Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Efnisyfirlit
Austurbær .................................... 21
Ás ............................................. 14-15
Ásbyrgi ........................................... 5
Berg .............................................. 48
Bifröst ............................................ 8
Borgir .............................................. 3
Eign.is ........................................... 10
Eignaborg ..................................... 41
Eignamiðlun ........................ 24-25
Eignaval ..................................... 4-5
Fasteign.is .................................. 40
Fasteignamarkaðurinn ............. 16
Fasteignamiðlunin ..................... 15
Fasteignamiðstöðin .................... 9
Fasteignasala Mosfellsbæjar . 39
Fasteignasala Íslands ................. 6
Fasteignastofan .......................... 13
Fasteignaþing .............................. 17
Fjárfesting .................................... 11
Fold ............................................... 43
Foss ................................................. 7
Garðatorg .................................... 29
Garður .......................................... 24
Gimli ...................................... 38-39
Híbýli ............................................... 9
Holt ................................................ 12
Hóll ........................................ 34-35
Hraunhamar ....................... 44-45
Húsakaup ..................................... 33
Húsavík ........................................ 35
Húsið ........................................... 28
Húsin í bænum ............................ 18
Höfði ............................................. 23
Höfði Hafnarfirði ....................... 22
Kjöreign ....................................... 42
Lundur ................................... 30-31
Lyngvík .......................................... 19
Miðborg ........................................ 32
Skeifan ......................................... 37
.Smárinn ....................................... 28
Stakfell ......................................... 41
Valhöll .................................... 20-21
H
ÚSIÐ við Grjóta-
götu 11 er lítið gult
timburhús, sem vek-
ur athygli fyrir þær
sakir að það er sér-
staklega fallegt og
greinilegt að mikil
vinna hefur verið lögð í húsið.
Í gegnum tíðina hefur húsið meðal
annars verið í eigu Sambandsins,
einnig hefur það verið notað undir
fundahöld fyrir AA-samtökin og síð-
ast en ekki síst var Leikfélag Reykja-
víkur stofnað í húsinu.
„Við festum kaup á húsinu árið
1990 en þá stóð það að Tjarnargötu
3c. Húsið var þá í mikilli niðurníðslu
og hafði ekkert verið gert fyrir það í
áraraðir“ segir Fanney. „ Það benti
flest til þess áður en við keyptum
húsið að það yrði rifið, en það hefði
verið mikil synd þar sem þetta er
ansi merkilegt hús.“segir Finnur.
Þau hjónin fengu úthlutaðri lóð
sem núna heitir Grjótagata 11 og
þangað var húsið flutt„ Kjallarinn
sem húsið stóð á var grjóthlaðinn, við
létum múra kjallarann á þessari lóð
að þeirri fyrirmynd.
Það voru reyndar þær kvaðir sett-
ar á húsið frá Árbæjarsafninu að sá
sem keypti það gerði það upp í eins
upprunalegri mynd og mögulegt
væri. Við höfðum það í huga frá upp-
hafi að gera húsið upp í sinni gömlu
mynd þar af leiðandi var þetta engin
fyrirstaða fyrir okkur“ segir Finnur.
Upphaflega byggt 1880
„Húsið var byggt árið 1880 af L.A.
Knudsen, sem var bæjargjaldkeri í
Reykjavík. Hann seldi svo Indriða
Einarssyni húsið árið 1887 og bjó
Indriði í því alla sína búskapartíð. Ár-
ið 1897 var á heimili Indriða stofnað
Leikfélag Reykjavíkur.
Síðar keypti Þorsteinn Sigurðsson
kaupmaður í Bristol húsið en hann
átti það ekki lengi. Næsti eigandi á
eftir Þorsteini var Sambandið.
Sambandið hafði sankað að sér
töluvert af eignum í Tjarnargötunni
með það í huga að rífa þær allar og
byggja þar höfuðstöðvar sínar. Til
þess kom þó ekki því að höfuðstöðvar
Sambandsins voru byggðar á Sölv-
hólsgötu.
Í kringum 1960 kaupir Alþingi
húsið ásamt fleiri húsum í kring. Það
var líka ætlunin þá að rífa húsið en
það kom ekki til sem betur fer. „AA-
samtökin fengu húsið til afnota fram
að árinu 1990 þegar við svo kaupum
það,“ segir Finnur.
Húsið hefur átt
fimm lögheimili
„Húsið er að upplagi mjög vandað.
Grindin að húsinu er einstaklega vel
byggð. Húsið stóð við tjörnina og það
komst mikill raki í húsið í gegnum
kjallarann, þrátt fyrir það var það
ekki mikið skemmt“ segir Finnur.
„Þetta hús er merkilegt fyrir
margar sakir en okkur fannst sér-
staklega skemmtilegt að heyra að
húsið hefur átt fimm lögheimili þrátt
fyrir að hafa aðeins staðið á tveimur
stöðum. Upphaflega hét gatan sem
það stóð við Veltusund og var húsið
númer þrjú. Síðan var borgarskipu-
laginu breytt og stóð þá húsið við
Kirkjustræti 6.
Áður en húsið var flutt á þessa lóð
breyttist götunafnið aftur og stóð
húsið þá við Tjarnargötu 3c. Þegar
við svo fluttum húsið hingað þá var
heimilisfangið Túngata 10. Eftir að
borgin gerði við okkur skiptasamn-
ing varðandi lóðina þá fékk húsið loks
sitt endanlega heimilisfang sem er
Grjótagata 11,“ heldur hann áfram.
Helltum okkur
út í framkvæmdir
„Á þeim tíma sem við keyptum
húsið rákum við og bjuggum á sam-
býli fyrir unglinga. Við vissum að
þetta yrði mikil vinna
og okkur var strax ljóst
að þetta tæki allan okk-
ar frítíma,“ segir Fann-
ey. „Það kom sér ein-
staklega vel að hafa
annað aðsetur, það
gerði okkur kleift að
koma hingað í frítímum
okkar og vinna í húsinu.
Þó að það hafi verið ansi
krefjandi verkefni þá
var þetta kærkomin til-
breyting frá meðferðar-
starfinu,“ segir Fanney.
„Það var af miklu að
taka og það tók okkur
fjögur ár að klára að
gera upp húsið. Við
tókum iðulega frá eina helgi í mánuði
þar sem við vorum hér allan tímann
og einnig notuðum við vel allan þann
frítíma sem við áttum. Þar sem við
þurftum ekki að búa hér á meðan
framkvæmdum stóð og höfðum til-
tölulega frjálsar hendur með tíma þá
unnum við þetta allt sjálf, að undan-
skildu húsinu að utan en þar fengum
við hjálp frá kunningja mínum Atla
Hjartasyni smiði“ segir Finnur.
Þau hjónin fluttu inn í húsið árið
1994.
Trú hinum upprunalega stíl
„Það var ekki á miklu að byggja
hér innan húss þegar við fórum að
leita eftir vísbendingum um það
hvernig húsið hefði lítið út í upphafi.
Það var eitthvað eftir af panil og tré-
verki sem gaf okkur vísbendingu um
hvernig húsið var að innan.
Við studdumst við heimildir úr
norskum bókum sem fjölluðu um hús
byggð á svipuðum tíma og einnig fór-
um við mikið niður í Torfu og teikn-
uðum upp það sem okkur vantaði
þaðan. Tréverkið í því húsi er mjög
svipað því sem var í þessu húsi.
Segja má að tréverkið í húsinu og
og sérstaklega gluggar og innri inn-
búnaður séu allir fengnir af beinni
fyrirmynd úr Torfunni. Þetta unnum
við í samvinnu við Hjörleif Stefáns-
son en hann hafði tilsjón með upp-
gerð hússins af hálfu Árbæjarsafns-
ins,“ segir Finnur.
„Það eina sem er upprunalegt í
húsinu eru stofugólfin og hurðarnar.
Við pússuðum stofugólfin upp og lét-
um þau standa hrá.
Flest önnur gólf í húsinu
eru úr rekavið frá
ströndum. Við höfðum
borðin misbreið og lögð-
um þau eilítið geysin í
samræmi við þau gólf
sem fyrir voru. Hurð-
arnar voru allar til, við
settum þær allar upp á
ný og ég smíðaði nýja
karma og hurðarfalda í
kringum þær,“ segir
Finnur. „Allt annað í
húsinu er nýtt.“
„Finnur hannaði og
smíðaði eldhúsinnrétt-
inguna en hún er líka úr
rekavið sem er þó mun
fíngerðari en sá sem er á gólfunum.
Stiginn sem liggur upp á næstu hæð
og útidyrahurðin eru líka hans verk,“
segir Fanney.
Málað í nýjum lit
„Við lögðum mikið upp úr því að
hafa húsið sem líkast því sem það var
og þar af leiðandi máluðum við hér
innanhúss í sömu litum og hafði verið
gert upprunalega. Einu heimildirnar
sem við höfðum fyrir okkur í því voru
þeir litir sem sum staðar voru eftir á
veggjum húsins.
Það eina sem við höfum í raun og
veru breytt er liturinn á húsinu að ut-
an en hann var rauður. Ég hafði alltaf
séð húsið fyrir mér gult og því mál-
uðum við það í þeim lit,“ segir Fann-
ey.
„Í Noregi og víðar á Norðurlönd-
unum tíðkast það að mála húsin alltaf
í sama lit en þegar við fórum að
spyrjast fyrir um litinn á húsinu
komumst við að því að það var engin
hefð fyrir því hér á landi og í raun má
segja að það sé íslenskur siður að
skipt sé um lit á húsi þegar nýr eig-
andi tekur við því,“ segir Finnur.
Ásaþak á húsinu
„Þetta hús er Sveiserhús, það er
einkenni þeirra að þökin koma vel
fram yfir húsið og einnig eru yfirleitt
skrautlistar í kringum glugga. Við
vildum halda í þennan stíl og því
smíðaði ég skreytingar í kringum
gluggapóstana þó að ekki sé líklegt
að slíkar skreytingar hafi verið á hús-
inu á sínum tíma,“ segir Finnur.
„Húsið er óvenjulegt að því leyti að
á því er svo kallað ásaþak en þess-
konar þakgerð var algeng í kringum
1700. Á ásaþökum eru engar sperrur,
Ásarnir liggja á milli gafla á húsinu
síðan er klætt með plægðum borðum
ofan á ásana frá mæni ás og niður á
vegglægu “ heldur hann áfram.
„Það er líka ansi sérstakt að það er
plægður plankaviður í allri bindingu
hússins í staðinn fyrir grjót eða múr-
stein.
Hefur kennt okkur mikið
„Við höfum lært ýmislegt á því að
gera upp þetta hús og í dag setjum
við það ekki fyrir okkur að gera hlut-
ina sjálf, ég legg í ýmislegt sem ég
hefði ekki treyst mér til áður“ segir
Fanney.
„Þetta tók langan tíma og krafðist
mikillar vinnu en ég hefði aldrei trú-
að því að þetta væri svona skemmti-
legt. Þreum árum eftir að við klár-
uðum að gera upp þetta hús sagði ég
alfarið skilið við meðferðarstörf og
vinn nú eingöngu við að gera upp hús
fyrir aðra,“ segir Finnur.
Húsið að Grjótagötu 11 er mikil
prýði: Það ber þess merki bæði innan
og utan að unnið hefur verið að upp-
byggingu þess af mikilli natni og
vandvirkni. Þess má geta að húsið
hefur fengið viðurkenningu frá Ár-
bæjarsafninu fyrir að vera eitt best
uppgerða hús í einkaeigu. Það má því
segja að sú mikla vinna sem þau
hjónin hafa lagt í húsið hafi verið vel
þess virði.
Húsið stóð upphaflega við Tjarnargötu 3c, en var síðan flutt á núverandi stað við Grjótagötu 11. Húsið hefur fengið við-
urkenningu frá Árbæjarsafninu fyrir að vera eitt best uppgerða hús í einkaeigu.
Fanney Sigurðardóttir og Finnur Guðsteinsson.
Leikfélag Reykjavíkur
var stofnað í húsinu
Við Grjótagötu 11 stendur
einstaklega fallegt og vel
uppgert gult timburhús.
Perla Torfadóttir ræddi
við hjónin Finn Guð-
steinsson og Fanney Sig-
urðardóttur um þá miklu
vinnu sem þau hafa lagt í
þetta merka hús.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Finnur Guðsteinsson hannaði og smíðaði bæði gluggana og útidyrahurðina.