Morgunblaðið - 21.05.2002, Qupperneq 40
DAGBÓK
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Black
Prince, Örfirisey RE,
Goðafoss og Arnarfell.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Viking vænt-
anlegt.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðju- og
fimmtudaga kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl 10 boccia, kl.
10 enska, kl. 11 enska,
kl. 13 vinnusofa, bað.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl.
13 opin smíðastofa. All-
ar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–9.45 leikfimi,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
9–16 handavinna, kl. 10–
17 fótaaðgerð, kl. 10
sund, kl. 13 leirlist.
Eldri borgarar, Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga föstudaga kl. 11.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, fimmtudaga kl. 17–
19. Uppl. hjá Svanhildi í
s. 586 8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566 8060 kl. 8–16.
Fræðslufundur um
beinvernd í umsjá Hall-
dóru Björnsdóttur verð-
ur í Dvalarheimilinu
Hlaðhömrum miðviku-
daginn 22. maí kl. 20.
Lyfja mun kynna bein-
þéttnimælingu (ómskoð-
un).
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10 samverustund, kl.
14 félagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Þeir sem hafa skráð sig
í Vestfjarðaferð 18.–23.
júní og Vestmannaeyjar
11.–13. júní þurfa að
staðfesta ferðina fyrir
18. maí.
Dagsferð 27. maí Hafn-
arfjörður-Heiðmörk.
Kaffi og meðlæti. Leið-
sögn: Páll Gíslason og
Pálína Jónsdóttir, brott-
för frá Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 13, skrán-
ing hafin á skrifstofu
FEB. Fræðslunefnd
FEB stendur fyrir ferð í
skrúðgarða Reykjavíkur
29. maí. Brottför frá Ás-
garði, Glæsibæ, kl.
13.30, skráning á skrif-
stofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðviku-
dögum frá kl. 10–12. í s.
588 2111. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sama símanúmer
og áður. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag
þriðjudag: Brids, nýir
spilarar velkomnir,
saumur undir leiðsögn
og frjáls handavinna kl.
13.30. Spænskukennsla
kl. 16.30. Á morgun,
miðvikudag, línudans kl.
11. Pílukast kl. 13.30.
Glerskurður kl. 13.
Vestmannaeyjaferð
2.–4. júlí. Rúta, Herj-
ólfur, gisting í 2 nætur.
Frekari upplýsingar og
skráning í Hraunseli í
síma 55-0142.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið sunnu-
daga frá kl. 14–16 blöðin
og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
mennska, kl. 13 boccia
Veitingar í Kaffi Berg.
Á morgun leikhúsferð í
Borgarleikhúsið á
Kryddlegin hjörtu.
Nokkrir miðar eftir.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 gler-
skurður, kl. 10 handa-
vinna, kl. 14
þriðjudagsganga og
boccia, kl. 19 brids.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna, kl. 13.30 helgi-
stund. Fótaaðgerð, hár-
snyrting. Allir
velkomnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskuður og trémálun,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12.15 versl-
unarferð í Bónus, kl. 13
myndlist,
kl. 13–17 hárgreiðsla.
Háteigskirkja, eldri
borgarar. Á morgun,
miðvikudag, samvera,
fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 9–17 hárgreiðsla. All-
ir velkomnir.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Sýning á handverki
eldri borgara dagana
26.–31. maí, að báðum
dögum meðtöldum.
Kaffihúsastemmning og
lifandi tónlist. Tekið á
móti munum á sýn-
inguna í dag 21. maí í
Selinu.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl.9.15–16 bútasaumur,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi, kl.
13 spilamennska.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 hand-
mennt og körfugerð, kl.
14 félagsvist. Vor- og
sumarfagnaður verður
haldinn fimmtudaginn
30. maí kl. 17. Matur,
gleði, söngur, gaman.
Allir velkomnir. Upplýs-
ingar í síma 561-0300.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Minningarkort
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftirtöldum
stöðum: í síma 588- 9220
(gíró) Holtsapóteki,
Vesturbæjarapóteki,
Hafnarfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elíasdótt-
ur, Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í síma
552-4440 frá kl. 13–17.
Eftir kl. 17 s. 698-4426
Jón, 552-2862 Óskar eða
563-5304 Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna,
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s. 562-
5605, bréfsími 562-5715.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma 540
1990 og á skrifstofunni í
Skógarhlíð 8. Hægt er
að senda upplýsingar í
tölvupósti (minning@-
krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró- og kred-
itkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu endur-
hæfingadeildar Land-
spítalans Kópavogi
(fyrrverandi Kópavogs-
hæli), síma 560-2700 og
skrifstofu Styrktar-
félags vangefinna, s.
551-5941 gegn heim-
sendingu gíróseðils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Í dag er þriðjudagur 21. maí,
141. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Ofmetnaður hjartans
er undanfari falls, en auðmýkt
er undanfari virðingar.
(Orðskv. 18, 12.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 kirtil, 4 hljóðfæri, 7 var-
kár, 8 ófrægjum, 9 dæg-
ur, 11 sá, 13 lögun, 14 út-
gjöld, 15 þarmur, 17 ekki
fær um, 20 bókstafur, 22
búpening, 23 klaufdýr, 24
ráfa, 25 nákominn.
LÓÐRÉTT:
1 himneska veru, 2
skjálfi, 3 uppspretta, 4
mjór gangur, 5 loftgatið,
6 rekkjan, 10 kjánar, 12
ræktað land, 13 eldstæði,
15 spakur, 16 streymi, 18
byrði, 19 efnislítinn, 20
skriðdýr, 21 úrkoma.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gáskafull, 8 ábati, 9 lærði, 10 púl, 11 telpa, 13
ausan, 15 gróða, 18 ragna, 21 lúi, 22 brand, 23 trauð, 24
gatnamóta.
Lóðrétt: 2 áfall, 3 keipa, 4 fella, 5 lurks, 6 sárt, 7 eign, 12
peð, 13 una, 15 gabb, 16 ómaga, 17 aldin, 18 ritum, 19
glatt, 20 auðn.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
MEÐAL þeirra frumvarpa semsamþykkt voru á Alþingi á síð-
ustu dögum þingsins í vor var frum-
varp umhverfisráðherra um nýja
Umhverfisstofnun, sem taka á til
starfa í Reykjavík um næstu áramót
þegar lögin taka gildi. Þá munu sam-
einast undir einu þaki Hollustuvernd
ríkisins, Náttúruvernd ríkisins,
Veiðistjóraembættið, Hreindýraráð
og Dýraverndarráð. Víkverji rakst á
dögunum á heimasíðu Sambands
dýraverndunarfélaga Íslands og þar
segir að samþykkt frumvarpsins sé
óheillaskref og lögin útiloki Sam-
band dýraverndunarfélaga Íslands,
Bændasamtök Íslands, Hið íslenska
náttúrufræðifélag og Dýralækna-
félag Íslands frá ákvarðanatöku um
dýraverndarmál en færi hana í hend-
ur embættismönnum.
„Frumvarp þetta, sem kom fram á
allra síðustu dögum Alþingis, hefur
nú verið samþykkt óbreytt. Sam-
kvæmt því á að leggja Dýravernd-
arráð niður en færa starfsemi þess
til Umhverfisstofnunar. Þetta er
mikið áfall fyrir dýraverndarstarf
hinna óháðu dýraverndarsamtaka,
sem samkvæmt lögum um dýra-
vernd hafa átt rétt til að tilnefna einn
mann í Dýraverndarráð frá árinu
1959 en verða nú útilokuð. Sama er
að segja um Bændasamtök Íslands,
Hið íslenska náttúrufræðifélag og
Dýralæknafélag Íslands. Þessir að-
ilar fengu ekki frumvarp þetta til
umsagnar enda þótt þeim hafi alltaf
verið gefinn kostur á að tjá sig um
lagabreytingar, sem snerta dýr á
einhvern hátt. Hinsvegar fékk Dýra-
verndarráð einn dag til að gera at-
hugasemdir við frumvarpið […]
Samband dýraverndunarfélaga
styður þessar athugasemdir heils-
hugar enda virðast lög þessi vægast
sagt vanhugsuð og nánast hrákasmíð
hin mesta og mun fjöldi vandamála
sigla í kjölfar þeirra, þegar fara á að
framkvæma þau,“ segir á heimasíð-
unni.
x x x
FLEIRA forvitnilegt er að finna áheimasíðu dýraverndunarfélag-
anna og þar er m.a. vitnað í bréf sem
Samband dýraverndunarfélaga Ís-
lands hefur sent landbúnaðarráðu-
neytinu, þar sem eindregið er varað
við innflutningi á krókódílum af teg-
undinni Alligator mississippiensis,
sem Húsavík hefur sótt um leyfi fyr-
ir. Tilgangurinn er að nota krókó-
dílana, sem „lífrænar sorpkvarnir“,
sem taki við matarúrgangi frá fisk-
eldi, fiskvinnslu og kjötvinnslu á
Húsavík. Í bréfi Sambands dýra-
verndunarfélaga Íslands til ráðu-
neytisins segir m.a. að vegna þess-
arar umsóknar vilji Samband
dýraverndunarfélaga Íslands taka
fram að það hafi alltaf verið stefna
dýraverndarsamtaka á Íslandi að
vernda villt dýr gegn hverskonar
föngun og innilokun, sem stríði gegn
eðli þeirra og þörfum. Jafnframt sé
það staðreynd að frelsisþörf dýranna
sé svo sterk að ekki hafi enn tekist að
koma í veg fyrir að þau sleppi út í
náttúruna með hörmulegum afleið-
ingum fyrir villt íslenskt fugla- og
dýralíf, eins og t.d. minkurinn. Þá er
einnig bent á að áhyggjur fari víða
vaxandi vegna innflutnings á svo-
kölluðum „exotiskum“ dýrum, svo
sem slöngum, eðlum, krókódílum og
þess háttar, sem verið er að flytja
inn sem gæludýr, og hafi Danir t.d.
hert mjög allt eftirlit með innflutn-
ingi á þessum dýrum.
Að athuga verðið
ÉG SÁ í Hagkaups-blaðinu
(tilboðsblaðinu þeirra, þar
sem þeir auglýsa fatnað mat
o.fl.) bol sem mig langaði í. Í
blaðinu stóð að bolurinn
kostaði 999 krónur, svo fór
ég í Hagkaup í Kringlunni
og keypti bolinn. Svo þegar
ég kem heim uppgötvaði ég
að ég hafði borgað 1.999
krónur fyrir bolinn. (Sem
sagt 1000 kr. of mikið).
Ég hringdi í Kringluna
og benti þeim á þetta, að
þessi bolur væri auglýstur
hjá þeim í blaðinu á 999 en
mér var sagt að þetta væri
vitlaust verð og að það væri
annar bolur sem væri aug-
lýstur á þessu verði (ekki
þessi sem ég hafði keypt).
Til hvers er Hagkaup að
setja vörur á lægra verð og
svo kemur allt annað í ljós?
Þetta er bara svindl. Mér
finnst þetta lélegt af Hag-
kaupum í Kringlunni.
Ég vil benda fólki á að at-
huga verðið áður en það
greiðir fyrir vöruna.
Kt. 260376-6169.
Betri dagskrá
MÉR finnst dagskrá ríkis-
sjónvarpsins léleg, það er of
mikið um fótbolta um helg-
ar og svo finnst mér ekki
ganga að vera með endur-
sýndar myndir á laugar-
dagskvöldum. Finnst mér
að bæta megi dagskrána
svo fólk fái eitthvað fyrir
skylduáskriftina. Eins
finnst mér að hafa eigi
íþróttir á sérrásum.
ÁH.
Ekki úti í kuldanum
ÉG ER eldri borgari í
Reykjavík og vil ég mót-
mæla harðlega auglýsingu
sjálfstæðismanna í Dag-
blaðinu sl. laugardag 11.
maí þar sem nokkrum eldri
borgurum er raðað upp fyr-
ir framan Ráðhúsið undir
fyrirsögninni: „Eldri borg-
arar úti í kuldanum.“
Þetta er alhæfing um alla
eldri borgara í Reykjavík.
Þetta eru hrein ósannindi.
Við erum síður en svo úti í
kuldanum í Reykjavík.
Það er með ólíkindum að
Sjálfstæðisflokkurinn skuli
nota öryrkja og eldri borg-
ara sem einhverjar tálbeit-
ur í kosningabaráttunni
eins og þeir hafa komið mál-
um eldri borgara fyrir í rík-
isstjórn.
Mundu eldri borgarar af
landbyggðinni koma til
Reykjavíkur ef þeir ætluðu
að vera þar í trekk og
kulda?
Ætli það sé ekki m.a.
vegna þess að þeir vita að
þar er mjög góð þjónusta.
Kjósum R-listann og Ingi-
björgu.
Sigríður Skarphéðinsd.
Kettir á næsta
kjörtímabili
ÉG ER að velta því fyrir
mér hvort næsti borgar-
stjóri, hvor sem það nú
verður, hafi það nokkuð á
stefnuskrá sinni að ofsækja
ketti á næsta kjörtímabili?
Kattavinur.
Tapað/fundið
Bækur í poka
í óskilum
GAMLAR bækur í poka eru
í óskilum hjá Blómaverk-
stæði Binna, Skólavörðu-
stíg 12. Uppl. á staðnum eða
í síma 551 9090.
Dýrahald
Kanínuunga
vantar heimili
8 kanínuunga vantar að
komast á góð heimili. Upp-
lýsingar í síma 554 2602.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf frá Dýra-
verndunarfélagi Reykja-
víkur:
„Hópur 8 kennara í
Reykjavík, sem var á
göngu hinn 18. apríl sl. rétt
hjá Maríuhellum í Heið-
mörk sá stóran jeppa, mik-
ið upphækkaðan með afar
breiðum dekkjum koma ak-
andi og voru tveir hundar á
miðjum veginum, fyrir
framan og til hliðar við
jeppann, götumegin.
Voru þær allar að furða
sig á þessu óábyrga hátta-
lagi og því að bílstjóri jepp-
ans, sem var á fremur
hægri ferð, gat engan veg-
inn séð til hundanna því að
þeir voru svo nálægt bíln-
um. Skipti engum togum að
í því fóru báðir hundarnir
fram fyrir jeppann og urðu
þær allar vitni að því þegar
hægri fram- og afturhjól
hans óku yfir kvið annars
hundsins.
Bílstjórinn varð sýnilega
ekki var við slysið og stans-
aði ekki fyrr en hann sá
viðbrögð áhorfendanna en
hundurinn lá greinilega
stórslasaður fyrir aftan
jeppann.
Þær sem horfðu á þetta
hræðilega atvik voru allar
bæði hryggar og reiðar
vegna þessa og vilja koma á
framfæri viðvörun til
þeirra hundaeigenda, sem
ætla að spara sér eigin
göngutúr með því að láta
hundana hlaupa með bíln-
um. Finnst þeim það jafnast
á við að reka dýrin út í op-
inn dauðann. Þetta er ekki í
fyrsta sinn, sem þær hafa
orðið varar við slíkt kæru-
leysi, því þetta mun vera
nokkuð algengt á Geirsnefi
og víðar þar sem hundar
mega hlaupa frjálsir.
Víti til varnaðar