Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Bóknámsbrautir til stúdentsprófs
• FÉLAGSFRÆÐABRAUT
• MÁLABRAUT
• NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT
Listnámsbraut
• HÖNNUNAR- OG TEXTÍLKJÖRSVIÐ
• MYNDLISTARKJÖRSVIÐ
• TÓNLISTARKJÖRSVIÐ
Starfsnámsbrautir
• FYRRIHLUTI NÁMS Í MÁLMIÐNUM OG
BIFVÉLAVIRKJUN
• GRUNNNÁM MATARTÆKNA
• GRUNNDEILD RAFIÐNA
• GRUNNDEILD TRÉIÐNA
• ÍÞRÓTTABRAUT
• SJÚKRALIÐABRAUT
• TÖLVUFRÆÐIBRAUT
• UPPELDISBRAUT
• VÉLSTJÓRNARBRAUT
• VIÐSKIPTABRAUT
Almenn námsbraut
Í VMA getur þú:
• Stundað nám í stærsta framhaldsskóla
utan höfuðborgarsvæðisins,
• lagt stund á fjölbreytt nám, bæði
á bók- og verknámsbrautum,
• farið á þínum hraða í gegnum námið,
t.d. lokið stúdentsprófi á þremur árum,
• lokið stúdentsprófi í framhaldi
af námi á starfsnámsbraut.
Í VMA leggjum við áherslu á:
• Metnaðarfullt skólastarf,
• öfluga umsjón með nýnemum,
• góða þjónustu allra starfsmanna.
Innritun í dagskóla er hafin
og stendur til 12. júní
Nýnemar geta sótt um eftirtaldar námsbrautir:
Leitaðu nánari upplýsinga á netinu
Netfang skólans er http://vma.is
Síminn á skrifstofu skólans er 464 0300
Innritun í kvöldskóla,
meistaraskóla og fjarnám auglýst síðar.
Barmmerki við öll tækifæri
Fyrir fundi , ráðstefnur og ættarmót
Hægt er að velja á
milli þess að hafa
hangandi klemmu
eða klemmu og
nælu á baki
bammerkis.
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á
flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið.
Prentum á
barmmerkin,
ef okkur eru
send nöfnin í
Excel skjali .
Pappírinn kemur
rifgataður í A4
örkum, fyrir þá
sem vilja prenta
sjálfir.
YFIR 100 manns sátu ráðstefnu sem
bar yfirskriftina Löðun fjarlægðar-
innar og haldin var í Verkmennta-
skólanum á Akureyri, en á henni var
fjallað um fjarkennslu. Var ráðstefn-
an haldin í tilefni þess að Haukur
Ágústsson kennslustjóri og frum-
kvöðull fjarkennslu hér á landi lætur
senn af störfum. Starfsfólk VMA
færði honum að gjöf fyrsta mótald
sem notað var í fjarkennslu við skól-
ann og var búið að gylla það og koma
fyrir á stalli með viðeigandi áletrun.
Á ráðstefnunni voru flutt 6 erindi
um fjarkennslu og fjarnám en meðal
fyrirlesara var Morten Flate Paul-
sen frá Noregi, einn fremsti sérfræð-
ingur í fjarkennslumálum nú um
stundir. Hann hefur stundað rann-
sóknir á kennslufræði fjarkennslu og
skrifað um þær bækur. Fjallað hann
um reynslu sína af þessum málum
sem og væntingar í náinni framtíð.
Aðrir sem fluttu erindi voru Anna
Ólafsdóttir, verkefnastjóri fjar-
kennslu við Háskólann á Akureyri,
Sólveig Jakobsdóttir, dósent við
Kennaraháskóla Íslands, Guðlaug
Erlendsdóttir, fjarnemandi og einn
af fyrstu stúdentunum sem braut-
skráðust frá VMA, Hrefna G. Torfa-
dóttir, fjarkennari og Haukur
Ágústsson, sem fjallað um fjar-
kennslu frá upphafi póstsamgangna
til nútímans. Fjarkennsla hófst við
VMA árið 1994 sem lítið tilrauna-
verkefni og hefur það vaxið ört, tæp-
lega 700 manns stunduðu fjarnám á
síðustu vorönn við skólann. Um 90
kennarar sjá um fjarkennsluna og er
vinna þeirra metin til 25 ársverka.
Heildarkostnaður nam um 80 millj-
ónum króna á liðnu ári og þá má geta
þess að varlega áætlað er notkun
kennara og nemenda á símalínum
vegna tölvusamskipta um 50 þúsund
klukkustundir á ári.
Ráðstefna um fjarkennslumál haldin í VMA
Fjarkennsla, fjarnám
og fræði til umfjöllunar
Morgunblaðið/Kristján
Páll Hlöðversson, Haukur Ágústsson og Borghildur Blöndal hlýða á fyr-
irlestur á ráðstefnu um fjarkennslu sem haldin var í VMA í tilefni þess
að Haukur Ágústsson, kennslustjóri VMA og frumkvöðull í fjarkennslu,
er að láta af störfum.
BÖRN úr öllum deildum, frá 3. til
6. bekk í Brekkuskóla, hafa sung-
ið eigin lög og texta inn á geisla-
disk, en hann heitir Sullum bull.
Börnin unnu að þessu verkefni í
tónmenntakennslunni síðari hluta
vetrar en lögin og ljóðin sömdu
þau með aðstoð Arnórs Vilbergs-
sonar tónmenntakennara.
Hér er um að ræða verkefni
þar sem sköpunargleði og kraftur
barnanna fær að njóta sín til
fulls. Tildrögin að þessu verkefni
var umræða um skapandi starf
með börnum og með hvaða hætti
væri auðveldast að virkja þá orku
sem býr í börnum á þessum aldri.
Einnig hvernig mætti samþætta
ýmsar námsgreinar eins og t.d.
tónlist og íslensku með textagerð-
inni og tónlist
og myndlist með því að efna til
samkeppni um bestu myndina á
umslagið með diskinum. Þá varð
einnig samstarf við hóp foreldra
varðandi útgáfuna, en feður
nokkurra barna, sem öll eru í
hópi flytjenda, mynda ásamt
Arnóri hljómsveitina sem spilar
undir.
Allt þetta starf tókst með mikl-
um ágætum og hefur þegar vakið
athygli fyrir frumleika og
sköpunargleði barnanna.
Geisladiskurinn verður til sölu
hjá riturum skólans í þessari viku
og eins verður hann seldur við
skólaslit Brekkuskóla á föstudag,
7. júní.
Verð disksins er 1.000 kr. og er
upplag takmarkað við 500 eintök.
Börn úr Brekkuskóla gefa út geisladisk
Syngja eigin lög og
texta á Sullum bulli
Berglind Hannesdóttir í 3. bekk
í Brekkuskóla málaði forsíðu-
myndina á Sullum bulli.
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi tilkynning frá
Símanum:
Að gefnu tilefni skal það
áréttað að þeir umræddu og
ágætu starfsmenn sem var
sagt upp störfum hjá Síman-
um á Akureyri í apríl sl. brutu
ekki af sér í starfi. Uppsagn-
irnar voru til komnar vegna
hagræðingaraðgerðar hjá fyr-
irtækinu, ákvörðunin var tekin
eftir endurskoðun á starfsem-
inni á Akureyri og verkefni
munu að hluta til verða færð
til verktaka á svæðinu og mun
að því leytinu til styrkja at-
vinnulífið á Akureyri. Um-
ræddir starfsmenn munu ef
þeir þess óska hafa forgang til
starfa hjá fyrirtækinu á Ak-
ureyri á þeim starfsvettvangi
sem hverjum og einum hentar.
F.h. Landssíma Íslands hf.,
Heiðrún Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Símans.
Uppsagnir
hjá Símanum
Engin brot
í starfi