Morgunblaðið - 21.05.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.05.2002, Qupperneq 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 31 ✝ Jakob Svein-björnsson fædd- ist 15. júní 1921 á Hnausum í Húna- þingi. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 13. maí 2002. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Jak- obsson, bóndi að Hnausum, f. 20.10. 1879, d. 25.10. 1958, og Kristín Pálma- dóttir, húsfreyja að Hnausum, f. 10.4. 1889, d. 31.5. 1985. Sveinbjörn var sonur Jakobs, verslunarstjóra í Flatey á Breiðafirði, Þorsteinssonar og Sveinsínu Sveinbjörnsdóttur, prestsdóttur frá Árnesi á Strönd- um. Kristín var dóttir Pálma Er- lendssonar á Vesturá í Laxárdal og Jórunnar Sveinsdóttur, bónda- dóttur frá Starrastöðum í Skaga- firði. Systkini Jakobs eru Guðrún, f. 5.11. 1917, gift Dýrmundi Ólafs- syni, f. 8.12. 1914, Leifur, f. 2.10. 1919, kvæntur Elnu Thomsen, f. 11.5. 1936, Jórunn Sigríður (Stella), f. 9.3. 1925, gift Hafsteini Hjartarsyni f. 5.9. 1908, d. 20.8. 1994, og Svava Sveinsína, f. 26.1. 1931. Jakob kvæntist 20.10. 1949 Þórdísi Ingu Þorsteinsdóttur hús- móður, f. 18.9. 1924. Börn þeirra eru: 1) Sigrún flugfreyja, f. 1.7. 1950, gift Guðmundi Ómari Frið- leifssyni jarðfræðingi, f. 12.6. 1950. Börn þeirra eru Þórdís, f. 18.3. 1976, Friðleifur Egill, f. 18.6. 1980, og Jakob, f. 11.7. 1990. 2) Kristín Birna hárgreiðslumeist- ari, f. 14.12. 1952, gift Finnboga Ingólfssyni húsasmið, f. 15.12. 1952. Börn þeirra eru Hrund, f. 29.9. 1976, Ingólfur, f. 28.1. 1982, og Pétur, f. 6.7. 1992. 3) Sveinbjörn tannlæknir, f. 19.11. 1957, kvæntur Stef- aníu Björgu Þor- steinsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 28.5. 1960. Börn þeirra eru Daði Þor- steinn, f. 27.4. 1985, og Inga Margrét, f. 27.8. 1991. 4) Guð- rún, ljósmóðir og hjúkrunarfræðing- ur, f. 22.6. 1960, gift Júlíusi Kristjánssyni flugvirkja, f. 6.1. 1957. Börn þeirra eru Kristján, f. 23.5. 1992, Aron Snær, f. 29.11. 1996, og Þorsteinn Ingi, f. 5.9. 1998. Jakob ólst upp í foreldrahúsum að Hnausum til manndómsára, lauk almennri grunnmenntun í heimahéraði og stundaði síðan nám við Héraðsskólann að Laug- arvatni tvo vetur, 1939-1941. Flutti eftir það til Reykjavíkur og hóf fljótlega störf sem leigubíl- stjóri hjá Bifreiðastöð Reykjavík- ur (BSR), samfellt til ársins 1975. Frá 1975 til 1990 starfaði hann sem skoðunarmaður hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins, fyrst í Borgartúni en síðan á Ártúnshöfða, þar til rekstri fyrirtækisins var breytt 1990. Eftir það hóf Jakob aftur fullt starf hjá BSR, en stöðvarleyf- inu hafði hann haldið alla tíð og stundað akstur með aðalstarfinu hjá Bifreiðaeftirlitinu. Hann hætti akstri fyrir aldurssakir 1994, skv. þá nýútkominni reglugerð um há- marksaldur atvinnubílstjóra. Útför Jakobs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú að leiðarlokum langar mig að minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum eftir átján ára samfylgd. Þar sem hann hafði ávallt verið heilsuhraustur og lítt kvartsár kemur skyndilegt fráfall hans nokkuð á óvart. Mér er efst í huga glettni hans, góðsemi og hjálpfýsi í minn garð. Greiðvikni hans og ósérhlífni var viðbrugðið. Ávallt reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd í stóru sem smáu. Vílaði aldrei neitt fyrir sér og taldi ekkert eftir sér. Nutu börn mín þess ekki síður og eiga eftir að sakna afa síns. Sonur Jak- obs og sonarsonur, sem ég veit að hann var mjög stoltur af, eins og reyndar af öllum barnabörnunum, eru þakklátir fyrir að hafa átt hljóða kveðjustund hjá föður og afa, að honum látnum. Þeir eiga eftir að sakna vinar í stað. Jakob var mikil stoð börnum sínum, systrum og ekki síst eiginkonu sinni, sem öll hafa misst mikið. Guð styrki þau í sorginni. Blessuð sé minning Jakobs Sveinbjörns- sonar. Stefanía Björg Þorsteinsdóttir. Þá er minn ágæti tengdafaðir Jakob Sveinsbjörnsson allur, fór skjótt og hljóðlega, án fyrirvara að heitið gæti, öllum að óvörum, gaf engum tækifæri á að hafa nokkrar áhyggjur af sér, aldrei neitt að honum, hreystin uppmáluð, boðinn og búinn að rétta öðrum hjálp- arhönd, mátti ekkert aumt sjá. Eftir stendur Inga okkar, ásamt löngu fullorðnum börnum og tengdabörnum og misgömlum barnabörnum, hálfhissa á þessu öllu saman, en í senn þakklát fyrir farsæla langa og góða daga með bónda sínum. Bæði ættuð úr rammíslenskum sveitum, frá mannmörgum heimilum, alin upp við vinnusemi frá blautu barns- beini, hún austur í Rangárvalla- sýslu hann norður í landi. Jakob ólst upp í föðurgarði að Hnausum í Húnaþingi. Þar var tví- býlt, Magnús á hinu býlinu, sam- býli gott. Hnausar í þjóðbraut og með símstöð í ofanálag og því oft margt um manninn. Gestrisni Sveinbjörns og Kristínar að ís- lenskum sið. Hestakyn gott. Jakob þriðji í röð fimm systkina, alinn upp við leik og störf, ávallt kall- aður „Boti“ af vinum og vanda- mönnum, gælunafnið trúlega til- komið úr eigin muni í frum- bernsku. Hann minntist æsku- áranna ávallt með hlýhug, glettinn að auki, og ómótstæðilegar voru hláturstundirnar þegar hann og systkinin brugðu á leik með sögum frá æskuheimilinu, t.d. um „Álf- konuna í Grásteini og smákökurn- ar góðu“, „Komu útvarpsins“ o.fl. o.fl. Á manndómsárunum dvaldi hann á Héraðsskólanum á Laug- arvatni í tvo vetur, 1939-1941, í upphafi heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Þá er nútíminn hélt innreið sína til Íslands fyrir alvöru. Jakob minntist námsáranna á Laugarvatni og samnemenda með hlýhug og virðingu. Söluferð með hrossastóð að norðan til Laugar- vatns árið eftir að námi lauk var honum og minnisstæð. Eftir að námi lauk starfaði hann um hríð með rafvirkjameistara, en hóf fljótlega störf við leigubílaakstur hjá BSR, enda rífandi tekjur í þeim bransa í uppgangsplássinu Reykjavík. Hann hafði stöðvar- númerið 14. Leigubílaakstur á stríðsárunum og árunum þar á eft- ir er sveipaður hálfgerðum ævin- týraljóma. Haftastefna og skömmtun gerði mönnum erfitt fyrir, vonlaust að eignast bíl nema eftir einhverjum krókaleiðum sem fáir skildu þá, og þeim mun færri núna. Jakob komst fljótlega yfir bíl og þar með voru örlögin ráðin í hálfa öld. Lítið var um almenna bílaeign á þessum árum og starf leigubílstjórans því sveipað ljóma fjölbreyttra verkefna.Vinnudagur- inn ætíð langur. Sem jarðfræðingi á Orkustofnun þótti mér t.d. gam- an að hlusta á sögur hans af fjöl- mörgum rannsóknarferðum um landið með hinum mætustu mönn- um í jarðvísindum og orkumálum, Gunnari Böðvarsyni, Eiríki Briem, Þorbirni Karlssyni, Trausta Ein- arsyni, Sigurði Thoroddsen og fjöl- mörgum fleiri. Þá var öldin önnur, menn óku um landið á amerískum glæsivögnum með einkabílstjóra. Tveim til þrem áratugum síðar, þegar ég hóf störf, þá keyrðum við allir sjálfir. Ég hafði aldrei séð neitt nema hjáleigða afdankaða Willy’sa, Rússa og Land Rovera, og þótti allnokkrum tíðindum sæta hin forna frægð þá hetjur óku um héruð. Og alla þekkti tengdapabbi. Og svo voru það listamennirnir. Sérkapítuli. Jakob var einn af fastabílstjórum Kjarvals svo sem stofuveggirnir bera glöggt vitni. Fastabílstjórarnir þurftu að vera búnir einhverjum sérstökum mannkostum sem enginn kann deili á, kannski þurftu þeir að hafa alist upp í sveit og kunna að bjóða heim í kaffi og pönnukökur, eða slátur ef svo bar undir? Minnis- stæðar ferðir með Öskubuskurnar um allt land var umræðuefni sem stundum bar á góma. Þá var gist í tjaldi. Og svo voru það allir lax- veiðikallarnir í Straumfjarðará – annar sérkapítuli. Þar mynduðust þessi dularfullu tengsl sem vörðu áratugum saman, út yfir gröf og dauða að heita má. Jakob ávallt mættur á réttum tíma, og þótti fjölskyldunni stundum nóg um for- ganginn sem laxveiðikallarnir höfðu. En þannig var hann, traust- ur og öllum trúr, og skilaði ávallt heilum vagni heim, enda „princip- maður“ í umgengni við bíla. Öku- ferill hans með eindæmum farsæll svo aldrei bar skugga á. R 273 var bílnúmerið hans um áratuga skeið, allt þar til númerakerfinu var breytt. Og fjölskyldan naut 15 ára starfa hans í Bifreiðaeftirlitinu þegar „góð númer“ duttu inn – öll komin með –273 í endann, ein- hverjum þúsundum betur þar framan við og ýmist með R eða G fremst. Gott ef einn farkosturinn í fjölskyldunni ber ekki slíkt númer enn. Og svo voru það hestarnir. Sér- kapítuli. Maðurinn átti sér líka tómstundir um áratuga skeið, öll uppvaxtarár barnanna og gott bet- ur því tengdasynirnir nutu góðs af, þeim er lysti ,og barnabörnin. Óvíða sáust betur hirtir hestar, og margan gæðinginn átti hann, þótt Blesi stæði trúlega fremstur. Natni hans við hesta var einstök, tamdi gjarnan sjálfur, sat ótemjur fram yfir sjötugt svo okkur þótti nóg um, hafði betur, beitti aldrei hörku, varkár með afbrigðum. Lengst af hélt hann hesta í Leyni- mýri í Öskjuhlíð. Þar stóð tíminn í stað í miðri Reykjavík. Vatn halað upp úr brunni kvölds og morgna til gegninga, og heyjað á nálægum blettum að misgömlum sið vel fram yfir 1980. Heyannir hrein fjölskylduskemmtun þar sem gamli Stúdí Bakervörubílinn hans Óla gamla strætóbílstóra var not- aður til heyflutninga. Seinasta ára- tuginn hélt Jakob hross í Víðidal. Átti þar góðar stundir. Og enn eru nokkrir kapítular eftir. Hver var þessi maður? Jú – fjölskyldu átti hann líka, og hún skipaði veglegasta sessinn. Naut hann þar fulltingis Ingu, sem aldr- ei virðist þreytast á kökubakstri og matseld, gætti bús og barna, og barnabarna í tíma og ótíma, og vann þó úti eftir að eigin börn uxu úr grasi. Jakob hafði m.a. það hlut- verk um áratuga skeið að keyra út í öll afmæli innan fjölskyldunnar þá allra bestu afmælistertu sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi og þó víðar væri leitað, auk ýmiss afraksturs úr eldhúsinu sem virtist ótæmandi nægtabrunnur. Þá er ótalin einstök greiðasemi og hjálp- fýsi Jakobs er taka þurfti til hendi á einhverju heimilinu, hvort heldur var vegna flutninga, málningar- vinnu eða stórframkvæmda af ein- hverju tagi. Þar var hann mættur óumbeðinn og hlífði sér hvergi, laghentur með afbrigðum. Og svo átti hann sumarbústað í Vatnsdals- fjalli, gegnt Hnausum og Vatns- dalshólum. Byggði hann sjálfur í Leynimýri fyrir hálfum þriðja ára- tug og flutti hann norður. Þar áttu barnabörnin dýrðardaga með afa og ömmu, og foreldrarnir frí á meðan. Og enn er margt ótalið, eftirminnilegar heimsóknir tengda- foreldranna á námsárunum í Ed- inborg, Flórídaferð einhverjum ár- um síðar, og svo ótal margt. Fyrir allt þetta vil ég þakka af heilum hug og bið tengdamóður minni Guðs blessunar. Nú síðari árin fjölgaði heldur sólarlandaferðum Jakobs og Ingu, og ekki síður ferðum í bústaðinn í Vatnsdalsfjalli, nú síðast í dýrð- arveðri í apríl. Þá hringdi Jakob í allar fjölskyldurnar svo við mætt- um eiga þátt í gleði þeirra og ánægju. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Guðmundur Ómar Friðleifsson. Jakob afi var fullkomin skil- greining á orðinu afi. Hann var sérstaklega ósérhlífinn og óeigin- gjarn maður. Við fráfall hans taka minningabrot að birtast í huganum sem gerum okkur fljótt grein fyrir að eru okkar bestu æskuminning- ar. Það gildir einu hvort þær tengjast heimsóknum í Bólstaðar- hlíðina, hestunum í Leynimýrinni eða heyskap með Studebaker í broddi fylkingar í miðri Reykjavík. En minningin sem við frændsystk- inin erum sammála um að standi uppúr tengist sumarbústaðarferð- unum á Skíðastaði í Vatnsdal. Dagurinn hófst venjulega á því að R 273 rann í hlaðið, aftursætið var vel fóðrað með köflóttu teppi, sem var fyrirbyggjandi aðgerð leigubílstjórans, sökum tilhneig- ingar til ógleði í aftursætinu eftir ofát á góðgæti sem amma hafði ávallt meðferðis. Þegar á Skíða- staði var komið var eldaður dýr- indis matur, krummi fékk afgang- ana og svo burstuðum við tennur í læknum og sofnuðum sæl út frá veðurfréttum á Gufunni. Eld- snemma næsta dag var stokkið í pollagallana og netanna vitjað í Hnausavatni sem sá gamli hafði lagt kvöldið áður. Á leiðinni niður að vatni voru sömu lögin sungin ár eftir ár. Þar minnumst við helst laga eins og Bjarnastaðabeljurnar, Sá ég spóa og Afi minn fór á hon- um Rauð. Ómissandi þáttur af ferðinni var að fara í sund á Blönduósi og koma við í hinu sér- stæða Krúttkökuhúsi til að kaupa snúða með ekta súkkulaði. Á Skíðastöðum eyddum við mörgum góðum sumrum undir verndar- væng afa og ömmu. Þó að ferð- unum á Skíðastaði hafi fækkað með árunum hélst samband okkar alltaf sterkt. Alltaf var hann boð- inn og búinn að aðstoða okkur í hvívetna, sýndi einskæran áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann hafði ákveðnar hug- myndir um hvaða nám við legðum fyrir okkur en hversu mikil alvara fylgdi því vitum við ekki. Einn af draumum hans var að annaðhvort yrðum við veðurfræðingar eða prestar. En hvað sem því líður var hann stoltur af flugfreyjunum sín- um, lögfræðinemanum og „bílasal- anum“. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú kenndir okkur í gegnum tíðina, þú gafst svo miklu meira af þér en þú gerðir þér sjálfsagt grein fyrir. Við eigum erfitt með að koma tilfinningum okkar í orð og langar því að enda þessa kveðju til þín á vísubroti eftir formóður okkar allra, Vatnsenda-Rósu, í þeirri trú að þú heyrir hugsanir okkar frá himnum, elsku afi: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Við vitum að ef einhver á vísan stað í ríki Guðs þá ert það þú. Við vitum líka að þú vakir yfir okkur núna eins og þú gerðir í lifanda lífi. Við skulum passa ömmu vel fyrir þig. Þín ástkæru barnabörn, Þórdís, Hrund, Friðleifur Egill og Ingólfur. Hver á sér fegra föðurland með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym drottinn okkar dýra land er duna jarðarstríð. (Hulda.) Þetta ljóð var ég að læra þegar pabbi sagði að afi væri dáinn. Það vill svo til að ljóðið minnir mig á sumarbústaðinn í Vatnsdalsfjalli mót Hnausum í Húnavatnssýslu. Þar er fagurt úsýni og friðsælt á sumarkvöldum. Þaðan á ég margar góðar minningar. Eins og þegar ég, afi og frændi minn fórum að veiða og margar aðrar. Ég mun sakna afa mikið. Jakob. Elsku besti afi, núna ert þú far- inn til guðs og við fáum aldrei að sjá þig aftur. Það finnst okkur mjög sárt og svolítið skrítið að skilja. Þú varst vanur að koma ásamt ömmu til okkar og passa þegar mamma fór í vinnuna. Það var svo gaman, þú varst svo dug- legur að leika við okkur. Þú vildir líka kenna okkur margt eins og stafina, tefla og fleira. Það var líka gott að kúra í hlýja trausta fang- inu þínu og rifumst við gjarnan um það. En þú áttir alltaf nóg pláss og lítið mál að hafa okkur þrjá í einu. Í sumar ætluðum við að fara með þér í sumarbústaðinn, það fannst okkur sérstaklega gaman. Fara í sund með þér og smíða og reyna að veiða silung. Það er erfitt að hugsa til þess að hafa þig ekki lengur, þar sem þú varst svo mikið hjá okkur og alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Við eigum svo góðar minningar um þig og það mun ylja okkur og styrkja í framtíðinni. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við hefðum gjarnan viljað hafa þær fleiri, en guð vildi fá þig til sín. Við biðjum guð og englana að passa þig fyrir okkur. Við reyn- um að passa ömmu góðu fyrir þig. Okkur langar til að kveðja þig með lítilli vísu sem þú söngst gjarnan fyrir okkur og huggaðir ef við vorum leiðir. Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. (Jónas Hallgr.) Kristján, Aron Snær og Þorsteinn Ingi. JAKOB SVEINBJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.