Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið birt-
ir grein eftir Eið
Guðnason sendiherra
hinn 11. apríl sl. Þar
hnýtir Eiður í nýjan
Hvalavef Ríkisút-
varpsins undir yfir-
skriftinni: „Það á að
segja börnum satt.“
Eitt af því sem
Eiði finnst slæmt er
að á Hvalavefnum
segir hann að sé
„farið rangt með
staðreyndir“. Þar sé
fullyrt að „aldrei sé
vitað til að þeir (há-
hyrningar) hafi ráð-
ist á menn“ og vitnar því til stað-
festingar í bókina ORCA The
Whale Called Killer, eftir Erich
Hoyt, á bls. 259 í Appendix 8. Þetta
atvik er betur útskýrt á bls. 87.
Þar segir frá því að í september
1972 hafi hinn 18 ára gamli Hans
legið á brimbrettinu sínu rétt und-
an ströndum Kaliforníu, klæddur
blautbúningi, þegar hann fann eitt-
hvað ýta við sér. Hann leit við sá
svart og glansandi flykki. „Í því
beit skepnan mig,“ sagði pilturinn
„en þá kýldi ég hana í hausinn með
hnefanum.“ Síðan komst pilturinn
til strandar á brimbrettinu. Lýsing
sjónarvotta á svartri skepnu, með
hvítan kvið og risastóran bakugga
og djúp tannaför í læri piltsins
sýndu að hér var háhyrningur á
ferð. Fyrst skepnan sleppti eftir að
hafa verið barin í hausinn gat ekki
verið um hákarl að ræða – sem
sleppir aldrei bráð sinni en rífur
stórt stykki úr holdi hennar. Há-
hyrningar éta seli. Margir selir
voru svæðinu á þessum tíma og
spurning hvort háhyrningurinn
hafi gert mistök og haldið að pilt-
urinn í svörtum blautbúningnum
væri selur en áttað sig og sleppt?
Þetta er eina atvikið sem vitað er
til að frjáls háhyrningur hafi ráðist
á mann. Undir þetta taka bæði
Mark Carwardine í bókinni: On
The Trail of The Whale og sir Pet-
er Scott í formála sínum að bók
Erich Hoyt.
Í bókinni ORCA The Whale
Called Killer segir höfundurinn frá
því að þegar hann hóf rannsóknir
sínar á háhyrningum reyndi hann
að verða sér úti um allar upplýs-
ingar sem hægt var að komast yfir
en þær reyndust af skornum
skammti. Rannsóknir sem farið
höfðu fram beindust aðallega að
innihaldi maga dýrsins og upptaln-
ingu á sögusögnum um grimmd
þess. Eiður virðist hafa fest sig í
sögusögnunum og lítur á þær sem
staðfestar rannsóknarniðurstöður.
Eiður segir orðrétt: „Háhyrning-
ar eru grimmustu rándýr heims-
hafanna og ekki að ástæðulausu að
þeir eru á ensku kallaðir „Killer
Whales“.“ Ástæðan fyrir því að há-
hyrningurinn fékk nafnið Orca eða
Killer Whale var ekki sú að há-
hyrningar væru mannætur. Nafnið
má rekja aftur til Forn-Grikkja
sem héldu mikið upp á höfrunga
sem þeir fullyrtu að björguðu
mönnum úr sjávarháska.
Þeir voru aftur á móti ekki hrifn-
ir af þegar rándýrin háhyrningar
réðust á höfrungana og gáfu þeim
þess vegna nafnið Orca eða Killer
Whale.
Eiður leggur einnig áherslu á
„að börnum sé ekki bara sögð og
sýnd ein hlið málsins. Þau eigi rétt
á að heyra og sjá aðrar hliðar og fá
heildarmynd af því sem verið er að
fjalla um.“ Þar saknar Eiður þess
að á vefnum sé ekki fjallað um:
Hvalveiðar við Ísland; sögu hval-
veiða í heiminum; hve mikið fæðu-
magn hvalir á hafsvæðum við Ís-
land taka til sín; hvernig hvalir
sem rak á land fyrr á öldum urðu
til þess að bjarga fólki frá hung-
urdauða; öran vöxt hvalastofnanna
við Ísland.
Þótt Hvalavefurinn fjallaði um
allt þetta myndi engu að síður
skorta ýmislegt á þannig að úr yrði
„heildarmynd“ af öllu því sem við-
kemur hvölum og hvernig menn
hafa farið með þá. Inn í myndina
vantar þá til dæmis lýsingu á því
hvernig veiðar á hvölum fara fram
en þær eru mjög ómannúðlegar.
Einnig að skýra frá að megnið af
þeim hvölum sem veiddir hafa ver-
ið í heiminum hafa orðið að gælu-
dýrafóðri, skóáburði og efni í ilm-
vötn; að steypireiðinni hefur
nánast verið útrýmt; að hvalveiðar
voru ótrúlega lítið brot af þjóð-
artekjum okkar Íslendinga jafnvel
þegar þær voru í hámarki; að mikil
óvissa er enn um fjölda hvala í höf-
unum.
Það á að segja börnum satt, seg-
ir Eiður Guðnason. Það er ekki
verið að segja börnum ósatt um
hvali á nýjum Hvalavef Ríkisút-
varpsins. Sannleikurinn er ekki
bundinn við skoðanir Eiðs Guðna-
sonar.
Við ljúkum þessum skrifum með
því að óska Ríkisútvarpinu innilega
til hamingju með þennan frábæra
Hvalavef sem inniheldur bæði
mikla fræðslu og góða dægrastytt-
ingu fyrir unga jafnt sem aldna.
Sendiherrann
og sannleikur
Jórunn Sörensen
Hvalir
Við óskum Ríkisútvarp-
inu, segja Edda
Bjarnadóttir og Jórunn
Sörensen, innilega til
hamingju með þennan
frábæra Hvalavef.
Jórunn er kennari og Edda hóps-
stjóri Skuldar, vinnuhóps til verndar
villtum dýrum.
Edda Bjarnadóttir
Álftaneshreyfingin
er komin til að vera.
Þrátt fyrir ötula bar-
áttu fjölmargra stuðn-
ingsmanna tókst
Álftaneshreyfingunni
ekki að hrinda meiri-
hluta D-listans í
Bessastaðahreppi.
Þetta er áhyggjuefni
allra þeirra sem óttast
að einstök og óspillt
náttúra á Álftanesi
muni á næstu árum
láta undan þeim öflum
sem vanmeta gildi
hennar. Í upphafi
kosningabaráttunnar
sagði ég að Álftanes-
hreyfingin hefði unnið sigur og vís-
aði til þess að allir andstæðingar
D-listans í Bessastaðahreppi stæðu
nú saman í einni hreyfingu. Þrátt
fyrir tap í kosningunum stendur
þessi sigur eftir. Hann er ómet-
anlegur og mun síðar færa okkur
aðra og stærri sigra. Álftanes-
hreyfingin er komin til að vera.
Hún er öflug og sterk og mun veita
meirihluta D- listans harða and-
stöðu. Að baki Álftaneshreyfing-
unni stendur tæpur helmingur íbú-
anna með einbeittan vilja sem
erfitt mun að sniðganga. Það er
ómetanlegt fyrir andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins að eiga sam-
einaða hreyfingu og tala einum
rómi. Það er verkefni okkar sem
nú höfum valist til
forustu fyrir hina
nýju hreyfingu að
vinna málstað bætts
mannlífs og umhverfis
fylgi í samvinnu við
þann fjölmenna hóp
sem leggur traust sitt
á Álftaneshreyf-
inguna. Innan Álfta-
neshreyfingarinnar er
enginn ágreiningur
um stefnumál og hún
hefur á að skipa fjöl-
mennum hópi hæfi-
leikafólks sem áfram
mun tala fyrir þessum
stefnumiðum. Varð-
veislu óspilltrar nátt-
úru, umhverfisstefnu, bættu
stjórnkerfi og öflugra innra starfi í
skólum og félagslífi. Hún mun
fylgjast vel með hvernig hinn nýi
meirihluti stendur við loforð sín og
reyna að koma í veg fyrir það sem
er illa ígrundað eða beinlínis nei-
kvætt. Einnig sjá til þess að D-list-
inn geti ekki vikist undan loforð-
unum án þess að þurfa að gera
kjósendum sínum og öðrum
hreppsbúum grein fyrir því að ef
til vill stóð aldrei til að halda þau.
Þessir aðilar höfðu sigur í kosning-
unum og tókst með yfirboðum um
áframhaldandi uppbyggingu skóla-
mannvirkja, íþróttamannvirkja og
smáíbúða fyrir unga og aldna – og
rangfærslum um trausta fjármála-
stöðu hreppsins að blekkja íbúa
Bessastaðahrepps. Álftaneshreyf-
ingin telur loforðalista D-listans
innistæðulausan og varar við
áframhaldandi skuldsetningu
sveitarfélagsins. Ég vil þakka öllu
því fólki sem kom að starfi Álfta-
neshreyfingarinnar ötult starf.
Málefnaleg barátta okkar og gagn-
rýni knúði hinn nýja meirihluta til
að gefa út ýmsar yfirlýsingar, t.d.
um sjálfstæði Bessastaðahrepps,
sem þeir verða látnir standa við.
Síðar munu gefast ný tækifæri til
að fylgja hugmyndum okkar um
betra samfélag í Bessastaðahreppi
eftir. Álftaneshreyfingarinnar og
okkar sem styðjum hana bíður
mikið starf. Það er engin leið til
baka, aðeins fram til stærri sigra.
Tæpur helmingur að baki
Álftaneshreyfingunni
Sigurður
Magnússon
Álftanes
Álftaneshreyfingin er
komin til að vera, segir
Sigurður Magnússon.
Hún er öflug og sterk og
mun veita meirihluta D-
listans harða andstöðu.
Höfundur skipaði 1. sæti á lista
Álftaneshreyfingarinnar í Bessa-
staðahreppi.
Í SKJÓLI kvótakerfis í sjávar-
útvegi hefur safnast mikill auður á
hendur fárra aðila. Þessum auði
fylgir vald. Og valdinu fylgir
ábyrgð. Á sjómannadaginn reis út-
gerðarauðvaldið á Akureyri ekki
undir þessari ábyrgð. Forstjórar
stórfyrirtækja í sjáv-
arútvegi hótuðu sam-
tökum sjómanna fjár-
svelti við hátíðar-
höldin ef þau aftur-
kölluðu ekki boð sitt
til Árna Steinars Jó-
hannssonar alþingis-
manns, talsmanns
Vinstri hreyfingarinn-
ar – græns framboðs í
sjávarútvegsmálum á
þingi, um að ávarpa
sjómenn á hátíðar-
dagskrá í tilefni dags-
ins. Sjómannadagsráð
á Akureyri varð við
þessari kröfu og bauð
Valgerði Sverrisdótt-
ur viðskiptaráðherra í
ræðustól. Þar hvatti hún til þess
að menn hættu að karpa um kvóta-
kerfið einsog hún mun hafa komist
að orði að sögn fjölmiðla.
Á undanförnum dögum hefur
þjóðin fylgst með forstjórum Sam-
herja og ÚA lýsa því yfir að boð-
skapur Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs sé þeim ekki
þóknanlegur og stríði gegn hags-
munum sjómanna. Sú staðhæfing
stenst að sjálfsögðu ekki.
Hitt er deginum ljósara að sú
stefna Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs að nema kvóta-
gerfið úr gildi í áföngum er
stærstu kvótahöfunum ekki að
skapi. Enda þótt þeir hljóti að við-
urkenna að sú aðferð sem VG
leggur til er í senn raunsæ og
sanngjörn, þ.e.a.s. að fyrna kerfið
á tuttugu árum, þar sem þriðj-
ungur fyrndra aflaheimilda færi á
landsmarkað, þriðjungur til byggð-
arlaga og þriðjungur væri boðinn
þeim handhöfum veiðiréttar sem
fyrnt er frá til endurleigu. Þetta er
að sjálfsögðu eitur í beinum stór-
útgerðarinnar sem lítur á það sem
beina ógnun við hagsmuni sína að
hróflað verði við kvótakerfinu.
Ekki síður eru þeir ósáttir við
að rök okkar fyrir breytingum á
kvótakerfinu nái eyrum almenn-
ings. Í greinargerð sem VG hefur
sent frá sér er sérstaklega vikið að
fjórum brotalömum núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfis:
1) Í mörgum tilvikum er ástand
fiskistofna nú svipað eða jafnvel
verra en fyrir daga kvótakerfisins.
Auk þess hamlar kvótakerfið mjög
allri nýliðun og kynslóðaskiptum í
atvinnugreininni.
2) Rétturinn til viðskipta með
kvóta, bæði möguleikinn til að
leigja öðrum veiðiheimildir í stað
þess að hafa þær til eigin nota og
varanleg sala þeirra, hefur haft í
för með sér að ákveðnir aðilar hafa
átt þess kost að hagnast gríðar-
lega. Slíkur gróði, ekki síst þegar
hinir sömu hverfa út úr sjávar-
útveginum með milljónatugi,
hundruð milljóna eða milljarða,
sem rekja má til andvirðis veiði-
heimilda, samrýmist vægast sagt
illa ákvæðum fiskveiðistjórnunar-
laganna um sameign þjóðarinnar.
3) Framsal veiðiheimilda og sú
staðreynd að byggðarlögunum er í
núverandi kerfi ekki tryggður
neinn réttur hefur sums staðar
leitt til þess að kvóti hefur horfið á
brott og miklir staðbundnir erf-
iðleikar skapast í atvinnumálum.
Hröð samþjöppun veiðiheimilda,
sameining fyrirtækja og stækkun
hefur víða haft í för með sér sárs-
aukafullar breytingar
af þessum toga. Eink-
um eru það hinar
minni sjávarbyggðir
sem hafa byggt mikið
á bátaútgerð og ekki
njóta þess að hafa höf-
uðstöðvar einhvers af
stóru fyrirtækjunum í
byggðarlaginu, sem
eiga undir högg að
sækja við núverandi
fyrirkomulag. Fisk-
vinnslufyrirtæki sem
engan aðgang hafa að
veiðiheimildum, fisk-
verkafólk og sjómenn
og aðrir íbúar sjávar-
byggðanna eru þol-
endur þessa ástands
og þess öryggisleysis sem það hef-
ur skapað. Framsal veiðiheimilda
og leigubrask hefur leitt til stór-
felldra árekstra í samskiptum sjó-
manna og útvegsmanna, kostað
verkföll og átök sem ítrekað hafa
leitt til lagasetningar er svipt hef-
ur sjómenn samningsrétti.
4) Mikil umræða hefur verið um
brottkast afla og það eðli kvóta-
kerfisins umfram aðrar fiskveiði-
stjórnunaraðferðir að ýta undir að
fiski sé hent.
Það er meðal annars á þessum
atriðum sem Vinstri hreyfingin –
grænt framboð byggir þá stefnu
sína að taka beri upp annað skipu-
lag við stjórnun fiskveiða. Við
stefnumótun höfum við haft eft-
irfarandi forsendur til hliðsjónar:
Auðlindir sjávar verði raun-
veruleg sameign þjóðarinnar og
einstökum byggðarlögum
tryggður réttlátur skerfur veiði-
heimilda og viðunandi öryggi.
Sjávarútvegurinn aðlagi sig
markmiðum sjálfbærrar þróunar
og vinni markvisst að því að
bæta umgengni við náttúruna og
lífríkið.
Sjávarútvegsstefnan treysti
byggð og efli atvinnu í landinu
öllu ásamt því að stuðla að auk-
inni fullvinnslu framleiðslunnar
og þar með aukinni verðmæta-
sköpun og hámarksafrakstri
auðlindanna innanlands.
Sjávarútvegsstefnan stuðli að
réttlátri og jafnri skiptingu
gæðanna ásamt jöfnum og góð-
um lífskjörum þeirra sem við
greinina starfa og veita henni
þjónustu.
Sjávarútvegurinn, ekki síst
fiskvinnslan, þróist og verði fær
um að bjóða vel launuð og eftir-
sóknarverð störf og standa sig í
samkeppni við aðrar atvinnu-
greinar hvað launakjör, starfs-
aðstæður, vinnuumhverfi og
aðra slíka þætti snertir.
Til þess að ná þessum mark-
miðum höfum við sett fram ítarleg-
ar og vel útfærðar tillögur sem við
höfum gert grein fyrir í ræðu og
riti. Dæmi nú hver fyrir sig. Stríð-
ir þessi málflutningur gegn hags-
munum sjómanna og fiskvinnslu-
fólks? Svo sannarlega ekki. Stefna
VG tryggir hagsmuni sjómanna og
fiskvinnslufólks. Það eru hins veg-
ar braskararnir og þeir sem eru að
sölsa undir sig sameign þjóðarinn-
ar sem kveinka sér og leggjast nú
svo lágt að notfæra sér völd sín –
auðvaldið – til að reyna að þagga
niður í gagnrýnisröddum. Það mun
hins vegar aldrei verða.
Dæmi hver
fyrir sig
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er formaður þingflokks
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs.
Sjómannadagur
Stefna VG, segir
Ögmundur Jónasson,
tryggir hagsmuni
sjómanna og fisk-
vinnslufólks.