Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 55 ÞÓTT æ færri bíógestir vestanhafs séu með stjörnur í augum þá eru þeir enn með hugann við stríðsátök. Hryðjuverk á jörðu niðri og hættan á þriðju heimsstyrjöldinni hafa nefni- lega leyst stríðsbrölt í himingeimn- um af hólmi. Fjórða myndin sem byggist á bókum metsöluhöfundar- ins Toms Clancys um leyniþjónustu- manninn Jack Ryan, helstu ofur- hetju CIA, heitir The Sum of All Fears og afrekaði um helgina að velta Árás klónanna úr sessi sem tekjuhæsta kvikmyndin í bíóhúsum Bandaríkjanna. Engin fyrri mynd- anna um Ryan hefur farið svona vel af stað og vilja menn meina að tvennt ráði þar mestu um, gott umtal og vaxandi stjarna nýjasta leikarans sem spreytir sig á Ryan-hlutverkinu eftirsótta, Bens Afflecks. Pressan var talsvert mikil á honum enda hafði hann það vandasama verk að feta í fótspor Alecs Baldwins, sem lék Ryan í The Hunt For Red Octo- ber, og Harrisons Fords, sem eign- aði sér Ryan í Patriot Games og Clear and Present Danger. En þess- ar rífandi viðtökur virðast staðfesta að Affleck sé loksins orðinn einn af þeim stóru og eigi orðið í fullu tré við risa á borð við forvera sinn Ford, en Affleck vermdi toppsætið ekki alls fyrir löngu í Changing Lanes þar sem hann leikur á móti Samuel L. Jackson. Nú er bara að sjá hvort Af- fleck nái að fylgja velgengninni eftir á næsta ári þegar hann birtist í gervi ofurhetjunnar blindu, Daredevil. Efni myndarinnar, sem leikstýrt var af Phil Alden Robinson (Field of Dreams, Sneakers) þykir og eiga óþægilega „við“ ástand heimsmála í dag er átök milli Ísraela og Palest- ínumanna annars vegar og Indverja og Pakistana hinsvegar hafa sjaldan verið harðari en í myndinni leitar yngri og ógiftur Ryan örvæntingar- fullur að týndri kjarnorkusprengju, sem hann grunar að verði sprengd á meðan aðalleikur ruðningsboltaárs- ins fer fram, Super Bowl. Þótt aðsókn á Árás klónanna hafi verið minni nú en fyrri helgar er hún enn talsverð. Það er þó ljóst að myndin verður fyrsta Stjörnustríðs- myndin sem ekki verður tekjuhæsta mynd ársins í Bandaríkjunum og ólíklegt verður að teljast að hún nái 300 milljón dollara markinu. Í gamanmyndinni Undercover Brother, sem líkt og Ryan-myndin var frumsýnd á föstudag, er látlaust grín gert að svertingjakrimmum 8. áratugarins, hinum svokölluðu „blaxpotation“-myndum, og það með furðugóðum árangri ef marka má gagnrýnendur vestra sem flestir segja hana drepfyndna. Myndin var ódýr í framleiðslu og miðað við orð- spor og fyrstu viðbrögð ætti hún að geta orðið einn af óvæntustu smell- um sumarsins. Á föstudaginn kemur hefjast sýn- ingar á nýjustu myndinni úr sigur- sælli smiðju Jerry Bruckheimers, gamanspennunni Bad Company, þar sem Chris Rock og Sir Anthony Hopkins leiða saman hesta sína. Furðuleg samsetning það sem fróð- legt verður að sjá hvernig plummar sig. Stjörnustríðið fellur af toppnum vestra Reuters Í The Sum of All Fears leikur Morgan Freeman á móti Ben Affleck í hlutverki Jacks Ryans á yngri árum. Klónin hræðast Jack Ryan skarpi@mbl.is                                                                                            ! """ # $%&' ('$ )*  #    ' + ' ,' '  -'. / *0 ('  1230            betra en nýtt „Fylgist með á www.borgarbio.is“ Sýnd kl. 8 og 10.40. B. i. 10.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl 1/2kvikmyndir.is kvikmyndir.com DV Sýnd kl. 5.50. B. i. 10. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6. Vit 379. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Sýnd Kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Vit 385. STUART TOWNSEND AALIYAH Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 10.30. B.i 16 ára. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Miðasala opnar kl. 15.30 5 hágæða bíósalir Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Sýnd kl. 4 Íslenskt tal. Yfir 30.000 áhorfendur Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B. i. 10. kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5, 8 og 10.30. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl  Rás 2 / i i i / i i í i i l Hversu vel þekkir þú maka þinn? Allt sem þú treystir á Allt sem þú veist Gæti verið lygi Magnaður spennutryllir með frábærum leikurum. Yfir 45.000 áhorfendur! Sánd DV1/2 RadioX 1/2 kvikmyndir.is kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára. www.laugarasbio.is Yfir 30.000 áhorfendur 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl  Rás 2 BRJÁLAÐUR HASAR OG GEGGJAÐ GRÍN Í 1/2 kvikmyndir.is 1/2 RadióX kvikmyndir.com  DV Yfir 42.000áhorfendur! 5 Sánd Þeir eru á höttunum eftir 60 milljón dala lottómiða og helling af demöntum!! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og10.15. B. i. 10. Sýnd kl. 6 og 9 ICE CUBE MIKE EPPS Martin-fjölskyldan (The Martins) Gamanmynd Bretland 2001. Skífan VHS. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit: Tony Grounds. Aðalhlutverk Lee Evans, Kathy Burke. MAÐUR veit eiginlega ekki hvar maður hefur hana þessa. Hún á klár- lega að vera gamanmynd, enda með einum helsta grínista Breta í aðal- hlutverki, Lee Evans. En um leið er greinilegt að verið er að koma áleiðis djúpum samfélagslegum skila- boðum. Þannig virðist ætlunin að hér sé á ferð ádeila, svört samfélagssat- íra. En þrátt fyrir allan metnaðinn, stóru hugmyndirn- ar, þá missir ný- græðingurinn Tony Grounds marks og nokkuð vel það, þannig að úr verður hálfgerð vitleysa á borð við Niðurlendingana kynóðu í Flodders-fjölskyldunni. Viðfangsefnið er þó góðra gjalda vert og þarft. Lánleysi og örvænting hinna atvinnulausu, draumurinn um betra líf og að geta haft það eins náð- ugt og hinn aðgerðarlausi hópurinn, sá sem kemst upp með það, þeir lán- sömu sem fæddustu með silfurskeið í munni. Það sem heldur annars fremur stefnulausri og máttlítilli mynd uppi er leikurinn. Þótt Evans ofleiki þá tekst honum, Burke og samleikurum upp á eigin spýtur og án aðstoðar handritsins að vinna samúð með Martin-fjölskyldunni og fá mann til að vona að brátt birti til. Myndbönd Lúði eða lánlaus? Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.