Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
JÓHANN Sigurjónsson, for-stjóri Hafrannsóknastofn-unarinnar, segir nauðsyn-legt að gera breytingar á
aflareglu um þorskveiðar þannig að
hún geri ráð fyrir óvenjulegu
ástandi og samsetningu þorsk-
stofnsins. Hann segir að þótt gera
megi athugasemdir við framkvæmd
aflareglunnar, sé hún mikilvægt
stjórntæki þar sem litið er til lang-
tíma sjónarmiða um nýtingu þorsk-
stofnsins.
Samkvæmt markaðri nýtingar-
stefnu um þorskveiðar, aflareglunni
svokölluðu, er tillaga Hafrann-
sóknastofnunarinnar um þorskaf-
lahámark á næsta fiskveiðiári 179
þúsund tonn. Stofnunin hefur ekki
lagt til svo lítinn þorskafla undanfar-
in 6 ár en þorskafli á Íslandsmiðum
fór lægst niður í 165 þúsund tonn
fiskveiðiárið 1994/1995 en þá lagði
Hafrannsóknastofnunin til að veiðin
yrði ekki meiri en 130 þúsund tonn. Í
kjölfarið, eða í maí 1995 samþykktu
stjórnvöld aflareglu fyrir þorskveið-
ar, með hliðsjón af tillögum vinnu-
hóps á vegum sjávarútvegsráðherra
og tillögum Hafrannsóknastofnun-
arinnar. Aflareglan gerði ráð fyrir
að þorskveiðar yrðu takmarkaðar
við 25% af meðalstærð veiðistofns í
upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs
og áætlaðri stærð veiðistofns í upp-
hafi næsta árs þar á eftir, en afli færi
þó aldrei niður fyrir 155 þúsund
tonn.
Í maí 2000, þegar í ljós kom að
stofninn hafði verið ofmetinn und-
anfarin ár, óskuðu stjórnvöld eftir
að skoðuð væru áhrif þess að setja
einhvers konar sveiflujöfnun í afla-
regluna til að draga úr áhrifum þess
að aflamarki fylgdi um of skekkju í
stofnmati. Í kjölfar athugana
ákváðu stjórnvöld að taka upp nýja
aflareglu með þeim breytingum að
bæta við 30 þúsund tonna sveiflu-
jöfnun og fella niður aflalágmark.
Samkvæmt nýju aflareglunni var
þorskaflamark fiskveiðiársins 2000/
2001 því ákveðið 220 þúsund tonn í
stað 203 þúsund tonna miðað við
fyrri aflareglu. Aflamark fiskveiði-
ársins 2001/2002 var ákveðið 190
þúsund tonn samkvæmt nýju regl-
unni en hefði orðið 155 þúsund sam-
kvæmt upprunalegu aflareglunni.
Í umsögn sinni um breytingu á
aflareglunni gerði Hafrannsókna-
stofnunin þann fyrirvara að ef 30
þúsund tonna sveiflujöfnun yrði
beitt í tvö ár í röð þegar stofninn er í
niðursveiflu væri nauðsynlegt að
kanna sérstaklega viðmið við
ákvörðun aflamarks þriðja árið.
Stofnunin hefur lagt til að þorsk-
aflahámark á næsta fiskveiðiári
verði 179 þúsund tonn og því mun
ekki þurfa að beita sveiflujöfnun
þriðja árið í röð.
Aflareglan er mik
vægt stjórntæki
Jóhann Sigurjónsson,
Hafrannsóknastofnunarinn
einkum tvennt í núveran
kvæmd aflareglu sem gera
hugasemdir við. Annarsv
skekkja í stofnmati heldur
gert var ráð fyrir þegar re
þróuð á árunum 1993–94.
stofnstærð hafi leitt til þes
markið hafi orðið of hátt og
þung undanfarin ár. Hinsv
innleiðing sveiflujöfnunar
leitt til þess að aflamarkið
of hátt og sóknin of mikil.
mjög bagalegt í ljósi sam
stofnsins sem einkennist af
falli af ungum fiski en lí
stórum eldri fiski. Því þu
synlega að endurskoða af
með sérstöku tilliti til n
ástands og samsetningar
„Um 90% af hrygningars
árið 2003 er áætlað að ver
sem er yngri en sex ára. Ef
áratuga ördeyðu í nýliðun e
ir fram vænlegir árgan
gætu gefið sterkan veiðisto
urinn fær nægan frið til v
dregið verði úr sókn.“
Jóhann leggur hinsvega
á að þó fram hafi komið ága
gildandi aflareglu sé reyn
regla af þessu tagi sé m
Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir nau
Ofmat og sveiflu
jöfnun leitt til of
mikillar sóknar
FORSVARSMENN út-vegsmanna og sjómannasegja að í tillögum Haf-rannsóknastofnunar um
aflahámark á næsta ári séu mörg
jákvæð tíðindi. Samdráttur í
þorskveiðum valdi vissulega von-
brigðum en þó séu mörg jákvæð
teikn á lofti. Þeir segja hinsvegar
að draga verði úr sókn í stofninn.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir að til-
lögur Hafrannsóknastofnunarinn-
ar þurfi ekki að koma á óvart og
ánægjulegt að sjá að þorskstofn-
inn virðist heldur að stækka. Þess
vegna verði að draga úr sókn og
stöðva ótakmarkaðar veiðar
krókabáta. Friðrik segir ennfrem-
ur augljóst að vöxtur hvalastofna
hér við land hafi einnig veruleg
áhrif á afrakstursgetu fiskistofn-
anna. „Það er greinilega of lítið af
stórum fiski í stofninum og of mik-
ið sótt í smáfiskinn. Það er hins-
vegar ljóst að ef ekki verður tekið
á veiðistjórn krókabáta verður
umframveiðin veruleg. Á sama
tíma og við erum að taka á okkur
skerðingar til að byggja stofninn
upp er ólíðandi að horfa upp á slíkt
enn eina ferðina. Í stað þess að
fækka sóknardögum krókabáta á
síðasta ári, eins og til stóð, var
dögunum fjölgað og þar að auki
var sóknareiningunum breytt í
klukkustundir sem er ávísun á
ennþá meiri sókn. Í þessu sókn-
arkerfi er ekkert tillit tekið til vél-
arafls og afkastagetu þessara nýju
báta. Stjórnmálamenn geta ekki
talað um ábyrga stjórnun fiskveiða
á meðan málum er svo háttað. Í
þessu fyrirkomulagi felst mikil só-
un á fjármunum því afkastageta
flotans er næg fyrir.“
Friðrik segir að í tillögunum sé
margt jákvætt, svo sem betri staða
ýsustofnsins. Hann telur hinsveg-
ar að efla megi rannsóknir á ufsa-
stofninum. „Það er ljóst að við vit-
um alltof lítið um ufsastofninn og
það verður að hafa önnur viðmið
en þau sem Hafrannsóknastofnun-
in hefur nú til að ákvarða ufsa-
kvótann. Þá er ástand hörpudisk-
stofnsins mjög mikið áhyggjuefni
og áfall fyrir þá sem byggja á þeim
veiðum,“ segir Friðrik.
Of mikil sókn
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Íslands, segir
margt jákvætt í tillögum Hafrann-
sóknastofnunarinnar, einkum hvað
varði ýsuna. Þorskurinn valdi
hinsvegar vonbrigðum enn eitt ár-
ið. „Þó má segja að þetta hafi verið
viðbúið. En það eru jákvæð teikn á
lofti og þrír góðir árgangar á leið
inni í veiðistofninn. Samt sem áður
er alvarlegt að okkur skuli ekki
takast að byggja upp þorskstofn-
inn, sem og aðra botnfiskstofna, á
tuttugu árum í þessu kerfi. Fyrir
þessu er aðeins ein orsök að mínu
mati; sóknin er of mikil. Flotinn
hefur stækkað um á annað hundr-
að skip á síðustu þremur til fjórum
árum og það er óviðunandi. Stjórn-
völd verða að taka á þessum
vanda.“
Sævar segir það ennfremur al-
varlegt hversu stórt hlutfall veiði-
stofns þorsks er ungfiskur, ekki
síst í ljósi þess að rannsóknir sýni
að hrygning stórþorsks takist bet-
ur en hjá smáfiski. „Það gæti leitt
til þess að hrygning muni ekki tak-
ast nógu vel á næstunni. Eins það
að þegar fiskurinn er smár þarf að
veiða mun fleiri fiska til að ná
kvótanum,“ segir Sævar.
Örn Pálsson, framkvæm
Landssambands smábáta
segir tillögurnar ekki kom
óvart þegar tekið sé mi
urstöðum togararallsins
reglunni. Hann hvetur
vegsráðherra hinsvegar t
ekki að tillögunum hva
þorskkvótann. „Miðað við
ég heyri frá sjómönnum,
sjávarútvegsráðherra ei
undir nokkrum kringum
að fara að tillögum Hafra
stofnunarinnar og minnk
kvótann frá því sem nú
urstöður togararallsins
kynna að uppistaða þorsk
er ungfiskur. Ráðherra æ
beita veiðarfærastýringu
arnar, með því að auka v
veiða. Það er ljóst að lí
munu eiga erfitt uppdrát
kvótasetningu aukategu
krókabátum og sókn með
dragast saman. Það er
því línan veiðir nokkuð jaf
um árgögnum. Við höfum
að allar línuveiðar dagró
telji aðeins 80% til kvóta.“
Örn segir athyglisvert
rannsóknastofnun skuli n
til 80% aukningu á ýsukv
vorum þeirrar skoðunar
ári að 30 þúsund tonna
Mörg jákvæð
teikn á lofti
$
"
HAFRÓ OG AFLAREGLAN
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar umástand nytjastofna sjávar og tillög-ur hennar um aflamark í einstökum
tegundum næsta fiskveiðiár hefur hlotið
fremur jákvæðar viðtökur hjá sjávarút-
vegsráðherra, hagsmunaaðilum í sjávar-
útvegi og hjá aðilum á fjármálamarkaði,
eins og fram kemur í Morgunblaðinu í
dag. Það virðist blasa við að það hafi ekki
veruleg efnahagsleg áhrif að farið verði
eftir tillögum Hafró; tillögur um aukinn
afla í ýsu og fleiri tegundum vega upp til-
lögur stofnunarinnar um 11.000 tonna
samdrátt í þorskafla. Það er fagnaðarefni
út af fyrir sig.
Í skýrslu Hafró gætir hins vegar mjög
takmarkaðrar bjartsýni í umfjöllun um
stöðu mikilvægasta nytjastofnsins: „Þótt
þessi skýrsla boði ýmis jákvæð teikn um
ástand fiskistofna við Ísland, einkum
nokkurra mikilvægra botnfiskstofna, er
mikilvægt að hafa í huga að vegna ára-
tuga langrar þungrar sóknar í þorsk-
stofninn á Íslandsmiðum, m.a. í kjölfar of-
mats á stærð hans á allra síðustu árum, er
stofninn nú langtum minni en hann var
þegar bezt lét. Þetta er ein aðalástæða
þess að nú þegar vænlegir árgangar
þorsks koma fram, er hætt við að þeir
veiðist sem ungfiskur og nái ekki að gefa
þann afrakstur sem efni standa til þar
sem lítið er af eldri fiski og aðeins fáir ár-
gangar í hrygningarstofninum.
Ætla má að tilkoma aflareglu fyrir
þorsk árið 1995 hafi takmarkað nokkuð
sókn. Engu að síður hefur veiðihlutfall
verið allt of hátt og fjarri því sem stefnt
var að með gildistöku aflareglunnar.
Þetta helgast að verulegu leyti af meiri
óvissu í stofnmati en gert var ráð fyrir og
á síðustu misserum af breyttri aflareglu.“
Í skýrslunni kemur aukinheldur fram
að veiðidánartala, sem gefur til kynna
hversu margir fiskar eru veiddir úr stofn-
inum, burtséð frá tonnafjölda, hafi á síð-
asta ári verið tvöfalt hærri en lagt var upp
með þegar aflareglan var tekin upp.
„Þessa háu veiðidánartölu árið 2001 má
fyrst og fremst rekja til breytingar á afla-
reglu auk mikillar sóknar á fyrri hluta
fiskveiðiársins 2001/2002. Afli undanfar-
inna ára hefur því bæði verið verulega
umfram afrakstursgetu stofnsins og ekki
í samræmi við markaða nýtingarstefnu,“
segir í skýrslunni.
Þessi ummæli í skýrslu Hafró verða
ekki skilin öðruvísi en svo að stofnunin
hafi bæði þungar áhyggjur af ástandi
þorskstofnsins og að hún gagnrýni þær
breytingar á aflareglunni, sem gerðar
voru árið 2000.
Fyrir tveimur árum studdu forsvars-
menn Hafró opinberlega þá ákvörðun
Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra að breyta upphaflegri aflareglu,
hverfa frá því að leyfa veiði á föstu hlut-
falli af veiðistofni með ákveðnu lágmarki,
en taka þess í stað upp „sveiflujöfnun“,
sem fól í sér að ekki má breyta þorsk-
aflamarkinu um meira en 30.000 tonn til
og frá á milli ára, burtséð frá mati á stærð
þorskstofnsins. Þetta hefur þýtt að und-
anfarin tvö fiskveiðiár hefur verið veitt
langtum meira af þorski en ef aflareglan
hefði staðið óbreytt. Bæði árin hefur ráð-
herra líka gengið gegn vísindalegri ráð-
gjöf Hafró.
Morgunblaðið gagnrýndi þessa breyt-
ingu á sínum tíma og taldi hana þess eðlis,
að það væri alveg augljóst að hún myndi
ekki halda, á hvorn veginn sem þróun
þorskstofnsins yrði. Þá var það afstaða
blaðsins að með stuðningi við breyt-
inguna væri Hafró að veikja faglega stöðu
sína. Jafnframt að það væri varhugavert
af sjávarútvegsráðherra að auka kvóta
umfram ráðgjöf Hafró. Nú er komið í ljós
að þessi gagnrýni var réttmæt.
Í ljósi gagnrýni sinnar á aflaregluna
leggur Hafró til að endurskoðun hennar
verði hraðað, en nefnd á vegum ráðherra
vinnur nú í því máli. Þótt stofnunin sé
bundin af breyttri aflareglu við gerð til-
lögu um þorskafla næsta fiskveiðiár, seg-
ir hún jafnframt æskilegt að draga frekar
úr sókninni en reglan geri ráð fyrir, vegna
aldurssamsetningar þorskstofnsins,
óvissu í stofnmati og fyrstu vísbendinga
um stærð 2001-árgangsins. Það vekur
furðu að sjávarútvegsráðherra skuli ekki
segjast ætla að hlíta þessum ráðum stofn-
unarinnar, einkum og sér í lagi þegar það
virðist augljóst að breytingin á aflaregl-
unni var misráðin og að endurskoðun á
henni hljóti að leiða til varfærnari stefnu.
Trúverðugleiki Hafrannsóknastofnun-
arinnar hefur vissulega beðið nokkurn
hnekki, ekki sízt eftir að stofnunin varð að
viðurkenna í fyrra að hún hefði ofmetið
mjög stærð þorskstofnsins á síðustu ár-
um. Hins vegar hefur stofnunin brugðizt
við þeirri gagnrýni, sem hún varð þá fyrir
og leitazt við að bæta aðferðir sínar og
vinnubrögð. Það hefur ekki breytzt, að við
eigum engan betri kost en að hlíta ráðum
vísindamanna um meðferð mikilvægustu
auðlindar okkar, jafnvel þótt vísindin geti
verið ónákvæm. Það er því full ástæða til
að fara að ráðleggingum Hafró við
ákvörðun heildarafla fyrir næsta fisk-
veiðiár, í stað þess að bíða niðurstöðu
endurskoðunar á aflareglunni.
DAGUR SJÓMANNA –
EKKI ÚTGERÐARMANNA
Útgerðarmenn njóta tjáningarfrelsiseins og aðrir landsmenn. Forstjórum
Útgerðarfélags Akureyringa hf. og Sam-
herja hf. er frjálst að hafa skoðun á því,
hvort val sjómannadagsráðs á Akureyri á
ræðumanni á sjómannadaginn er heppi-
legt. Þeir búa við það tjáningarfrelsi að
geta lýst þeirri skoðun hvar sem er og hve-
nær sem er og við hvern sem er.
En tjáningarfrelsið er vandmeðfarið.
Það er bæði óviðeigandi og ósmekklegt af
forráðamönnum þessara tveggja útgerð-
arfélaga að lýsa þeirri skoðun við forsvars-
menn sjómannadagsráðs að Árni Steinar
Jóhannsson, alþingismaður Vinstri-
grænna væri ekki heppilegur ræðumaður
á sjómannadegi á Akureyri. Þeir vita sem
er að a.m.k. sumir meðlimir sjómanna-
dagsráðs eru starfsmenn þeirra, sem
munu hugsa sitt vegna athugasemda for-
stjóranna.
Afskipti útgerðarmannanna eru ekki við
hæfi en það á líka við um viðbrögð for-
svarsmanna sjómannadagsráðs á Akur-
eyri. Sú ákvörðun þeirra að breyta um
ræðumann vegna athugasemda forstjóra
útgerðarfélaganna tveggja er fráleit. Hafi
sú staðreynd, að útgerðarfélögin hafi
borgað einhvern kostnað vegna hátíða-
haldanna á sjómannadaginn, haft áhrif á
þessa ákvörðun sjómannadagsráðs á Ak-
ureyri er það enn verra.
Sjómannadagurinn er hátíðisdagur sjó-
manna. Félagasamtök þeirra eru svo öfl-
ug, að þau eiga að geta greitt þann kostn-
að, sem til fellur vegna þessa hátíðisdags.
Sjómannadagurinn er dagur hins
óbreytta sjómanns – ekki útgerðarfélag-
anna eða stjórnenda þeirra.
Háttsemi forstjóra útgerðarfélaganna á
Akureyri að þessu sinni var daglegt brauð
í samskiptum atvinnurekenda og launþega
á Íslandi fyrir 100 árum. Henni hefur verið
lýst í merkum bókmenntum. En það hefur
áreiðanlega verið trú flestra Íslendinga að
slík framkoma væri liðin tíð.