Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hagsmunafélag lögreglukvenna
Lyftistöng fyrir
lögreglukonur
Hagsmunafélag lög-reglukvennastendur fyrir
kynningarfundi næstkom-
andi föstudag. Meðal ann-
ars verður kynnt samstarf
við lögreglukvennafélög
hjá nágrannaþjóðum bæði
á Norðurlöndum og við
Eystrasalt. Berglind Eyj-
ólfsdóttir er fulltrúi Ís-
lands í félagi lögreglu-
kvenna á Norðurlöndum
og Eystrasaltsríkjum og
hún svaraði nokkrum
spurningum Morgunblaðs-
ins.
Segðu okkur aðeins frá
Hagsmunafélagi lög-
reglukvenna og þessu
samkrulli við erlend lög-
reglukvennafélög.
„Hagsmunafélag lög-
reglukvenna var stofnað
23. mars 1994 og tilgangur
þess er að vinna að því að bæta
stöðu lögreglukvenna á Íslandi.
Hagsmunafélag okkar er aðili að
Evrópusambandi lögreglukvenna,
ENP, og félagi lögreglukvenna á
Norðurlöndum og í Eystrasalts-
ríkjum, NBNP. Stjórnarfundir
eru reglulega haldnir en auk þess
reynum við, íslenskar lögreglu-
konur, að hittast að minnsta kosti
einu sinni á ári.“
Hver er tilurð og tilgangur
fundarins ... og hvar og hvenær
fer hann fram?
„Félag lögreglukvenna á Norð-
urlöndum og í Eystrasaltsríkjum,
Nordic Baltic Network of Police-
women, NBNP, var formlega
stofnað í apríl 2001 í Riga í Lett-
landi. Þetta er okkar annar fund-
ur eftir stofnun félagsins en í
október í fyrra héldum við stjórn-
arfund í Tallinn í Eistlandi. Hátíð-
arfundur, þar sem dómsmálaráð-
herra, borgarstjóra svo og
yfirstjórn lögreglu er boðið, verð-
ur haldinn í Rúgbrauðsgerðinni 7.
júní nk. Stjórnarfundur NBNP
verður svo haldinn daginn eftir, 8.
júní, á sama staða. Við vonumst til
þess að sem flestar lögreglukonur
á Íslandi sjái sér fært að mæta á
fundinn.“
Hver verða helstu umræðuefn-
in og áherslurnar á fundinum
ykkar?
„Fyrst og fremst erum við að
kynna Evrópusamband lögreglu-
kvenna og Félag lögreglukvenna
á Norðurlöndum og í Eystrasalts-
ríkjum fyrir yfirstjórn lögreglu.
Eitt af markmiðum félags NBNP
er að gera lögreglukonum kleift
að starfa tímabundið og/eða
kynna sér störf kollega okkar á
hinum Norðurlöndunum og
íEystrasaltsríkjum, nokkurs kon-
ar „skiptiprógram“. Miðla
reynslu og aðstoða þær þjóðir
sem ekki hafa þegar félag lög-
reglukvenna til að stofna slíkt fé-
lag, auk þess sem við ætlum að
vinna undirbúningsvinnu vegna
stórrar ráðstefnu sem haldin
verður á næsta ári í Noregi með
yfirskriftinni „jafnrétti innan lög-
reglu“.“
Hverjir halda fyrir-
lestra á fundinum?
„Anna Lena Barth,
forseti Evrópusam-
bands lögreglukvenna,
ENP, og Maria Appelblom, for-
maður félags lögreglukvenna á
Norðurlöndum og í Eystrasalts-
ríkjum. NBNP kynna félögin auk
þess sem lögreglukonur frá Norð-
urlöndum og Eystrasaltsríkjum
kynna stöðu lögreglukvenna í
sínu heimalandi. Við eigum von á
17 erlendum lögreglukonum frá
sjö löndum auk Íslands á fund-
inn.“
Hver er staða lögreglukvenna á
Íslandi ... hvers vegna er þörf á
hagsmunafélagi?
„Lögreglukonur á Íslandi eru
fáar, aðeins 7% af starfandi lög-
reglumönnum. Okkur fer þó fjölg-
andi og í dag eru tólf konur í lög-
regluskólanum, sem er styrkur
fyrir okkur. Fáar konur eru í yf-
irmannastöðum, en okkar fram-
tíðarsýn er að hlutfall lögreglu-
kvenna í yfirmannastétt endur-
spegli fjölda starfandi lögreglu-
kvenna. Í Reykjavík, þar sem
flestar lögreglukonur á Íslandi
starfa, er engin kona í yfirmanna-
stöðu.
Lögreglukonur vinna nánast
um land allt þannig að við erum
dreifðar og hagsmunafélagið er
kjörið tækifæri til þess að hittast
og kynnast, miðla reynslu og
þekkingu og vera til stuðnings
hver fyrir aðra. Það sem hefur
áunnist er að í dag eiga lögreglu-
konur og -menn kost á hlutastörf-
um og sveigjanlegum vinnutíma
og við það hefur brottfall kvenna
úr lögreglu lækkað svo um mun-
ar.“
Er fundurinn eingöngu ætlaður
lögreglukonum, sem, vel á
minnst, eru hvað margar?
„Fundurinn er fyrst og fremst
ætlaður lögreglukonum og boðs-
gestum. Í dag eru starfandi 43
lögreglukonur á landinu auk þess
sem 12 lögreglukonur
eru í starfsnámi. Okkur
fjölgar þó um nokkrar
yfir sumartímann
vegna afleysinga. Við
teljum þennan fund
vera mikla lyftistöng fyrir ís-
lenskar lögreglukonur og komi til
með að tengja okkur enn frekar
við nágrannaþjóðir okkar.
Dómsmálaráðherra, borgar-
stjórinn í Reykjavík, ríkislög-
reglustjóri, lögreglustjórinn í
Reykjavík og Landssamband lög-
reglumanna hafa stutt okkur og
gert okkur fært að halda þennan
fund.“
Berglind Eyjólfsdóttir
Berglind Eyjólfsdóttir rann-
sóknarlögreglukona í Reykjavík
er fulltrúi Íslands í félagi lög-
reglukvenna á Norðurlöndum og
í Eystrasaltsríkjum. Hún er fædd
26. desember 1957 í Reykjavík.
Berglind lauk prófi frá Lög-
regluskóla ríkisins árið 1980 og
hefur starfað hjá Lögreglunni í
Reykjavík frá árinu 1978. Berg-
lind starfar núna við rannsóknir
ofbeldisbrota. Berglind er gift
Jóni Otta Gíslasyni lögregluvarð-
stjóra og eiga þau saman tvö
börn, Katrínu Dagmar, fædd
1983, og Eyjólf, sem fæddist árið
1989.
7% af starf-
andi lögreglu-
mönnum
Látið þið mig um þá, piltar.