Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sjónvarpsfyrirburðurinn Ali G (Sacha Baron Cohen), hitti naglann rækilega á höfuðið fyrir fáeinum árum er hann gaf sig út fyrir að vera fréttamaður í bresku þáttun- um 11 O’ Clock News. Tók lands- frægar persónur á beinið í afkára- legum viðtölum. Bar litla virðingu fyrir „mikilvægi“ gestanna en leiddi þá útí móa með fáránlegum spurningum og kjafthætti. Hafði sumar hverja að fíflum og þá var enskum skemmt. Hinn óforskamm- aði kjaftaskur eignaðist fjölda aðdáenda og sporgöngumenn um allan heim. Skömmu síðar setti hann af stað sinn eigin þátt, sem gengur enn, eftir því sem best er vitað. Vér Íslendingar fórum ekki varhluta af Ali G, því Johnny Naz (hann hjálpaði einnig til við að ís- lenska textun myndarinnar), sér- íslenskaði fyrirbrigðið. Með þvílík- um ágætum að roskin vinkona mín (dálítið sérstök að vísu), sagði þau tíðindi helst, nýkomin frá Breta- veldi, að í því landi stórleikara væri upp sprottinn apaköttur sem stældi Johnny National. Sló því jafnframt föstu að herra National þyrfti ekki að hafa þungar áhyggjur af sam- keppni úr þeirri áttinni. Það á ekki illa við á þessum síð- ustu og verstu, að „söguþráðurinn“ í Ali G Indahouse er einkum svartagallsskop um kosningar og kosningabaráttu. Ali G er í byrjun myndarinnar í sínum gamalkunna ham, með hugann fanginn við tipp- ið á sér og reyndar félagsmiðstöð- ina í slömminu sem hann býr. Það á að fara að loka þessu athvarfi Al- is og smáfólksins í hverfinu og góð ráð dýr. Þá kemur til sögunnar varaforsætisráðherra landsins (Charles Dance), sem kemur við- undrinu á þing. Í framhaldinu verður Ali þjóðhetja og hægri hönd forsætisráðherrans (Michael Gam- bon), ekki orð meira um þá fram- vindu alla. Það leynir sér ekki í Ali G Inda- house, að trúðurinn er mun betri á skjánum en tjaldinu. Hann gerir vissulega mikið og oft vel lukkað grín að ábúðarmiklum og sjálfbirg- ingslegum ráðamönnum, pólitísku baktjaldamakki, innantómum mik- illeik kerfisins, glæstri framhlið stjórnmálamanna sem þola ekki minnstu nærskoðun. Framapoti, eiginhagsmunahyggju, osfrv. Á köflum jaðra sketsin hans við snilli en þess á milli liggja þau marflöt og grútleiðinleg undir hálfrar ann- arrar klukkustundar setu. Ali G Indahouse höfðar tvímæla- laust best til áhorfenda um og inn- an við tvítugt. Sá ágæti aldurs- hópur kann hvað best að meta endalausa, oft subbulega klám- brandara og sjálfsfróunartaktíkina sem allt snýst í rauninni um – and- lega sem líkamlega. Ekki ómerki- legri leikarar en Michael Gambon og Charles Dance taka þátt í furðulegustu satíru ársins og kunna greinilega að haga seglum eftir vindi. Meðbyr hins háæru- verðuga Sacha Baron Cohen er öllu tvísýnni, en hann kann svo sannarlega að hagnýta sér og hressa uppá grámóskuna. KVIKMYNDIR Sambíóin Reykjavík, Akureyri og Keflavík Leikstjóri: Mark Mylod. Handrit: Sacha Baron Cohen, Dan Mazer. Kvikmynda- tökustjóri: Ashley Rowe. Tónlist: Adam F. Aðalleikendur: Sacha Baron Cohen, Charles Dance, Michael Gambon, Kellie Bright, Rhon Mitra. Sýningartími 90 mín. Working Title Films/UIP. Bretland 2002. ALI G INDAHOUSE 1⁄2 Allir kjósa Alla G Sæbjörn Valdimarsson „Það leynir sér ekki í Ali G Indahouse, að trúðurinn er mun betri á skjánum en tjaldinu,“ segir Sæbjörn Valdimarsson meðal annars. ÞEIR voru litlir, sætir en líflegir, hádegistónleikar Þórunnar Guð- mundsdóttur og Valgerðar Andrés- dóttur í Listasafninu. Viðfangsefnin voru nefnilega sótt úr heimi barnsins og textarnir lagðir því í munn. Hið sjö laga söngvasafn Modests Mussorgs- kíjs, Barnaherbergið, var samið 1868-72 á sama tíma og óperur hans Boris Godunov (píanófrumgerð) og Khovantsjína og hafa eflaust verið þessu kannski frumlegasta tónskáldi Rússa á 19. öld frískandi tilbreyting frá grimmum heimi fullorðinna. Mus- sorgsky (1839-81) var sem kunnugt er áfengissjúklingur frá 17 ára aldri til dauðadags. Það kom þó ekki í veg fyrir einstætt næmi á hljóðfall og inn- tónun talmáls er helzt hefur verið líkt við meðferð Janáceks á tékkneskri tungu. Innlifun Mussorgskíjs í lokaða undraveröld ungra barna var auð- heyranlega engu minni en í átök og ástríður óperupersóna hans. Hann samdi texta Barnaherbergisins sjálf- ur, og sýna þeir og tónræn útfærsla þeirra að tónskáldið hélt fullu jarð- sambandi við þrönga en því sterkar upplifða veröld bernskunnar. Lögin fjalla um samskipti barnanna við fóstru þeirra, um skammarkrókinn, litla svarta bjöllu útí garði, samtal við brúðuna, kvöld- bæn fyrir svefninn, útreiðatúr á priki og heimilisköttinn Sjómann. Sungið var á rússnesku og engar prentaðar textaþýðingar til taks, en það kom ekki að sök því Þórunn las upp efn- isþráð á undan hverju lagi, auk þess sem hún greindi frá verki og höfundi í tónleikabyrjun. Það var ekki laust við að sumir kímdu þegar söngkonan gékk í salinn á hvítum matrósakjól og í ökklasokkum með hár í fléttum eins og rússnesk útgáfa af Dorothy í Töframanninum í Oz frá ofanverðum Viktoríutíma. Það, ásamt bjartri sópranrödd að mestu á brjósttóna- sviði, stundum með nærri því „Sprechgesang“-legri beitingu tal- söngs að ógleymdri barnslegri innlif- un í túlkun, gerði að verkum að litlar persónur Mussorgskíjs urðu tón- leikagestum ljóslifandi frá fyrstu stundu með öllum þeirra kækjum, kergju, óðagoti og almennt stór- eygðri upplifun á undrum augna- bliksins í gleði og sorg. „Bráð er barna lundin“ segir mál- tækið, en hér varð hún einum of. Að vísu veitti verkið takmarkað spilrúm til túlkunar úr þroskaðri fjarlægð, þar eð fóstran – einu skiptin sem Þór- unn brá fyrir sig fullorðinsrödd – lagði örsjaldan orð í belg. En þó að fáum dyldist sterk innlifun söngkon- unnar, urðu bjart tónsviðið, barnsleg raddmótunin, leikrænu tilþrifin, dúkkulísugervið og upplesturinn í álíka stíl samanlagt til að bera í bakkafullan lækinn. „Overkill“, eins og Kanar kalla, sem smám saman hlaut að kalla á andstæða vídd er aldrei kom. Að þessu leyti hefði karlsöngvari e.t.v. getað ljáð flutningi meiri breidd og tilbreytingu í krafti ólíkrar og full- orðinslegri raddgerðar. Afrekið hefði alltjent verið meira – líkt og þegar undirr. heyrði nýlega sópransöng- konu á Klassík FM (ókynnta að vanda) tjá fjórar ólíkar persónur Álfakóngsins svo manni hríslaðist kalt milli skinns og hörunds. Þeirrar viðbótarvíddar saknaði maður hjá Þórunni, sem í stöðunni hefði senni- lega átt að halda meira aftur af sér, a.m.k. með hlutlausari efniskynning- um. Píanómeðleikur Valgerðar Andr- ésdóttur var frekar til hlés, en vand- aður og fylginn. TÓNLIST Listahátíð Listasafn Íslands Mussorgskíj: Barnaherbergið. Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Valgerður Andr- ésdóttir, píanó. Föstudaginn 24. maí kl. 12:30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Bráð er barna lundin Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ voru margir sem lögðu leið sína til að hlýða á Kammerkór Hafn- arfjarðar í góða veðrinu á sunnudag- inn fyrir rúmri viku. Á efnisskránni voru eingöngu íslensk verk og öll vel kunn. Kórinn er að fara til Kaup- mannahafnar og ætlar að flytja sömu efnisskrá á tónleikum í St. Páls-kirkjunni auk þess sem hann hyggst halda tvenna útitónleika og til þess er þessi samsetning efnis- skrárinnar góð og um leið góð land- kynning. Tónleikarnir hófust á þjóðlaginu Hrafninn flýgur um aftaninn og á eftir fylgdu Lysthúskvæði, Sof þú blíðust barnkind mín, Forðum tíð einn brjótur brands, Vísur Vatns- enda-Rósu, Ég að öllum háska hlæ, Hjá lygnri móðu og Gömul vísa um vorið. Eftir tvö einsöngslög hélt kór- inn áfram, fyrst með þjóðlaginu Ég byrja reisu mín í mjög góðri útsetn- ingu Smára Ólasonar, síðan fylgdu Veröld fláa, Feigur Fallandason, Húmar að mitt hinsta kvöld, Sofðu unga ástin mín, Hættu að gráta hringaná, Barnagælur, Tíminn líður trúðu mér, Heilræðavísa við lag Jóns Nordal, Ég leiddi þig í lundinn, og að síðustu Hér undir jarðar hvílir moldu. Kammerkórinn er góður kór með skýran og mjúkan hljóm, kannski stundum of mjúkan. Ég ætla ekki að fjalla um flutning ein- stakra laga. Kórinn söng alla efnis- skrána án undirleiks og ótrúlega lengi með hreinni tónstöðu en fór þó eðlilega að þreytast þegar á leið. Það vakti athygli mína að tvö lög, Gömul vísa um vorið eftir Gunnstein Ólafs- son og Hér undir jarðar hvílir moldu, voru með allt annarri hljómgun en öll hin lögin og þar náði kórinn meiri fyllingu og krafti og barst betur en í hinum lögunum. Helgi Bragason er góður stjórnandi og hefur gott vald á kórnum sínum og kemur sinni per- sónulegu túlkun vel á framfæri og vil ég óska þeim velfarnaðar í söngferð sinni. Eyjólfur Eyjólfsson söng fjög- ur lög við undirleik Ástríðar Öldu inn á milli kórlaga, Draumalandið og Gígjuna eftir Sigfús Einarsson og síðan Svanasöng á heiði eftir Sig- valda Kaldalóns og Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson. Eyjólfur er mjög ungur að árum og lauk nýverið burtfararprófi frá tónlistarskólanum í Hafnarfirði og er að fara til fram- haldsnáms í London. Eyjólfur hefur mjög fallega og hreina tenórrödd og flutti lögin af mikilli innlifun. Ástríð- ur, sem er við framhaldsnám í píanó- leik í Bandaríkjunum, er góður píanóleikari sem hefur mjög gott vald á hljóðfærinu og kemur öllu því til skila sem tónskáldið ætlast til og var samspil þeirra mjög gott og öruggt. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu unga tónlist- arfólki í framtíðinni. Í fyrri lögunum tveimur skilaði söngurinn sér ekki nógu vel til áheyrenda og píanóið virkaði stundum aðeins of sterkt, en í tveimur síðari lögunum var jafn- vægið í lagi. Hér verður sennilega að kenna salnum um, því kórinn hvíldi sig í fyrri lögunum en stóð fyrir aft- an í þeim síðari og dró þar með úr glymjandanum í þeim enda salarins. Ekki var boðið upp á aukalög, hvorki hjá einsöngvara né kór, en kórinn endurtók í staðinn af efnisskránni. TÓNLIST Hásalir í Hafnarfirði Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar. Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Sunnudaginn 26. maí. KÓR- OG EINSÖNGSTÓNLEIKAR Íslensk þjóðlög og perlur Jón Ólafur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.