Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVERFISMIÐJU vantar í
Vesturbæ Reykjavíkur að
mati þátttakenda á hverfa-
þingi sem haldið var í Haga-
skóla í byrjun maí en niður-
stöður þess voru kynntar á
fimmtudagskvöld í Melaskóla.
Unglingar í hverfinu óska eftir
hjólabretta- og línuskauta-
svæði en leikskólabörn telja að
engir bófar, nema kannski
einn, sé á ferli í hverfinu.
Markmið þingsins var að fá
fram hugmyndir íbúa og hags-
munaaðila í hverfinu um það
hvernig þeir vilja sjá hverfið
sitt. Rúmlega sextíu manns
mættu til þingsins en að auki
var unnið með börnum og ung-
lingum í þremur skólum í
Vesturbæ skömmu fyrir þing-
ið. Þessir skólar voru leikskól-
inn Hagaborg, Vesturbæjar-
skóli, þar sem unnið var með
níu ára börnum og loks Haga-
skóli, þar sem áttundu bekk-
ingar sögðu sitt álit. Það var
Reykjavíkurborg sem stóð
fyrir þinginu en umsjón og úr-
vinnsla var í höndum ráðgjaf-
arfyrirtækisins Alta sem áður
hefur leitt vinnu á íbúaþingum
á höfuðborgarsvæðinu með að-
ferð sem nefnist samráðs-
skipulag.
Íþrótta- og tómstunda-
iðkun í forgang
Á þinginu var unnið í þrem-
ur hópum sem hver um sig tók
fyrir sig ákveðinn málaflokk
og mögulegar aðgerðir. Var
fjallað um útivist og tómstund-
ir, mannlíf-, fræðslu og menn-
ingarmál og umhverfis- og
skipulagsmál.
Að því er fram kemur í upp-
lýsingum frá Alta kom fram sú
skoðun meðal íbúanna að bæta
þyrfti aðstöðu og framboð í
íþrótta- og tómstundaúrræð-
um, t.d. með því að fjölga gras-
völlum og róluvöllum. Töldu
íbúarnir að setja þyrfti að-
stöðu til íþrótta- og tóm-
stundaiðkunar framar á for-
gangslistann við úthlutun á
fjármagni.
Íbúarnir vildu einnig að
Vesturbæjarlaugin yrði
stækkuð og aðstaða til sund-
æfinga og leikja yrði bætt.
Lögðu þeir til að heit laug og
köld laug yrðu aðskildar í laug-
inni og vatnsrennibraut byggð
auk þess sem þeir bentu á að
hægt væri að kanna möguleika
á einkarekstri laugarinnar.
Þá kom m.a. fram að íbúar
töldu að göngu- og hjólreiða-
stígar væru ekki nægilega vel
merktir og að tengingum á
milli þeirra væri ábótavant.
Óskuðu þeir eftir því að settar
yrðu upp merkingar um forn-
minjar, sögustaði, nöfn trjáa
og blómategunda og gömul
nöfn og staðarheiti svo eitt-
hvað sé nefnt.
Álitamál hvort safnskóli
sé heppilegur
Í málaflokknum mannlíf,
fræðsla og menningarmál var
rætt um að engin miðja eða
hjarta væri í Vesturbænum og
töldu íbúarnir þörf á að setja á
fót menningar- og hverfismið-
stöð, kaffihús og bókasafn.
Þá var rætt um að öryggi
væri ábótavant og var umferð
og ótti við ofbeldi sérstaklega
nefnt í því sambandi. Var það
mál manna að bæta þyrfti ör-
yggi með samstarfi lögreglu
og íbúa og lækkun hámarks-
hraða.
Kom fram í þessari vinnu að
íbúar töldu tengsl milli skóla-
stiga ekki nægilega góð og að
álitamál væri hvort safnskóli,
eins og Hagaskóli, sem allir
unglingar hverfisins sækja,
væri heppilegt fyrirkomulag.
Töldu menn nauðsynlegt að
auka samvinnu milli skóla-
stjórnenda og að halda ætti
málþing um safnskólafyrir-
komulagið. Þá var að því fund-
ið að skóladagur og tóm-
stundastarf barna væri
ósamfellt og óskuðu íbúar eftir
því að tengsl skóla- og tóm-
stundastarfs yrðu bætt með
því að færa tómstundastarf í
auknum mæli inn í skólana.
Íbúar töldu þörf á að efla
íbúasamtök Vesturbæjar og
fundu að því að farveg vantaði
fyrir samskipti við borgaryfir-
völd. Var lagt til að komið yrði
á laggirnar hverfastjórn eða
hverfaráði sem hefði bæði völd
og fjármagn. Loks taldi hóp-
urinn skort á upplýsingaflæði í
hverfinu og lagði til að komið
yrði á fót upplýsingasíðunni
vesturbaer.is.
Umferðarmál voru ofarlega
á blaði í hópnum sem fjallaði
um umhverfis- og skipulags-
mál. Kom fram hjá íbúum að
mikil umferð væri til vand-
ræða með hávaða, mengun,
slysahættu og umferðarteppu
á annatímum. Þá klyfu Hring-
braut og Suðurgata byggðina
eins og stórfljót. Var lagt til að
umferðarskipulag í Vestur-
bænum yrði skoðað heildstætt
og að Hringbraut og Suður-
gata yrðu settar í stokk.
Fundið var að slæmri um-
hirðu á opnum svæðum og
stígum og sömuleiðis væri lítið
um gróður en mikið um
veggjakrot. Var lagt til að illa
nýtt og vanhirt svæði yrðu
endurskipulögð og gerð að „lif-
andi rými“, meðal annars í
tengslum við tómstundastarf.
Sömuleiðis yrði veggur tekinn
frá fyrir veggjakrot.
Þá kom fram að fólk vill
gjarnan að Háskólahverfið
tengist Vesturbænum betur
og telur að það gefi hverfinu
ýmis sóknarfæri.
Slæm aðstaða til flokkunar
sorps var gagnrýnd og þá
töldu íbúar að miðsvæði í
göngufæri, þar sem væru litlar
verslanir og veitingastaðir,
vantaði í hverfið. Var lagt til að
skipulagt yrði „Háskólatorg“
með slíkri starfsemi. Eins var
óskað eftir því að fundin yrðu
ný rými fyrir íbúðabyggð í
hverfinu.
Gróið og fjölbreyti-
legt hverfi
Þingið bar yfirskriftina
„Lífsgæði í Vesturbæ“ og
henni samkvæmt var einnig
rætt um hvaða kosti hverfið
hefði til að bera. Kom í ljós að
þeir voru ófáir og má í því sam-
bandi nefna nálægðina við
miðbæinn, sjóinn, fjöruna og
göngustígakerfið. Sömuleiðis
var nefnt að hverfið væri gróið
og fjölbreytilegt, þar væru
gömul og ný hús í bland, fal-
legar byggingar og vinaleg
gömul hús með sál. Í því væru
rótgrónar fjölskyldur og mörg
kunnugleg andlit. Þar væri
ákveðin þorpstilfinning og
samkennd þótt margir teldu
að vissulega mætti gera betur í
að rækta þessa sérstöðu.
Loks var samþykkt á
þinginu ályktun þar sem til-
lögu að nýrri hverfaskiptingu
borgarinnar var mótmælt
vegna áforma um að hluti
gamla Vesturbæjarins yrði
settur undir miðbæ. Taldi
fundurinn eðlilegt að mörk
miðbæjar og Vesturbæjar
lægju í Kvosinni.
Litskrúðugri skóli og
sjóræningjaróló
Eins og fyrr segir var leitað
álits leikskólabarna, níu ára
barna og unglinga í aðdrag-
anda þingsins. Kom þar fram
að leikskólabörnunum þættu
sjórinn, sundlaugin, KR og
„heima“ best í Vesturbænum.
Krílin höfðu tröllatrú á íbúum
hverfisins og enginn hafði séð
bófa, nema einn drengur sem
taldi sig hafa séð bófa um nótt.
Þau voru í það minnsta með á
hreinu að fleira gott fólk en
bófar væru í hverfinu. Annað
sem er gott og skemmtilegt
var til dæmis að labba, apa-
rólóinn, strætó og að prófa
hjólabrettin hjá unglingunum.
Ef krakkarnir fengju að
ráða vildu þau að rólóinn væri
bleikur og blár á litinn og væri
með sjó og báta og sjóræn-
ingjafána. Og aðspurð um
hvaða dýr væru í Vesturbæn-
um sögðu þau að þar væru
hundar, kettir og fuglar.
Níu ára krakkarnir voru
ekki síður með skoðanir á
hverfinu sínu og skólanum þar
sem þeir sögðu að vantaði
betri tölvur með hátölurum.
Eins sögðu þeir að gaman væri
að fá lítil gæludýr í skólastof-
urnar, að lengja þyrfti frímín-
útur og íþróttatímana, matur
þyrfti að vera alla daga og
stækka þyrfti skólann. Þá var
á það bent að oft væru rúður
brotnar í skólanum og að sum-
ir krakkar væru leiðinlegir við
aðra krakka.
Hvað varðar útivist, tóm-
stundir og umhverfi þá lýstu
krakkarnir eftir stórri renni-
braut í Vesturbæjarlaugina,
fleiri leiktækjum á leikvellina
og að lengri tími ætti að vera
til að leika úti á kvöldin. Þá
sögðu þeir að það þyrfti að
„gróðursetja hóla út um allt til
að renna sér á“, nýtt strætó-
skýli vantaði og að húsin í
Vesturbæ ættu að vera lit-
skrúðugri, þar á meðal skól-
inn.
Verðlag í sjoppum
og í bíó of hátt
Unglingar í hverfinu óskuðu
eftir æfingasvæði fyrir línu-
skauta og hljólabretti og lögðu
til að slíkum garði yrði komið
upp hjá Neskirkju eða við
róluvöllinn við Fornhaga og
Tómasarhaga. Sömuleiðis
sögðu þeir góðar brekkur
vanta í hverfið, t.d fyrir snjó-
bretti.
Fleira vantar í hverfið að
þeirra mati, s.s. skemmtigarða
á borð við tívolí og billj-
ardstofu sem krakkar mættu
fara í, meiri gróður, fleiri búð-
ir, t.d. fatabúðir og gos- og
nammisjálfsala. Þá töldu ung-
lingarnir að verðlag í sjoppum
og í bíó væri of hátt og að
strætisvagnar gengju ekki
nægilega ört. Loks sögðu þeir
vanta griðastað fyrir úti-
göngumenn og samfélagsað-
stoð fyrir fátæka.
Hvað varðar aðgerðir má
nefna að unglingarnir vildu fá
styrk hjá Reykjavíkurborg til
að byggja yfir malarvöll KR og
láta á hann gervigras þannig
að KR-ingar yrðu bestir í fót-
bolta. Og síðast en ekki síst
vildu þeir að fullorðnir
hlustuðu á tillögur barna til til-
breytingar.
Lýst eftir hverfismiðju í niðurstöðum íbúaþings sem kynntar voru á fimmtudag
Vesturbær Þorpstilfinning og sam-
kennd einkenna hverfið
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Alta, kynnti niðurstöður íbúaþingsins í
Melaskóla síðastliðinn fimmtudag en Alta hafði umsjón með þinginu og úrvinnslu þess.
FORELDRARÁÐ Hafn-
arfjarðar veitti Áslandsskóla
viðurkenningu síðastliðinn
fimmtudag fyrir góð störf að
tómstundamálum barnanna í
skólanum. Viðurkenningin
er veitt árlega en með henni
vill Foreldraráðið hampa því
sem vel er gert í skólamálum
barna í Hafnarfirði.
Að sögn Helenu Mjallar
Jóhannsdóttur, formanns
Foreldraráðsins, hlýtur Ás-
landsskóli viðurkenninguna
að þessu sinni fyrir það
hversu vel er staðið að tóm-
stundamálum barnanna í
skólanum en þar hefur í vet-
ur verið boðið upp á tóm-
stundastarf innan skólans í
beinu framhaldi af skóladeg-
inum. Segir Helena Mjöll
lofsvert hversu fjölbreytt
þetta tómstundastarf hefur
verið auk þess sem lítið sem
ekkert gjald hafi verið tekið
fyrir það.
Hún segir viðurkenn-
inguna ekki endilega eyrna-
merkta skólum og sem dæmi
um það má nefna að áður
hefur eigandi söluturns,
kennari og félagsmiðstöð
fengið viðurkenninguna.
Að þessu sinni var við-
urkenningin listaverkið
Sköpun eftir hafnfirsku
grafíklistakonuna Margréti
Guðmundsdóttur og það var
Áslaug Brynjólfsdóttir, frá-
farandi skólastjóri Áslands-
skóla, sem veitti því viðtöku
úr höndum Hrannar Håkons-
on, sem situr sem annar
fulltrúi foreldra í Áslands-
skóla í Foreldraráði Hafn-
arfjarðar.
Gott tómstundastarf í
Áslandsskóla verðlaunað
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Kristinn
ÞEIR sem hafa ekið um
Hamrahlíðina síðustu daga
hafa kannski orðið fyrir því að
skilti eitt við götuna geri at-
hugasemdir við aksturshraða
viðkomandi. Skiltið atarna er
nýkomið upp og að sögn Stef-
áns Finnssonar, verkfræðings
hjá umhverfis- og tæknisviði
Reykjavíkurborgar, er um
nokkurs konar forvörn að
ræða. „Þetta er innan 30 kíló-
metra svæðis og það hefur
sýnt sig að menn aka þarna
aðeins hraðar en það. Þannig
að þetta er eins konar mót-
vægisaðgerð til að minna fólk
á hraðatakmarkanir.“
Skiltið sýnir ökumönnum á
hvaða hraða ekið er en auk
þess sendir það frá sér blikk-
andi ljós eftir að ákveðnum
hraða er náð. Stefán segir
annað slíkt skilti vera komið
upp við Háaleitisbrautina en
reynslan af þessum tveimur
skiltum verði svo höfð til hlið-
sjónar varðandi það hvort
fleiri slík verði sett upp í borg-
inni. Þetta eru fyrstu föstu
skiltin sem sýna hraða öku-
tækja en áður hafa færanleg
skilti með sömu virkni verið
sett upp eftir þörfum.
Morgunblaðið/Sverrir
Minnt á hraðatakmarkanir
Hlíðar