Morgunblaðið - 21.05.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.05.2002, Qupperneq 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 37 Reykjavík í fyrsta sæti Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi› um Geldinganes á www.reykjavik2002.is HALDIN verður í dag á Hótel Loft- leiðum í Reykjavík ráðstefna um flugöryggi þar sem einkum verður fjallað um hvernig draga má úr slys- um í aðflugi og lendingu. Ráðstefnan er ætluð flugmönnum og öðrum sem starfa við flugrekstur. Flugöryggissamtökin Flight Saf- ety Foundation standa að ráðstefn- unni í samvinnu við Íslandsdeild samtakanna sem verið er að koma á laggirnar. Fyrirlesarar á ráðstefn- unni eru erlendir en Sturla Böðvars- son samgönguráðherra setur ráð- stefnuna og Þorgeir Pálsson flug- málastjóri flytur lokaorð. Ráðstefna um flugöryggi FRAMBOÐ B-lista, D-lista og G- lista bjóða til framboðsfundar í Hlé- garði miðvikudaginn 22. maí kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20. Frambjóðendur af hverjum lista sitja fyrir svörum á pallborði og flutt verða stutt ávörp. Framboðsfund- ur í Hlégarði ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæj- arins í Kópavogi efna til opins fundar með frambjóðendum stjórnmála- flokkanna í komandi sveitarstjórnar- kosningum miðvikudaginn 22. maí kl. 20 í Kópavogsskóla. Á fundinum munu flokkarnir kynna stefnu sína í málefnum sem snúa að íbúum þessa bæjarhluta, m.a. skólamálum, skipulagsmálum og umferðarmálum. Í kjölfarið verða umræður og gefst gestum kostur á að koma með beinar fyrirspurnir til frambjóðenda. Fundur með íbúum austurbæjar Kópavogs NEMENDUR við Menntasmiðju unga fólksins á Akureyri eru að leggja síðustu hönd á vegglistaverk sem þeir hafa hannað og unnið að síðustu vikur undir handleiðslu Joris Rademaker myndlistarkennara, en það er málað á vegg milli Ketilhúss- ins og Listasafnsins. Lokið verður við verkið eftir hádegi í dag, þriðju- dag 21. maí, og er bæjarbúum og gestum velkomið að líta á unga fólkið að störfum frá kl. 13 til 15 og þiggja kaffisopa í leiðinni. Menntasmiðja unga fólksins er námstilboð fyrir fólk á aldrinum 17 til 26 ára og er á vegum Mennta- smiðjunnar á Akureyri. Um er að ræða svonefnt lífsleikninám í anda hugmyndafræði norrænu lýðháskól- anna, þar sem fléttað er saman sjálfsstyrkingu og hagnýtum og skapandi fögum. Menntasmiðja unga fólksins á Akureyri Lokið við vegglista- verk alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.