Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Magnússonfæddist í Skuld í Hafnarfirði 19. sept- ember 1902. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 10. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- laug Björnsdóttir, f. 6.8. 1860 í Sölvholti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, d.7.12. 1929 í Skuld, og Magnús Sigurðsson, f. 26.10. 1860 í Múla í Biskupstungna- hreppi í Árnessýslu, d.11.11. 1957, bónda og sjómanns í Skuld. Jón átti sex alsystkini. Þau voru: Ágúst, f. 3.8. 1888, Magnús f. 3.8. 1890, Sesselja, f. 11.10. 1893, Stef- anía Sigríður, f. 24.10. 1895, Svein- björn, f. 25.5. 1899, Margrét Dag- björt, f. 30.4. 1905, og tvær uppeldissystur, Stefanía Elíasdótt- ir, f. 13.8. 1907, og Sigríður Ketils- dóttir, f. 20.4. 1911. Hálfbróðir Jóns, sonur Guðlaugar, var Jón Björnsson, Akureyri, f. 6.7. 1882. Jón kvæntist 14.1. 1933 Elínu Karitas Kristínu Björnsdóttur, f. 22.7. 1903 í Hafnarfirði, d. 23.6. Hafnarfirði, m. Hilmar Gunnars- son. Þeirra börn: Gunnar, f. 11.8. 1963, kona Ágústa Þóra Hjalta- dóttir. Þeirra börn: Sigrún Halla, f. 26.4. 1985, og Hilmar Steinn, f. 1.9. 1993. Ragnar, f. 11.4. 1966, kona Magdalena Ástgeirsdóttir. Elín, f. 12.4. 1970, m. Trausti Jónsson. Þeirra barn Jóhann,f. 27.11. 2000. Jón ólst upp í Hafnarfirði og vann að búi föður síns, seinna eign- aðist hann vörubíl og stundaði vörubílaakstur í Hafnarfirði. Árið 1935 stofnaði hann með fleirum Áætlunarbíla Hafnarfjarðar og stundaði hann akstur milli Hafn- arfjarðar og Reyjavíkur til ársins 1947. Þá hóf hann aftur akstur vörubifreiðar. Jón var alla tíð mik- ill áhugamaður um skógrækt og stundaði skógrækt og uppeldi garðplantna í Skuldartúni. Um 1950-60 er hann kominn með gróðrarstöð og hættir vörubíla- akstri um 1970 og helgar sig ein- göngu skógrækt. Gróðrarstöðin er enn rekin af dóttur hans og dótt- ursyni. Jón var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og var gerður að heiðursfélaga þess á 40 ára afmælinu. Árið 1991 var Jón gerður að heiðursfélaga Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1.1. 1986 fyrir ræktunarstörf sín. Útför Jóns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1988. Foreldrar henn- ar voru Þóra Sigurð- ardóttir, f. 4.11. 1878, d. 19.8. 1906, og Björn Bjarnason, f. 17.7. 1874, smiður í Hafnar- firði. Börn þeirra eru: 1) Magnús Jónsson, flugstjóri, f. 22.2. 1935. Hann á fjögur börn með fyrri konu sinni, Ernu Helgadótt- ur, f. 21.6. 1933. Þau eru: Elín Kristín, f. 26.4. 1958, m. Daníel Emilsson. Þeirra barn Birna, f. 13.6. 1981. Lára, f. 17.8. 1959, m. Níels Hann- esson. Þeirra börn: Steinþór, f. 3.9. 1983, Björk, f. 20.11. 1986, og Svavar, f. 29.9. 1994. Guðlaug Björk, f. 27.6. 1961, m. Geir Guð- nnlaugsson. Þeirra barn Erna, f. 30.3. 1982. Jón, f. 3.10. 1962, kona 1 Guðrún Albertsdóttir. Þeirra börn: Ásrún Lilja, f. 19.1. 1981, Magnús, f. 18.2. 1986, Ásgeir, f. 23.7. 1987, Sólveig, f. 18.3. 1990. Kona 2 Ágústa Ólafsdóttir. Seinni kona Magnúsar er Elín Norðdahl, f. 24.1. 1939 (þau skildu). 2) Guð- rún Þóra Jónsdóttir, f. 25.5. 1941, rekur gróðrarstöðina Skuld í Kveðja frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar Nú, á svölum en sólríkum maídög- um þegar vorannir standa hæst, er gott að minnast Jóns Magnússonar í Skuld sem andaðist 10. maí sl. á hundraðasta aldursári. Fátítt er að Rótarýhreyfingin geri mann utan sinna raða að heiðurs- félaga, en það gerðist árið 1991 þeg- ar Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar kaus Jón heiðursfélaga sinn. Árið áður hafði Rótarýumdæmið á Ís- landi veitt Jóni verðlaun úr Starfs- greinasjóði umdæmisins. Í lögum alþjóða Rótarýhreyfing- arinnar segir: „Rótarýklúbbur getur kosið sem heiðursfélaga hvern þann mann sem sýnt hefur frábæra atorku í útbreiðslu þeirra stefnu- miða og starfshátta sem Rótarý til- einkar sér.“ Jón í Skuld var þess konar maður. Hann var ekki kjörinn heiðurs- félagi eingöngu vegna þess að hann stæðist með ágætum fjórpróf rót- arýmanna þar sem hann var maður sannleika, drengskapar, velvildar og góðsemi. Ekki síður var það vegna þess að vettvangurinn sem hann valdi að starfa á og skilaði honum og samferðamönnunum svo frábærum árangri var þjónusta og ræktunar- starf. Hvort tveggja snertir tilvist- arkjarna Rótarý. Jón hóf sjálfstæðan atvinnurekst- ur 32 ára gamall. Árið 1935 stofnaði hann með bróður sínum og fleirum fyrirtækið Áætlunarbíla Hafnar- fjarðar hf. Fyrirtækið tók upp áætl- unarferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og stundaði þær ásamt fleiri fyrirtækum allt til árs- ins 1947 þegar Á.H. treystist ekki lengur til að halda uppi ferðunum vegna ákvarðana ríkisvaldsins um sérleyfi sem voru fyrirtækinu í óhag. Ræktun var Jóni í blóð borin. Ungur varð hann félagi í Skógrækt- arfélagi Íslands. Þegar það var gert að sambandi skógræktarfélaga, stofnaði Jón ásamt fleiri valinkunn- um Hafnfirðingum Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 25. október 1946. Jón var fyrsti gjaldkeri S.H. og sat lengst af í stjórn félagsins. Eigin skógræktarstöð rak hann áratugum saman við heimili sitt, Skuld, eða Lynghvamm 25 í Hafnarfirði. Þar ræktaði hann meðal annars sérstak- lega beinvaxið birkikvæmi sem sóst var eftir víða. Ekki síst vegna eldmóðs frum- kvöðlanna naut Skógræktarfélagið velvilja bæjaryfirvalda. Að minnsta kosti var því úthlutað sjö hektara landi til ræktunar sem stjórn félags- ins hafði séð út uppi við Lækjar- botna. Af örlæti sínu girti Jón spild- una á eigin kostnað til verndar ungum teinungum. Nú, meira en hálfri öld síðar er girðingin fallin og horfin. Eftir stendur fallegur skóg- arreitur öllum til yndisauka. Næstu ár og áratugi tók Skóg- ræktarfélagið að sér hverja örfoka spilduna eftir aðra svo að nú skiptir ræktunarland þess hundruðum hektara. Jón hafði sjálfur fengið land til ræktunar nálægt Kaldárseli 1945. Landið og bústað sem hann byggði þar kallaði hann Smalaskála. Næst landi Jóns liggur spilda sem Rót- arýklúbbur Hafnarfjarðar fékk til ræktunar. Á hverju vori í maí fara klúbbfélagar í gróðursetningarferð á reitinn ásamt eiginkonum sínum í Inner-Wheel. Eftir að Jón hafði ver- ið kjörinn heiðursfélagi komst sú venja á að hann bauð gróðursetning- arfólkinu heim í skála til sín. Þótt Jón væri kominn á tíræðisaldur var enginn í hópnum kátari en hann. Með bjartri tenórrödd sinni leiddi hann hópinn í söng fram á rauða kvöld. Hann flutti kvæði eftir Einar Benediktsson skörulega af munni fram án þess að reka nokkurn tíma í vörðurnar og þegar fólkið var loks komið út á hlað á heimleið kynnti hann gestina af nákvæmni fyrir hverri strýtu og hverju fjalli frá bæjarhellu að sjónarrönd. Jafnt þó að hann sæi þau sjálfur ekki lengur skýrt nema með innri augum. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar árið 1986 fyrir ræktunarstörf sín. Þótti þeim sem þekktu Jón í Skuld og verk hans sú útnefning vel tíma- bær. Eftirfarandi frumort erindi flutti eldri borgarinn og Rótarýfélaginn Eríkur Pálsson frá Ölduhrygg Jóni af sérstöku þakkartilefni við Smala- skálann árið 1997: Gróðurinn gjöf til landsins gleður sérhvern mann. Fegraði Fjallkonuna fáir betur en hann. Senn hnígur sól að viði. Sagan mun lifa þín, sem með hönd og hjarta hugsaði um blómin sín. Komin er óhjákvæmileg kveðju- stund. Við, félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, stöndum við hlið eft- irlifandi barna Jóns og fjölskyldna þeirra og horfum af söknuði á eftir góðum dreng á vit eilífðarinnar. Sigurþór Aðalsteinsson, forseti R.H. JÓN MAGNÚSSON ✝ Magnús Jóhann-esson skipa- smiður fæddist í Arnardal í Norður- Ísafjarðarsýslu 2. ágúst 1929. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigrún Agata Guð- mundsdóttir, f. á Bassastöðum í Steingrímsfirði 1. nóv. 1890, d. 10. október 1967, og Jóhannes Guðmundsson, f. á Ísa- firði 9. okt. 1888, d. 11. maí 1968. Systkini Magnúsar eru: Guðmundur, látinn, Sigmundur, býr í Keflavík, Steinunn, látin, Guðbjörg, býr í Reykjavík, Guð- Magnús Þór, f. 8. maí 1984, d. 19. mars 1994, Ingi Þór, f. 5. jan. 1999, og Aron Smári, f. 14. nóv. 2001. 4) Viðar tölvunarfræðing- ur, f. 25. janúar 1962, kvæntur Emelíu Báru Jónsdóttur. Börn þeirra eru Jón Viðar, f. 28. nóv 1986, Nanna Ingibjörg, f. 27. okt. 1987, og Elísa Rún, f. 12. nóv. 1992. Magnús ólst upp í Súðavík frá tveggja ára aldri. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykja- nesi og fór síðan til Siglufjarðar og vann þar í vegavinnu. Því næst lá leiðin til Akureyrar og hann byrjaði að vinna í Drátt- arbraut Akureyrar og hóf nám í skipasmíði. Árið 1951 fékk hann vélstjóraréttindi og vann sem vélstjóri á hinum ýmsu bátum. Í febrúar 1954 hóf Magnús störf í dráttarbraut Keflavíkur og lauk þar námi í skipasmíði og vann þar til 1983 að hann fór að vinna hjá varnarliðinu til ársins 1995. Útför Magnúsar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. munda, látin, Ólafía, býr á Akureyri, og Ólafur, býr í Kefla- vík. Magnús kvæntist 31. ágúst 1957 Guð- rúnu Elísu Ólafsdótt- ur, f. 3. feb. 1932. Börn þeirra eru: 1) Ómar Már vélfræð- ingur, f. 11. júlí 1952. 2) Jóhannes Rúnar verkfræðing- ur, f. 14. apríl 1955, kvæntur Andreu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Guð- mundur Daði, f. 16. mars 1979, og Hildur Lovísa, f. 15. maí 1990. 3) Ólafur Sævar húsa- smíðameistari, f. 19. febrúar 1959, kvæntur Sólbjörgu Hilm- arsdóttur. Börn þeirra eru Vorið var besti tími afa Magn- úsar. Þá vaknaði hann úr dvala vetrarins eins og náttúran sjálf sem hann var órjúfanlegur hluti af. Þá naut hann sín best og miðlaði ótæmandi fróðleik um fuglalíf og lífríkið til barnabarnanna. Minnst er með þakklæti veiðiferða og fjöruferða, ferðanna í eggjaleit upp í heiði og selaskoðunar við Garðsvita og svo ótal margs ann- ars sem Magnús opnaði augu þeirra fyrir í náttúrunni sem hann bar ómælda virðingu fyrir. Þannig hafði hann áhrif á þroska barna minna og fyrir það er þakkað að leiðarlokum. Andrea Katrín Guðmundsdóttir. Elsku Magnús afi, Það var sorg- legt hvað þú kvaddir fljótt, en samt er ég þakklátur fyrir það að þú þurftir ekki að liggja lengi og líða illa. Ég hef fyrir svo margt að þakka þér. Ég minnist veiðiferð- anna okkar í Helguvík og Seltjörn og fleiri staði. Ég minnist eggja- tínslu og ég minnist allra þeirra stunda sem við áttum saman úti í náttúrunni, sem þú þekktir svo vel og fræddir mig svo oft um. Þú átt- ir þér draum sem þú talaðir stund- um við mig um. Þig dreymdi um að eignast eyðijörð, þar sem þú gætir dyttað að húsum og átt gott afdrep og verið með barnabörn- unum þínum úti í náttúrunni við veiðiskap í sumardýrðinni, sem þú þekktir svo vel og unnir. Þessi draumur rættist ekki en það er samt gott að eiga hann með þér áfram. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku afi. Þinn Jón Viðar. Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. (Þýð. M. Joch.) Nú er hann afi Magnús farinn í langt ferðalag. Hann er farinn til Guðs. Mamma og pabbi sögðu mér það einn morguninn. Ég er bara þriggja ára og veit varla hvernig ég á að taka þessu og enn síður Aron Smári bróðir minn sem er aðeins sex mánaða. Við afi Magnús áttum margar góðar stundir sam- an og ég sakna hans sárt. Stund- um þegar hann kom í heimsókn, þá oftast með ömmu Guðrúnu, settist hann í sófann í stofunni. Þá byrjaði ég að sýna honum, hvað ég væri fljótur að hlaupa. Ég dansaði stundum líka og söng uppáhalds- lögin mín og við skemmtum okkur báðir konunglega. Eitt áhugamál áttum við sameiginlegt, en það var að horfa á ævintýramyndir í sjón- varpinu. Þá var ekki hægt að ná neinu sambandi við okkur, við hurfum inn í ævintýraheiminn, sælir á svipinn. Við hlógum oft að ýmsu sem birtist á skjánum, en það var líka gott að skríða í fangið á afa þegar einhver ógn eða hætta steðjaði að hjá uppáhaldshetjunni okkar í myndinni. Afi Magnús var líka mjög hrifinn og um leið við- kvæmur fyrir Aroni Smára bróður mínum. Einu sinni var pabbi að gefa honum nefdropa, því hann var kvefaður. Aron Smári grét hástöf- um sem vonlegt var. En pabbi var varla búinn að láta dropana í nefið á honum, þegar afi þreif hann í fangið, til að hugga hann. „Komdu, vinur,“ sagði hann, „við skulum horfa út um gluggann.“ En það þykir litla bróður mínum svo afar skemmtilegt, að horfa á trén bær- ast og fuglana tísta og syngja í garðinum okkar. Pabbi og mamma vilja þakka afa Magnúsi fyrir það hversu vel hann reyndist eldri bróður okkar, Magnúsi Þór, í löngum og erfiðum veikindum. En hann var u.þ.b. 10 ára þegar hann lést, 19. mars 1994. Fjölskylda mín hér á Heiðar- garði sendir ömmu Guðrúnu inni- legar samúðarkveðjur og við biðj- um guð að blessa ástvini hennar og heimili. Við bræðurnir þökkum afa ást og umhyggju í okkar garð og biðj- um englana að gæta hans í landinu eilífa. Við kveðjum Magnús afa hinstu kveðju með þessum ljóðlínum, sem minna okkur á vonina um eilíft líf og kærleika. Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þó hverfi um stund. (Þýð. M. Joch.) Ingi Þór og Aron Smári. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Ég veit að ég á eftir að sakna þess að fara með þér í eggjaleit og að veiða. Elsku afi, en nú veit ég að þú þarft ekki að þjást lengur og ert kominn í himnaríki. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Þín Nanna. Elsku besti Magnús afi, ég sendi þér þetta bænavers: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín Elísa Rún. MAGNÚS JÓHANNESSON MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.