Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Langþráð var hvíld- in, þegar hún mamma sofnaði loks svefninum langa. Hún hafði oft orð á því við mig að vilja ekki verða öðrum til byrði. Þetta var á þeim árum þegar hún fór að finna fyrir vanmætti sínum og gleymsku. Sannarlega velti ég þessu oft fyrir mér hvort þetta eða hitt væri eðlileg gleymska. Hægt og sígandi versnaði ástandið og átti hún erfitt með að þiggja að- stoð. Erfitt og seinlegt reynist að greina þessa sjúkdóma, en loksins kom niðurstaðan, heilabilun af völd- um tíðra blóðtappa. Þvílík þrautaganga öll þessi ár. Alla tíð hafði hún verið heilsugóð og ég man satt að segja ekki eftir að henni hafi orðið misdægurt. Sjálf- stæð og dugleg að bjarga sér og gerði það sem gera þurfti vandræðalaust. Hinir gleymdu þolendur erum við, aðstandendur heilabilaðra, gjarnan nefndir og tel ég að aðstandendur gangi jafnvel í gegnum sorgarferli. Ómetanlegt starf er unnið af Fé- lagi aðstandenda alsheimersjúk- linga, bæði fyrir skjólstæðinga sína og ekki síður fyrir aðstandendur. Haldnir eru fræðslu- og stuðnings- fundir og tækifæri gefst til að hitta aðra í sömu aðstöðu. Eftir á tel ég að betra sé að komast í þessi kynni fyrr en seinna, helst á meðan sjúklingur býr heima. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkaminn þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfir fram hjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Mamma var fædd og uppalin á Ísa- firði og átti góða æsku með foreldr- MARÍA HELGADÓTTIR ✝ María Helgadótt-ir fæddist á Ísa- firði 25. september 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 22. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 5. apríl. um og tveimur yngri systkinum. Hún fór ung í hús- mæðraskóla í Dan- mörku og lærði síðan saumaskap í Reykjavík og bjó að þessu alla tíð. Hún var mikill lista- kokkur og saumakona mjög flink. Vandvirknin og ná- kvæmnin við handverk- ið er mér minnisstæð og brýndi hún það ávallt fyrir mér. Hún giftist föður mínum, Gunnari Þor- steini Þorsteinssyni, klæðskera á Ísafirði, en hann lést aðeins 41 árs úr krabbameini. Aðstæður hennar gjör- breyttust, hún fór að vinna úti og vann lengst af hjá Landsíma Íslands eða um 30 ár, fyrst á Ísafirði og síðan í Reykjavík. Foreldrar mínir spiluðu mikið, að- allega brids og hafði hún alla tíð mikla ánægju af því. Einnig lék hún á píanó fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Hún var dugleg að sækja tónleika og ferðaðist einnig töluvert meðan heils- an leyfði. Mig langar til að þakka samstarfs- konum hennar hjá Landsíma Íslands fyrir ræktarsemina, að bjóða henni í kaffi hjá eldri símafélögum og ferða- lög, jafnvel þegar svo langt var liðið á hennar sjúkdóm að hún þurfti mann- inn með sér. Þetta veitti henni mikla gleði þótt engar væru fréttirnar þeg- ar heim var komið. Eftir að mamma hætti að vinna fór hún að stunda starf eldri borgara í Gerðubergi undir stjórn Guðrúnar Jónsdóttur og það reyndist okkur mikil hjálp þegar minnistapið ágerð- ist. Síðasta veturinn sem hún var heima tóku þau hana að sér 3 daga í viku þrátt fyrir að reka opið hús. Einnig var hún í Múlabæ aðra daga. Mamma fékk pláss á sambýlinu Foldabæ undir stjórn Guðrúnar Kr. Þórsdóttur. Mér fannst það á við happdrættisvinning, yndislegur staður með frábæru starfsfólki, þar sem áhersla er lögð á þátttöku í heimilishaldi en það á vel við konur af þessari kynslóð, sem flestar voru fyrst og fremst húsmæður á sínu heimili. Þar kom að heilsan leyfði ekki lengur veru á sambýlinu og fór hún á Landakot í hálft ár við gott atlæti. Þegar hjúkrunarheimilið Skógar- bær var opnað fékk hún þar pláss og hlaut frábæra umönnun og hlýju frá Maríu Ríkharðsdóttur, Björgu Helgadóttur og öllu starfsfólki í Efstabæ. Ég vil enn og aftur þakka öllu þessu fólki, sem og öldrunarlæknun- um Jóni Snædal og Jóni Eyjólfi Jóns- syni fyrir alla þá hjálp, elskusemi og stuðning sem við fjölskylda Maríu höfum fengið. Sigrún Gunnarsdóttir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfs- ins einu sinni í mánuði í sumar. Allir vel- komnir. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja EINS og undanfarin ár eru sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurpró- fastsdæmum. Þær eru sam- starfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Að þessu sinni verður guðs- þjónustan í Grensáskirkju mið- vikudaginn 5. júní kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur leiðir söng undir stjórn Árna Ar- inbjarnarsonar organista. Á eftir verða veitingar í boði Grensássóknar. Allir eru vel- komnir. Sumarguðs- þjónusta eldri borgara Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja ✝ Ragnar Ólafssonfæddist á Birnu- felli í Fellum 7. októ- ber 1920. Hann and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 28. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólafs Bessasonar, f. 5.8. 1878, d. 28.5. 1954, bónda og lengi oddvita á Birnufelli, og Björgheiðar Pét- ursdóttur, f. 6.11. 1882, d. 14.9. 1960, ljósmóður frá Egils- seli í Fellum, seinni konu hans. Alsystir Ragnars var Þórunn Kristín, f. 9.12. 1921, d. sept. 1946. Fyrri kona Ólafs var Þór- unn Kristrún Bjarnadóttir, f. 9.5. 1870, d. 9.12. 1907. Systur Ragn- ars samfeðra voru: 1) Anna, f. 29.8. 1902, d. 14.10. 1987, hús- freyja í Gunnhildargerði í Hró- arstungu, gift Jóni Sigmunds- syni, f. 25.10. 1898, d. 18.5. 1957, bónda, eignuðust átta börn. 2) Björg, f. 22.2. 1904, d. 1.5. 1988, húsfreyja í Miðhúsaseli í Fell- um, gift Sveini Ein- arssyni, f. 3.12. 1909, d. 2.9. 1994, bónda og hleðslu- manni frá Hrjót, eignuðust þrjú börn. 3) Birna, f. 11.7. 1905, d. 30.12. 1980, húsfreyja á Birnu- felli, gift Friðriki Helgasyni, f. 11.7. 1903, d. 19.12. 1967, bónda, eignuðust tvö börn. Ragnar var ókvæntur og barn- laus. Hann bjó á Birnufelli alla sína tíð. Hann tók við búi af föður sínum á móti hálfsystur sinni Birnu og manni hennar Friðriki. Eftir að Friðrik maður Birnu dó bjuggu þau systkinin saman. Útför Ragnars verður gerð frá Áskirkju í Fellum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú sé ég hann Ragnar frænda minn ekki aftur í lifanda lífi því hann er farinn á fund forfeðra okkar. Ragnar tekur ekki lengur á móti mér á pallinum sínum með pípu í hendi og segir: „Nei, Halla, ert þú komin? Og hvenær komstu? Og hvernig var færðin og veðrið?“ Hann var af þeirri kynslóð sem átti allt sitt undir veðri og taldi ferðalög til tíðinda. Ragnar var á áttugasta og öðru aldursári er hann lést. Ragnar ræddi oft við mig sem aðra um ættfræði og at- burði úr liðinni tíð. Það var oftar en ekki, að ég var ekki alveg með á nótunum um málefnið eða ætt- artengslin og svaraði aðeins: „Það held ég sé rétt,“ eða „Jú, er það ekki?“ Nú er þessi fróðleikur frænda að mestu horfinn með hon- um, en eitthvað man ég, því hann var ósínkur á að segja mér sömu sögurnar aftur og aftur. Það voru margir sem komu til Ragnars á Birnufelli, bæði af hér- aði og víðar að. Þá var spjallað um allt milli himins og jarðar því frændi var vel heima um flest mál- efni. Gestir sátu oft lengi hjá Ragnari, því hann hafði lag á því að fá sem mest út úr hverjum gesti. „O, það liggur nú ekkert á. Þú verður nú allavega að fá þér kaffi,“ sagði hann oftar en ekki. Og þá hellti hann upp á og tíndi fram alls kyns kræsingar, því Ragnar kunni vel að taka á móti gestum. Hann frændi minn fór ekki oft að heiman og ekki víða. En það var undravert hvað hann vissi um staðhætti, landgæði og fólk víðsvegar að af landinu, enda áhugasamur um land og þjóð. Þennan fróðleik fékk Ragnar úr bókum og af samtölum við fólk, því hann var stálminnugur. Ragnar fór allra sinna ferða allt fram á síðasta dag á fjórhjóli eða vélsleða til þess að heilsa upp á nágranna sína og um landareign- ina til þess að horfa eftir henni „táslu“ eða tófunni, sem honum var ekki vel við. Oft stuggaði hann líka við hreindýrunum úr skóg- ræktinni því þau eru miklir skað- valdar í trjánum. Því fækkar óðum fólkinu, sem setti svip á sveitina mína í bernsku minni. Fólkinu, sem ég bar virð- ingu fyrir og mótaðist af. Ég vil þakka þér, frændi, fyrir góðvildina við mig og fjölskyldu mína. Stund- irnar, sem við áttum saman við bú- skapinn og yfir kaffibollanum. Vert þú sæll, frændi, og far þú sáttur. Minning þín lifir með okk- ur. Þín frænka, Þórhalla Sigmundsdóttir og fjölskylda. RAGNAR ÓLAFSSON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 562 0200 Erfisdrykkjur MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.