Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FJÖLSKYLDAN kaus ekki! Þetta
var upphaf bréfs sem ég skrifaði til
Morgunblaðsins í lok maí 1999.
Ástæðan var sú
að sérstök kjör-
deild fyrir fatlaða,
sem hafði verið í
Hátúni, hafði ver-
ið lögð niður. Í
Hátúni var vísað á
Kjarvalsstaði og
að þar væri gott
aðgengi fyrir fatl-
aða í hjólastól.
Þegar þangað var
komið var mér
vísað frá og ekki hlustað á mótbárur,
þrátt fyrir að ég hefði verið upplýst-
ur um að ekki væri aðgengi fyrir fatl-
aða í hjólastól í Breiðagerðisskóla,
minni kjördeild. Til að gera langa
sögu stutta, þá var mér misboðið og
þrátt fyrir að reynt væri að aðstoða
mig á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
bar það ekki árangur. Fjölskyldan
fór þá heim, þar sem ég hringdi í for-
mann kjörnefndar, Jón Steinar, sem
síðar þuldi upp lagabókstafi og taldi
því ekki mögulegt að leyfa mér að
kjósa nema í minni kjördeild. Ekki
virtist hann hafa kynnt sér aðstæður
og nefndi því ekki að búið var að gera
skábraut fyrir hjólastóla í Breiða-
gerðisskóla. Þegar hér var komið
ákvað fjölskyldan að kjósa ekki.
Nú er að koma að kosningum aftur
og er það lágmarkskrafa að gott að-
gengi sé fyrir fatlaða í hjólastól í öll-
um kjördeildum, svo sem reglur
segja til um. Sé ekki gott aðgengi,
verði starfsmenn upplýstir um
hvernig og hvar fatlaðir geti kosið.
ÞÓRÐUR JÓNSSON,
Neðstaleiti 2, Reykjavík.
Hvar eiga fatlaðir
að kjósa?
Frá Þórði Jónssyni:
Þórður
Jónsson
ÉG vil fyrir hönd Landssamtaka
hjartasjúklinga þakka stuðning við
merkjasölu samtakanna í maíbyrjun.
Að þessu sinni gekk okkur ekki eins
vel og oft áður og því bendum við
þeim mörgu sem vilja styðja málstað
okkar á að þeir geta á mjög einfaldan
og þægilegan máta komið til liðs við
okkur með því að hringja í númer 907
2005 og þá er símareikningur þinn
skuldfærður um kr. 500 eða númer
907 2001 og þá verður skuldfærslan
1000 kr. Undanfarin ár höfum við
safnað mest fyrir tækjakaupum í
sambandi við síaukna áherslu á for-
varnir og endurhæfingu um land allt.
Grípið þennan þægilega kost – eitt
símtal og við verðum betur í stakk
búin að hjálpa.
Ásgeir Þór Árnason, starfsmaður
Landssamtaka hjartasjúklinga.
Þakkir fyrir
stuðning
Frá Ásgeiri Þór Árnasyni:
UNDIRRITUÐ ritaði grein til
Morgunblaðsins, sem staðfest var
að hefði borist blaðinu þann 22.4. sl.
undir fyrirsögninni Enn um de-
CODE. Ekki veit ég hvað olli töf á
birtingu greinarinnar, utan þess að
símanúmer höfundar vantaði. Bætt
var úr því 2 dögum seinna en grein-
in var birt í dag 14.05. Er fjöldi að-
sendra greina það mikill að ekki sé
unnt að koma þeim á framfæri á
eðlilegum tímamörkum? (Sem ég tel
að ætti að vera nokkrir dagar til
vika.) Gott orðatiltæki segir
„Hamra skal járnið meðan heitt er“.
Það taldi ég mig vera að gera með
umræddri grein, á meðan umræðan
um ríkisábyrgð til handa deCODE
stóð sem hæst. Ekki ætla ég hér að
endurtaka þau skrif mín, en held
mínu striki í að vera alfarið á móti
því að Ríkið í gegn um Alþingi okk-
ar takist á hendur slíka ábyrgð.
Breytingartillögu þarf að sam-
þykkja með lögum á Alþingi til að
ná umræddri ríkisábyrgð í gegn.
Er forsvaranlegt að breytingartil-
lagan nái þá aðeins í gegn til handa
einu fyrirtæki umfram önnur? Eða
ber að endurskoða alfarið lögsetn-
ingu þar að lútandi á jafréttisgrund-
velli? Eru ekki laga- og dómsúr-
skurðir fordæmisgefandi? Og enn
spyr sá sem ekki veit. Hvað með
önnur fyrirtæki t.d. í líftækni- og
lyfjaþróunargeiranum.
Fá þau samskonar meðhöndlun?
Mál þetta þykir mér vera það
umdeilt að réttast væri að lands-
menn fengju þar einhverju um ráð-
ið, t.d. með þjóðaratkvæðagreiðslu
samhliða sveitarstjórnarkosningun-
um.
Undirrituð tekur það þó skýrt
fram, að hún er ekki að forsmá það
starf sem unnið er hjá viðkomandi
fyrirtæki. Samþykkti sjálf að til-
heyra þeim hópi sem veitir aðgang
að heilsufarsupplýsingum um sig og
sína til uppbyggingar á ransókn-
arstarfi þess.
Niðurlag: Gildandi lögum skal að
jafnaði fylgja og með jöfnuði beita.
Annars eru þau að lögleysu orðin.
ELÍN BIRNA ÁRNADÓTTIR,
Vesturholti 6, Hafnarfirði,
í 18. sæti á B-lista í Hafnarfirði.
Ríkisábyrgð
fyrir deCODE
Frá Elínu Birnu Árnadóttur: