Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 35

Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 35
var fengin fjárveiting til að dekka viðvarandi yfirmönnun (3-4 stöðu- gildi) sem verið hafði um langt skeið. Það er samdóma álit þeirra sem að þjónustusamningnum standa að jákvæð áhrif hans eru ótvíræð og skila sér í bættri þjónustu, auknum skilningi og samvinnu aðila auk ör- yggisþáttarins. T.d. hefur dregið verulega úr þörf fyrir innlagnir yngri en 18 ára á afeitrunardeild geðsviðs LSH. Það er þó einkum þrennt sem hefur staðið endurnýjun samningsins fyrir þrifum. Í fyrsta lagi hefur sviðstjórn geðsviðs LSH ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig rekstrarfjármagni hefur verið varið þrátt fyrir að formleg beiðni frá forstjóra Barna- verndarstofu þar um hafi fyrst kom- ið fram fyrir rúmu ári. Hér er um u.þ.b. 43 milljón króna rekstrarfjár- magn á ári að ræða sem koma átti til viðbótar því rekstararfé sem BUGL hafði fyrir samninginn sem tók gildi 1. júní 2000. Það er því sér- staklega athyglisvert í þessu sam- hengi að ráðstafanir sem grípa verð- ur til ef samningur næst ekki, og byrjað var að undirbúa sl. föstudag, myndu færa BUGL fjölmörg ár aft- ur í tímann hvað mönnun varðar en ekki á það mönnunarstig sem var til staðar síðasta árið fyrir samning. M.ö.o. eru sterkar vísbendingar um að fjármagn það sem fylgdi samn- ingnum og átti að fara til að auka geðheilbrigðsþjónustu við börn og unglinga samkvæmt ákvæðum hans hafi ekki gert það nema að hluta til. Það sem þó er á hreinu er að féð hefur farið til geðsviðs LSH en án þess að hægt hafi verið að gera full- nægjandi grein fyrir nýtingu þess, til dæmis með því að sýna fram á til- svarandi aukningu á fjölda starfs- manna eða þjónustuþáttum BUGL eftir tilkomu samningsfjármagns. Þetta atriði vegur þyngst af ástæð- um þess að samningnum var sagt upp. Hin tvö atriðin eru vandamál sem upp hafa komið vegna innlagn- ar á alvarlegum tilfellum til afeitr- unar á geðdeild 33-A sem og að ung- lingadeild BUGL hefur verið yfirfull og bráðarýmin sem útbúin voru því ekki staðið undir þeim hluta þjón- ustunnar sem verkkaupandi taldi sig vera að greiða fyrir. Fyrstnefnda ástæðan fyrir upp- sögn samningsins er alvarlegasti hluti þess að endurnýjun hans hefur ekki tekist, auk þess sem hún vekur upp spurningar um stöðu barna- og unglingageðdeildar sem í raun starfar í umboði fullorðinshluta geð- sviðs, en allir yfirmenn BUGL starfa fyrst og fremst og eru með aðsetur á fullorðinsgeðdeildinni að yfirlækni BUGL frátöldum. Staðan er nú orðin með þeim hætti að ekki er hægt að gera trúverðuga grein fyrir þessu atriði, þ.e. hvernig fjár- magninu hefur í raun verið varið, nema af utanaðkomandi óháðum að- ila eins og Ríkisendurskoðun. Sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og það yrði ekki í fyrsta sinn ef í ljós kemur að fjármagn sem yfirvöld taka ákvörðun um að nýta í þágu barna og unglinga endar annars staðar en til stóð. Ágreiningsatriðið um afeitrunina á að vera einfalt að leysa en meðferðarplássum á ung- lingadeild verður ekki fjölgað nema stórhuga ráðstafanir verði gerðar samhliða nýjum þjónustusamningi sem á vonandi eftir að líta dagsins ljós. Höfundur er yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Land- spítala – háskólasjúkrahús Dalbraut. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 35 alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR I3 63 5 · O D D I H F FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI .. . fjá rf es tin g fy rir fr am sý nt fó lk Ferðamálaskólinn í Kópavogi - Menntaskólinn í Kópavogi v. Digranesveg • 200 Kópavogur • Sími 594-4020 • Fax: 594 4001 • netfang: fsk@ismennt.is • heimasíða: http://mk.ismennt.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi býður upp á hagnýtt nám í ferðaþjónustu. Námið er sniðið að störfum í ferðaþjónustufyrirtækjum á breiðum grunni. Upphaf kennslu: Kennsla hefst í byrjun september 2002. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað sambærilegt nám og góð tungumálakunnátta. Umsóknir um skólavist: Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans og eru einnig á heimasíðu Menntaskólans í Kópavogi Slóð: http://mk.ismennt.is undir Ferðamálaskóli Umsóknarfrestur er til 14. júní. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og mynd. Ferðafræðinám, tvær brautir Ferðafræðisvið: Áhersla er lögð á uppbyggingu og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, skipulagningu ferða og móttöku erlendra ferðamanna. Hótelsvið: Áhersla lögð á þjónustusamskipti, tungumál, hótel- og veitingarekstur, ráðstefnu- og fundaskipulagningu. Námið er tvær til þrjár bóklegar annir og starfsþjálfun í þrjá mánuði. Boðið er upp á fjarnám í mörgum áföngum ef næg þátttaka fæst. Kennt er frá 17:30 - 21:50 mánudaga til fimmtudaga. IATA-UFTAA, farseðlaútgáfa og farbókunarkerfi Alþjóðlegt nám sem veitir réttindi til starfa á ferðaskrifstofum og hjá flugfélögum. Tvær bóklegar annir og lokapróf í mars 2003. Flugþjónustubraut - Ný braut Námið er undirbúningur fyrir starf í farþegarými flugvéla (flugfreyja / flugþjónn). Tilgangur námsins er að auka hæfni nemenda og að auka líkur á ráðningu til starfa í atvinnugreininni. Helstu námsgreinar: Ábyrgð, reglur og skyldur áhafnar í farþegarými, ferðalandafræði, flugeðlis- og veðurfræði, flugsaga, lög og reglugerðir, þjónustusamskipti, öryggismál. ÖFLUGT NÁM Í FERÐAÞJÓNUSTU B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til og með 11. júní Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. júní kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 5 herb. Bollatangi 14, Mosfellsbæ 121m2 íbúð 101 Alm.lán Búseturéttur: kr. 1.422.607 Búsetugjald kr. 71.671 Laus í september að ósk seljanda 3ja herb.2ja herb. Skólatún 4, Bessast.hreppi 93m2 íbúð 102 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.511.928 Búsetugjald kr. 40.219 Laus í nóvember að ósk seljanda Arnarsmári 6, Kópavogi 80m2 íbúð 103 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.052.412 Búsetugjald kr. 39.443 Laus strax að ósk seljanda Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð 502 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.333.356 Búsetugjald kr. 46.545 Laus í júlí að ósk seljanda Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. 4ra herb. Holtabyggð 2, Hafnarfirði 105m2 íbúð 101 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.281.633 Búsetugjald kr. 66.391 Laus í júní/júlí að ósk seljanda Laugavegur 135, Rvk 51,52m2 íbúðir 101,302 Alm.lán Búseturéttur: kr. 1.154.733 Búsetugald: kr. 49.310 Lausar strax Breiðavík 7, Reykjavík 61m2 íbúð 303 Alm.lán Búseturéttur: frá kr. 814.351 til 885.806 Búsetugjald kr. 47.749 Laus í ágúst að ósk seljanda Suðurhvammur 13, Hafnarf. 67m2 íbúð 102 Leiguíb.lán Búseturéttur frá kr. 1.245.375 til 1.269.402 Búsetugjald kr. 34.181 Laus strax að ósk seljanda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.