Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LOKAHÁTÍÐ LEIKÁRSINS 01/02 Leikur, söngur, dans, uppistand ofl. Listamenn í Borgarleikhúsinu gleðjast með áhorfendum eftir velheppnað leikár Fi 6. júní kl 20 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Fö 7. júní kl 20 Fi 13. júní kl 20 ATH: Síðustu sýningar í vor MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. júní kl 20 - AUKASÝNING Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING DÚNDURFRÉTTIR - THE WALL Í kvöld kl. 22:00 Mi 5. júní kl. 22:00 COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart Óperustúdíó Austurlands Stjórnandi Keith Reed Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Lau 8. júní kl 20 Síðasta sýning í vor JÓN GNARR Fi 6. júní kl 20 Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is LEIKFERÐ 3. hæðin                                                                            !                     !     ! "# $ " #  " #  "   #   $   " &       „VIÐ höfðum gert okkur vonir um að fá kurteislegar viðtökur, „hlýlegar viðtökur“ eins og það er kallað, og hefðum meira en sætt okkur við þær – en að við- brögðin yrðu svona! Ég hef ekki upplifað annað eins síðan í síðasta farsa sem ég lék í og varla það þá,“ sagði Gísli Rúnar Jónsson Kaffibrúsakarl en hann og Júlíus Brjánsson brugðu sér á ný í gervi þessa kostulega tvíeykis á laug- ardag í fyrsta sinn í eina þrjá áratugi. Héldu þeir þá tvær sýn- ingar í Íslensku óperunni fyrir troðfullu húsi og komust færri að en vildu. „Kemur þessi“ Gísli Rúnar segist hafa upplifað margt á ferlinum, afspyrnu slæm viðbrögð, miðlungsgóð og af- bragðs góð en hann segir við- brögðin á laugardag hafa verið með ólíkindum. „Viðtökurnar komu okkur nátt- úrlega mjög þægilega á óvart. Þegar við komum inn á sviðið í fyrsta sinn eftir að þrjú eða fjög- ur atriði höfðu verið á undan þá leið yfir salinn þessi undarlegasta fagnaðarbylgja þannig að við ætl- uðum varla að geta byrjað. Auð- vitað voru þetta bara fimmaura- brandarar á færibandi en það var hlegið jafnt og þétt.“ Sýningin skiptist í þrennt. Edda Björgvinsdóttir stjórnaði skemmt- uninni, Laddi söng eitt lag, Bald- ur Brjánsson framdi töfrabrögð og svo komu Kaffibrúsakarlarnir inn á milli. Gísli Rúnar segir efnið sem þeir fluttu spánýtt að upplagi en í anda gömlu góðu Kaffibrúsa- brandaranna. „Svo fengi að fljóta með nokkrir gamlir, sem beðið hafði verið sérstaklega um. Mað- ur heyrði vel utan úr sal við- brögðin við þeim: „Heyrðu! Ahh... kemur þessi.“ En það kom samt mjög ferskur hlátur við þeim þannig að við hefðum greinilega getað sagt alla gömlu brand- arana. En við vildum gera eitt- hvað nýtt. Lengdum samtölin frá því sem var, teygðum úr þessum örstuttu bröndurum, þannig að misskilningurinn ætlaði aldrei að taka enda.“ „Það er mikið spurt“ Það virðist því hafa sannreynst sem margur hefur talið, að Kaffibrúsagrínið sé sígilt. „Við héldum kannski að fólk á okkar aldri og uppúr myndi mæta en við könnun í hléi kom í ljós að uppi- staðan var í kringum þrítugt,“ segir Gísli Rúnar. „Það er senni- lega vegna plötunnar því fólk á þessum aldri hefur varla náð í skottið á okkur í sjónvarpinu.“ Kaffibrúsakarlarnir lýstu því yfir fyrir sýningarnar á laug- ardag að þær yrðu ekki fleiri og Gísli Rúnar segir orð þeirra standa, þrátt fyrir viðtökurnar. „En eins og Gústi rótari sagði alltaf: „Það er mikið spurt“. Það er vissulega áskorun til okkar um að gera eitthvað meira. Hvað það verður vitum við ekki. En skemmtunin í Óperunni verður ekki endurtekin.“ En búningana eiga þeir Gísli Rúnar og Júlíus – og spánýtt efni – sem Gísli Rúnar útilokar ekki að verði endurtekið á öðrum vett- vangi. En til vonar og vara er gott til þess að vita að Skífan hljóðritaði skemmtunina á laug- ardag með hugsanlega útgáfu í huga. Grátið af hlátri yfir Kaffibrúsakörlunum Kaffitárin streymdu Morgunblaðið/Golli Þeir hressa, Kaffibrúsakarlarnir. ÞAÐ verður „Opið bíó“ í Vesturport- inu í kvöld kl. 20, í fjóða sinn. Sam- starfshópurinn Bíó Reykjavík stend- ur fyrir viðburðinum en hópur sá hefur að markmiði að byggja upp nýtt samfélag kvikmyndagerða- manna á Íslandi. Liður í að ná því marki er að bjóða upp á „Opið bíó“ fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. „Opið bíó“ á rætur sínar að rekja til fyrirbærisins „Opið sýningar- tjald“ sem var hluti framúrstefnu- hreyfingar sem hafði áhrif á kvik- myndagerð í New York á sjöunda áratugnum, en þá voru tíðar sýning- ar opnar öllum sem vildu koma myndum sínum á framfæri. Að sögn Gio Sampogna, eins stofn- anda Bíó Reykjavík, var ákveðið að koma þessari hefð á á Íslandi til að hvetja kvikmyndagerðarmenn til að „koma út úr skápnum,“ eins og hann orðar það. „Það getur hver sem er komið með mynd til okkar og við sýnum hana,“ segir Gio. „Eina sem við viljum í staðinn er að menn kynni myndir sínar áður en þær eru sýndar og svari nokkrum spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni.“ Reiði svarti hundurinn Dagskráin í kvöld verður með hefðbundnu sniði framan af. Sýndar verða myndir og þær ræddar en kynnir verður Bogomil Font. „Við ætlum svo að bjóða upp á sérstakan atburð,“ upplýsir Gio. „Það mun fara fram upptaka á tónlist við mynd sem ég gerði ásamt Jeff Renfroe og ber heitið An Angry Black Dog Farts at Midnight. Myndin er tilraunakennd og var tekin á ferðalagi um Noreg. Tónlistinni verður svo skeytt saman við myndina í kvöld þegar þeir Sig- tryggur Baldursson, Davíð Þór Jónsson og Eiríkur Orri Ólafsson leika tónlist á meðan þeir horfa á myndina. Allir viðstaddir munu sjá myndina í fyrsta sinn, meira að segja tónlistarmennirnir.“ Sá siður hefur hefur skapast á „Opnu bíó“-kvöldunum að áhorfend- ur kjósi bestu myndina og hlýtur höfundurinn nafnbótina „Kvik- myndagerðarmaður mánaðarins“. „Verðlaunaafhendingar af þessu tagi eru ekki alltaf viðeigandi en áhorfendaverðlaun eiga alltaf rétt á sér,“ segir Gio. Aðgangur er ókeypis. Bíó Reykjavík stendur fyrir „Opnu bíói“ í kvöld Hvatning fyrir unga kvikmyndagerðarmenn Gio Sampogna birta@mbl.is TÓNLEIKAR vegna 50 ára krýn- ingarafmælis Elísabetar Englands- drottnngar fóru fram í Buckingham- höll í gærkvöldi þrátt fyrir að kviknað hafi í vesturálmu hallarinn- ar á sunnudag. Eldurinn kom upp í þaksal í vest- urenda hallarinnar um klukkan 17.30 að íslenskum tíma. Mikinn reyk lagði upp úr höllinni og um eina og hálfa klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins. Enginn úr konungsfjölskyldunni var í höllinni er eldurinn kom upp, en nokkur hundruð manns, sem voru að undirbúa tónleikahaldið í kvöld, þurftu að yfirgefa hana vegna elds- ins. Er þetta í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöld sem rýma hefur þurft höllina. Um 12 þúsund manns var veittur aðgangur að tónleikunum en alls pöntuðu tæpar 2 milljónir manna miða á tónleikana. Fjöldi fólks safn- aðist þó saman fyrir framan Buck- inghamhöllina og fylgdist með her- legheitunum af risastórum sjón- varpsskjáum sem búið var að koma þar fyrir. Fjöldi heimsþekktra tónlistar- manna heiðraði drottninguna með nærveru sinni og söng. Brian May, gítarleikari hljómsveitarinnar Queen, setti tónleikana er hann lék Breska þjóðsönginn á gítar á þaki hallarinnar. Meðal þeirra sem fram komu á tónleikunum voru Sir Paul McCartney, Tom Jones, Aretha Franklin, Ricky Martin, Ozzy Osb- ourne og Sir Cliff Richard. Einnig stigu hljómsveitirnar Queen, Atomic Kitten, Blue og S Club 7 á svið og sungu drottningunni til heiðurs. Tónleikar í Buckinghamhöll þrátt fyrir eldsvoða Þá var kátt í höllinni… Elísabet Englandsdrottning horfir til himins. Brian May á þaki Buck- inghamhallar. Krýningarafmæli Breta- drottningar fór trúlega ekki framhjá neinum þar í landi. Hér er kráreigandinn Antony King að undirbúa hátíðarhöldin á kránni sinni. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.