Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 39
síldarsöltun á Hjalteyri, Siglufirði og
í Njarðvík. Á árunum frá 1961 til
1968, þegar hefðbundnum síldveið-
um lauk, má segja að þeir feðgar hafi
verið hvað stórtækastir hér á landi í
síldarsöltun og mörg árin hæstir í
söltun. Í lok tímabilsins, þegar síld-
veiðar voru stundaðar langt norður í
höfum, var skip tekið á leigu og það
útbúið sem síldarsöltunarstöð.
Hreiðar var þar leiðangursstjóri og
voru 30 manns í áhöfn. Árið 1966
hófu þeir byggingu frystihúss á
Seyðisfirði sem ætlað var að frysta
síld til útflutnings, en þegar síldin
hvarf varð að finna því annað verk-
efni og var því breytt til frystingar á
bolfiski. Valtýr lést 1970 og tók þá
Hreiðar formlega við framkvæmda-
stjórninni, en í reyndinni hafði hann
mun fyrr tekið við stjórnun fyrir-
tækisins vegna veikinda föður síns.
Segja má að árin eftir síldina hafi
verið fyrirtækinu erfið, en áfram-
haldandi rekstur byggðist á upp-
byggingu á frystihúsi Norðursíldar á
Seyðisfirði auk útgerðar skipa til
veiða á bolfiski og síðar rækju, síld
og loðnu. Síldarsöltun hófst síðan
aftur hjá fyrirtækinu 1975. Hreiðar
rak Norðursíld á Seyðisfirði til árs-
ins 1988 þegar Fiskvinnslan hf.
keypti fyrirtækið. Frá þeim tíma
annaðist Hreiðar útgerð Valtýs Þor-
steinssonar ehf., en það félag var
stofnað árið 1981 um útgerðarrekst-
ur fjölskyldunnar, lengst af rekstur
mb. Þórðar Jónassonar. Á árinu
1998 keypti SR-mjöl hf. 40% hlut í
félaginu og afganginn á árinu 2001
og lauk þar með beinum útgerðar-
rekstri hjá Hreiðari. Með aðild að
Garðari Guðmundssyni hf. í Ólafs-
firði hélt Hreiðar áfram þátttöku í
útgerð, en hann sat m.a. í stjórn þess
félags til dauðadags.
Hreiðar var alla tíð mjög duglegur
og ósérhlífinn, gerði kröfur til sinna
starfsmanna á sama hátt en naut á
sama tíma virðingar þeirra, enda var
hann ákaflega sanngjarn og tillits-
samur í hvívetna. Hreiðar ávann sér
traust starfsmanna, viðskiptamanna
og annarra samstarfsmanna með
framgöngu sinni í tengslum við
reksturinn, enda lagði hann ávallt
áherslu á áreiðanleika, sanngirni og
traust í viðskiptum.
Ég hef alla mína tíð verið í miklu
og góðu sambandi við Hreiðar og
Elsu og hefur það verið mér mjög
mikils virði, ekki síst á uppvaxtarár-
unum eftir lát móður minnar, systur
Hreiðars, og alla tíð eftir það. Ég
fékk mjög fljótt tækifæri til að taka
þátt í umstanginu í kringum rekst-
urinn, fyrst á Hjalteyri 1963, en síð-
ar á Raufarhöfn og Seyðisfirði, en ég
vann við ýmis störf í landi hjá fyr-
irtækinu flest sumur með skóla til 20
ára ára aldurs er ég flutti til Reykja-
víkur og fór að huga að öðrum störf-
um. Þessi tími er mér ákaflega minn-
isstæður, en ég naut þess að eiga þau
að, Hreiðar og Elsu, sem pössuðu
upp á drenginn.
Eftir að ég hóf störf í Reykjavík
unnum við Hreiðar saman að ýmsum
málum, m.a. í stjórn Norðursíldar hf.
og Valtýs Þorsteinssonar ehf., sem
nú er í eigu SR-mjöls hf., en með sölu
félagsins á síðastliðnu ári lét Hreiðar
af störfum sem framkvæmdastjóri
þess, en tók að sér stjórnarstörf í
tengdum félögum og hélt þannig
sambandi við atvinnureksturinn,
enda dró ekki úr áhuganum þó svo
að árunum fjölgaði.
Við Hreiðar áttum alla tíð fram-
úrskarandi gott samstarf og bar þar
engan skugga á. Það var mikil gæfa
fyrir mig að kynnast Hreiðari og
þeirri manngerð sem hann hafði að
geyma, enda fór þar sérstaklega
samstarfsgóður, glöggur og áreiðan-
legur maður. Því er söknuðurinn
mikill þegar áfallið kemur svo
skyndilega, en minningin lifir.
Við Hrönn færum Elsu, Valtý Þór,
Valgerði Petru og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Heimir Haraldsson.
Að kvöldi sólríks vordags hér
sunnan heiða hringdi Valtýr og til-
kynnti okkur þau dapurlegu tíðindi
að faðir hans hefði orðið bráðkvadd-
ur fyrr um daginn. Mig setti hljóðan.
Ég átti mjög erfitt með að trúa því að
traustur vinur og fyrrverandi út-
gerðarmaður væri allur. Minning-
arnar runnu í gegnum hugann.
Hreiðar var einn þeirra manna sem
hvað lengst höfðu starfað við útgerð
og fiskvinnslu. Fyrst um sinn með
föður sínum, Valtý Þorsteinssyni, en
eftir að hann féll frá, árið 1970, sá
Hreiðar alfarið um reksturinn. Um-
svif þeirra feðga voru mikil að vöxt-
um; sex skip og báta gerðu þeir út
þegar mest var, ásamt síldarsöltun á
tveimur og þremur stöðum. Frysti-
hús byggðu þeir á Seyðisfirði og
starfræktu um árabil.
Kynni okkar Hreiðars hófust á
vordögum 1960 er ég réðst sem skip-
stjóri á Ólaf Magnússon, nýtt skip
sem Norðmenn voru að ljúka við
smíði á fyrir þá feðga og bar nafn
móðurafa Hreiðars. Árin sem fóru í
hönd, oft nefnd síldarárin, voru við-
burðarík og hreint ævintýri á marg-
an hátt í útgerðarsögunni. Er leið á
sjöunda áratuginn fjarlægðist síldin
landið, hélt sig norðar og norðar í
hafinu og nánast útilokað að koma
henni óskemmdri til söltunar í landi.
Tóku þeir feðgar sig þá til og leigðu
800 tonna skip frá Færeyjum, út-
bjuggu sem söltunarstöð sem elti
flotann norður í höf og söltuðu þar
ferska síld. Hreiðar var sjálfur um
borð og minntist oft á hve þetta hefði
verið skemmtilegt verkefni. Þetta
sýnir hvernig þeir brugðust ætíð við
breyttum aðstæðum. Áfram liðu árin
og Hreiðar seldi báta og minnkaði
umsvifin smátt og smátt. Hætti
frystihúsarekstri árið 1988. Síðustu
18 árin gerði hann eingöngu út Þórð
Jónasson. Við því skipi tók ég árið
1968 og starfaði þar um borð þar til
ég lauk sjómannsferli mínum um
mitt árið 2000. Þar með endaði langt
og farsælt samstarf okkar Hreiðars.
Hann hætti allri útgerð á síðasta ári,
en fylgdist áfram með af miklum
áhuga. Áfram var samband okkar
mikið og vart leið sá dagur að við töl-
uðumst ekki við. Hreiðar var höfð-
ingi heim að sækja og áttum við
Guðný margar ánægjulegar stundir
með þeim hjónum í gegnum árin,
hvort sem það var á Bjarmastígnum,
sumarbústaðnum eða á erlendri
grund.
Kæra Elsa, Valtýr, Pebba og fjöl-
skyldur, megi algóður Guð styrkja
ykkur í sorginni. Við Guðný sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Mig skortir orð yfir þakklæti til
þessa heiðursmanns sem Hreiðar
var, fyrir umburðarlyndi hans gagn-
vart mér alla tíð. Einnig þökkum við
hjónin þessum öðlingi fyrir tryggð
og vináttu í gegnum tíðina.
Friður Guðs þig blessi. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Hörður Björnsson.
Hreiðar Valtýsson er genginn.
Kallið kom fyrirvaralaust og kom á
óvart, þótt Hreiðar væri kominn vel
á áttræðisaldur. Hann var ern og
heilsuhraustur, annað varð ekki séð.
En enginn veit sinn tíma. Tvennt er
víst í okkar lífi; upphaf og endir.
Hvort tveggja er ákveðið á æðri
stöðum, án þess að við ráðum þar
nokkru um, enda eigum við nægilega
erfitt með að prjóna þarna í milli,
þannig að ekki falli niður lykkja.
Stundum gerist það. Þá reynir mað-
ur að bjarga því sem bjargað verður.
Á slíkum stundum getur verið gott
að leita til vina. Þar var Hreiðar Val-
týsson mér haukur í horni.
Hann var traustur vinur, sem allt-
af var gott að leita til. Hann fór ekki
mikinn, hann barði sér ekki á brjóst
eða hreykti sér af verkum sínum.
Hann hafði góða nærveru; rólegur
og íhugull, flanaði ekki að verkum
eða góðum ráðum. Þess vegna var á
það hlustað, sem hann hafði til mál-
anna að leggja. Sígandi lukka er
best, var hans „mottó“.
Þegar ég man fyrst eftir Hreiðari
vann hann við útgerð föður síns, Val-
týs Þorsteinssonar frá Rauðuvík.
Það var því líkt á komið með okkur,
þótt Hreiðar væri nokkru eldri en
ég. Sú staðreynd varð til þess, að ég
leitaði oft til hans um góð ráð til úr-
lausnar verkefna, sem ég vildi ekki
láta karl föður minn hafa pata af að
ég væri ekki maður til að leysa einn á
báti. Þar reyndist Hreiðar mér vel.
Slíkt gerði hann án fyrirgangs, rétt
eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég
fór alltaf betri maður af hans fundi.
Þeir feðgar, Valtýr og Hreiðar,
ráku í áratugi umsvifamikla útgerð;
voru um miðja síðustu öld með um-
svifameistu útvegsmönnum á Norð-
urlandi. Þeir gerðu út Þórð Jónas-
son, Ólaf Magnússon að ógleymdri
Akraborginni, auk þess að reka sölt-
unarstöðvar og landvinnslu á Akur-
eyri, Hjalteyri, Raufarhöfn og Seyð-
isfirði.
Eftir að síldarævintrýrinu lauk
var kjölfesta starfseminnar lengi á
Seyðisfirði og var Hreiðar þar oft
langdvölum. Þá gat ég oft rétt hon-
um hjálparhönd, þegar eitthvað
þurfti að útrétta fyrir skipin hér á
Akureyri. Það var sjálfsagt frá minni
hendi og sjálfsagðara eftir því sem
Hreiðar „kvabbaði“ oftar, því hann
hafði einstakt lag á því að láta mann
finna, að verkið hafi verið sér kært
og mikilvægt, hvursu léttvægt sem
það var.
Það var sagt um Valtý, föður
Hreiðars, að hann hefði fagnað sín-
um skipum, hvort heldur þau komu
að landi með slatta eða fullfermi.
Þennan eiginleika erfði Hreiðar frá
föður sínum, enda hélst honum vel á
mönnum; hann var með sama mann-
skapinn vertíð eftir vertíð, á hverju
sem gekk. Þetta sannast best á
Herði Bjarnasyni, sem var skipstjóri
hjá Hreiðari í áratugi, síðast á Þórði
Jónassyni, mikil aflakló. Hann kom í
land um aldamótin, kominn á átt-
ræðisaldur. Slíkir „kallar“ eru ekki á
hverju strái.
Hreiðar tók við útgerðinni af föður
sínum og rak hana í félagi við syst-
urson sinn til skamms tíma, en systir
Hreiðars féll frá á besta aldri.
Síðustu árin snerist starfsemin
eingöngu um útgerð á Þórði Jónas-
syni, en fljótlega eftir að Hörður var
farinn í land ákvað Hreiðar að axla
sín skinn og seldi útgerðina. Hann
ætlaði sér að njóta lífsins í ranni fjöl-
skyldunnar á meðan guð leyfði. En
leyfið varð styttra en vonir stóðu til.
Það hefur einhvers staðar verið þörf
á ráðagóðum útgerðarmanni. Þeir
verða ekki sviknir af Hreiðari, dreng
góðum, sem kunni lag á að koma
mönnum glöðum til verka – og leyfði
þeim líka að njóta verka sinna, þótt
hluturinn væri oft ekki til skiptanna.
Það skipti ekki öllu máli fyrir Hreið-
ar; aðalatriðið var að heimta mann-
skapinn heilan í höfn. Það var mann-
bætandi að fá að kynnast slíkum
manni.
Guð gefi honum góðan byr, hvert
sem ferðinni er heitið. Missir Elsu og
barnanna er mikill.
Ég sendi þeim innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og mínum.
Sverrir Leósson.
Okkur var brugðið 25. maí síðast-
liðinn þegar við fengum þær fréttir
að Hreiðar Valtýsson hefði látist fyrr
um daginn. Við áttum ekki von á því
að þurfa að kveðja hann svona fljótt
því hann var fullur af krafti og lífs-
gleði.
Við kynntumst Hreiðari við út-
gerð hans á Þórði Jónassyni EA og
störfuðum fyrir hann í mörg ár bæði
til sjós og lands. Það var gott að
vinna hjá Hreiðari, hann hafði þann
kost umfram marga aðra að láta sér
sérlega annt um hag starfsmanna
sinna. Hann treysti sínu fólki og lét
óspart í ljós ánægju sína þegar vel
var að verki unnið fyrir hann.
Með Hreiðari áttum við fjölmarg-
ar góðar stundir þar sem rætt var
um ýmsa þætti sem tengdust útgerð-
inni sem var hans hjartans mál.
Með Hreiðari er genginn einstak-
ur maður, það að fá að kynnast hon-
um og starfa með honum var okkur
mikill heiður og mun verða okkur
minnisstætt um alla ævi.
Elsku Hreiðar, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Við sendum Elsu og fjölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guð blessi og varðveiti minningu
Hreiðars Valtýssonar.
Pétur Halldórsson,
Óli Þór Pétursson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 39
! !
"
!
!#$!%%!
!"##$
% &'(#"))
!"* ##$
#"))
" ##$
+ #"))
' ##$
,( #"))
- .#/
$ 0 0 01*
2' %
3
45 -
!!67
&8 (
&
'%!
(
)
*!
!#'!'%!
5 "##$
" - .#"))
9) .#)#"))
9) - .##$
8 .#)##$
." -: #"))
5 -$) #
) ; "##$
-$) #
'(5 ;.#"))
0 01$ 0 0 01*
+
<=> ?@>'>
; ;
,
-.
'#! !
/
-.
0!
!#1!%%!
"
() 2
#%!
!#$!'%!
' % ##$
#)#"))
&% #"))
;- .##$
#)( % #"))
<%*%$ ##$
.% #"))
#$
( % #"))
!" #$
" % #"))
2 ##$
% #"))
!"%$""##$
0$ % #"))
%$0 % ##$
01$ ;81#&"*
+
,' *A2'
& 3 4
!
!
( #"))$0 )#*
.
52'
$) 0 )B
21"#
&, 4
56
(
'%! !
7
6
!
!#$!%%!
8
4
5/ 44
& 9(,
!
%$ ;<
;##$
081 %$ ;#")
0 )
%$ ;##$
0 )) ;##$
5 "(#281#"))
2810 )##$
0 C#"))
0 )##$
" 0 )#"))
081 %$ ;#"))
" 8##$
;*2 "##$
.<#"))*