Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 55
ÞÓTT æ færri bíógestir vestanhafs
séu með stjörnur í augum þá eru þeir
enn með hugann við stríðsátök.
Hryðjuverk á jörðu niðri og hættan á
þriðju heimsstyrjöldinni hafa nefni-
lega leyst stríðsbrölt í himingeimn-
um af hólmi. Fjórða myndin sem
byggist á bókum metsöluhöfundar-
ins Toms Clancys um leyniþjónustu-
manninn Jack Ryan, helstu ofur-
hetju CIA, heitir The Sum of All
Fears og afrekaði um helgina að
velta Árás klónanna úr sessi sem
tekjuhæsta kvikmyndin í bíóhúsum
Bandaríkjanna. Engin fyrri mynd-
anna um Ryan hefur farið svona vel
af stað og vilja menn meina að tvennt
ráði þar mestu um, gott umtal og
vaxandi stjarna nýjasta leikarans
sem spreytir sig á Ryan-hlutverkinu
eftirsótta, Bens Afflecks. Pressan
var talsvert mikil á honum enda
hafði hann það vandasama verk að
feta í fótspor Alecs Baldwins, sem
lék Ryan í The Hunt For Red Octo-
ber, og Harrisons Fords, sem eign-
aði sér Ryan í Patriot Games og
Clear and Present Danger. En þess-
ar rífandi viðtökur virðast staðfesta
að Affleck sé loksins orðinn einn af
þeim stóru og eigi orðið í fullu tré við
risa á borð við forvera sinn Ford, en
Affleck vermdi toppsætið ekki alls
fyrir löngu í Changing Lanes þar
sem hann leikur á móti Samuel L.
Jackson. Nú er bara að sjá hvort Af-
fleck nái að fylgja velgengninni eftir
á næsta ári þegar hann birtist í gervi
ofurhetjunnar blindu, Daredevil.
Efni myndarinnar, sem leikstýrt
var af Phil Alden Robinson (Field of
Dreams, Sneakers) þykir og eiga
óþægilega „við“ ástand heimsmála í
dag er átök milli Ísraela og Palest-
ínumanna annars vegar og Indverja
og Pakistana hinsvegar hafa sjaldan
verið harðari en í myndinni leitar
yngri og ógiftur Ryan örvæntingar-
fullur að týndri kjarnorkusprengju,
sem hann grunar að verði sprengd á
meðan aðalleikur ruðningsboltaárs-
ins fer fram, Super Bowl.
Þótt aðsókn á Árás klónanna hafi
verið minni nú en fyrri helgar er hún
enn talsverð. Það er þó ljóst að
myndin verður fyrsta Stjörnustríðs-
myndin sem ekki verður tekjuhæsta
mynd ársins í Bandaríkjunum og
ólíklegt verður að teljast að hún nái
300 milljón dollara markinu.
Í gamanmyndinni Undercover
Brother, sem líkt og Ryan-myndin
var frumsýnd á föstudag, er látlaust
grín gert að svertingjakrimmum 8.
áratugarins, hinum svokölluðu
„blaxpotation“-myndum, og það með
furðugóðum árangri ef marka má
gagnrýnendur vestra sem flestir
segja hana drepfyndna. Myndin var
ódýr í framleiðslu og miðað við orð-
spor og fyrstu viðbrögð ætti hún að
geta orðið einn af óvæntustu smell-
um sumarsins.
Á föstudaginn kemur hefjast sýn-
ingar á nýjustu myndinni úr sigur-
sælli smiðju Jerry Bruckheimers,
gamanspennunni Bad Company, þar
sem Chris Rock og Sir Anthony
Hopkins leiða saman hesta sína.
Furðuleg samsetning það sem fróð-
legt verður að sjá hvernig plummar
sig.
Stjörnustríðið fellur af toppnum vestra
Reuters
Í The Sum of All Fears leikur Morgan Freeman á móti Ben Affleck í
hlutverki Jacks Ryans á yngri árum.
Klónin hræðast
Jack Ryan
skarpi@mbl.is
! """
# $%&'
('$ )*
# ' + '
,' '
-'.
/ *0
('
1230
betra en nýtt
„Fylgist með á www.borgarbio.is“
Sýnd kl. 8 og 10.40. B. i. 10.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16.
1/2
kvikmyndir.is
1/2
kvikmyndir.com
Sánd
SV Mbl
1/2kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
DV
Sýnd kl. 5.50. B. i. 10.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 6.
Vit 379.
150 kr. í boði VISA
ef greitt er með VISA kreditkorti
Sýnd kl. 6, 8
og 10.
1/2
Kvikmyndir.is
Sánd
RadioX
/
i i i
i
Sýnd Kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Vit 385.
STUART TOWNSEND AALIYAH
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
421 -1170
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Sánd
SV Mbl
Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 10.30. B.i 16 ára.
1/2
Kvikmyndir.is
Sánd
RadioX
/
i i i
i
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
Miðasala opnar kl. 15.30
5 hágæða bíósalir
Stærsta bíóupplifun ársins er hafin
Sýnd kl. 4 Íslenskt tal.
Yfir 30.000 áhorfendur
Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B. i. 10.
kl. 4, 7 og 10.
Sýnd kl. 5, 8 og 10.30. B. i. 10.
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
SV Mbl Rás 2
/ i i i
/ i i
í i i
l
Hversu vel þekkir þú maka þinn?
Allt sem þú treystir á
Allt sem þú veist
Gæti verið lygi
Magnaður spennutryllir með frábærum leikurum.
Yfir 45.000
áhorfendur!
Sánd
DV1/2 RadioX
1/2 kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára.
www.laugarasbio.is
Yfir 30.000
áhorfendur
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
SV Mbl Rás 2
BRJÁLAÐUR HASAR OG GEGGJAÐ GRÍN Í
1/2 kvikmyndir.is
1/2 RadióX
kvikmyndir.com
DV
Yfir 42.000áhorfendur!
5
Sánd
Þeir eru á
höttunum
eftir 60
milljón dala
lottómiða og
helling af
demöntum!!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og10.15. B. i. 10.
Sýnd kl. 6 og 9
ICE CUBE MIKE EPPS
Martin-fjölskyldan
(The Martins)
Gamanmynd
Bretland 2001. Skífan VHS. (90 mín.)
Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit: Tony
Grounds. Aðalhlutverk Lee Evans, Kathy
Burke.
MAÐUR veit eiginlega ekki hvar
maður hefur hana þessa. Hún á klár-
lega að vera gamanmynd, enda með
einum helsta grínista Breta í aðal-
hlutverki, Lee Evans. En um leið er
greinilegt að verið er að koma áleiðis
djúpum samfélagslegum skila-
boðum. Þannig virðist ætlunin að hér
sé á ferð ádeila, svört samfélagssat-
íra. En þrátt fyrir
allan metnaðinn,
stóru hugmyndirn-
ar, þá missir ný-
græðingurinn
Tony Grounds
marks og nokkuð
vel það, þannig að
úr verður hálfgerð
vitleysa á borð við
Niðurlendingana
kynóðu í Flodders-fjölskyldunni.
Viðfangsefnið er þó góðra gjalda
vert og þarft. Lánleysi og örvænting
hinna atvinnulausu, draumurinn um
betra líf og að geta haft það eins náð-
ugt og hinn aðgerðarlausi hópurinn,
sá sem kemst upp með það, þeir lán-
sömu sem fæddustu með silfurskeið í
munni.
Það sem heldur annars fremur
stefnulausri og máttlítilli mynd uppi
er leikurinn. Þótt Evans ofleiki þá
tekst honum, Burke og samleikurum
upp á eigin spýtur og án aðstoðar
handritsins að vinna samúð með
Martin-fjölskyldunni og fá mann til
að vona að brátt birti til. Myndbönd
Lúði eða lánlaus?
Skarphéðinn Guðmundsson