Morgunblaðið - 21.05.2002, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 41
DAGBÓK
20% sumarafsláttur
Brúðkaupsgjöfin sem endist og endist
Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar
Steiking án feiti
Maturinn brennur ekki við
Mjög auðvelt að þrífa
Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af
Þolir allt að 260° hita í ofni
Málmáhöld leyfileg
Þvoist með sápu
2 ára ábyrgð
Hin fitulausa panna
Síon ehf. - GASTROLUX Íslandi
Smiðjuvegi 11e, Gul gata, Kópavogi,
sími 568 2770 og 898 2865 - sion@simnet.is
ein
sta
ka
Fjölmargar stærðir og gerðir af pottum og pönnum.
Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista
Ný sending komin!
®
Verslun fyrir konur
Laugavegi 44 og Mjódd
Vordagarnir halda áfram
í Mjódinni og á Laugavegi
Mikið úrval af sumarfatnaði í góðum stærðum.
Margskonar tilboð í gangi.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ármúla 17a - 108 Reykjavík - Sími 553 8282
Í sumar
Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af nútíma leikfimi
og hefðbundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu.
Hún eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist af af-
slöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga.
• Einkatímar — hóptímar
Kínversk leikfimi
AÐEINS Í 2 DAGA!
SÉRVÖRUDEILD RJC HÆTTIR SÖLU Á UNDIRFATNAÐI
(M.A FILA OG PASTUNETTE ),
SUNDFATNAÐI, SKARTI, HÖNSKUM OG M.FL.
AFSLÁTTUR AF HEILDSÖLUVERÐI!
OPIÐ Í DAG ÞRIÐJUD. 21. maí kl. 11.00-18.00
Á MORGUN MIÐVIKUD. 22. maí kl. 11.00-18.00
L A G E R S A L A
ROLF JOHANSEN & COMPANY, SKÚTUVOGI 10A,
(á milli IKEA og Húsasmiðjunnar),
símar 595 6700/595 6767.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hugrakkur einstak-
lingur og lætur ekkert stöðva
þig. Þú átt nokkurra áhuga-
verðra kosta völ á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú nýtur hæfileika þinna til að
eiga samskipti við fólk í dag.
Gerðu þér far um að ræða við
fólk, því það mun njóta þess
sem þú segir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þig langi til að eyða pen-
ingum í dag skaltu reyna að
halda aftur af þér. Það er mjög
líklegt að ef þú kaupir eitthvað
munir þú á endanum verða
fyrir vonbrigðum með kaupin.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ekki reyna að fela hina léttu
og jafnvel barnalegu hlið þína
fyrir öðrum í dag. Fólk hefur
alltaf gaman af að heyra af því
sem þú veist.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Rannsóknir á málum, sem
tengjast stjórnvöldum eða
stórum stofnunum gætu borið
árangur í dag. Þú ert sem bet-
ur fer í stjörnumerki sem aldr-
ei gefst upp.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú mátt eiga von á að hitta
gamla vini eða fólk sem þú
kynntist fyrir löngu. Þú skalt
efna til samræðna því þetta er
frábært tækifæri til að bera
saman bækur og læra eitthvað
dýrmætt um sjálfan þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er ekki ólíklegt að tæki-
færi, sem þú misstir af, bjóðist
á ný. Hafðu augun opin og
ekki láta sárindi í fortíðinni
hindra að þú nýtir tækifærið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er mjög líklegt að þú
heyrir frá einhverjum sem býr
í öðru landi eða í talsverðri
fjarlægð. Þessi fjarlæga rödd
gleður þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu að komast hjá því í
dag að taka mikilvægar
ákvarðanir um ábyrgð sem þú
deilir með öðrum. Bíddu til
morguns með ákvarðanir um
sameiginleg fjármál.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Mörg ykkar munu hitta fyrr-
verandi kærasta eða kærustur
þessa vikuna. Til allrar ham-
ingju getur þú slegið á létta
strengi þannig að þessi fundur
verður ekki þvingaður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fullkomnunarárátta þín er
óvenju sterk í dag og helsta
verkefnið í vikunni er að koma
betra skipulagi á þín mál.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Óvænt daður kann að gleðja
og jafnframt rugla þig í ríminu
í dag. Hugsanlega mun gamall
kærasti eða kærasta gefa til
kynna að loginn á milli ykkar
sé ekki slokknaður.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki láta draga þig inn í gaml-
ar fjölskyldudeilur á ný. Þetta
er ekki góður dagur til að taka
mikilvægar ákvarðanir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Því, sem að Ísland ekki meta kunni,
er Ísland svipt, því skáldið hné og dó,
skáldið, sem því af öllu hjarta unni,
sem elskaði þess fjöll og dali og sjó
og vakti fornan vætt í hverjum runni.
Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta,
hlýddum vér til, en eftirtektarlaust,
vesalir menn, er gleymdum þess að gæta,
að guð er sá, sem talar skáldsins raust,
hvort sem hann vill oss gleðja eða græta.
Nú hlustum vér og hlusta munum löngum,
en heyrum ei, – því drottinn vizkuhár
vill ekki skapa skáldin handa öngum.
Nú skiljum vér, hvað missirinn er sár.
Í allra dísa óvild nú vér göngum.
- - -
Konráð Gíslason
1. c4 c6 2. e4 d5 3. exd5 cxd5
4. cxd5 Rf6 5. Rc3 Rxd5 6.
Rf3 Rc6 7. Bb5 e6 8. 0-0 Be7
9. d4 0-0 10. He1 Bd7 11.
Re4 Db6 12. Ba4 Hfd8 13.
Bg5 Be8 14. Bb3
Bxg5 15. Rexg5
h6 16. Re4 Rde7
17. Hc1 Rxd4 18.
Rxd4 Hxd4 19.
Dh5 Bc6 20. Rc5
Bd5 21. Rd7 Dd6
22. Re5 Hf8 23.
Bc2 Rc6 24. Rg4
Df4 25. f3 Hd2
26. Be4 Bxe4 27.
fxe4 Hxb2 28. e5
Hxa2 29. He3
Rd4 30. Hf1 Dg5
31. Dh3 Re2+
32. Kh1 Rf4 33.
Df3 h5 34. Rf2
Staðan kom
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
upp á Reykjavíkurskák-
mótinu sem lauk í mars.
Ungverski alþjóðlegi meist-
arinn Pal Kiss (2.390) hafði
svart gegn Normundus
Miezis (2.498). 34. ...Rxg2!
35. Hd3 Rh4 36. Dh3 Df5 37.
Dg3 Rg6 38. He3 Hd8 39.
Kg1 h4 40. Dg2 Hdd2 41.
Hc3 og hvítur gafst upp.
VICTOR Mollo sagði eitt
sinn: „Það er hlutskipti
hins sterka að vernda hinn
veika – og hvað er svo sem
veikara í þessum heimi en
veikur makker.“ Mollo
lagði þessi orð í munn
helstu sögupersónu sinnar,
Galtarins grimma, sem
notaði spekina sem rétt-
lætingu fyrir því að
„hogga“ í sig alla samn-
inga. En spekin stendur
fyrir sínu í öðru samhengi
líka:
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ Á32
♥ D962
♦ 54
♣5432
Vestur Austur
♠ D1098765 ♠ –
♥ 87 ♥ G10543
♦ 82 ♦ K1097
♣97 ♣G1086
Suður
♠ KG4
♥ ÁK
♦ ÁDG63
♣ÁKD
Vestur Norður Austur Suður
3 spaðar Pass Pass Dobl
Pass 4 hjörtu Pass 6 grönd !
Pass Pass Pass
Suður á 27 punkta og
það er sama hvað hann
rembist, hann fær makker
aldrei til að taka vitrænan
þátt í sögnum og verður að
axla ábyrgðina sjálfur. Það
er gamla sagan – hinn
sterki verður að taka af
skarið fyrir hinn veika. Og
þá er eins gott og hvað
annað að stökkva í sex
grönd. Spilið er ekki frá
Mollo komið, en lesandinn
gæti velt því fyrir sér
hvernig Gölturinn myndi
haga úrvinnslunni með
hjartaáttunni út.
Ef tígullinn er 3–3 eru
tólf slagir upplagðir. En er
það líklegt? Til að byrja
með er sjálfsagt að prófa
hliðarlitina, taka tvo slagi
á lauf og tvo á hjarta. Þeg-
ar vestur fylgir alltaf lit er
hæpið að hann sé með þrjá
tígla, því þá ætti hann að-
eins sexlit í spaða. Gölt-
urinn myndi gleyma þeim
möguleika og taka þriðja
laufið. Spila svo spaðakóng
og gosa og DÚKKA
drottningu vesturs. Til-
gangurinn er að fá upp
rétta taktinn fyrir þriggja
lita þvingun á austur.
Vestur spilar enn spaða,
sem ásinn í borði tekur. Og
nú er austur í óleysanleg-
um vanda. Hann hefur
þegar hent einu hjarta og
einum tígli. Ef hann hendir
hjarta eða laufi fríast slag-
ur í þeim lit sem er not-
aður til að endurtaka
þvingunina. Og tígulafkast
gefur sagnhafa færi á að fá
alla slagina á litinn með
einni svíningu.
Þeir sem svona spila
geta meldað fyrir báða
með góðri samvisku.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Hlutavelta
Morgunblaðið/Kristján
Þessar ungu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðust 3.500 kr. Þær heita Sædís
Hrönn Viðarsdóttir og Miljana Milisic.
Með morgunkaffinu
Mamma, er þetta
ekki tannkremið?
Óskar herrann einhvers?
Eldhúsið er að loka.
FEGURÐARDROTTNING Íslands
2002 verður valin úr hópi 23 kepp-
enda á Broadway föstudagskvöldið
24. maí. Tekið verður á móti gestum
kl. 19.30 með fordrykk og síðan verð-
ur snæddur fjögurra rétta kvöld-
verður.
Stúlkurnar koma fram fjórum
sinnum áður en krýningin hefst, í
tískusýningum frá Mango, Boss og
Blues, á Oroblu-undirfatnaði og á
síðkjólum. Keppninni er sjónvarpað
beint á Skjá-1 og hefst útsending kl.
22.
Söngvarinn Hreimur Örn Heimis-
son syngur og búast má við óvæntri
uppákomu. Stílisti keppninnar er
Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir,
hárgreiðsla er í höndum Englahárs
og förðun sér Face um. Auk þess
hafa stúlkurnar verið í ljósum í boði
Baza, Trimform hjá Berglindi, lík-
amsrækt í World Class og neglur og
önnur snyrting í boði Heilsu og feg-
urðar. Framkvæmdastjóri keppn-
innar er Elín Gestsdóttir.
Dómnefnd í ár skipa: Hákon Há-
konarson, Guðrún Möller, Þórunn
Högnadóttir, Björn Leifsson, Elín
María Björnsdóttir, Hans Guð-
mundsson og Elín Gestsdóttir, segir
í fréttatilkynningu.
Fegurðarsamkeppni
Íslands á föstudag
FRÉTTIR