
bylgjufléttunartækni (Wave Division
Multiplexing) að verða fjarskiptafyr-
irtækum augljósir og hagkvæmir.
Þessi tækni þýddi einfaldlega að hægt
var að margfalda flutningsgetu ljós-
leiðara með því einu að skipta út
endabúnaði á hvorum enda ljósleið-
arastrengs. Ekki var lengur nauðsyn-
legt að grafa eða draga í rör nýja ljós-
leiðara. Þetta hefur leitt til þess,
samkvæmt Financial Times (19. sept-
ember 2001), að aðeins um 1–2 %
þeirra ljósleiðara sem eru komnir í
jörðu í Evrópu og Bandaríkjunum
hafa verið notaðir fyrir flutning.
Þau félög sem lengst gengu í ljós-
leiðaravæðingu og lögðu í raun allt
undir eru mörg hver í greiðslustöðv-
un og vart hugað líf. Global Crossing
(var GX) og Williams Communicat-
ions (var WCG) eru þegar komin í
greiðslustöðvun og KPNQuest
(KQIP) er mjög nærri því að lenda í
því sama. Önnur fyrir-
tæki eins og Bred-
bandsbolaget (ekki tek-
ist að skrá á markað) og
Energis (EGS) eru að-
eins skugginn af því
sem þau voru fyrir rúm-
um tveim árum. Mark-
aðsverðmæti Energis
þá var 12.000 milljón
pund, en er í dag aðeins
36 milljón pund. Energ-
is er þó annað af aðeins
tveim nýjum „breið-
bandsfyrirtækjum“ í
Evrópu sem fengu já-
kvæða umsögn í byrjun
árs hjá fjárfestinga-
bankanum Schroder Salomon Smith
Barney, sem er í eigu Citigroup.
Íslenski veruleikinn
Lína.net og Fjarski eru dæmi um
íslensk fyrirtæki sem byggja að hluta
á ljósleiðarahugmyndinni. Lína.net
lagði í upphafi upp með að tengja
saman spennistöðvar með ljósleiðara
og ná síðan til heimila með rafmagns-
lögninni. Ljósleiðarastrengir hafa
verið lagðir, en rafmagnslagnarlausn-
in er komin til Orkuveitunnar og
„markaðssett“ undir nafninu Fjöl-
tengi. Blikur eru á lofti um að þessi
tækni muni nokkurn tíma geta keppt
við ADSL eða kapalmótöld. Þær
tæknilausnir eru mun þroskaðri, út-
breiddari og hraðvirkari en raflínu-
lausnin.
Einnig getur svo farið að uppbygg-
ingu raflínulausnarinnar verði settar
verulegar takmarkanir vegna truflana
sem hún getur valdið. Staðlastofnunin
ETSI, sem býr til fjarskiptastaðla fyrir
ESB- og EFTA-lönd, mun leggja fram
drög að nýjum staðli um rafmagnstrufl-
anir frá fjarskiptakerfum í þessum
mánuði. Gert er ráð fyrir að staðallinn
taki gildi í september á þessu ári.
(ElektronikTidningen 15. febrúar 2002.)
Lína.net tilkynnti einnig með pomp
og pragt að þeir ætluðu að bjóða
heimilum ljósleiðaralausn. Það varð
aldrei meira en dýr markaðssetning
veturinn 2000–2001. Verkefninu hef-
ur verið frestað um ótiltekinn tíma
vegna kostnaðar og vöntunar á staf-
rænu innihaldi fyrir heimili (Mbl. 11.
ágúst 2001).
Í tilfelli Fjarska er það lagning ljós-
leiðara yfir hálendið til að tengja sam-
an Reykjavík og Akureyri. Þetta ljós-
leiðaragull er langsótt. Ef hugmyndir
Fjarska grundvallast á því að flutn-
ingsgeta ljósleiðarastrengja Lands-
símans sé verulegum takmörkunum
háð, er rétt að að leiðrétta það strax.
Með bylgjufléttunartækni er tækni-
lega hægt að 160-falda núverandi
flutningsgetu og fræðilega hægt að
4.680-falda flutningsgetuna. (Gilder-
tech júní 2001.) Slík flutningsgeta
væri ígildi þess að hægt væri að flytja
samtímis um 3 milljónir stafrænna
sjónvarpsrása eða tæplega 183 millj-
ónir símarása. Líklega getur sú flutn-
ingsgeta mætt öllum fyrirsjáanlegum
þörfum á íslenska markaðnum í fram-
tíðinni.
Regnboginn
Gullið í ljósleiðaranum er ekki auð-
unnið eða skjótfengið. Landssíminn
hefur unnið að því á hægan, hag-
kvæman og markvissan hátt að upp-
færa flutningskerfi sín til þess að geta
boðið heimilum og fyrirtækjum þá
bandbreidd og þjónustu sem krafist
verður í framtíðinni. Fyrir aðra getur
gullið í ljósleiðaranum verið eins og
regnboginn. Aðeins hilling.
Þór Jes
Þórisson
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Símanum.
Fjarskipti
Gullið í ljósleiðaranum,
segir Þór Jes Þórisson,
er ekki auðunnið eða
skjótfengið.
Viðskiptahug-
mynd regnbogans
Jafnréttisstefna sem ber árangur
ÞRJÁR fylkingar í
borginni eiga raun-
hæfa möguleika á að
ná inn kjörnum full-
trúa í borgarstjórn og
hafa áhrif á borgar-
málin. Þetta eru fram-
boð R-lista, D-lista og
F-lista. F-listinn legg-
ur sérstaka áherslu á
velferðar-, öryggis- og
umhverfismál en ég
hef sinnt þessum
málaflokkum af bestu
getu í borgarstjórn
Reykjavíkur sl. 12 ár.
Það er ein margra
ástæðna fyrir því að
málflutningur okkar
er trúverðugur. Starfsfólk úr heil-
brigðis- og umönnunarstéttum er
áberandi á F-listanum og lands-
þekktir baráttumenn úr röðum ör-
yrkja skipa 3. sæti og heiðurssæti
F-listans, en þar á ég við þá Gísla
Helgason og Halldór Rafnar, nú-
verandi og fyrrverandi formenn
Blindrafélagsins. Fulltrúi eldri
borgara, Erna Ingólfsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, skipar 4. sæti
listans.
Konur skipa annað hvert sæti F-
listans, sem er svokallaður fléttu-
listi. Margrét Sverrisdóttir skipar
2. sæti listans og tvær ungar konur
skipa 6. og 8. sæti listans. Konur
skipa því hærri sess hjá okkur en
hjá R- og D-lista. F-
listinn er sannarlega
listi allra stétta og
jafnræði er þar með
ungu fólki og eldri
borgurum.
F-listinn leggur
áherslu á góða þjón-
ustu við sjúka, aldr-
aða, öryrkja og barna-
fjölskyldur og vill
lækka þjónustugjöld
fyrir þessa hópa, sem
hafa orðið illa úti
vegna niðurskurðar
ríkisstjórnarinnar á
velferðakerfinu og
stórhækkaðs kostnað-
ar vegna heilbrigðis-
þjónustu. Við á F-listanum viljum
fara vel með fjármuni borgarbúa
og forgangsraða nýtingu almanna-
fjár til brýnna verkefna í þágu
þeirra sem þurfa á aðstoð og þjón-
ustu að halda. Þá getum við útrýmt
hinum illræmdu biðlistum eftir
nauðsynlegri þjónustu, styrkt
menntunina og ræktað mannauð-
inn. F-listinn vill gera átak í ferli-
og aðgengismálum fatlaðra, efla al-
menningssamgöngur, fjölga mis-
lægum gatnamótum og göngu-
brúm, gera löggæsluna sýnilegri og
auka öryggi fólks í hverfum borg-
arinnar.
Við á F-listanum höfnum sóun al-
mannafjár í ýmis gæluverkefni eins
og R-listinn gerir með fjármuni
Orkuveitu Reykjavíkur þannig að
þetta verðmæta fyrirtæki er skuld-
sett fram úr hófi. En við vörum líka
við áformum Sjálfstæðisflokksins
um að einkavæða Orkuveituna og
koma þannig sameiginlegum orku-
lindum og drykkjarvatni Reykvík-
inga undir forræði einkaaðila. Það
er óstjórn á fjármálum Reykvík-
inga og þar gætir valdþreytu. En
til að snúa blaðinu við setjum við
ekki valdþreyttan ráðherra úr rík-
isstjórninni í borgarstjórastólinn.
Þvert á móti skulum við veita nýju
og óspilltu afli umboð til að for-
gangsraða hlutunum rétt í Reykja-
vík. Það gerum við með því að
kjósa F-listann á laugardaginn.
F-listinn er þriðja aflið
Ólafur F.
Magnússon
Reykjavík
Við skulum veita
nýju og óspilltu afli, seg-
ir Ólafur F. Magnússon,
umboð til að forgangs-
raða hlutunum
rétt í Reykjavík.
Höfundur er læknir og borgar-
fulltrúi í Reykjavík.
ÞAÐ er ekki undar-
legt þó að konur fylki
sér um Reykjavíkurlist-
ann í komandi borgar-
stjórnarkosningum.
Hann hefur unnið það
afrek í jafnréttismálum
sem engri annarri
sveitarstjórn eða stofn-
un í eigu ríkisins hefur
hingað til tekist þrátt
fyrir fögur orð stjórn-
málamanna á tyllidög-
um og mannamótum. Á
síðasta ári náðist sá
áfangi innan Ráðhúss
Reykjavíkur að hlutur
kvenna í stjórnunar-
stöðum fór yfir 50 pró-
sent. Þar er auðvitað fremst meðal
jafningja hinn glæsilegi og farsæli
borgarstjóri okkar, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir. Innan borgarkerfisins
eru svo 22 nefndir og eru konur for-
menn helmings þeirra eða 11 samtals
en karlar í öðrum 11. Þetta er hið full-
komna jafnrétti í raun. Tekist hefur
einnig að minnka launamun kvenna
og karla sem starfa hjá
Reykjavíkurborg úr 14
prósentum í 7 prósent.
Ekki má gleyma því að
Reykjavíkurborg er
annar stærsti launa-
greiðandi landsins á
eftir ríkinu. Hvernig
standa jafnréttismálin í
ráðuneytum og banka-
stjórnum?
Það sem á vantar
jafnræði milli kvenna
og karla í nefndum
Reykjavíkurborgar er
fyrst og fremt sök Sjálf-
stæðisflokksins. Af
fulltrúum Reykjavíkur-
listans í nefndunum eru
53 prósent konur en af fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins aðeins 33 pró-
sent konur. Þetta er aðeins raungerv-
ing á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í
eðli sínu gamaldags karlveldisflokk-
ur. Það kom raunar í ljós í aðdrag-
anda að vali á framboðslista flokksins
í vetur. Ingu Jónu Þórðardóttur, sem
leitt hafði borgarstjórnarflokk sjálf-
stæðismanna með ágætum á liðnu
kjörtímabili, var ekki treyst til að
vera borgarstjóraefni þeirra þegar á
reyndi. Henni var ýtt til hliðar.
Ef litið er á lista flokkanna með til-
liti til jafnréttissjónarmiða blasir
þetta sama við. Ef sjálfstæðismenn fá
meirihluta verða þrjár konur en fimm
karlar í borgarstjórnarflokki þeirra
og borgarstjórinn karl. Ef Reykja-
víkurlistinn fær meirihluta verður
hlutfallið jafnt, fjórar konur, fjórir
karlar og borgarstjórinn kona. Þarf
frekari vitna við?
Konur kjósa R-listann
Guðjón
Friðriksson
Reykjavík
Af fulltrúum
Reykjavíkurlistans í
nefndunum, segir
Guðjón Friðriksson,
eru 53 prósent konur.
Höfundur er rithöfundur.