Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 1
129. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. JÚNÍ 2002 PERVEZ Musharraf, forseti Pakist- ans, sagði í gær að hann væri „skil- yrðislaust“ tilbúinn til viðræðna við leiðtoga Indlands vegna deilna ríkjanna í landamærahéraðinu Kasm- ír. Sagði Musharraf þetta í gær í Alm- aty, höfuðborg Kasakstans, þar sem hann situr ráðstefnu leiðtoga Asíu- ríkja í dag. Bæði Musharraf og Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, sitja ráðstefnuna. „Ég set engin skilyrði [fyrir við- ræðum]. Þið verðið að spyrja Vajpay- ee að þessu,“ sagði Musharraf á fréttamannafundi í gær. Omar Abd- ullah, aðstoðarutanríkisráðherra Ind- lands, hafði áður ítrekað þá afstöðu indversku stjórnarinnar að beinar viðræður við Pakistana myndu ekki fara fram nema glögg merki væru um að dregið hefði úr árásum hryðju- verkamanna sem kæmu frá Pakistan inn á indverskan hluta Kasmír. Í viðtali við rússnesku sjónvarps- stöðina RTR í gær lagði Musharraf áherslu á að ekki kæmi til greina að gripið yrði til kjarnorkuvopna í deilu Pakistana og Indverja um Kasmír, en bæði ríkin búa yfir kjarnavopnum. „Kjarnorkustríð nú á tímum er úti- lokað. Enginn maður með fullu viti myndi einu sinni ræða um slíkt,“ sagði Musharraf. „Ég tel að bæði Pakistanar og Indverjar ættu að vera nógu skynsamir og nógu ábyrgir til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð.“ Þrátt fyrir afdráttarlaus orð Abd- ullahs hefur mátt sjá þess merki, að Indverjar séu reiðubúnir til tilslakana í afstöðu sinni, að því er fram kemur í fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Er haft eftir háttsettum ind- verskum embættismanni að „engra óyfirvegaðra viðbragða“ sé að vænta af hálfu Indverja. Þá sagði í yfirlýs- ingu frá indverska utanríkisráðuneyt- inu, að Indverjar hefðu ekki trú á notkun kjarnavopna, og sem ábyrg þjóð myndu þeir ekki beita þeim. Samkvæmt fregnum indverskra fjölmiðla hafa ennfremur komið fram vísbendingar um að pakistönsk stjórnvöld haldi aftur af hryðjuverka- mönnum sem ráðist hafa til atlögu yf- ir stöðulínuna milli ríkjanna í Kasmír undanfarið. Munu indverskir emb- ættismenn hafa hlerað samskipti hryðjuverkahópa sem bendi til að þeir hafi fengið skipun frá pakist- önskum yfirvöldum um að láta af árásum, en Musharraf hefur opinber- lega heitið því að gefa slíka skipun. Líklegt er að ráðstefnan í Almaty í dag fari að mestu í að reyna að koma á beinum viðræðum Musharrafs og Vajpayees. Í dag er ætlunin að þeir hitti, hvor í sínu lagi, Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Ziang Zemin Kínaforseta. Á þetta að tryggja að jafnvel þótt Musharraf og Vajpayee hittist ekki sjálfir verði boðum komið á milli þeirra. Reynt að koma á fundi leiðtoga Pakistans og Indlands vegna Kasmír Musharraf reiðubúinn til viðræðna „án skilyrða“ Almaty í Kasakstan. AFP, AP. Vísbendingar um að Indverjar séu tilbúnir til að slaka á afstöðu sinni LJÓTT fólk fær þyngri dóma í sakamálum en þeir sem þykja fagrir, ef marka má doktorsrit- gerð sem varin verður við Stokkhólmsháskóla síðar á árinu. „Afbrotamenn sem þykja aðlaðandi eru ekki álitnir eins ofbeldishneigðir og fá vægari dóma. Í raun ættu hinir ákærðu að vera með poka fyrir andlitinu í dómsölunum til að tryggja réttlæti, en það er auðvitað ekki raunhæft. Þess vegna þurfa dómstólarnir og lögfræðingar að taka þetta vandamál alvar- lega,“ sagði höfundur ritgerðar- innar, Angela Aloha, í viðtali við danska dagblaðið Politiken. Aloha komst einnig að þeirri niðurstöðu að konur fá mun vægari dóma en karlar fyrir sömu brot. „Við eigum erfitt með að átta okkur á því að konur eru ekki alltaf indælar og nær- gætnar,“ sagði hún. Þessar niðurstöður byggjast á rannsókn sem fólst í því að 200 sálfræðinemar og 400 dómarar, saksóknarar og lögreglumenn voru látnir meta trúverðugleika, sekt og ofbeldishneigð meintra afbrotamanna og ákveða refs- ingu þeirra. Þátttakendurnir lásu skýrslur um ýmis afbrot, sem framin hafa verið, en áður hafði Aloha fjarlægt nöfn saka- mannanna og myndir af þeim. Í staðinn notaði hún myndir af fólki með mismunandi útlit. Ljótt fólk fær þyngri refsidóma VÍSINDAMENN hafa nú í fyrsta sinn sýnt fram á að hægt er að græða einræktaðan líkamsvef og líf- færi í menn án þess að líkaminn hafni vefnum eða líffærunum. Er þetta skref í þá átt að hægt verði að nýta einræktun í lækningaskyni. Notuðu vísindamennirnir einræktaðar frumur úr kú og bjuggu með þeim til nýru sem sett voru í stað upphaflegu líffæranna. Nýju nýrun hreinsuðu eit- urefni úr blóði kýrinnar og framleiddu þvag. Vís- indamennirnir bjuggu einnig til hjartavef sem slær eins og hjarta og kann í framtíðinni að nýtast til að gera við skemmd hjörtu líkt og gúmmíbætur eru notaðar til að gera við slöngur í reiðhjólum. Niðurstöður vísindamannanna verða birtar í júlí- hefti Nature Biotechnology, en eru nú þegar að- gengilegar á Netinu. Þær eru mikilvæg „fræðileg sönnun“ þess að einræktuð líffæri geti virkað og þrifist í líffæraþegum, sagði dr. Anthony Atala við Barnaspítalann í Boston, en hann var í hópi þeirra vísindamanna er sýndu fram á þetta. Sumir sem andmælt hafa einræktun til lækninga hafa talið, að einræktuðum líkamsvef yrði hafnað vegna þess að hann innihéldi framandi DNA úr egginu sem notað hefði verið við einræktunina. Slíkt örlítið magn af framandi DNA gæti verið nóg til þess að kalla fram ónæmisviðbrögð er leiddu til höfnunar, að áliti gagnrýnenda, en nýja rannsóknin sýnir að ekki er óhjákvæmilegt að svo fari. Einræktun í lækningaskyni felur í sér að tekið er DNA úr kjarna húðfrumna eða annarra frumna einstaklingsins sem græða á vef eða líffæri í. DNA þessa einstaklings er síðan sett í eggfrumu, sem fengin er frá gjafa, en upphaflegt DNA hefur verið fjarlægt úr þeirri eggfrumu. Þegar DNA væntan- legs líffærisþega er komið inn í eggfrumuna er hún orðin ígildi frjóvgaðs eggs og getur orðið að fóst- urvísi. Þá væri hægt að setja eggið í staðgengils- móður og láta það verða að fóstri, en við einræktun í lækningaskyni eru frumurnar í fósturvísinum not- aðar til að fá fram stofnfrumur, sem hægt er að láta vaxa og verða að ýmsum gerðum fullorðinna frumna. Vísir að einræktun til lækninga Los Angeles Times. JAPANSKAR fótboltaáhugakonur ljósmynda og kvikmynda leikmenn ítölsku og ekvadorísku landslið- anna fyrir leik liðanna í HM er fram fór í Sapporo í gær. Ítalir höfðu betur í leiknum, skoruðu tvö mörk en Ekvador ekkert. Milljónir manna um allan heim fylgjast með keppninni í sjónvarpi, en þó getur verið betra að fara var- lega í þær sakirnar, því að spenn- andi knattspyrna getur verið hættuleg heilsu áhorfenda, sam- kvæmt niðurstöðum hollenskra vís- indamanna. Þeir komust að því, sér til furðu, að dauðsföll af völdum hjarta- eða heilaáfalls meðal karl- manna voru 14 fleiri 22. júní 1996 en að meðaltali dagana fimm á und- an. Eins og þeir sem eru vel að sér í knattspyrnusögu vita var hollenska landsliðið slegið út úr Evrópu- keppninni 22. júní 1996. Segja vís- indamenn, að þeim, sem eru veilir fyrir hjarta eða þjást af offitu, sé ef til vill ráðlegra að halda sig fjarri sjónvarpi næsta mánuðinn, meðan HM stendur yfir. Reuters Of mikið áhorf?  Mexíkóar/B8 STJÓRN Georges W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur breytt áliti sínu á áhrifum losunar gróðurhúsaloftteg- unda á umhverfið, og segir nú í skýrslu sem hún sendi Sameinuðu þjóðunum að hækkun hitastigs muni hafa umfangsmikil áhrif. Greinir The New York Times frá þessu í gær. Í skýrslunni til SÞ kennir stjórnin í fyrsta sinn að mestu áhrifum fram- kvæmda manna um hækkun hita- stigsins. Samt er í skýrslu stjórnar- innar ekki gert ráð fyrir að neinar breytingar verði á stefnu hennar varðandi losun gróðurhúsaloftteg- unda. Skuli í staðinn huga að aðlögun að breyttum aðstæðum. Er niðurstaða skýrslunnar sú, að alveg sé sama hvað gert verði til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda í framtíðinni, of seint sé að bregðast við áhrifum áratugalangrar losunar koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda á umhverfið. Of seint að bregð- ast við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.