Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 60
Íslandsmótið í hreysti ÞRÍR af sex keppendum sem gengust undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í hreysti (Fitness) féllu á prófinu sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Tvö jákvæð sýni komu frá keppendum í karla- flokki og eitt frá keppanda í kvennaflokki. Þrír efstu í hvorum flokki fyrir sig voru lyfjaprófaðir. Mótið fór fram á Akureyri 30. mars sl. og voru keppend- ur 24, 18 karlar og 8 konur. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er um að ræða vef- aukandi vaxtarhormón í tveimur tilvikum en í einu til- viki efidrín, sem er örvandi efni. Úrslit mótsins í uppnámi? Búast má við að úrslit Ís- landsmótsins séu í uppnámi af þessum sökum og reikna verði stig keppenda að nýju. Sigurður Gestsson, einn af skipuleggjendum mótsins, sagði í gær að unnið væri að því að stofna nýtt sérsamband innan ÍSÍ á næstu misserum fyrir íþróttina og lyfjaprófin væru hluti af þeirri undirbún- ingsvinnu. Þrír af sex féllu á lyfjaprófi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NÁTTÚRUVERND ríkisins hafnar í umsögn sinni til Skipulagsstofnunar Norðlingaölduveitu við 575 metra yfir sjávarmáli eða öðrum lónhæðum eins og þeim er lýst í matsskýrslu fram- kvæmdaraðilans, Landsvirkjunar. Telur Náttúruvernd að nýting á efri hluta Þjórsár sé ekki viðunandi þar sem hún hafi í för með sér frekari skerðingu á Þjórsárverum. Þess má geta að Náttúruvernd ríkisins, áður Náttúruverndarráð, hefur fallist á aðrar virkjanir og lón í Þjórsá og Tungná, sem hafa farið í mat á um- hverfisáhrifum. Heyrir forstjóri stofnunarinnar, Árni Bragason, beint undir umhverfisráðherra, og er Nátt- úruvernd ríkisins m.a. ætlað að hafa eftirlit með náttúru landsins, hafa umsjón með náttúruverndarsvæðum og gerð skipulagsáætlana fyrir þau svæði, og veita framkvæmdum um- sögn. Tekið undir með meirihluta Þjórsárveranefndar Náttúruvernd ríkisins telur enn- fremur að umtalsverð umhverfisáhrif verði vegna Norðlingaölduveitu og að náttúruverndargildi Þjórsárvera muni „rýrna óhæfilega“. Er þar tekið undir með meirihluta Þjórsárvera- nefndar, sem beindi því til Náttúru- verndar ríkisins að heimila ekki frek- ari virkjunarframkvæmdir í Þjórs- árverum. Meirihlutann í málinu skipuðu Gísli Már Gíslason prófessor, Már Haraldsson, fulltrúi Gnúpverja- hrepps, og Sveinn Ingvarsson, full- trúi Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða. Minnihluti Þjórsárveranefndar, skipaður þeim Agnari Olsen frá Landsvirkjun og Jónasi Jónssyni, fulltrúa Ása- og Djúpárhrepps, skil- aði öðru áliti um Norðlingaölduveitu. Agnar sagði við Morgunblaðið að minnihlutinn hefði talið að með minnkun lónsins úr 581 metra hæð yf- ir sjó niður í 575 metra væru um- hverfisáhrifin viðunandi. Saman gætu farið nýting og verndun á svæðinu. Í umsögn sinni leggur Náttúru- vernd ríkisins áherslu á 26 atriði, sem rökstudd eru sérstaklega í greinar- gerð. Þar segir m.a. að Þjórsárver hafi verið stórlega skert með 1. til 5. áfanga Kvíslaveitna. Ekki verði séð á matsskýrslu Landsvirkjunar að þeirri skerðingu hafi verið gerð skil eða gerður sé samanburður við grunnástand, þ.e. ástandið áður en virkjunarframkvæmdir hófust í Þjórsárverum. Þá segir í umsögninni að áhrif virkjunarinnar á fossa verði umtals- verð, rannsóknir vanti um vistfræði- lega þýðingu smádýralífs á svæðinu, straumvötn muni hverfa á stórum köflum í og við Þjórsá, misræmi er sagt í tölum um stofnstærð heiðar- gæsar, áhrif á ferðamennsku verði neikvæð og bæði huglæg og hlutlæg áhrif af Norðlingaöldu á landslag eru sögð stórlega vanmetin af Lands- virkjun. Náttúruvernd ríkisins hafnar Norðlingaölduveitu í umsögn sinni Telur frekari skerðingu Þjórsárvera ekki viðunandi UMFERÐARTEPPA myndaðist í Grafarvogi í gærmorgun og aftur síðdegis í gær, en vegna vegafram- kvæmda við Víkurveg var allri um- ferð úr Grafarvogi beint um Gull- inbrú. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarlögreglunni er unnið við mislæg gatnamót á Vesturlands- vegi en framkvæmdirnar miða að því að greiða fyrir umferð í Graf- arvog. Lögreglan segir að umferð- in úr Grafarvogi hafi verið mest milli 7 og 9 í gærmorgun og muni lokunin að öllum líkindum standa til 10. júní, þótt mögulegt sé að góð veðurskilyrði verði til þess að framkvæmdum ljúki eitthvað fyrr. Möguleiki sé á að opnuð verði leið út á Vesturlandsveg frá Grafarvogi norðan við Víkurveg, til að minnka umferðartafir. Lögreglan segir að búið hafi verið að láta fólk vita af lokununum og allt hafi verið vel merkt en mælir með því að fólk leggi af stað til vinnu örlítið fyrr en venjulega til að forðast mestu um- ferðarteppuna. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði hefur fólk lent í tölu- verðum vandræðum þar sem það hefur tafist vegna lokananna. Allt sé hins vegar gert sem hægt er af hálfu lögreglu svo umferð megi ganga sem best, en ljóst sé að fólk sé lengur á leiðinni en venjulega vegna framkvæmdanna. Morgunblaðið/Jim Smart Vegna framkvæmda við Víkurveg verður allri umferð úr Grafarvogi beint um Gullinbrú. Þeir sem eiga leið úr eða í Grafarvog ættu því að vera við- búnir því að ferðalagið geti tekið lengri tíma en venjulega. Viðbúið er að sérstakrar þolinmæði verði þörf á þessum leiðum næstu 10 daga eða svo. Umferðarteppa í Grafarvogi ÞRESTIR hafa löngum búið sér til hreiður í nábýli við menn og þrasta- mamma á myndinni er þar engin undantekning. Til hennar sást í runna við Morgunblaðshúsið þar sem hún lét fara vel um sig en nú stendur yfir annað af þremur varp- tímabilum þrastarins á hverju sumri. Morgunblaðið/Arnaldur Stund milli stríða ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki verði dregið frekar úr sókn í þorsk umfram það sem núgildandi aflaregla segir til um og ekki sé tímabært að breyta afla- reglunni fyrr en endurskoðun á henni er lokið. Ekki dregið frekar úr sókn í þorsk  Aflareglur/30–31 GENGI hlutabréfa deCODE, móð- urfélags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 13,98% á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinum í New York í gær. Lokagengi bréfanna var 4,05 Banda- ríkjadalir og hefur gengi þeirra aldr- ei verið lægra. Frá síðustu áramótum hefur gengi hlutabréfa deCODE lækkað um 60% en gengið var þá í kringum 10 dalir á hlut. Gengi deCODE lægra en nokkru sinni fyrr ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.