Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þorsteinn „Þór“Gregor Þor-
steinsson var fædd-
ur í Reykjavík 26.
nóvember 1935.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 7.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Elízabeth S. Þor-
steinsson húsmóðir
fædd Gregor 6. nóv.
1908 í Skotlandi, d.
26. des. 1950, og
Helgi Þorsteinsson
framkvæmdastjóri,
f. 6. okt. 1906 á
Seyðisfirði, d. 19. feb. 1967.
Bræður Þórs eru Gunnar Gregor
Þorsteinsson viðskiptafræðingur,
f. 8. maí 1946, kvæntur Báru
Oddgeirsdóttur flugfreyju, f. 31.
maí 1945, og hálfbróðir Hörður
Helgason viðskiptafræðingur, f.
13. des. 1954, kvæntur Dórótheu
Jóhannsdóttur matvælafræðing,
f. 7. jan. 1957. Þór og Hörður
voru samfeðra, en Hörður sonur
Þorbjargar Ólafsdóttur húsmóð-
ur, f. 17. des. 1917. Stjúpsystir
Þórs er Margét Lára Helgadóttir
húsmóðir, f. 28. júní 1945, sam-
insdóttur Olsson, f. 28. ágúst 1932
í Vestmannaeyjum, d. 23. ágúst
1995.
Þór fluttist með foreldrum sín-
um til New York árið 1942 þegar
Helgi faðir hans var í forsvari
fyrir viðskiptaskrifstofu SÍS. Þau
fluttu heim 1946. Hann varð stúd-
ent frá MR 1955 og lauk fyrri
hluta prófi í verkfræði frá Há-
skóla Íslands 1959 og fluttist til
Kaupmannahafnar með fjöl-
skyldu sína til frekara náms.
Hann útskrifaðist með M.Sc.-
gráðu í byggingarverkfræði frá
Danmarks Tekniske Højskole
1962. Að námi loknu starfaði
hann í Danmörku til ársins 1966
þegar hann fluttist heim á ný.
Fyrstu árin starfaði hann hjá Ís-
lenskum aðalverktökum, hann
var kennari í Tækniskóla Íslands
á árunum 1970-72, en lengst af
starfaði hann sem meðeigandi á
Verkfræðistofunni Hönnun við
hönnun og undirbúning vatnsafls-
virkjana. Á árunum 1979-81
starfaði hann hjá Electrowatt
Engineering í Sviss og var í for-
svari fyrir erlendum verkefnum á
vegum fyrirtækisins í Asíu, Suð-
ur-Ameríku og á Norðurlöndum.
Hann fluttist frá Sviss árið 1982
og starfaði hjá Hönnun til 1986.
Eftir það starfaði hann sem sjálf-
stæður ráðgjafarverkfræðingur,
m.a. fyrir Landsvirkjun, fjár-
málaráðuneytið og Vegagerðina.
Útför Þorsteins „Þórs“ Gregors
fer fram frá Laugarneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
býlismaður Dagur
Sigurðarson skáld, f.
6. ágúst 1937, d.
1994.
Þorsteinn kvæntist
Jóhönnu Rósinkranz
hjúkrunarfræðingi
árið 1957, f. 9. maí
1933, þau slitu sam-
vistum. Þau eignuð-
ust þau tvö börn. Þau
eru: 1) Elísabet Lára
jarðfræðingur, f. 7.
des. 1954, gift Jóni
Leví Hilmarssyni
verkfræðingi, f. 3.
okt. 1953, og eiga þau
þrjár dætur, Helgu, f. 11. júlí
1980, Jóhönnu Lind, f. 5. ágúst
1982, og Höllu Bryndísi, f. 12.
júní 1985. 2) Guðlaugur Örn
rekstrarverkfræðingur, f. 3. júlí
1958 kvæntur Ragnhildi Ingólfs-
dóttur arkitekt, f. 26. mars 1955,
og eiga þau þrjú börn, Elinu
Klöru, f. 16. júlí 1986, Helenu
Hönnu, f. 27. jan. 1992, og Þor-
stein Gregor, f. 30. nóv. 1995. Þór
kvæntist Olgu Beck skrifstofu-
manni árið 1970. Þau slitu sam-
vistum. Hinn 18. janúar 1974
kvæntist Þór Önnu Helgu Krist-
Pabbi fæddist í Reykjavík, en flutt-
ist ungur að árum til Bandaríkjanna,
nánar tiltekið 1942 á stríðsárunum. Í
Bandaríkjunum fékk hann viðurnefn-
ið Þór, sem kom til vegna þess að
Bandaríkjamenn áttu erfitt með að
bera fram Þorsteinn, þeir þekktu
hins vegar nafnið Þór úr teikni-
myndasögum um goðin úr dagblöð-
unum. Nafnið festist við hann og köll-
uðu hann flestir Þór.
Snemma beygðist krókurinn. Þeg-
ar hann var í barnaskóla í New York
var sá háttur oft hafður á hjá stærð-
fræðikennaranum að þeir nemendur
sem gátu klárað dæmin sem sett voru
fyrir máttu yfirgefa kennslustofuna.
Hann lét ekki segja sér þetta tvisvar
og var iðulega fyrstur út úr stærð-
fræðitímum, enda lá stærðfræðin vel
fyrir honum, gjöf sem nýttist honum
vel síðar á lífsleiðinni og lagði grunn-
inn að hans ævistarfi sem bygging-
arverkfræðings.
En pabba var fleira til lista lagt,
hann var mikill sælkeri og hafði gam-
an af því að búa til góðan mat og
drykk, allskonar sósur voru hans sér-
grein fyrir utan hanastélin. Hann
byrjaði snemma að bralla með mat.
Hann hafði einstakt dálæti á pipar-
mintu, en þegar hann var barnungur
á stríðsárunum og allt var af skorn-
um skammti dó hann ekki ráðalaus
heldur bjó sér einfaldlega til pipar-
mintu.
Eftir að hafa dvalið á uppeldisár-
unum í Bandaríkjunum flyst hann
heim til Íslands 11 ára gamall árið
1946 og hóf skólagöngu hér heima.
Hann bar þess alla tíð merki að hafa
dvalið í Bandaríkjunum sem barn, en
jafn auðveldlega og enskan lá fyrir
honum og var honum kær, þá vafðist
íslenskan eilítið fyrir honum og þá
sér í lagi málfræðin. Aðeins fjórum
árum eftir að hann og fjölskylda hans
fluttust til Íslands, þá 15 ára að aldri,
missti hann móður sína, á annan í jól-
um árið 1950. Það var honum mikið
áfall. Móðir pabba var skosk, hún var
kölluð Bettý og í þau fáu skipti sem
hann talaði um hana þá var það í
dýrðarljóma og var geinilegt að hann
dýrkaði hana. Maður gat lesið á milli
línanna að það var gagnkvæmt. Hon-
um lánaðist að þekkja föður sinn
lengur, þó faðir hans hafi látist frekar
ungur eða 61 árs. Hann virti föður
sinn mikið, þótti vænt um hann og
vitnaði oft í hann: „Pabbi sagði alltaf
...“ Pabbi hitt ... Pabbi þetta...
Á unglingsárunum stundaði hann
sund af kappi og æfði og keppti fyrir
sundfélag Ármanns, hann var þar
framarlega í flokki. Leið hans lá til
mennta og gekk hann í Menntaskól-
ann í Reykjavík. Hann gat verið dálít-
ill grúskari og fengið brennandi
áhuga fyrir ýmsum hlutum. Eitt af
hans áhugamálum var ljósmyndun,
en á menntaskólaárunum var hann
ljósmyndari MR og liggur eftir hann
heilmikið safn ljósmynda. Ljós-
myndunin hafði afdrifarík áhrif á líf
hans, en hann uppgötvaði móður
mína á hópmynd sem hann hafði tek-
ið á þessum tíma. Hann sá andlit
hennar, stækkaði það upp og féll. Þau
giftu sig árið 1957. Leiðin lá úr
menntaskólanum árið1955 í fyrri
hluta verkfræðináms í Háskóla Ís-
lands og þaðan til Danmerkur í fram-
haldsnám. Hann útskrifaðist síðan
með M.Sc. gráðu í byggingarverk-
fræði 1962.
Pabbi var vinamargur og einn úr
hópi verkfræðinga sem lærðu með
honum í Danmörku og kalla sig
„Groddana“. Hann talaði oft um
Groddana. Hann naut félagsskapar
þeirra mikið og átti greinilega marg-
ar góðar stundir með þeim í gegnum
tíðina. Þeir reyndust honum traustir
vinir. Að öllum öðrum ólöstuðum þá
var hans besti vinur þó Ágúst Val-
fells, sem hann kynntist í æsku. Hann
hafði mikið dálæti á Ágústi og var
vinur hans til dauðadags. Staðfesting
á vinarhug hans til Ágústs var ljós-
mynd sem fannst af Ágústi í veski
hans nú eftir andlát. Þeir brölluðu
margt saman í gegnum tíðina, höfðu
báðir gaman af efnafræði og gerðu
hinar ýmsu efnafræðitilraunir og
prakkarastrik með samruna efna. Þ.á
m. bjuggu þeir til sprengiefni, sem
þeir sprengdu af mikilli ábyrgð í
skurði á Klambratúni og var sprengj-
an svo öflug að jörðin skalf og kraft-
urinn svo mikill að úr tók úr báðum
börumum skurðarins. Hann bannaði
mér reyndar alltaf að leika þetta eft-
ir.
Pabbi var góð sál. Ég minnist þess
ekki að hann hafi talað illa um
nokkurn mann og hann vildi engum
illt. Hann lagði mér snemma lífs-
reglurnar. Sumarið 1970 þegar ég
var 12 ára gamall útvegaði hann mér
verkamannavinnu í byggingardeild
SÍS sem var þá staðsett úti á Granda.
Eftir að ég fékk fyrsta launatékkann
tók hann mig á eintal og sagði að ég
þyrfti ekki að borga heim eins og
tíðkaðist í þá daga. Þess í stað yrðu
þær tekjur sem ég ynni mér inn yfir
sumarið að duga mér sem vasa-
peningur yfir veturinn. Hann skyldi
héðan í frá sjá um að veita mér fæði,
húsnæði og skólabækur, en ég átti
sjálfur að sjá um annað, s.s. fatakaup,
sælgæti, skemmtanir, tannlækningar
o.s.frv. Með þessu móti vildi hann
kenna mér að fara með peninga og
standa á eigin fótum strax frá
upphafi. Þó að þetta hafi verið hörð
lexía þá reyndist það mér gott
veganesti út í lífið og er ég honum
ævinlega þakklátur.
Hann var opinskár gagnvart mér
varðandi umgengni við hitt kynið, þar
þóttist hann vera á heimavelli og tal-
aði af reynslu. Hann var framsýnn og
frjálslyndur í hugsun, en ópólitískur.
Hann lagði mikla áherslu á að við
systkinin menntuðum okkur. Hann
sagði að penninn væri tekinn við af
sverðinu og orustur framtíðarinnar
yrðu háðar með pennanum. Þannig
að við skyldum læra að beita honum.
Merki um að það rynni skoskt blóð
í æðum pabba lýsti sér fyrst og
fremst í stolti fyrir uppruna sínum,
hann var ekki nískur, þvert á móti gat
hann oft verið „grand“ í sér, en hann
var hins vegar mjög nýtinn. Það
mátti engu henda og hlutirnir voru
nýttir í botn. Gott dæmi um þessa
nýtni var gamla bjallan sem hann átti
og hann kallaði í gríni
„The Great Gatspy“. Bíllinn var
orðinn svo lúinn þegar hann lánaði
dönskum kollega sínum hann í ferð
um íslenska malarvegi út á land, að
þegar aumingja bauninn kom til baka
hafði hann sett styrktarbita þvert
undir framsætin til þess hann og kon-
an hans sætu nú ekki á götunni ef ske
kynni að botninn dytti úr bílnum.
Enda þurfti að lyfta upp löppunum
þegar bílinn var keyrður í stóra polla
til þess að blotna ekki í fæturna.
Pabbi var nákvæmur fram í fing-
urgóma, hann hafði létta lund og eins
og allri vita sem þekktu hann var allt-
af stutt í húmorinn. Hann kunni
ógrynni af bröndurum og hafði gíf-
urlega gaman af að segja brandara
og heilu sögurnar sem kitluðu hlát-
urstaugarnar, en minni hans á brand-
ara og staðreyndir var með ólíkind-
um. Hann sagði mér að hafa
húmorinn með mér í gegnum lífið því
þannig yrði það léttara. Sjálfur fylgdi
hann þessari sannfæringu sinni og
undir lokin hafði hann á prjónunum
brandarabók sem hann hugðist gefa
út á ensku í gegnum útgefanda í New
York, en honum entist ekki aldur til
þess. Annars var hann alla tíð heilsu-
hraustur, það var tekinn úr honum
botlanginn þegar hann var ungur í
Bandaríkjunum og státaði hann sig af
því að hafa einn minnsta botlang-
askurð sem sést hefur. Ekki fannst
honum síður merkilegt að það var
enginn annar en skurðlæknir Hitlers
sem hafði flúið frá Þýskalandi á
stríðsárunum, sem fjarlægði botn-
langann úr honum í gegnum pínulítið
gat, sem vakti mikla athygli þeirra
lækna sem hann komst í tæri við.
Heilsan var þó farin að bresta síðustu
árin. Hann lést úr hjartaáfalli 66 ára
að aldri.
Eftir hann hefur myndast tóma-
rúm sem verður einungis fyllt með
minningum. Ég mun sakna þess að
geta ekki lengur sótt í þá þekkingu og
visku sem pabbi bjó yfir og geta leit-
að til hans í erfiðleikum, en hann var
bæði útsjónarsamur og ráðagóður. Á
svona stundu leita óneitanlega á
mann spurningar eins og: Til hvers
erum við hér? Og: Hvert förum við að
jarðvist lokinni? Helst veita orð
Sókratesar nokkra huggun. Hann
óttaðist ekki dauðann og sagði: „Eftir
dauðann kemur aðeins tvennt til,
annað hvort er maður ómeðvitaður
og þá er dauðinn eins og svefninn og
eilífðin eins og ein nótt og því kvíði ég
ekki, eða maður er meðvitaður og þá
hlakka ég til að hitta alla mína ástvini
og mikilmenni sem nú þegar eru
horfnir á braut.“ Hvort heldur sem
er, þá færi ég þér mína hinstu kveðju,
pabbi minn, og hver veit nema seinni
kostur Sókratesar sé réttur.
Guðlaugur Örn.
Þór Þorsteinsson tengdafaðir
minn er látinn. Hann hafði átt við
nokkur veikindi að stríða, en þó kom
andlát hans okkur öllum á óvart.
Þór hefði að réttu átt að heita Þor-
steinn Gregor Helgason, en þar sem
hann flutti ungur með foreldrum sín-
um til Bandaríkjanna og bjó þar
fyrstu uppvaxtarárin tók hann upp
eftirnafn föður síns. Bandaríkja-
mönnum var nafnið Þorsteinn ótamt í
munni og því styttist það í Þór. Þetta
nafn fylgdi honum alla tíð. Móðir
Þórs var skosk og þótti honum það
útskýra ýmsa eðlisþætti sína, sem
stundum eru tengdir íbúum þess
lands. Á unglingsárunum stundaði
hann sund og fram á fullorðinsár var
hann keppnismaður í skriðsundi á
styttri vegalengdum. Hann sagðist
ekki hafa haft mikið þol en verið því
sprettharðari. Sundið var sú líkams-
rækt sem honum var hugleiknust og
taldi hann það flestum öðrum íþrótt-
um betra.
Þór var verkfræðingur að mennt
og starfaði lengst af á verkfræðistof-
unni Hönnun, þar sem hann var með-
eigandi.
Ég átti þess kost að vinna með Þór
að verkefnum við útboðsgagnagerð
sem varð einskonar sérsvið hans,
enda hafði hann þá unnið við að skrifa
slík gögn á ensku í tvo áratugi. Þá
varð ég áþreifanlega var við þá kosti
sem reyndust ómetanlegir þegar á
hólminn var komið. Nákvæmni sem
jaðraði við smámunasemi að mínu
mati, en sem varð til þess að ekkert
gleymdist, frábær enskukunnátta og
máltilfinning og góð undirstöðuþekk-
ing á sviði verktakalögfræði. Hann
hafði ávallt dæmi á takteinum til að
rökstyðja að nauðsynlegt væri að
hafa ákveðna klásúlu orðaða eins og
hann vildi vegna þess að dómur hefði
fallið í svipuðu máli og því væri nauð-
synlegt að verjast. Hann lagði
áherslu á að miklu máli skipti hvernig
útboðsgögn væru skrifuð og þar gilti
að „He who has the gold makes the
rules“.
Þór lagði aldrei illt orð til nokkurs
manns svo ég heyrði og var almennt
mjög tillögugóður. Hann var sögu-
maður mikill, kunni ógrynni gaman-
sagna og kunni að segja þær. Það
heyrði til algerrar undantekningar ef
maður heyrði sömu söguna tvisvar.
Hann talaði oft um að hann þyrfti að
skrifa þessar sögur hjá sér og
kannski gefa þær út.
Þór var þríkvæntur. Síðast Önnu
Helgu Kristinsdóttur, sem lést árið
1995 eftir erfið veikindi, sem reyndu
einnig mjög á hann. Hann átti erfitt
með að sætta sig við orðinn hlut og
saknaði Önnu sárt, en hvílir nú von-
andi glaður í faðmi hennar á ný.
Jón Leví Hilmarsson.
Mig langar til að kveðja tengda-
pabba með nokkrum orðum og þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast hon-
um. Við Gulli vorum ekki búin að
þekkjast lengi þegar ég hitti hann
fyrst, en þá var hann á leiðinni til
Zürich í Sviss til að vinna fyrir
Electrowatt. Gulli var að fara til
Bandaríkjanna að læra og ég til
Frakklands til áframhaldandi náms.
Ég rétt náði því að heilsa honum og
kveðja. En ekki leið á löngu þar til við
heimsóttum hann og Önnu konu hans
til Sviss. Ég gleymi aldrei þeirri ferð.
Margt var skoðað og mikið hlegið.
Hann vildi segja okkur allt sem hann
vissi um Sviss og ég hlustaði á allt
sem hann hafði að segja.
Tíminn leið og fyrr en varði vorum
við öll komin heim. Þegar þriðja
barnið okkar, Þorsteinn Gregor,
fæddist var Anna nýdáin. Ég veit að
tengdapabbi syrgði hana mjög mikið.
En mikið var hann ánægður þegar
hann eignaðist fleiri barnabörn og
stoltur yfir því að fá að halda nafna
sínum undir skírn. Þó svo að hann
hafi sagt í stríðni að hann hefði alveg
eins getað heitið Cesar. En það var
honum líkt að grínast með svona lag-
að. Því eins og ég get lýst tengda-
pabba best þá var hann alltaf bjart-
sýnn, með eindæmum skapgóður og
stríðinn. Og ekki má gleyma sögu-
manninum, því ekki var hægt að tala
við hann án þess að það fylgdi saga úr
fortíðinni með og það var örugglega
hægt að læra af henni í leiðinni.
Vegna veikinda talaði hann mikið
við barnabörnin sín í síma og þegar
hann hringdi vissum við að við gátum
lagt frá okkur það sem við vorum að
gera, því venjulega vorum við í einn
til tvo klukkutíma í símanum. En það
var vegna þess að hann var t.d. að
kenna Elinu Klöru sögu, Helenu
Hönnu rómversku tölurnar og að
reyna að láta Þorstein Gregor reikna
eða leysa gátur.
Þorsteinn Gregor spurði mig í gær
hvort afi væri orðinn að engli og
myndi passa hann vel og vandlega og
svo bætti hann við: „En, mamma,
heldur þú að hann sé búinn að leysa
gátuna?“ Mér varð svarafátt.
Ég vona að tengdapabba líði vel
þar sem hann er nú og búinn að hitta
aftur þá sem honum þótti vænt um.
Ég sakna þess mikið að fá ekki að tala
við hann oftar og fá ekki að hlusta á
allar sögurnar hans sem mér og
börnunum fannst svo skemmtilegar
og lærdómsríkar.
Ragnhildur.
Elsku afi minn er látinn. Samskipti
okkar síðustu árin fóru að mestu
fram í gegnum síma, enda afi alltaf til
í að ræða málin. Það sem einkenndi
samræður okkar upp á síðkastið voru
umræður um lögfræði, þar sem ég
byrjaði nýlega nám í lögfræði. Þegar
ég skýrði afa frá því hvað ég ætlaði að
leggja fyrir mig í framtíðinni hváði
hann bara og spurði mig hvernig í
ósköpunum mér dytti í hug að byrja
að læra þetta, þetta væri svo hrika-
lega leiðinlegt! En eftir nokkuð mörg
símtöl sem öll snerust um lögfræði og
alltaf að hans frumkvæði fór mig að
gruna að það væri nú kannski eitt-
hvað málum blandið hvað honum
fyndist þetta leiðinlegt. Nógu gaman
fannst honum allavega að tala um
þetta. Það kom líka upp úr krafsinu
að hann hafði heilmikið starfað við
lögfræði þótt ekki væri hann mennt-
aður í faginu.
Afi var alltaf boðinn og búinn að
aðstoða og ráðleggja manni, sem sást
vel á því, hve umhugað honum var um
að koma á fundi milli mín og vinar
síns sem einmitt var lögfræðingur,
bara svo ég vissi hvað ég væri að fara
út í. Svo þyrfti ég helst að læra fram-
sögu því það væri afskaplega mikil-
vægt í starfi lögfræðings. Svona var
afi, alveg sama hvort maður var að
fara í stærðfræðipróf eða á leið til út-
landa, þá var hann sá sem maður átti
að leita til. Hvernig er líka hægt að
efast um manninn sem ólst upp er-
lendis en tókst samt að fá hæstu ein-
kunn fyrir íslenska ritgerð á stúd-
entsprófi, það er auðvitað ekki hægt.
Mér hefur alltaf þótt merkilegt, að
þrátt fyrir að afi hafi þurft að etja við
ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni hélt
hann alltaf jákvæðninni og sinni léttu
lund. Eitt af hans aðalsmerkjum var
hve góða kímnigáfu hann hafði og hve
óskaplega gaman hann hafði af að
segja sögur, enda afskaplega fær í
því.
Ég vildi að ég hefði kynnst afa mín-
um betur því ég veit að þar fór fjöl-
hæfur maður með áhuga á öllu milli
himins og jarðar. Ég veit að ég fékk
aðeins að sjá brot af þeim manni sem
hann var, hann var mikill íþróttamað-
ur, hann gerði listilega góðan mat og
hann var búinn að ferðast út um allan
heim. Allt sem hann tók sér fyrir
hendur vildi hann gera betur en vel.
Ég kveð elsku afa með hlýhug og
ÞORSTEINN
GREGOR
ÞORSTEINSSON