Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 39
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
RU
N
17
83
8
05
/2
00
2
Sumarið er líka komið hjá okkur
Úrval af galla- og hörfatnaði
GEÐHJÁLP efnir til opins borg-
arafundar um geðheilbrigðismál og
málefni geðsjúkra með oddvitum
stærstu framboðanna til borgar-
stjórnar á morgun, miðvikudag 22.
maí. Yfirskrift fundarins er Hvað
þarf borgin að bæta? og eru fram-
sögumenn Björn Bjarnason, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir og Ólafur
F. Magnússon.
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að
framsögumenn tali í sjö mínútur
hver til þess að byrja með og er
þeim ætlað að leggja út af yf-
irskrift fundarins í erindum sínum.
Að því búnu muni gefast tími fyrir
spurningar úr sal.
Sveinn segir af mörgu að taka
þegar málefni geðsjúkra í höfuð-
borginni ber á góma. „Það vantar
til að mynda mikið upp á samstarf
félagsmálayfirvalda og heilbrigðis-
yfirvalda varðandi málefni geð-
sjúkra í borginni. Geðsjúkdómar
eru ekki bara heilbrigðismál. Um
þessar mundir eru 50–60 geðsjúkir
einstaklingar algerlega húsnæðis-
lausir í borginni og ótölulegur
fjöldi manns hefur verið sviptur
sjálfræði, en býr á eigin vegum
eða á vegum aðstandenda, og er
ekki sinnt, hvorki af heilbrigðis-
né félagsmálayfirvöldum. Þegar í
óefni er komið er þetta fólk borið
út og í sumum tilfellum er farið
með það á bráðamóttöku og það
skal tekið fram að geðsjúkir eru
ekki fluttir á spítala í sjúkrabíl,
heldur í lögreglubíl. Eftir nokkurn
tíma fær viðkomandi aftur afnot af
húsnæði á vegum félagsþjónust-
unnar og nokkru síðar endurtekur
leikurinn sig. Við höfum þurft að
horfa upp á ótölulegan fjölda fólks
ganga í gegnum þetta, bæði hér í
borginni og úti um land allt. Við
höfum kallað eftir opinberum töl-
um um fjölda þessara einstaklinga
en menn yppta bara öxlum,“ segir
Sveinn Magnússon framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar.
Fundurinn verður haldinn í Iðnó
og hefst klukkan 17.30.
Opinn borgarafundur
um geðheilbrigðismál
FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp vinnur nú
að því að fá aukna textun á inn-
lendu sjónvarpsefni. Fulltrúar fé-
lagsins áttu nýverið fund með
Markúsi Erni Antonssyni útvarps-
stjóra og Bjarna Guðmundssyni
framkvæmdastjóra sjónvarpsins
um textun í sjónvarpi.
Í frétt frá Heyrarhjálp segir að
Ísland standi langt að baki ná-
grannaþjóðum og öðrum helstu við-
miðunarlöndum varðandi þessi mál.
Fundurinn var upplýsandi og vin-
samlegur og á næstu misserum
verður leitað leiða til að ná árangri
í textun innlends efnis.
Á fundinum voru útvarpsstjóra
afhentir undirskriftalistar með
áskorum um textun, sem safnast
hafa hjá félaginu undanfarið.
Félagið Heyrnarhjálp lítur á það
sem réttlætiskröfu fyrir heyrn-
arskerta/heyrnarlausa, unga og
gamla, alla eldri borgara þessa
lands og aðra þá sem erfitt eiga
með að skilja talað mál í sjónvarpi
að fá texta á allt efni, innlent sem
erlent. RÚV Sjónvarp getur ekki
talist sjónvarp „allra landsmanna“
fyrr en átak verður gert í textun
efnis.
Á aðalfundi félagsins 22. þessa
mánaðar verður fræðsluþema ein-
mitt um textunarmálin. Fundurinn
verður í Hátúni 10 á fyrstu hæð og
hefst kl. 20.00.
Málfríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, afhendir útvarps-
stjóra listana. Aðrir á myndinni eru Bjarni Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sjónvarps, og Helga Kristinsdóttir úr stjórn Heyrnarhjálpar.
Vilja að allt sjónvarpsefni verði textað